Þjóðviljinn - 02.11.1962, Side 12

Þjóðviljinn - 02.11.1962, Side 12
Fótbrot á Tjörninni Gott er að fara varlega á hál- um ís, jafnvel þótt gaman sé að ærslast á skautum. Um átta- leytið í gærkvöld varð 13 ára stúlka fyrir þvf slysi að fót- brotna á Tjöminni. Stúlkan var flutt á Slysavarðstofuna og síðan á Iandakotsspítala. Fylkingar- kveldvaka Æskulýðsfylkingin í Reykjavík heldur kvöldvöku í félagsheim-1 ili sínu Tjarnargötu 20 sunnu- daginn 4. nóv. kl. 21. í>órbergur Þórðarson rithöf- undur, Ingibjörg Haraldsdóttir 0'S Jón Sigurðsson lesa upp úr verkum sínum. Félagar mætið stundvíslega Qg takið með ykkur gesti. Stjórnin. Nýr afgreiðslu- maður Fí í Vest- mannaeyjum Eins og Þjóðviljinn hefur áður skýrt frá, var nýlega ráðinn nýr maður til að annast af- greiðslu Flugfélags íslands á Egilsstöðum, Guðmundur Bene- diktsson fékk þann starfa. Enn- fremur hefur verið ráðinn nýr forstöðumaður í Vestmannaeyj- um. Hann er Sigurður Kristins- son, sem starfað hefur hjá Flug- félaginu í sex ár bæði í Reykja- vík og á Akureyri. Sigurður tók við starfi sínu í Vestmannaeyj- uni hinn 1. okt, síðastliðinn. Skólasetniug a Störgjöf til skógræktar Á 60 ára afmæli Slippsfé- lagsins í Reykjavík, ákvað stjórn þess að minnast hinna merku tímamóta með því að styrkja einhvern góðan mál- stað. Á afmælisdaginn var Hákon Bjamason skógræktar- stjóri kvaddur á fund stjóm- ar fyrirtækisins og þar var honum afhent 110.000 króna gjöf til skógræktarinnar á Is- landi. Skiptist gjöfin í tvennt, 100.000 krónur til skógræktar á einhverjum þeim stað á landinu, er vel væri til þess fallinn og 10.000 til tveggja minningarsjóða, sem era í vörzlu Skógræktarfélags Is- lands. Þess má geta að stjóm Slippfélagsins hefur haft fyrir sið að leggja einhverju þjóð- þrifamáli lið á merkisafmæl- um fyrirtækisins og varðskóg- ræktin fyrir valinu í þetta sinn. Tveir af stofnendum og forystumönnum Slippfélagsins vora miklir áhugamenn um skógrækt, þeir Tryggvi Gunn- arsson bankastjóri og Hjalti Jónsson skipstjóri. I sitjóm Slippfélagsins era nú Sigurður Jónsson forstjóri, Kristján Siggeirsson formaður stjómarinnar, Valgeir Bjöms- son hafnarstjóri, Benedikt Gröndal verkfræðingur og Tryggvi Ófeigsson útgerðar- maður. Á myndinni hér fyrir ofan sést stjórnarformaður Silipp- félagsins, Kristján Siggeirs- son, afhenda skógræktarstjóra hina stórmannlegu gjöf. Við borðið sjást sitja, t.v. Sigurð- ur Jónsson forstjóri og t. h. Benedikt Gröndal verkfræð- ingur. Föstudagur 2. nóvember 1962 — 27. árgangur 239. tölublað. Tvö ung sysfkini verða fyrir sendiferðabifreið BLÖNDUÓSI 1/11. — Bama- og unglingaskólinn á Blöndu- ósi var settur sunnudaginn 7. október. Séra Þorsteinn Gíslason prófastur í Steinnesi flutti bæn og Þorsteinn Matt- híasson skólastjóri setti skól- ann með stuttri ræðu. I vetur verða 104 böm í skólanum og 50—60 unglingar, þar af 14 í landsprófsdeild. Þær breyt- ingar verða á kennaraliði, að Ásdís Kristinsdóttir lætur af störfum en við tekur Rudolf Pálsson viðskiptafræðingur. Þá hefur frú Þórunn Karvels- dóttir verið ráðin íþrótta- kennari að skólanum. FG Laust eftir hádegi í gær varð það slys á Lynghaga á móts við hús nr. 12, að tvö ung börn, systkini, urðu fyrir sendiferða- bifreið og hlutu bæði nokkur meiðsli. Sendiferðabifreiðin var á leið austur Lynghaga, er börnin hlupu yfir götuna frá heimili sínu, húsi nr. 12, og ætluöu þau til föður síns er var staddur hinum megin götunnar. Dreng- urinn lenti fyrir framenda bif- reiðarinnar vinstra megin en telpan mun hafa lent á hlið bíls- ins og fyrir vinstra afturhjóli hans og lá hún við það, er hann stöðvaðist. Bömin vora bæði flutt í slysavarðstofuna og síð- an heim til sín. Hafði drengur- inn skrámazt í andliti en var að öðru leyti ómeiddur. Telpan var einnig talin óbrotin og ekki al- varlega meidd en var talsvert miður sín. Þau systkinin heita UPPSALA - WASHINGTON 1/11 — Jarðskjálftastofnunin í Upp- sölum varð vör við kjamorku- sprengingu í morgun á svæðinu kringum Novaja Semlja. Dr. Markus Bath, yfirmaður stofn- unarinnar, áætlaði að sytrkleiki sprengingarinnar hefði verið um eitt megatonn. Bandaríkjamenn sprengdu í morgun kjarnorkusprengju í há- loftunum. Sigurður Harðarson, f. 13/11. ’59, og Áslaug Harðardóttir f. 24/3. 1958. Hálka var á götunni og bif- reiðin keðjulaus og á slitnum dekkum að aftan. Hafði ökumað- ur hennar tekið keðjumar af í hádeginu. Borgarstjórn bregzt hag Reykvíkinga KRÝNDUR HEIMSMEISTARI KVENNA Frá því var skýrt hér í blaðinu nýlega, að krýndur hefði verið nýr heimsmeistari kvenna í skák. f einvíginu um meistaratitilinn sigraði áskorandinn, Nona Gapríndasjvíli, fyrrverandi heimsmeist- ara, Bikovu, með 9 vinningum gcgn 2. Myndin var tekin þegar Gapríndasjvíli tók við lárviðar- sveignum. Með henni á myndinni sjást þau B. Rodionnof, formaður Skáksambands Sovétríkjanna, og Grushkova-Belska, skákstjórinn. Á borgarsíjórnarfundi í gær gerðust þau tíðindi að 12 borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins, Fram- sóknar og Alþýðuflokksins sameinuðust um að hindra ’ framgang tillögu Guðmundar Vigfússonar, sem birt er á forsíðu Þjóðviljans í dag, þess efnis að skora á Alþingi að breyta ákvæðum framkom- ins stjórnarfrumvarps um endurgreiðslu ríkisins á löggæzlukostnaði í þá átt að Reykjavík verði látin njóta sama réttar og önnur bæjar- og sveit- arfélög. Brugðust borg- arfulltrúarnir af annar- legum ástæðum þeirri skyldu sinni að verja hagsmuni borgarinnar og borgarbúa svo í þessu máli sem öðrum. 1 framsöguræðu fyrir tillög- unni minnti Guðmundur á, að á undanfömum áram hefði ríkið lagt bæjar- og sveitarfélögum á herðar ýmsar fjárhagsskyldur, sem þau hefðu mörg átt í erfið- leikum með að rísa undir. Þetta hefði einkum átt við um lög- reglu- og löggæzlukostnað, sem eðlilegt væri, að ríkið sjálft stæði straum af, þar sem stjóm lög- reglumála heyrir að langmestu leyti undir ríkisvaldið en ekki bæjar- eða sveitarstjómir. Þing Ssmbands íslenzkra sveitarfé- laga hafa þráfaldlega gert sam- þykktir um þetta efni og taldi Guðmundur að framvarp það sem rikisstjórnin hefur nú lagt fyrir þingið væri spor í rétta átt til móts við þessar kröfur, þótt þar væri þó of skammt gengið. Sam- kvæmt núgildandi lögum endur- greiðir ríkissjóður bæjar- og sveitarfélögum 1/6 hluta löggæzlu- kostnaðar en samkvæmt hinu nýja frumvarpi á ríkið að end- urgreiða þeim helming hans nema Reykjavík aðeins einn þriðja hluta. Skattþegnum Reykjavíkur íþyngt Þetta ákvæði frumvarpsins hiýtur að vekja mikla furðu, sagði Guðmundur, og það því fremur sem þrír af þingmönnum Reykjavíkur eiga sæti f ríkis- stjórninni, þar af tveir fyrrver- andi borgarstjórar hennar. Er þetta ákvæði algert einsdæmi í lagasetningu. Benti Guðmundur ú, að hér er um mikið fjárhags- atriði að ræða fyrir Reykjavík. Si. ár var löggæzlukostnaður hér 15 millj. króna og í fjárhagsá- ætlun yfirstandandi árs er hann áætlaður 19.353 millj. króna og fer síhækkandi ár frá ári. Munar það Reykjavík 3.225 millj. króna á þessu ári, hvort hún fær end- utgreiddan 1/2 eða 1/3 löggæzlu- kostnaðarins frá ríkinu. Hlýtur þetta misrétti að íþyngja reyk- vískum skattþegnum í hærri á- lögum en aðrir skattborgarar þurfa að greiða. Hættulegt fordæmi Guðmundur kvað það for- dæmi, sem samþykkt þcssa ákvæðis myndi skapa vera enn alvarlegra en fjárhags- hlið málsins. Með því værí verið að bjóða heim þeirri hættu, að Reykvíkingar yrðu í framtíðinni látnir sæta lak- ara kosti en aðrir þegnar landsins af hálfu löggjafans. Það væri skylda borgarstjórn- ar að verja hagsmuni Reyk- víkinga með því að bregða þegar við og krefjast lagfær- ingar á frumvarpinu. Borgarstjóri lýsti sig um margt sammála Guðmundi Vigfússyni og kvaðst hann hafa falið borg- arlögmanni og endurskoðendum borgarinnar að kynna sér ræki- lega ákvæði frumvarpsins. Hins vegar kvaðst hann hafa rætt málið bæði við dómsmálaráð- herra og lögreglustjóra og hefði það komið fram í þeim viðræð- um, að ekki væri ætlunin að mismuna Reykvíkingum. Væri þetta ákvæði rökstutt með því, að í Reykjavík ætti að hafa að- setur rikislögregla sem rikið eitt kostaði og nyti Reykjavík góðs af störfum hennar. Yrði greiðsla ríkisins til löggæzlu hér jöfn hlutfallslega og annars staðar á landinu, ef allt framlagið til rikislögreglunnar væri talið með. Borgarstjóri viðurkenndi þó, að ríkislögreglunni væri ætlað sér- stakt hlutverk og kæmu störf hennar því Reykjavík ekki til góða nema að nokkra leyti. Lagði borgarstjóri til að tillögu Guð- Framhatd á 3. síðu. Nóbelsverðlaunahafar Sovézkur og tveir brezkir vísindamenn STOKKHÓLMI 1/11 — 1 dag var úthlutað nóbelsverðlaunum i eðlis- og efnafræði. Hinn heims- lcunni sovézki vísindamaður Lev I.andau hlaut eölisfræðiverðlaun- in, en tveir Bretar, John Ken- drew og Max Ferdinand Perutz, verðlaunin í efnafræði. Bretamir hafa unnið að rann- sóknum á gerð sameinda eggja- hvítuefna blóðsins. Peratz, sem fæddur er í Vínarborg 1914, kom til Bretlands 1936, og hefur hann unnið að rannsóknum á hemó- glóbíninu, eggjahvítuefnasam- bandinu sem gefur rauðu blóð- komunum lit, en Kendrew, sem er 45 ára gamall og starfar við Cambridgeháskóla eins og Peratz, hefur rannsakað myoglóbínið. Bæði þessi efni hafa þann hæfi- leika að þau geta tekið til sín súrefni og gefið það síðan frá sér aftur. Othlutun efnafræðiverðlaun- anna til þeirra Peratz og Ken- drew sýnir hve mikilvæg hin nýja vísindagrein „sameindalíf- fiæðin” (molekulær biologi) er talin, því að læknisfræðiverð- launin voru einnig veitt vís- ir.damönnum sem starfa að rann- sóknum á því sviði. Ekki vonum fyrr Othlutun verðlaunanna til sov- ézka prófessorsins Landau kem- ui ekki vonum fyrr, því að langt er síðan hann vann til þeirra. Sjá síðu Q r t «

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.