Þjóðviljinn - 13.11.1962, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 13.11.1962, Blaðsíða 1
Þriðjudagur 13. nóvember 1962 — 27. árgangur — 248. tölublað. Dómsvaldi misbeitt Eftir dómsuppkvaöningu í Félagsdómi í gær kom miðstjóm Alþýðusambands- ins saman á fund og gerði eftirfarandi ályktun: Vegna dóms þess, sem kveðinn hefur verið upp í dag í Félagsdómi með eins atkvæðis meirihluta í máli Landssambands íslcnzkra verzlunarmanna gegn Al- þýðusambandi fslands, ger- ir miðstjórn Alþýðusam- bands fslands cftirfarandi ályktun: Miðstjórnin Iýsir undrun sinni yfir þeirri niðurstöðu meirihluta Félagsdóms að hægt sé að dæma eitt stétt- arfélagasamband inn í ann- að og svipta frjáls félaga- samtök þar með úrslitavaldi til að ákveða, hverjir séu meðlimir samtakanna S hverjum tíma. Telur miðstjórnin, að með þessu sé dómsvaldinu harkalega misbeitt og fé- lagafrelsið í Iandinu stór- Iega skert, þar eð ekki er vitað að nokkur lagaákvæði hafi verið brotin með þeirri samþykkt seinasta Alþýðu- sambandsþings, sem dómi þessum er ætlað að hnekkja. Ber miðstjórnin hér með fram hin ákveðnustu og horðustu mótmæli sín gegn þessum rangláta stéttar- dómi, sem ekkert fordæmi mun eiga f íslenzkri réttar- farssögu. Dómur í máli LIV Fór niðnrúr Kraninn sem fór niður úr öldu- brjótnum á Siglufirði. Krana- stjórinn, Jón Kr. Jónsson, klemmdist fastur í braki krana- hússins og gekk erfiðlega að ná honum úr brakinu. Á 12. síðu cri fleiri myndir frá atburðinum og frásögn af eftirköstum. (Ljósm. Þjóöv. H. Bald.) Dómararnir i Félagsdómi sem mynduðu meirihlutann Gunnlaugur Einar Hákon í félagafrelsið tjórnars 3 lögfrœðingar kveða upp pólitískan dóm er beinisf gegn frelsi verklýðssamtakanna í gær var kveðinn upp í Félagsdómi dómur 1 máli Landssambands íslenzkra verzlunarmanna •gegn Alþýðusambandi íslands. Þrír dómenda, Há- kon Guðmundsson, Gunnlaugur E. Briem og Ein- ar B. Guðmundsson komus't að svohljóðandi niður- stöðu: „Stefnda, Alþýðusambandi íslands, er skylt að veita stefnanda, Landssambandi íslenzkra verzl- unarmanna, inngöngu í sambandið með fullum og óskertum réttindum sem stéttarfélagasambandi.“ Ekki kveða þessir þrír dómarar á um það hvenær inngangan skuli veitt né heldur eru nein ákvæði um viðurlög ef næsta Alþýðusambandsþing heldur enn fast við fyrri ákvörðun sína um að „synja um sinn“ inntökubeiðninrn' Dómur hins nauma meirihluta i Félagsdómi er mjög alvarleg tiðindi. Með honum er vegið beint gegn félagafrelsi á íslandi, en félagafrelsi er meðal þeirra þegnréttinda sem tryggð eru í stjómarskrá íslands. Með dómn- um er verið að skerða félaga- fvelsið í landinu; hann hlýtur að teljast ótvírætt brot á andá og tíigangi stjómarskrárinnar. Nið- urstaðan er þeim mun furðulegri sem hún er ekki byggð á nein- LIU klýfur sjómannasamtökin með leppum sínum á Akranesi Á laugardaginn samdi sjómannadeild verka- lýðsfélagsins á Akranesi við Harald Böðvarsson & Co. um kjörin á haustsíldveiðunum. Samningarnir hljóðuðu uppá örlítið hærri prósentutölu en mála- miðlunartillaga sáttasemjara, sem kolfelld var á dögunum, eru Vz til 1 prósenti hærri. Jón Sigurðs- son formaður SR kveður ekki koma til mála að ganga að þessum samningi annarsstaðá1" armenn sina vita að verið gæti að hann ryfi samstöðuna, enda lægi Sturlaugur Böðvarsson í sér að semja. I frétt frá Akranesi segir að LÍO hafi sent bæjarfógetanum þai bréf og bannað honum að skrá áhöfn á bátana. Kvaðst bæjarfógeti ekki vera undir LÍO gefinn' og myndi hann skrá engu að síður. Á laugardaginn skrifaði aðeins eirrn aðili undir samningana af Framhald á 12. síðu um lagaákvæðum, og Alþingi Is- lendinga feUdi 1938 — þegar fjallað var um lög um stéttarfé- lög og vinnudeilur — tiUögu um að stéttarsambönd skyldu opin öilum stéttarfélögum með þeim rökum að „vitanlega gætu stéttar- félagasamböndin sett sér þær reglur sjálf, sem þeim sýndist”. Dómur þremenninganna er þann- ig kveðinn upp þvert ofan í vilja löggjafans, án lagaraka, jafn- framt því sem hann gengur í berhögg við anda og tilgang st j ómarskrárinnar. Þetta er augijóslega pólitískur dómur. Það hefur verið gert að pólitísku kappsmáli stjómarflokk- anna að segja Alþýðusambandi Islands fyrir verkum, og tilgang- urinn er sá að reyna að vekja sem mestar deilur og sundur- lyndi innan verklýðshreyfingar- innar. Ætlunin hefur ekki verið að styðja Landssamband ís- lenzkra verzlunarmanna heldur að veikja Alþýðusamband Is- lands. Þessi pólitíski tilgangur stjómarflokkanna hefur haft á- hrif á niðurstöðu þremenning- anna; dómur þeirra flokkast ekki undir lögfræði heldur stjórnmál. Mál Landssambands íslenzkra verzlunarmanna er algert auka- atriði í sambandi við bennan dóm. Menn innan verkalýðssam- takanna getur greint á um það Iwort, hvenær og hvemig eigi að taka það samband í A.S.l. En allir verklýðssinnar, hvar í flokki sem þeir standa, ættu að vera sammála um það að það sé Alþýðusambandsþing eitt sem geti tekið ákvörðun um það hverj- um það veitir inngöngu og hverj- um ekki, en hvorlii stjórnmála- flokkar né dómarar þeirra. Með dómi hins nauma meirihluta er ráðizt gegn frelsi verklýðssam- takanna og sjálfsákvörðunarréttl Aiþýðusambandsþings, vegið að dýrmætustu réttindum verka- fólks á íslandi, og framtíð verk- lýðssamtakanna er undir því kom- in að menn verji þessi réttindi af alefli og haldi fast við ákvæði stjómarskrár og laga gegn lög- iausum pólitískum dómi. Horfur á lausn lœkna-1 málsins Sjá 12. síðu EBE ráðherrann Að því er bezt verður séð er gangur þessa máls hinn furðu- legasti. Jóhann Jóhannsson for- cnaður Sjómannadeildar verka- lýðsfélagsins á Akranesi virðist að eigin sögn hafa gengið með túboð í vasanum í nokkra daga og mun það tilboð hafa verið all- írúklu hærra en það sem hann samdi uppá. Hann var einn af meðlimum samninganefndarinn- ar og segist hafa látið meðnefnd- Jmar jbuf jbbp ÆÆÆ^ÆOr ÆBFÆBT ÆÆ,rÆÆFÆÆÆBTÆÆÆBFÆÆ''JUmr.ÆKF'ÆB&'.ÆBPJBÆÆÆ \ Ráðherra iátar: Tollasamn- | ingur mögulegur—5. s/ða

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.