Þjóðviljinn - 13.11.1962, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 13.11.1962, Blaðsíða 5
Þriðjudagur 13. nóvembér 1962 ÞJOÐVILJINN SÍÐA g Tolla- og viðskiptasamning- ur við EBE möguleg lausn • Á fundi sameinaðs þings í gær flutti viðskipta- málaráðherra, Gylfi Þ. Gíslason, skýrslu ríkisstjórnar innar um Efnahagsbandalagsmálið. Merkasta atriðið í ræðu ráðherrans var, að hann neyddist til að játa, að tolla- og viðskiptasamningur kæmi mjog til greina varð- andi samskipti íslands við bandalagið, en áður hafði bæði ráðherrann og sérfræðingar ríkisstjórnarinnar lýst því yfir, að þeir teldu slíka lausn óhugsandi. • Þrátt fyrir þetta var greinilegt á ræðu Gylfa, að ríkisstjórnin hallast helzt að aukaaðild að banda- laginu, enda þótt á hana sé litið sem fyrsta sporið til fullrar aðildar, og ráðherrann lýsti því yfir að slíkt gæti ekki komið til greina! • Á eftir ræðu Gylfa töluðu Finnbogi R. Valdi- marsson og Eysteinn Jónsson, en síðan var umræðunni frestað. Skýrsla Gylfa Þ. Gíslasonar, viðskiptamálarádherra stóð í fulla tvo tíma. 1 upphafi máls síns vék Gylfi að þeim breyt- ingum, sem undanfarið hefðu átt sér stað í Vestur-Evrópu á sviði efna- hagsmála. Væri það sú meginstað- reynd. sem við yrðum að gera o.kkur grein fyrir, en þessar breytingar myndu einnig vafalaust hafa áhrif á stjómmálaþróunina í Evrópu og öllum heiminum. Island væri hluti af Vestur- Evrópu í öllu tilliti og mætti þessi þróun því ekki leiða til þess að landið einangraðist efnahagslega og menningarlega frá þessum hluta heims, þótt til kynnu að vera þeir menn hérlendis, sem þess óskuðu eins og ráðherrann komst að orði: Hér væri um að ræða mál, sem í raun og veru ætti að vera hafið yfir deilur um dæg- urmál, — hafið yfir stjórnmál!! Þessu næst rakti ráðherrann vandlega samvinnu Vestur-Evr- ópuþjóða á efnahagssviðinu frá stríðslokum til þessa og þátt- töku Islendinga í þvi samstarfi. Næsti kafli ræðunnar fiallaði um utanfarir íslenzkra ráð- herra og sérfræðinga þeirra til viðræðna við forráðamenn Efnahagsbandalagsins (og var það löng upptalning). Sagði Gylfi að alls staðar hefði verið tekið með skilningi á málstað Islendinga og hefðu „ýmis atriði”, sem væru mjög mikil- væg, komið fram í viðræðunum. Meginvandamálið kvað ráð- herrann vera. hvernig unnt væri að tengjast banda- laginu. Um Þrennt gæti verið að ræða: 1. Fulla aðild, 2. Aukaaðild og 3. Tolla- og viðskiptasamning. Ekki væri með fullri vissu hægt að segja hvað hver tegund tengsla fæli 1 sér og þvi væri á engan hátt tímabært enn að taka ákvarð- anir í þvi efni. Rikisstjórnin teldi útilokað, að ísland sækti um fulla aðild. Aukaaðild gæti hins vegar komið til greina. en hún hefði óhjákvæmilega í för með sér samninga um mjög „viðkvæm mál” eins og atvinnu- réttindi erlendra manna, flutn- ing fjármagns og vinnuafls milli landa o. þ. u. 1. Ekki vildi ráð- herrann gera mikið úr hættu á ásókn erlendra manna til at- vinnurekstrar hér, en tryggja yrði að slíkur atvinnurekstur gæti ekki haft úrslitaáhrif á efnahagslíf þjóðarinnar. Loks taldi ráðherrann, að unnt væri áð ná tolla- og viðskiptasamn- ingi við Efnahagsbandalagið. Þá myndum við um leið losna við samninga um „viðkvæm átriði”, sem fylgdu aukaaðild. — ’ Að lokum tók ráðherrann fram að það væri skoðun ríkisstjórn- árinnar, að enn væri ekki kom- inn tími til ákvarðana og þyrftu fyrst að liggja fyrir niðurstöður í þeim samningaviðræðum, sem nú fara fram milli Efnahags- bandalagsins og þeirra þjóða. sem þegar hafa sótt um aðild i einhverju formi. Finnbogi R. Valdimarsson (Alþbandal.) benti í upp- hafi ræðu sinnar á. að fullur helm- ingur skýrslu rá'ðherrans hefði, verið sögulegt yfir- lit um þróun viðskiptamála Vestur-Evrópu frá stríðslokum. En þessi hluti hefði engan veginn verið hlut- laus og borið einkenni áróð- urs þeirra manna, sem vilja að ísland verði aðili að Efnahags- bandalaginu. Reynt hefði verið. að draga fjöður yfir stjórnmála- legan tiigang bandal. og að hér er í raun og veru á ferðinni ný rlkjásarnsteýþá. Og bandálagið’ stefndi beinlínis að því að reisa tollmúra og hindra frjáls við- skipti bmða. Auk þess gæti hin einlega yfirstjórn bundið nandur þjóða í hinum mikilvægustu málum og þannig svipt þær sjálfsákvörðunarrétti. Síðari hluti ræðu ráðherrans hefði að mestu fjallað um ferða- lög og viðræður við forráða- menn bandalagsins. En ráð- herrann skýrði á engan hátt frá viðræðunum, enda þótt hann tæki fram, að þar hefðu komið fram „ýms mikilvæg atriði". Ekkert hefði nýtt komið þar umfram skýrslu um för ráð- herrans í sumar og hefði hún birzt í Morgunblaðinu 21. julí s.l. Alþingismenn væru því engu vísari um „hin ýmsu at- riði“, sem ráðherrann hefði minnzt á. Þó væru e.tv. tveir þingmenn undanskildir, eftir því sem stjórnarblöðin hefðu upplýst í sumar. — þeir Her- mann Jónasson og Eysteinn Jónsson, sem haft hefðu aðgang að öllum skjölum og gögnum varðandi þetta mál og rætt um það við tvo ráðherra, viðskipta- málaráðherrann og dómsmála- ráðherra, að sögn stjórnarblað- anna. Að vísu hefðu stjóri.ar- blöðin sýnt þá háttvísi að bendla þetta við mútur, — en ekki kvaðst Finnbcei vii.ia gefa í skyn, að þessi forréttindi Ey- steins og Hermanns væru upp- haf að slíku. En hann skoraði . þessa þingmenri og jafnframt ráðherrann að skýra frá öliurr upplýsingum. sem fyrir lægju í málinu. Margir væru á þeirri skoðun, að hcr væri örlagarík- asta mál, seni ísicndingar hefðu fengið til meðferðar á þessari öid. Yrði að vona, að slíku máli yrði ckki ráðið til Iykta með leynimakki hvorki utanlands né innan. Þá vék Finnbogi að þeirri fullyrðingu Gylfa, að til kynnu að vera hér á landi menn, sem óskuðu þess að verzlunar- og menningartengsl okkar við Vestur-Evrópuþjóðir væru sem minnst. Kvaðst hann enga slíka menn eða öfl þekkja, sem að þessu stefndu og væri fróðlegt ÞINGSIA Þ|ODVIL|ANS að heyra rök ráðherrans fyrir þeirri staðhæfingu. En hins veg- ar væru til öfl í Vestur-Evrópu sem reynt hefðu að torvelda viðskipti okkar þar. Mundi ráð- herrann kannast við útgetðar- og fisksöluhringana, sem reynt hefðu að svelta okkur til hlýðni vegna landhelgisrnálsins með fullu samþykki stjórnarvalda. þar. þvert ofan í gerða samn- inga um efnahagssamvinnu Evrópu. Og síðar hefðu brezk stjórnarvöld sent herskipaflota sinn til þess að kúga Islendinga til að breyta landhelgislögum sínum. Það hefði tekizt fyrir aumingjaskap íslenzkra ráð- herra, — þar á meðal viðskipta- málaráðherra. Ráðherrann hefði lýst því yf- ir, að ríkisstjórnin teldi fulla aðild ekki koma til greina. m. a. vegna atvinnuréttinda út- lendinga. sem henni fylgdu. En greinilega hefði mátt skilja á ráðherranum. að hann hallaðist að aukaaðild. Það hugtak hef''* hins vegar ávallt verið túlkað á þann veg, að með því væri stefnt að fullri aðild á sínum tíma, jafnt varðandi atvinnu- réttindi sem annað. sem ráð- herrann hefði talið útilokað að fá undanþágur frá. Og þassi skilningur væri túlkaður bæði r» f forr'í/lomÖTitmtri ins og í þeim eina aukaaðildar- samningi sem til væri. Hins vegar kæmi málflutningur ráð- herrans engum á óvart. Það sem athyglisverðast væri við ræðu ráðherrans. væri bó, að mí hefði b->”n talsið nm þriðju færu leiðina til sam- skipta við bandalagið, — þ.e. leið tolla- og viðskiptasamn- ings og mundi það auðvelda slíka lausn, ef ísland yrði eina Vestur-Evrópulandið utan Efna- hagsbandalagsins. Fram til þessa hefði ráðherrann og sérfræðing- ar stjórnarinnar fullyrt að sú leið væri ekki fær. Vitnaði Finnbogi í ummæli ráðherrans á ráðstefnu „Frjálsrar menn- ingar“ um þetta efni. Nú teldi ráðherrann þessa leið hins veg- ar sambærilega við aukaaðild. Hann hefði slegið því föstu, að aukaaðild væri heppileg fyrir viðskipti fslendinga. Hins veg- ar kostaði hún samninga um „viðkvæm mál“, eins og ráð- herrann hefði orðað það. Með tollasamningi kæmi hins vegar ekki til neinna samninga um þessi „viðkvæmu mál“. Vmsir aðrir formælendur aðildar vildu gera sem minnst úr þeim skyld- um sem lagðar yrðu á okkur. En greinilega hefði komið fram í ræðu Gylfa, að með aukaaö- ild yrðu gerðar kröfur um rétt útlendinga til atvinnurekstrar hér á landi og flutning fjár- magns og vinnuafls. Tal ráð- herrans um að veita réttindi að vissu marki í þessum efnum væri heldur óljóst. Aðalspurn- ingin væri sú, hvort þær regl- ur, sem við teldum nauðsynlegt að setja t.d. varðandi þetta at- riði, samrýmdust reglum banda- lagsins. E, t. v. hafi komið fram upplýsingar um þetta efni í hin- um „ýmsu atriðum", sem ráð- herrann gat um. A.m.k. væri erfitt að trúa því. að hann hafi ekki leitað upplýsinga um þetta á ferðum sínum. Vitað væri að þau atvinnu- réttindi, sem útlendingar kæmu íil með að sækjast fyrst og fremst eftir hér á landi væru í sambandi við löndun fisks og fiskvinnslu hér og hefði við- skiptamálaráðherra sjálfur m. a. bent á þetta í ræðu á fundi Verzlunarráðs íslands. Brezkir útgerðarmenn og aðrir vissu vel, að fiskimiðin við Island væru dýrmætust auðlinda okkar. Dettur ráðherranum í hug, að við getum gert samning um aukaaðild á þeim grundvelli að banna erlendum aðilum aðstöðu til fiskvinnslu o. fl. hér, en höfum sjálfir tollfrjálsan út- flutning?, spurði Finnbogi. — Lokaniðurstöður ráðherrans befðu verið þær, að við yrðum að bíða með allar ákvarðanir þessu máli, þar til Bretar, Svíar, Danir. Norðmenn, Irar | og Spánn og Portúgal hefðu | samið um tengsl sín við banda- lagið. Þeirri niðurstöðu bæri að fagna. En á það mætti benda, að hagfræðingar ríkisstjórnar- innar og fleiri sérfræðingar hennar hefðu haldið því fram þegar í fyrra, að okkur bæri að sækja þegar um aðild að banda- laginu Nú játaði ríkisstjórnin, að þessir menn hefðu engan grundvöll haft fyrir skoðunum sínum. Það segð' e. t. v. sína sögu um flelra. sem frá þessum sérfræðingum ríkisstjórnarinn- ar kæmi. fslendingar gera sér ljóst, sagði Finnbogi, að eini hásk- inn. sem yfir þeim vofir, er, að brezkir aðilar í útgerð og fiskvinnslu og fleiri slíkir í V.-Evrópu fái aðstöðu til þess að sölsa undir sig atvinnu- rekstur hér á landi. En ráð- herrann hefur játað, að íslend- ingum sé engin nauðsyn að gera samninga um tengsl sín við Efnahagsbandalagið eins og málin standa í dag. Þá mætti einnig benda á, að Lange, utanríkisráðherra Norð- manna, hefur' nýléga lýst þeirrf skoðun sinni í norska þinginu, að aukaaðild gæti jafnvel verið verri kostur en full aðild. Við- skiptamálaráðherra. Gylfi Þ. Gíslason, hefði nú játað að til væri önnur leið og fslendingum ætti því að gefast nægilegt svigrúm til þess að kynna sér bessi mál. — Að ýmsum blekk- ingum. sem fylgismenn stjórn- arinnar og stuðningsmenn aðild- ar fslands að Efnahagsbanda- laginu hefðu haft í frammi, kvaðst Finnbogi mundu víkja síðar í umræðum um þetta mál. Eysteinn Jónsson (Frams.) kvað ljóst, að með Efnahags- bandalaginu væri stefnt að eins- konar banda- rikjum á meg- mlandi Evrópu og yrðu aðild- arríki að afsala sér sjálfstjórn um ýms hin mikilvægustu málefni. Hins vegar væri Efnahagsbandalagið staðreynd, sem taka yrði afstöðu til. Sjón- armið Framsóknarflokksins væru þau, að við yrðum að bíða átekta í þessu máli. Hefðu hann og Hermann Jónasson lagt á það höfuðáherzlu í viðræðum sínum við ríkisstjómina, að ekki yrði rætt við erlenda aðila um hugsanleg tengsl fslands að svo komnu máli. Framsóknar- flokkurinn hallaðist að því, að fslendingum bæri aðeins að gera tolla- og viðskiptasamning við bandalagið vegna sérstöðu sinn- ar. Að lokum kvaðst ræðumað- ur enn vilja leggja á það sér- staka áherzlu, að beðið yrði á- tekta í þessu máli. | Bókin h.f. Klapparstig 26. Kaupir og sélur gamlar j bækur. Þeir, sem þurfa að selja gamlar bækur, ættu að tala við okkur. — Sími 10680. Bókin h.f. Otgefandi: Sameiningarflokkur alþýðu — Sósfallstaflokk- urinn. — Ritstjórar: Magnús Kjartansson. Magnús Torfi Ölafsson. Sigurður Guðmundsson (áb.) Fréttaritstjórar: tvar H Jónsson. Jón Bjamason. Ritstjóm. afgreiðsla. auglýsingar. prentsmiðja: Skófavörðustíg 19. Sími 17-500 (5 llnur). Áskriftarverð kr 65.00 á mánuðl. Háski á ferðum j^ngum dylst að stjórnarvöldin vinna skipulega að því að skerða frelsi og réttindi verkalýðs- samtakanna í landinu. Á öðrum stöðum í blað- inu er fjallað um þann ósæmilega dóm sem þrír menn í Félagsdómi hafa kveðið upp til þess að skerða félagafrelsi verkalýðssamtakanna og þrengja réttindaákvæði sjálfrar stjórnarskrár- innar. Jafnframt er stöðugt unnið að því að grafa undan frelsi verkalýðssamtakanna til samninga um kaup og kjör og búa í haginn fyrir lagasetn- ingu sem bindi hendur alþýðusamtakanna á því sviði. jjíkisstjórnin hefur margsinnis riftað öllum kaupgjaldssamningum sem gerðir hafa ver- ið í landinu. Gengislækkanirnar báðar voru framkvæmdar í því skyni, og sérstaklega var því lýst yfir af stjórnarvöldunum að síðari geng- islækkunin hefði þann einn tilgang að ræna af launþegum þeirri kauphækkun sem nýbúið var að semja um við atvinnurekendur í frjálsum samningum. En ríkisstjórnin hefur einnig notað aðrar aðferðir, einkanlega í deilu þeirri um kjör síláveihisjómanna sem nú stöðvar bátaflotann í annað sinn á einu ári. Til þess að samningar geti tekizt á eðlilegan hátt þurfa báðir aðilar að vera reiðubúnir til að semja, en viti annar aðilinn að hann geti komið sínu fram eftir öðr- um leiðum fæst hann auðvitað ekki til samn- inga. Ráðamenn LÍÚ fengust ekki til samninga í sumar vegna þess að ríkisstjórnin hafði látið þá vita það að afstaða þeirra yrði gerð að lands- lögum. Stirfni útgerðarmanna nú stafar af því að þeir telja sig enn sem fyrr hafa nauðungar- kosti ríkisstjórnarinnar í pokahorninu. Það er þannig ríkisstjórnin sjálf sem hefur stöðvað síld- veiðiflotann tvívegis á þessu ári, og þetta ástand notar hún því næst til þess að hefia áróður fyr- ir nauðsyn þess að breyta vinnulöggjöfinni þar sem þjóðfélagið þoli ekki þvílíkar framleiðslu- stöðvanir æ ofan í æ! Maðurinn sem gaf út gerð- ardómslögin og lét útgerðarmenn vita það með löngum fyrirvara að þeirra væri von. Emil Jóns- son, lýsir nú yfir á þingi að Albýðuflokkurinn sé hlynntur því að kaun os kiör vprði eftirleið- is dómstólamál. Og aðalmálgögn atvinnurek- endaflokksins færast sífellt í aukana í áðróðri sínum fyrir því að klæða verkalýðshreyfinguna í spennitreyju. Jjetta er þróun sem allur almenningur þarf að gefa náinn gaum. Nú er langtum meira í húfi en tímabundinn ágreiningur um kaup- gjaldsákvæði; ætlunin er auðsjáanlega sú að tak- marka þau réttindi sem hafa verið hornsteinar lýðræðis á íslandi, en auka völd ríkisstjórnarinn- ar og dómstóla hennar að sama skapi. Allir verkalýðssinnar hvar í flokki sem þeir standa þurfa að snúast einarðlega gegn þessum mikla háska. — m. * . * « i i i

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.