Þjóðviljinn - 13.11.1962, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 13.11.1962, Blaðsíða 3
t>riðjudagur 13. nóvember 1962 ÞJÓÐVILJINN SÍÐA 3 Kúbudeilan í deiglunni Castro og Mikojan £ Havana. 011 flugskeyti frá viðbúnaður í Guantanamo WASHINGTON og HAVANA 12/11 — Eftirlitssveitir um borð í bandarísku herskipunum á Karíbahafi hafa staðfest að sovézk kaupskip eru nú á leið frá Kúbu til Sovétríkj- anna með 42 flugskeyti. Þetta var tilkynnt í Washington í gær, en þetta er sú tala flugskeyta sem sovétstjórnin hef- ur sagzt hafa flutt til Kúbu. En þótt öll þau flugskeyti hafi þannig verið tekin niður og séu á leið heim, halda Bandaríkin þó áfram hafnbanni sínu og njósnaflugi og hafa mjög aukið viðbúnað sinn í flotastöðinni í Guantan- amo á Kúbu Nehru é fjöldafundi: Ta'lsmenn Bandaríkj;astjórnar leggja áherzlu á að ekki komi til mála að aflétta h-afnbanninu og njósnafluginu fyrr en frá Kúbu hafi einnig verið fh'ttar allar herflugvélar af gerðinni 11-28 og einnig komið á fót eft- irliti á staðnum. Það eru þó ekki taldar horfur á að samkomulag geti tekizt um þetta í bráð. og því er búizt við að samninga- viðræður um lausn Kúbudeil- unnar muni standa lengi enn. Viðræður Mikojans og Castros Ekkert hefur verið skýrt frek- ar frá viðræðum þeirra Mikoj- ans og Castro.s og er ekki einu sinni vitað hvort þeir voru í Havana um helgina, eða hvort þeir höfðu farið úr borginni, en Höldum fásf við hlutleysið þrátt fyrír landamæraerjur i siðustu viku höfðu þeir ferð- azt um landbúnaðarhéruð. Það er talið víst að Kúbustjórn sé ótilleiðanleg að fallast á nokkurt eftirlit með herstöðvum hennar og muni heldur ekki víkja frá þeirri kröfu sinni. að Bandarík- in fari burt með allan her sinn frá Kúbu áður en nokkrir samningar verða undirritaðir milli landanna Aukinn viðbúnaður í Guantanamo En fréttir sem borizt hafa frá bandarísku flotastöðinni bera ekki með sér að Bandaríkjamenn hugsi sér til hreyfings Þvert á móti hafa þeir aukið mjög allan viðbúnað sinn þar, hafa bætt verulega við herlið sitt og feng- ið því fleiri og betri vopn. Mik- ið gengur á í flotastöðinni, hvar- vetna er verið að grafa skot- grafii. reisa virki. leggja vegi og koma upp fallbyssustæðum. Bndarískum blaðamönnum sem heimsótt hafa flotastöðina hefur verið algerlega bannað að skýra frá þvi hve margir menn úr landgönguliði flotans hafa verið sendir þangað síðan Kúbudeilan komst á dagskrá. en vitað ér að þeir skipta Þúsundum. Það er þó haft eftir banda- rískum foringjum að ekki verði hægt að verja flotastöðina rneð því liði sem þar er. heldur myndi verða að gera loftárásir og skot- árásir af sjó á stöðvar Kúbu- manna Fréttaritari AFP segir að bandarísku hermennirnir í Gu- antanamo séu mjög taugaóstyrk- ir og hafi það komið fyrir hvað eftir annað að þeir hafi skotið á félaga sína. Metuppskera í Sovétríkjunum MOSKVU 12/11 — Pravda skýrir frá því í dag að þegar sé vitað að kornuppskera verði meiri í Sovétríkjunum í ár en nokkru sinni fyrr. End- anlegar tölur um uppskeruna verða þó ekki fyrir hendi fyrr en eftir áramót. Einn af fo.ringjum landfíótta Kúbumanna. Antonio Veciana, sem er forsprakki hópsins „Alp- ha 66“ en það var hann sem stóð fyrir skotárásinni á Havana i sumar og á tvö friðsöm kaup- för nokkru síðar, sagði í gær i New York að hann og félagar hans hyggðu á nýjar árásir á Kúbu. um leið og bandaríska hafnbanninu yrði aflétt. * Bátasala * Fasteignasala * Vátrvggingar og verðbréfa- viðskipti JÓN ö. HJÖRIÆIFSSON, viðski ptaf ræðingur. Tryggvagötu 8. 3. hæð. Símar 17270 — 20610. Heimasími S2869. NÝJU DELHI 12/11 — Nehru forsætisráðherra sagði á geysifj ölmennum útifundi í Nýju Delhi í gær, að viss öfl í Indlandi reyndu að færa sér í nyt hið erfiða ástand sem stafar af landamæradeilunni við Kínverja í þvi skyni að grafa undan hornsteinum indverskra stjórnmála: fram- kvæmd sósíalisma og hlutleysi í afstöðunni til bandalaga stórveldanna. En í dag er okkur meiri nauðsyn en nokkru sinni fyrr að- halda fast við þessa stefnu, sagði Nehru. Ef við afsölum okkur hlutleysinu myndi það aðeins verða okkur til tjóns og álitshnekkis, bætti hann við. Nehru gerði lítið úr þeim á- föllum sem indverski landa- mæraherinn hefur orðið fyrir og sagði að örlög þjóðarinnar yrðu aldrei ráðin af því hvort ein- hverj.ar útvarðstöðvar á landa- mærunum ynnust eða töpuðust. Hann ítrekaði það sem hann hef- ur áður sagt. að Indverjar ættu fyrir höndum langt stríð, sem enginn gæti sagt neitt um. til hvers myndi leiða. Þeir yrðu því að vera við öllu búnir. Þó mátti skijja það af orðum hans, að stjórnin hefði ekki í hyggju að setja á almenna herskyldu í landinu, en við því hafði hálft í hvoru verið búizt. Bardagar blossa upp aftur Bardagar blossuðu aftur upp síðasta sólarhring a báðum víg- stöðvunum á landamærunum, sagði indverska landvarnaráðu- Eftir aðförina að Spiege! Fbkksst Adenauers hefur tapað fylgi neytið í dag, en ekki virðast þeir vera sérlega harðir, því að sagt var að úr Jiði Indverja hefðu fimm orðið sárir. Frétta- stofan Nýja Kína segir að stór- skotalið Indverja haldi uppi stöðugri skothríð á stöðvar Kín- verja á austurvígstöðvunum og að indverskar flugvélar haldi stöðugt áfram brotum gegn kín- verskri lofthelgi. Hafa beðið um aðstoð Nehru upplýsti í dag að stjórn hans hefði beðið Bandarjkja- stjórn um að fá að kaupa af henni vopn og hefði hún tekið vei í það. Þá staðfesti hann að Indverjar hefðu gert samning við Sovétríkin um kaup á orustu- þotum og um byggingu verk- smiðju til framleiðslu á sovézk- um þotum í Indlandi. Aðspurður sagði Nehru að Sovétríkin væru nú augsýnilega í vanda stödd | vegna bandalags síns við Kín- verja og vináttu í garð Ind- verja. WIESBADEN 12/11 — Flokkur Adenauers, Kristilegi demó- krataflokkurinn, beið ósigur í kosningunum til fylkisþlingsins í Hessen sem fram fóru i gær, cn sósíaldemókratar og Frjálsi demó- krataflokkurinn unnu á og fengu þeir fyrrnefndu hreinan meiri- hluta á fylkisþinginu. Forsætisráðherrann í fylkis- stjóminiii, sósíaldemókratinn Georg August Zinn, sagði í gser- kvöld áð flokkur hans hefði sennilega unnið kosningarnar vegna Spiegel-málsins. Sósíaldemókratar fengu nú kjörinn 51 þingmann af 96 á fylkisþinginu, en höfðu áður haft 48 þingmenn. Kristilegi demó- krataflokkurinn missti fjögur þingsæti og fékk 28. Frjálsi demókrataflokkurinn bætti við sig tveimur og fékk nú 11. hlPAUTGCRB RIKISINS E S J A fer austur um land í hring- ferð 18. þ.m. Vörumóttaka á þriðjudag og miðvikudag til Fáskrúðsfjarðar, Reyðarfjarðar, Eskifjarðar, Norðfjarðar, Seyð- isfjarðar, Raufarhafnar, Húsa- vikur, Akureyrar og Siglu- fiarðar. Farseðlar seldir á föstudag. M.s. HERJÖLFUR fer á morgun til Vestmanna- eyja og Homafjarðar. Vöru- móttaka til Homaf jarðar I d«g. ,,Mesti viðburður í utgáfu íslenzkra - - • } „ffotsxt rrrr? «rrfrot> • » or>i \ fræðirita í garðyrkju“ GARÐBLÓM í UTUM EFTIR INGÖLF DAVÍÐSSON í bókinni eru 508 iitmyndir af tegundum, ættum og af- brigðum, teiknaðar af danska listamanninum Vemer Hancke. Myndirnar eru allar gerðar eftir lifandi fyrir- myndum. Texti bókarinnar er stuttur og gagnyrtur og al- gerlega miðaður við íslenzka staðháttu. Því er þeim teg- undum, sem hér þrífast bezt. gerð meiri og betri skil en hinum, sem minni reynsla er fengin af hér á iandi. TRÉ OG RUNNAR I UTUM EFTIR INGÖLF DAVlÐSSON Hér er að finna 357 Iitmyndir af trjám og runnum, og er bókinni skipt í þrjá kafla. í hinum fyrsta eru allir feg- urstu laufrunnar og lauftré, sem henta í litla og stóra garða, þar á meðal eru flest nýiustu rósaafbrigði, sem nú eru mest eftirsótt í öðrum kaflanum eru algengustu og fegurstu vafnings- bg klifurplöntur. Loks er í þriðja kafla bókarinnar mikið úrvai af fögrum og sérkennilegum barrtrjám og barrtrjárunnum. Texti Ingólfs er allur miðaður við hérlenda staðháttu og iýsingar allar stutt- ar og óvenju greinilegar. Um þessar tvær óvenjufögru bækur segir Hafliði Jóns- son, garðyrkjufræðingur, í ritdómi: „Það má liiklaust telja útkomu þessara tveggja iit- myndabóka með mestu viðburðum, sem til þessa hafa átt sér stað í útgáfu íslenzkra fræðirita í garðyrkju, og ég efast ekkert um, að þær eiga eftir að hafa mikil áhrif á blómaþekkingu alls almennings á næstu árum. . . “ GARÐBLÖM í LITUM og TRÉ OG RUNNAR í LITUM eru ómissandi handbækur allra áhuga- manna um garðrækt —SKUGGSJÁ * r

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.