Þjóðviljinn - 13.11.1962, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 13.11.1962, Blaðsíða 6
ÞJÓÐVILJINN Þriðjudagur 13. nówember 1962 g SÍÐA Stórstígor framfarir ó 6 órum 70 míllj. sovétborgara hafa flutt í nýjar íbúðir «W'l MOSKVU 12/11 — Miðstjórn Kommúnistaflokks Sovét- ríkjanna kemur saman á fund í Moskvu 19. nóvember og segir fréttaritani frönsku fréttastofunnar AFP að þar muni gerð grein fyrir þeim miklu framförum sem orð- ið hafa í Sovétríkjunum á undanfömum árum. Sem dæmi má nefna að á síðustu sex árum hafa 70 milljónir sovétborgara flutt inn í nýjar íbúðir. Fréttaritarinn hefur tekið saman yíirlit um framfarirnar í efnahagsmálum Sovétríkj- anna frá árinu 1953 til árs- ins í fyrra, en endanlegar töl- ur um framleiðslu ársins í ár liggja að sjálfsögðu ekki enn fyrir. Stóraukin framleiðsla. Árið 1961 framleiddu Sovét- ríkin 51 milljón lestir af steypujárni á móti 28 milljón- um 1953, 71 milljón lestir af stáli á móti 38,1 milljón 1953, 510 milljón lestir af kolum á móti 320 milljónum, 166 millj- cnir lesta af olíu á móti 52 milljónum og 327 milljarða kílóvattstunda af raforku á móti 133 milljörðum 1953. Einnig mikil aukning Iand- búnaðarframleiðslu. Fréttaritarinn tekur fram að enda þótt Krústjoff forsætis- ráðherra og aðrir sovézkir ráða- menn hafi gagnrýnt sovézkan lc.ndbúnað mjög harðlega und- ómfarin ár og talið að sam- yikjubúin og ríkisbúin gætu skilað miklu meiri afköstum brjótist það ei yfir jarðneska strikið". Að líta ofan að Þær ljóðlínur Einars Ben., sem ég hef sett undir þessar myndir, finnst mér eiga bet- ur við veðurfræðinga og störf þeirra en flestra aðra. Við rýnum í jarðnesku strikin, þrýstilínur og hitaskil. Brota- brotum einstakra og dreifðra veðurathugana reynum við að raða saman í þá miklu og voldugu mynd, sem þrumu- ský og þokubelti skreyta víð- emi jarðarinnar með. Þá hvarflar stundur að manni, „hve hollt er að líta ofan að“, jafnvel þó að við megum ekki ennþá „frá hveli til hvels stíga hringdansinn út, milli lífs og hels,“ eins og Einar dreymdi um. Nú er þessi víði sjónhring- ur að opnast veðurfræðing- um. Utan úr geimnum, frá gervitunglum, eru farnar að berast myndir af skýjaskrauti jarðarinnar. Við berum þær saman við blöð nærsýnisins, veðurkortin, og lærum af þeim. Ýmislegt. sem áður var hulið kemur fram, og á eftir að koma enn betur í ljós, þegar þessar myndatökur verða víðtækari og betri. Hér er nú birt skýjamynd, sem gervitunglið Tiros I. sendi til jarðar 1. apríl 1960. Er hún af svæði í sunnan- verðum Bandaríkjunum, nokkur þúsund km. á hvem veg. Dökka svæðið á miðrí myndinni er heiðskírt eða því sem næst. Þar streymir þurrt loft, komið frá Kanada, rang- sælis utan um lægð í Missi- sippi-dalnum, en austar kem- ur hlýtt og rakt loft sunnan frá Mexíkó-flóa og veldur víðáttumiklu skýjaþykkni, sem er hvítt á myndinni. Neðar er breytt skýjaband þvert yfir myndina, víða mjög bjart, og bendir það til þess, að skýin séu þykk og vatnsmikil, enda voru þrum- ur á þessum slóðum. I horn- inu efst til hægri sést jarð- bungan. Til samanburðar er svo sýnt veðurkort af þessu sama svæði.^teikmVö. hp,íj.Reykj.a-. vík samdægurs ‘ og myndin var tekin, eftir veðurskeytum. Regn er sýnt með skástrik- um, én snjókoma með stjörn- um. Má sjá, að við gátum fengið hugmynd um aðal- drætti þessarar lægðar án skýjamyndarinnar, en tví- mælalaust veitir rnyndin þó viðbótarupplýsingar. Ef nógu mörg geryitungl, 5—10, verða send á braut í þessu skyni, ætti að fást mynd af hverjum bletti á yf- irborði jarðar einu sinni á sólarhzáng að minnsta kosti. Væri þetta sérlega þýðingar- mikið vegna flugferða og skipaferða yfir úthöf, þar sem fátt er um athuganir. Á þennan hátt mætti líka oft vara fyrr en ella við feUi- byljum hitabeltisins. TiJ fleiri hluta geta gervi- tunglin verið veðurfræðinni nytsamleg, og verður ef til vill komið að því síðar. Páll Bergþórsson. ! i en þau hafa gert, sýni þó opin- berar tölur að framleiðsla bús- afurða hafi aukizt rnjög veru- lega síðan árið 1953. Hann nefnir þessar tölur: Korn: 137,4 milljónir lesta 1961 (82,6 milljónir lesta 1953). Kjöt: 8,8 milljónir lesta 1961 (5,8 milljónir lesta 1953). Mjólk: 62,5 milljónir lesta 1961 (36,5 milljónir lesta 1953). Smjör: 894 þúsund lestir 1961 (497 þús- ■und lestir 1953). Nautgripum hefur fjöigað á þessum árum úr 55,8 milljónum í 88,1 milljón, sauðfé úr 115 milljónum í 144,4 milljónir og svínum úr 33,3 milljónum í 66,6 milljónir. 70 milljónir í nýjar íbúðir. Sem dæmi um bætt lífskjör almennings í Sovétríkjunum á þessu tímabili nefnir frétta- ritarinn hinar geysimiklu íbúða- byggingar, en hvergi í heimin- um hefur verið byggt jafn- mikið af íbúðahúsum og í Sovétríkjunum á undanförnum árum. Samkvæmt opinberum skýrslum fluttu 50 milljónir sovétborgara inn í nýjar íbúð- ir á árunum 1957—’61, en í ræðu sem Alexei Kosigin að- stoðarforsætisráðherra flutti á þriðjudaginn mun sú tala hækka upp í 70 milljónir fyr- ir lok þessa árs. Annað dæmi um stórbætt iífs- kjör almennings á þessu t:ma- bili er að sala matvæla hefur aukizt um 50 prósent, en íbú- unum hefur á sama tíma fjölg- að um 29 miiljónir, eða innan við 15 prósent. Lolíta fær ekki að sjá sjálfa sig Þcssi unga stúlka heitir Sue Lyon og er aöcins 14 ára gömul. Hún er nýbúin að Ieika í Hollywood aðalhlutverk í kvikmynd- inni Lolíta, sem gerð var eftir samnefndri skáldsögu og fjallar um ástarsamband stúlkubarns og miðaldra manns. Enda þótt djörfustu köflunum hafi verið slcppt í myndinni, var hún bönn- uö unglingum innan 18 ára aldurs í Bandaríkjunum. 1 samræmi við það fékk Sue Lyon ekki að koma á frumsýningu til að sjá sjálfa sig á tjaldinu. En minna var um það hugsað, að við töku myndarinnar hefur Sue Lyon venið látin gcra ýmsa þá hluti, sem taldir eru miður heppileg rcynsla fyrir 14 ára stúlkur. Myndin er af Sue fyrir framan auglýsingu um mynd- ina, þar sem stendur að unglingum undir átján ára aldri sé óheimill aðgangur. Thalidomid-málið Allir sakborningarnir fimm voru sýknaðir ! LIEGE 11/11 — Gífurleg fagnaðarlæti urðu í réttarsaln- um í Liege á laugardagskvöldið þegar kveðinn var upp dómur í málinu sem höfðað hafði verið gegn frú Suzanne Vandeput, manni hennar, móður, systur og heimilislækni fyrir að hafa stytt sj’ö daga gamalli vanskapaðri dóttur hennar aldur. Allir sakborningarnir fimm voru sýknaðir. ,.Hve hollt cr að Iíta ofanað á allt, sem daglega þykir miklð“. Kviðdómurinn hafði fjallað um málið í tvær klukkustund- ir áður en samkomulag tókst um sýknudóma. Áður en kvið- dómendur settust á rökstóla höfðu áheyrendur í réttarsaln- um látið álit sitt í ljós með þvi að fagna ákaft verjanda hinnar ólánsömu móður þegar hann hafði lokið varnarræðu sinni. Fagnaðarlátunum ætlaði aldrei að linna og hafði geysi- legur mannfjöldi safnazt sam- an fyrir utan dómshúsið. Var þar mikil þröng og urðu stympingar þegar hinir sýkn- uðu sakborningar komu út úr húsinu klukkutíma eftir að dómur var kveðinn upp. Kona ein fótbrotnaði í þrengslunum. Mál læknlsins enn óútkljáð. Mál heimilislæknis frú Vandeput. Jacques Casters, er þé ekki að íull útkljáð enn. Læknafélagið í Liegehéraði á enn eftir að skera úr um það hvort hann gerði sig sekan um misferli þegar hann gaf út lyf- seðil á eitur það sem varð litla barninu að bana. Lik- iegt má telja að hann verði úrskurðaður sekur, en eítir er ao vita hvort honum verður vikið úr læknafélaginu fyrir bragðið, eða hvort látið verður nægja að gefa honum áminn- ingu. Casters sérstaklega fagnað. Lítill vafi er á því að ; al- menningsálitið er að þaki Casters. Honum var alveg sér- staklega fagnað þegar sak- borningar komu út úr réttar- salnum og hrópaði fólkið: Við viljum sjá Casters. Honum var tekið sem hetju þegar hann kom heim til sín og var hann borinn á gullstól inn í hús sitt. Svo mikili mannfjödi safnað- isl saman fyrir utan heimili iians að umferð stöðvaðist al- Framhald á 10. síðu. Frú Suzanne Vande,,u. uaoui hcnnar í réttarsalnum. I i i

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.