Þjóðviljinn - 13.11.1962, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 13.11.1962, Blaðsíða 2
2 SÍÐA ÞJÓÐVILJINN Þriðjudagur 13. nóvember 1962 Skylt að taka við LÍV 1) Markmið og hlut'verk LÍV í 2. gr. samþykkta Landssam- bands íslenzkra verzlunarmanna segir, að tilgangur sambandsins sé að efla samtök skrifstofu- og verzlunarfólks, vera málsvari þeirra og hafa á hendi forystu í hagsmunamálum þeirra. Þess- um tilgangi hyggst sambandið samkvæmt 3. gr. samþykktanna ná með því að gangast fyrir stofnun verzlunarmannafélaga, hvar sem er á landinu, hafa sem nánasta samvinnu við þau félög, sem í sambandinu eru, og styðja þau eftir mætti í hags- munamálum þeirra. Samkvæmt 4. gr. geta öll verzlunarmanna- íélög, sem uppfylla skilyrði sam- þykktanna, verið í sambandinu, en skilja verður orðið verzlunar- eða skrifstofumaður í þessu sam- bandi svo, að þar sé átt við íaunþega. enda eru ótvíræð á- ur því eigi talið, að Alþýðu- sambandið fái út af fyrir sig byggt synjun sína um að veita LlV félagsréttindi á eigind LlV, þ.e. að þar sé ekki um hreint launþegasamband að ræða. Sama máli gegnir um þá ástæðu, sem borin var fram á Alþýðusambandsþinginu 1960 og fólst í tiliögu þeirri sem sam- þykkt var þar þá og lýst er hér að framan, að „synja um sir.n inntökubeiðni Landssam- bands íslenzkra verzlunarmanna, meðan skipulagsmái Alþýðu- sambandsins eru í deiglunni". Er það ósannað gegn mótmæl- um stefnanda, að skipulagshætt- ir LÍV gætu ó nokkurn hátt — þótt það samband fengi inn- göngu í Alþýðusambandið, stað- ifl í vegi fyrir skipulagsbreyt- ingum á hinu síðar nefnda. Næst kemur þá til álita, hvort Lokakafli dóms Hákonar Guðmunds sonar, Gunnlaugs E. Briem og Einars B. Guðmundssonar í LÍV-málinu. kvæði í samþykktum allra þeirra félaga, sem eru i LÍV um það. að innganga í þau sé því skil- yrði bundin, að umsækjandi sé launþegi i verzlunarstétt. Kem- ur það heim við ákvæði 29. gr. sömu samþykkta LÍV, sem kveð- ur svo á, að ekkert félag megi vera í sambandinu, nema það skyldi félaga sína til þess að halda kauptaxta og samninga annarra félaga í sambandinu en það ákvæði mun vera i samræmi við það sem venjulegt er að standí í lögum stéttarfélagasam- banda. LÍV er því ótvírætt sam- band launþega, og getur það engu breytt um eðli þess þótt rneðal félagsmanna kunni að finnast einhverjir, sem ekki eiga lögvarinn rétt til inngöngu, sbr. dóm Félagsdóms í málinu nr. 3/1945. Alþýðusamband Islands f.h. Verzlunarmannafélags Vest- mannaeyja gegn Félagi kaup- sýslumanna í Vestmannaeyjum. Mun það og eigi óalgengt hér- lendis, að menn haldi áfram að vera í stéttarfélagi sínu þótt þeir skipti um starfsgrein. 2) Lög Alþýðusambands Islands. Samkvæmt lögum þess er það samtakaheild íslenzkrar alþýðu í verkalýðsmálum með því hlut- verki að hafa forystu í stéttar- baráttu og félagsstarfsemi alþýð- unnar á íslandi í málum at- vinnustéttanna. 1 4. gr. segir, að höfuðatriðin í starfsemi sam- bandsins séu m.a. að gangast fyrir stofnun stéttarfélaga og tryggja að þau séu í sambandinu. Þá segir svo í 5. gr., að með orðinu stéttarfélag sé átt við hverskonar verklýðsfélög, iðn- félög og önnur stéttarfélög, jafnt iðnlærðra manna sem annarra, er samkvæmt tilgangi sínum og starfsemi geti verið í alþýðu- samtökunum. 1 6. gr. er svo mælt, að félög sömu eða líkra starfsgreina geti „gert samn- band með sér og hafa slík stétt- arsambönd einnig rétt til þátt- töku í Alþýðusambandinu með sömu takmörkunum og stéttar- félög eftir því sem við á“, Sam- kvæmt 17. gr. greiðir hvert fé- eða stéttarsamband. sem er í Alþýðusambandinu, skatt af félagsmönnum sínum. Loks segir í 51. gr., að félög sömu at- vmnustéttar geti gert með sér samband, er nái um land allt. Af því, sem nú hefur verið rakið um markmið, starfsháttu og skipulag LlV og Alþýðusam- bands Islands. verður að telja, að stefnandi (LlV) sé samband þess konar stéttarfélaga. sem stefndi, Alþýðusamband Islands, hefur að markmiði -samkvæmt 4. gr. laga sinna að fá í sam- bar.dið og halda þeim þar. Verð- stefndi geti farið að eigin geð- þétta um það, hverjum hann veitir inngöngu í Alþýðusam- bandið eða hvort stefnandi (LlV) eigi rétt til inngöngu samkvæmt landslögum. t 1. gr. laga nr. 80/1938 um siéttarfélög og vinnudeilur er viðurkenndur réttur manna til þess að stofna stéttarfélag og stéttarfélagasamband, til þess að vinna sameiginlega að hags- munamálum verklýðsstéttarinnar og launtaka fyrirleítt, og í 13. gr sömu laga er stéttarfélögum og samböndum stéttarfélaga heimilað að semja um gagn- kvæman stuðning. Þá er í 3. gr. laganna gert ráð fyrir því, að stéttarfélagasambönd geti gert bindandi kjarasamninga vegna féiagsmanna þeirra stéttarfélaga, sem í sambandinu eru. Loks eru ssmbönd verklýðsfélaga sam- kvæmt 45. gr. nefndra laga lög- mæltir umbjóðendur þeirra fé- laga, sem í þeim eru, í mála- rekstri fyrir Félagsdómi. Samkvæmt ákvæðum 3. gr. laga nr. 80/1938 ráða stéttarfé- lögin sjálf málefnum sínum með þeim takmörkunum, sem lögin setja, og verður að skýra þetta úkvæði- svo, að það frjálsræði eigi einnig við um stéttarfélaga- sambönd, enda í samræmi við það félagafrelsi, sem 1. gr. lag- anna tryggir. I 2. gr. laganna eru félagafrelsi stéttarfélaganna þó settur nokkrar skorður, því þar er svo mælt, að stéttarfé- lög skuli opin öllum í hlutað- eigandi starfsgrein Að því er stéttarfélögin varðar, verður að skilja þetta ákvæði svo, að ver- ið sé að tryggja launþegum al- rnennt, að möguleikar þeirra til vinnu á hinum almenna vinnu- markaði í starfsgrein þeirra, séu eigj skertir með því, að stétt- ai-félag, sem fengið hefur með kjarasamningi forgangsrétt til vinnu hjá vinnuveitendum, láti hentisemi ráða því, hvaða laun- þegar innan starfsgreinarinnar geti notið góðs af þeirri að- stöðu, sem náðst hefur. En auk þessara starfslegu hagsmuna, sem ákvæði 2. gr. laga nr 80/1938 taka til og miðast við, verður að telja, að ákvæði hennar feli einnig í sér rétt launþegum til handa til þess að geta með starfssemi sinni í stéttarfélagi því, sem hlut á að máli, haft á- hrif á hagsmunabaráttu þess í starfsgrein þeirri, sem um er að ræða, sbr. dóm Félagsdóms í málinu nr. 2/1942: Steingrímur Aðalsteinsson gegn Verkalýðs- félagi Akureyrar. 3) Af hálfu stefnda hefur því verið haldið fram í máiinu, að þar sem það sé eigi tekið fram beinlínis í 2. gr. laganna, að stéttarfélagasambönd skuli vera opin stéttarfélögum, sé óheimilt að leiða slíkan rétt stéttarfélög- um til handa af ákvæðum henn- ar. Bendir hann í því sambandi á það, að við afgreiðslu máls- ins á Alþingi, er lög nr. 80/1938 voru til umræðu hafi verið felld breytingartill. er g^kk í þá átt, a„ stéttarsambönd skyldu vera opin öllum stéttarfélögum. Þetta getur þó eigi ráðið neinum úr- slitum. Verður þar að hafa í huga, að þegar nefnd lög voru sett, var skipulag Alþýðusam- bands Islands allt annað en nú. Alþýþusambandsþingið var þá jafnframt flokksþing ákveoins stjórnmálaflokks. og því eigi eðlilegt, að það væri tekið beint fram í lögum, að ópóiitísk starfs- greinafélög ættu rétt til inn- göngu í það. Þetta stjórnmála- einkenni Alþýðusambandsins þá kemur og ljóst fram aí nefndri breytingartillögu. því hún var nánar tiltekið á þá leið, að stéttarsamband skyldi vera opið öllum stéttarfélögum — að allir meðlimir stéttarfélaganna skyldu kjörgengir til allra stjórnarstarfa og trúnaðarstarfa sambandsins án tillits til þess, hvaða stjórn- málaflokki þcir fylgdu. Árið 1940 var skipulagi Alþýðusambands- ins hins vegar breytt. Verður það þá hreint stéttarfélagasam- band, slitið úr hinurn nánu tengslum við þann stjómmála- flokk, er það var í áður, með þvi skipulagi og markmiði sem áður hefur verið lýst, að gangast fyrir stofnun stéttarfélaga og tryggja, að þau séu í samband- inu til þess, að það geti gegnt því hlutverki að hafa forystu í stéttarbaráttu og félagsstarfsemi atvinnustéttanna hér á landi. Hefur það, svo sem alkunnugt er, nú náð því áhrifavaldi, að það er sterkur aðili innan þjóð- félagsins og afstaða þess til launakjara og efnahagsráðstaf- ana allra þung á metunum og skiptir launþega miklu máli. Þá er Alþýðusamband íslands í mörgum tilfellum lögmætur full- trúi launþega um hlutdeild í mörgum stjórnarnefndum, sem fjalla um málefni launþega og hagsmuni þeirra. Samkvæmt því, sem nú var rakið er það ríkt hagsmunamál stéttarfélaga að hafa aðstöðu til áhrifa á starfsemi og stjórn Al- þýðusambands Islands og á það jafnt við um sambönd stéttar- félaga. Þykja lagarök, eðli máls og grundvallarreglur 2. gr. laga nr. 80/1938 leiða til þess, að stéttarfélög og sambönd stéttar- félaga eigi rétt til inngöngu í heildarsamband vinnustéttanna, Alþýðusamband Islands. ef full- nægt er reglum og skilyrðum í lögum þess. Með vísun til þessa verður að telja að Landssamband íslenzkra verzlunarmanna eigi að lögum rétt til félagsréttinda í Alþýðu- sambandi Islands að fullnægðum þeim inntökuskilyrðum, sem stefnda er rétt að setja fyrir inngöngu í Alþýðusambandið og lög þess fela 5 sér, enda mundi það leiða til félagslegs misréttis, ef Aiþýðusambandið, sem þegar hefur veitt inngöngu tveim þeirra verzlunarfélaga, sem nú eru í L.l.V. geti synjað öðrum hliðstæðum félögum verzlunar- og skrifstofufólks um inngöngu. 4) Af hálfu stefnda hefur því loks verið haldið fram, að stefnandi fullnægi ekki í ein- stökum atriðum inntökuskilyrð- um þeim, sem Alþýðusambandið setur. Svo sem áður getur, virðist því hafa verið haldið fram á Al- þýðusambandsþinginu 1960, að á skorti í ýmsum atriðum. að stefnandi fullnægði inntökuskil- yrðum. Stefnanda var þó eigi af stefnda hálfu gefið til kynna, hverju áfátt væri, enda þótt þessi almennu mótmæli væru höfð uppi 1 flutningi málsins hér fyrir dómi. Hins vegar lagði stefnandi hvorki fram samþykkt- ir hinna einstöku félaga né fé- lagaskrár þeirra. I tilefni af þessu úrskurðaði' Félagsdómur 21. júní s.l. samkvæmt heimild í 56. gr. laga nr. 80/1938, að stefnandi skyldi leggja fram Framhald á 10. síðu. Ekki laqarök Mál þetta, sem dómtekið var eftir munnlegan málflutning hinn 26 f. m„ hefur Landssam- band íslenzkra verzlunarmanna höfðað fyrir Félagsdómi með stefnu. útgefinni 5. apríl 1961 gegn Alþýðusambandi íslands og haft uppi þessar dómkröfur: ,Að stefnda. Alþýðusamband ís- lands. verði með dómi skyldað til að veita stefnanda, Landssam- bandi islenzkra verzlunarmanna, inngöngu í Alþýðusamband ís- lands með fullum og óskertum réttindum sem stéttarfélagasam- sambandi. Þá hefur stefnandi krafizt þess, að stefnda verði dæmt til greiðslu málskostnaðar að mati dómsins. Stefnda hefur krafizt þess, að sambandið verði algerlega sýkn- að af öllum kröfum stefnanda mjög lengi í deiglunni og ekk- ert útlit fyrir. að þau leysist á næstunni. 1 þessu sambandi hef- um launþegur bráð og brýn nauðsyn, starfslega séð, að fá inngöngu, en slikt eigi alls ekki ur stefnandi á það bent, að í við, að því er varðar stefnanda samtökum stefnda séu að minnsta kosti tvö stéttarfélagasambönd. Þá hefur stefnandi bent á á- kvæði 2. mgr. 6 gr. samþykkta stefnda. en þar segir. að félög sömu eða líkra starfsgreina geti gert samband með sér, og hafi sljkt stéttarsamband einnig rétt til báttöku í Alþýðusambandinu með sömu takmörkunum og stétt- arfélög, eftir því sem við á. í lögum um stéttarfé'.ög og vinnudeilur nr 80/1938 sé svo í 1. gr. ákveðið, að menn skuli eiga rétt á að stofna stéttarfélag og stéttarfélagasambönd í þeim tilgangi að vinna sameiginlega að hagsmunamálum verkalýðs- Sératkvæði Benedikts Sigurjónssonar og Ragnars Ölafssonar í LlV-málinu og því dæmdur málskostnaður úr hendi stefnanda að mati dómsins. Stefndi krafðist upphaflega, að máli þessu yrði vísað frá Fé- lagsdómi, og með dómi, upp- kveðnum 22 febrúar 1962. var máli þessu vísað frá dómnum. Þeim dómi var skotið til Hæsta- réttar og með dómi. uppkveðn- um 4. apríl s.l.. dæmdi Hæsti- réttur, að Félagsdómur skyldi fjalla um mál þetta. Málsatvik eru i stuttu máli þau, að hinn 2. júní 1957 stofn- uðu nokkur félög skrifstofu- og verzlunarfólks svonefnt Landsh samband islenzkra verzlunar- manna, stefnanda í máli þessu. Á öðru þingi stefnanda í maímán- uði 1959 var samþykkt að sækja um inngöngu í stefnda.' Alþýðu- samband íslands, Virðist þá hafa verið talið. að í Landssambandi íslenzkra verzlunarmanna væru 20 félög Hinn 14. júlí 1960 mun stefn- andi síðan hafa sótt um inngöngu í Alþýðusamband íslands. Mið- stjórn stefnda sendi umsókn þessa, svo sem venja mun vera, til miiliþinganefndar sinnar £ laga- og skipulagsmálum, sem skyldi gefa umsögn um inntöku- beiðnina. Samkvæmt því, sem haldið er fram í málinu o.g eigi hefur verið véfengt, náðist ekki samkomulag í nefnd þessari um málið. Munu nokkrir nefndar- manna hafa lagt til, að stefn- anda yrði synjað um inneöngu, þar sem skipulagsmál stefnda væru enn í deiglunni, enda væri skipulag stefnanda annað en skipulag þeirra starfsgreinasam- banda, er þegar væru félagar innan stefnda. Hinn hluti nefnd- arinnar mun hins vegar hafa viljað mæla með því, að stefn- anda yrði veitt innganga að til- skyldum nokkrum breytingum á samþykktum og að undangeng- inni endurskoðun á félagaskrám hinna ýmsu félaga. Með hliðsjón af þessu mun miðstjórn stefnda síðan hafa synjað stefnanda um inngöngu. Mál þetta kom fyrir aðalfund stefnda. Alþýðusam- bandsþing, á árinu 1960. Á aðal- fundinum var samþykkt tillaga þess efnis. að staðfest væri sú ákvörðun miðstjórnar að synja stefnanda um inngöngu, meðan skipulagsmál stefnda væru í deiglunni. Kröfur sínar í máli þessu byggir stefnandi á því, að stefnda sé skylt að veita Lands- sambandi fsienzkra verzlunar- manna inngöngu í samtök sín. Þau rök stefnda, að verið væri að vinna að breytingu á skipu- lagsmálum sambandsins og því óeðlilegt að taka stefnanda inn í sambandið, séu eigi rétt, enda hafi skipulagsmál þessi verið stéttarinnar og launtaka yfirleitt. Þá sé í 2. gr. sömu laga fram tekið. að stéttarfélög skuli opin öllum í hlutaðeigandi starfs- grein. Sama I^ljóti að gilda, þegar um sé að ræða allsherjarsamtök launþega, stefnda í máli þessu. og félög launþega eða félagasam- bönd launþega, þessir aðilar hljóti að eiga rétt til inngöngu í heildarsamtökin. Hefur stefn- andi á það bent. að stefnda sé í mörgum tilvikum fyrirsvari og fulltrúi allra launþega í landinu og hin einustu heildarsamtök þeirra. Með lögum sé stefnda fal og kröfu hans um inngöngu í hin stefndu samtök. Hefur af hálfu stefnda verið á það bent, að auk þeirra séu önnur launþega- sambönd hér á landi, svo sem Farmanna- og fiskimannasam- band íslands og Bandalag starfs- manna ríkis og bæja. Enn hefur stefndi á það bent, að er frumvarp að lögum nr. 80/1938 var til meðferðar á Alþingi. hafi einmitt komið fram tillaga um að stéttarsamböndum yrði gert að skyldu að veita stéttarfélögum inngöngu, en sú tillaga hafi verið felld. Þá hefur af hálfu stefnda verið talið, að í samþykktum stefn- anda svo og ýmissa hinna ein- stöku félaga innan þess, séu á- kvæði slík, að eigi sé unnt að veita þeim inngöngu, nema breyt- ingar séu á gerðar. Enn hefur verið talið af hálfu stefnda, að félagaskrár sumra hinná ein- stöku félaga væru gallaðar. Af stefnda hendi hefur og verið á það bent. að innan stefnanda séu tvö stéttarfélög, sem einnig séu nú sjálfstæðir félagar Al- þýðusambands íslands. Svo sem áður getur. segir í 1. gr. laga nr. 80/1938 um stétt- arfélög og vinnudeilur, að menn eigi rétt á að stofna stéttarfélög og stéttarfélagasambönd í þeim tilgangi að vinna sameiginlega að hagsmunamálum verkalýðs- stéttarinnar og launtaka yfir- leitt. í 2. gr. laganna segir, að stéttarfélög skuli opin öllum í hlutaðeigandi starfsgrein eftir nánar ákveðnum reglum í sam- þykktum félaganna. Hefur þetta ákvæði verið skýrt á þann hátt, að stéttarfélög séu skyld að fyrir allar launastéttir. Áhrif og völd stefnda séu mjög mikil og það hljóti að vera sérhverju launþegafélagi eð launþegasam- bandi geysilegt hagsmunamál að fá aðild að samtökum stefnda og hljóti stefnandi að eiga rétt á slíkri inngöngu samkvæmt eðli málsins og með lögjöfnun frá fyrrgreindu ákvæði 2. gr. laga nr. 80/1938 Af hálfu stefnda er sýknu- krafan á því byggð, að stefn- andi eigi engan lögvarinn rétt til inngöngu í sambandið. Hið stefnda samband sé frjáls sam- tök launþegafélaga og auk þess séu í þvi tvö starfsgreinasam- bönd. Stefnda ráði sjálft skipu- lagsmálum sínum og þá einnig því, hverjum það veiti inngöngu. í þessu sambandi sé algerlega ó- heimilt að jafna til ákvæða 2. gr. laga nr. 80/1938 um skyldu stéttarfélaga til að veita inngöngu launþegum í þeirri starfsgrein, sem þau starfa í. Það ákvæði sé eðlilegt, að því er stéttarfélögin varði. því það geti verið einstök- in .margjsjton.ar hagsmunagæzlEi, .yeita inngöngu þeim mönnum-er sanni, að þeir h\fi starfslega hagsmuni af því að vera félags- menn. enda komi ekki tij önnur atriði, er útiloka þá frá þátt- töku. í 2. gr. er hins vegar ekk- ert getið um stéttarfélagasam- bönd. í 3. gr laganna er tekið fram, að stéttarfélög ráði mál- efnum sínum sjálf með þeim takmörkunum, sem sett séu í lögunum. Þá er tekið fram, að einstakir meðlimir félaganna séu bundnir við löglega gerðar sam- þykktir og samninga félagsins og stéttarsambands þess, er þeir kunna að vera í. í 5. gr. segir að stéttarfélög séu lögformlegir samningsaðilar um kaup og kjör meðlima sinna, enda hafi félagið i samþykktum sínum ákeðið að láta starfsemi sína taka til slíkra málefna. í 14. gr. segir, að stétt- arfélögum sé heimilt að gera verkföll í þeim tilgangi að vinna að framgangi krafna sinna í vinnudeilum og til verndar rétti sínum skv. lögunum. í 15. gr. laganna eru ákvæði um það, Framhald á 10. síðu. Land- flótti Friðrik Einarsson læknir, sem fyrir skemmstu lýsti sér sem einum einlægasta og tryggasta stuðningsmanni Sjálfstæðisflokksins í Reykja- vík, er farinn til Danmerkur. I viðtali við Morgunblaðið hefur hann skýrt svo frá að hann sé að leita fyrir sér um atvinnu handa íslenzkum sjúkrahúsalæknum þar í landi því „allir gætu þeir fengið stöðu erlendis”. Næst gerist það eflaust að Jón Sigurðsson, forseti Sjó- mannasambands íslands, lýsi því yfir í viðtali við Alþýðu- blaðið að hann sé farinn til útlanda til þess að ráða ís- lenzka síldveiðisjómenn f skipsrúm erlendis, og sízt er að efa að keppzt yrði um að ráða þá til starfa hjá öðrum fiskveiðiþjóðum fyrir miklu betri kjör en hér bjóðast. En því miður fara ekki spurnir af einu einasta landi í veröldinni sem myndi vilja fá til starfa íslenzka ráðherra. — Austri. AVWVWVUWVV\\VVHWVWU\\nUVm\VVVWVVWVHVWVVUHU\úW\VWWWVUUH

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.