Þjóðviljinn - 16.11.1962, Qupperneq 1

Þjóðviljinn - 16.11.1962, Qupperneq 1
Föstudagur 16. nóvember 1962 — 27. árgangur — 251. [tölublað. Helgafell hefur gefið út nýja og mjög glæsilega bók um Ásgrím Jónsson. — Sjá 12. síðu S I Dómsmála- ráðherra á Alþingi: Kafhátastöð á Islandi hefur vaxandi hernaðarþýðingu Bjarni Benediktsson, dómsmálaráðh., gaf þá merku yfirlýsingu á Alþingi í gær, að hern- aðarleg þýðing íslands í hugsanlegri styrjöld, væri fyrst og fremst í sambandi við kafbáta- stöðvar hér á landi. Eins og kunnugt er hef- ur Þjóðviljinn áður bent á það, að bandaríski her- inn væri að búa sig undir að koma hér upp slíkum stöðvum, en þessu hafa ís- lenzk stjórnarvöld jafnan neitað harðlega. Yfirlýs- ing dómsmálaráðherra á Alþingi í gær gefur ótví- ræða bendingu í þá átt, hve haldgóðar fyrri yfir- lýsingar ríkisstjórnarinn- ar muni vera í þessu máli. Þá er og vert að minna á þær upplýsingar, sem fyrir skömmu komu fram í erlendum blöðum og Þjóðviljinn sagði frá, að herstöðvar Bandaríkja- manna meðal annars hér á landi, eigi að gera kaf- I „J eldflaugum með kjarn- ^ orkuhleðslu á skotmörk sín í öðrum löndum. Þetta miðunarkerfi, ssm hinir bandarísku kafbátar not- ast við, eykur að sjálf- sögðu gífurlega á þá hættu, sem af herstöðvun- um stafar. Á 5. síðu blaðsins er nánar sagt frá um- mælum dómsmálaráð- herra og umræðum á Alþingi í gær. Eigo crtvinnurekendur að hofq úrslitaóhrif innan Alþýðusambandsins? Engum dylst að atvinnurekendasamtökin á íslandi eru beinn aðili að dómi þeim sem kveðinn var upp i Félagsdómi um innri mál Alþýðusambands íslands. Niðurstaðan valt á einu atkvæði — atkvæði Einars Baldvins Guðmundssonar hæstaréttarlögrmianns, sem er formaður í einhverju stærsta atvinnurekenda- félagi landsins, Eimskipafélagi íslands. Sú stað- reynd ein ætti að nægja til þess að gera dóminn að hreinni markleysu, sem enginn verklýðssinni getur sætt sig við, hvergi í nálægu landi myndi _____ það hugsanlegt að stóratvinnurekandi gæti haft úrslitaatkvæði um innri mál verkiýðssamtakanna. Það gefur auga leið að atvinnurekendur hlutast ekki til um innri mál alþýðusamtakanna af áhuga á gengi þeirra eðá vegná þess að þeim sé annt um hagsmuni verzlunarmanna; verzlunar- fólk finnur það bezt þegar það á í samningum um kaup og kjör hver er hin raunverulega afstaða atvinnurekenda. En ástæðan til þess að stóratvinnurekendur þykjast bera Verzlunarmanna- sambandið fyrir brjósti er sú að þar gegna enn sem komið er forustu menn sem alls ekki eiga heima í verklýðsfélögum, og slíka menn á nú að reyna að styrkja til áhrifa í sjálfum heild- arsamtökum verkalýðsins. Formaður Landssambands íslenzkra verzlunarmanná, Sverrir Hermannsson, var til skamms tíma framkvæmdastjóri Vísis, annars aðalmálgagns stóratvinnurekenda og heild- sala. Hann er nú hluthafi í Eldborg h.f.. tekur þátt í að gera út samnefnt skip, er hluthafi og framkvæmdastjóri i útgerðarfélögunum Ögri b.f. og Hrimni h.f. og starfrækti í sumar sem fram- kvæmdastjóri og leigutaki söltunarstöðina Ými á Siglufirði. Sverrir Hermannsson er semsé í hópi umsvifameiri atvinnurekenda á íslandi. H. Garðarsson, formaður Verzlunarmannáfélags Reykjavíkur, er ritstjóri blaðsins Frost, sem gef- ið er út af Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna, stærstu atvinnurekendasamtökum á íslandi. Hann hefur hreina atvinnurekendaafstöðu til allra málefna verklýðssamtakanna. Eigi einn stóratvinnurekandi að geta dæmt þessa starfsbræður sína inn í Alþýðusamband íslands, er eins gott að Félagsdómur dæmi næst Vinnu- veitendasamband íslands inn í verklýðssamtökin í heilu lagL • Sjómenn reyndu að leysa síldveiðideiluna á hinum langa samningafundi í fyrrinótt með því að bjóða samninga um skiptaprósentu sem þýðir tals- verða kjaraskerðingu, en samningar strönduðu enn sem fyrr á óbilgirni og þvermóðsku útgerðarmann- anna. • Vísir kallar það í gær „vísvitandi skemmdar- verk“ að stöðva síldveiðiflotann. Það er þungur dómur um Landssamband íslenzkra útvegsmanna, sem heldur flotanum enn í höfn með kröfu um mikla kjaraskerðingu sjómanna. Vitað er að frá því að AL-a- nessamningarnir voru gerðir hafa útgerðarmenn verið að bjóða Akraneskjör á ýmsum stöðum, einnig stöðum sem heyra undir hina sameiginlegu samninga. Má ólíklegt teljast að það hafi far- ið fram hjá samninganefnd út- vegsmanna, og líklegt að útgerð- armenn hafi verið að reyna að smeygja sér úr klípunni á þenn- an hátt. ★ Buðu fyrst háðungarboð Á fundinum í fyrrinótt var lengi vel ekki um nein tilboð að ræða frá útgerðarmönnum. Undir morguninn kom tilboð frá þeim um 32.5% — 35.5%, eftir stærðarflokkum. Það er sama og gcrðardómurinn skammtaði á minnstu skipunum, en 2% fy.ir neðan gerðardómskjörin á stærstu skipunum. Þetta er eina breytingin sem útgerðarmenn hafa boðið um kjörin á nokkr- um hluta bátanna frá 31. okt. Samninganefnd sjómanna taldi þetta háðungartilboð. þar .em væri gert á sama tfma og út- ^erðarmenn væru á ýmsum stöð- um að bjóða Akranessamninga. Tilkynnti samninganefndin sátta- semjara að þetta tilboð útgerð- armanna yrði látið ganga til þeirra sem í deilunni standa, og mundi þá sjálfsagt koma í blöð- um. Þegar útgerðarmönnum barst sú vitneskja, að staða þeirra yrði gerð heyrum kunn, kom up mikill ótti í herbúðum þeirra, og brá svo við að einu kortéri seinna barst annað tilboð frá útgerðarmönnum, sem beir nefndu „algert lokatilboð“. Áttu það að vera Akraneskjör sem eru 36—38.5%, en eru þó el'ki samhljóða Akraneskjörum hvað snertir yfirlýsingu um manna- fiölda á skipunum. ★ Sjómenn reyna að leysa málið Samninganefnd sjómanna hef- ur frá upphafi samningaumleit- ananna verið að freista þess að ná samkomulagi með því að bjóða fram hreyfingar á samn- ingunum, enda þótt hún hafi jafnframt mótmælt kjaraskerð- ingarkröfu útgerðarmanna sem órökstuddri og ósanngjamri. Þessum tilraunum sjómanna að firra vandræðum og koma flot- anum af stað hafa útgerðarmenn mætt með óbilgirni og þver- móðsku. Á fundinum í fyrrinótt, að fengnu síðara tilboði útgerðar- manna, gaf samningancl'nd sjó- manna kost á samningum sem miðuðust við skiptaprósentuna 37% á bátum yfir 130 tonn (12 Framhald á 12. síðu. Reynt að svskjast að sddarsjósnönnum Um eyrun hans má eflaust spauga af og til. In vonarglampi \ vinstra auga veit á SKIL I dag, föstudag er skiladagur á Happdrætti Þjóðviljans og er skrifstofan á Þórsgötu 1 opin frá kl. 10 árdegfis til kl. 10 síðdegis og tekið á móti skilum allan þann tíma. Við viljum þakka mörgum, góðum félaga fyrir skilning á fjármálaástandi blaðsins og hversu fljótt þeir hafa sinnt kalli okkar. En betur má ef duga skal. Hver skil í smáu og stóru eri ómetanleg aðstoð þessa tlaga þegar skuldir falla í gjald- daga vegna breytingarkostn- aðar blaðsins. Leggjumst á eitt að gera þennan dag að stórum degi. títgerðarmenn reyna nú með ýmsu móti að narra sjómenn til að rjúfa samþykktir félaga og samstöðu í síldveiðideilunni, og er ástæða til að vara sjómcnn við slíku framferði og biðja fá að hafa gott samband við samn- inganefnd sjómanna og félög sín. Hér í Reykjavík er verið að útbúa eitt af skipum útgerðar Einars Guðfinnssonar í Bolung- arvík. Var áhöfnin kölluð til skips í fyrradag til að vinna við skipið. í gær lét útgerðarmaður- inn svo skipstjórann ganga með plagg milli skipverja og fara fram á að þeir skrifuðu undir að með þeirra samþykki verði hafn- ar síldveiðar upp á Akraneskjör og væntanlega samninga. Sagði skipstjórinn að útgerðarmaðurinn hafi náð samkomulagi við verka- lýðsfélagið á staðnum, í Bolung- arvík um þetta! Það upplýstist í málinu í gær og er staðfest með skeyti að ekki sé um neitt samkomulag að ræða milli hlutaðeigandi útgerðar- manns og verkalýðsfélagsins á staðnum um kjör á síldveiðun- um. Þannig er í þessu tilfelli reynt að blekkja sjómenn til að hefja veiðar á upplognum for- sendum. Sjómennimir leituðu hins vegar til samninganefndar sjómannasamtakanna til að afla sér réttra upplýsinga um málið, og er það að sjálfsögðu hin rétta og drengilega leið gagnvart fé- lögum sínum og samtökum, öðr- um til fyrirmyndar. Beittu járnkörl- um til björgunar 1 gærkvöld varð allharður á- rckstur hjá Baldurshaga við Rauðavatn. Vörubifreiðarstjóri slasaðist, en þó ekki Iífshættu- lcga. Þetta vildi þannig til, að tveir \'örubílar voru að koma ofan af Sandskeiði sömu erinda. Hjá Baldurshaga stöðvaði bílstjórinn, sem á undan var, bifreið sína fyrir utan veginn til að hafa tal af hinum bílstjóranum. Sá seinni stanzaði svo við hlið hins fyrri. Bar þá að þriðja vörubílinn. Stjómandi hans hemlaði og ætl- aði að stöðva bílinn, en hart snjólag var á veginum og hálka nikil, og rann bifreiðin undir hægra pallhom bílsins, sem á veginum stóð. Við áreksturinn klesstist húsið aftur og festist bifreiðarstjórinn undir stýrinu. Bílstjórarnir, sem fyrir voru, brugðu hart við að koma starfs- bróður sínum til aðstoðar. Þurftu þeir að nota meitla til að brjóta upp húsið og jámkarla til að losa brakið frá hinum aðþrengda manni, en þeim tókst þó að Iosa hann. Bar þá að bíl með tal- stöð og kallaði hann á hjálp. Hinn slasaði bílstjóri var fluttur á Slysavarðstofuna og síðan á Landakotsspítala. Síðast þegar fréttist voru meiðsli ekki full- könnuð, en ristarbrotinn mun hann vera. ■*

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.