Þjóðviljinn - 16.11.1962, Síða 3

Þjóðviljinn - 16.11.1962, Síða 3
Föstudagur 16. nóvember 1962 ÞJÓÐVILJINN SÍDA 3 Bandaríkin afneita eldflaugum á Spáni Við syðsta odcfia Bretíands MADRID, HAVANA 15/11 — Undarlega hljótt hefur verið á Vesturlöndum um þá fullyrðingu Sorins, aðalfulltrúa Sovétríkjanna hjá SÞ, að Bandaríkjamenn hafi komið sér upp eldflauga- stöðvum á Spáni. Sendiráðsfulltrúi í Madrid hef- ur mótmælt þessari ásökun af hálfu Bandaríkja- manna, en annars hefur ríkt alger þögn um málið. Frá Kúbu berast þær fréttir, að Mikojan og Castro hafi náð fullu samkomulagi um ágreiningsefnin. inn hálfan mánuð og rætt við kúbanska ráðamenn. Hann þykir góður samningamaður, og víst er, að mikið hefur legið við, þvi að Mikojan gaf sér ekki einu sinni txma til að vera viðstaddur út- för eiginkonu sinnar, sem lézt stuttu eftir að hann kom til Kúbu. Mikojan er væntanlegur til New York á morgun, en ekk- ert er vitað nánar um samkomu- lag þeiira Castros. Vitað er, að Krústjoff hefur sent Kennedy mörg bréf undan- farnar tvær vikur, og er talið, að hann hafi fallizt á að fjar- lægja einnig allar sprengjuflug- '■'élar frá Kúbu, þó með vissum skilyrðum. Bandaríkjastjóm hef- ur ekkert viljað láta uppi um málið, og Kennedy hefur ekki haldið blaðamannafund í margar vikur. Fyrir nokkru fórst franski togarinn Jeanne Gougy við syðsta odda Bretlands, Land’s End í wail, í ofsaveðri, en mannbjörg varð. — Myndin af flakinu er tekin ofan af bjarginu. Com- Ný óveðurský yfir Bonn: Sennilegt að Strauss falli á hegðun sinni í Spiegelmálinu BONN 15/11 — Hamborgarblaðið Die Welt full- yrti 1 dag, að Frjálsir demókratar, sem standa að samsfeypustjórninni ásamt flokki Adenauers, muni krefjast þess, að Strauss varnarmálaráðherra vefði látinn víkja úr stjórninni vegna afskipta sinna af Spiegelmálinu. Kristilegir demókratar hafa áður neitað þessari kröfu, og þykir nú óvæn- lega horfa um samstarf stjórnarflokkanna. Sorin, aðalfulltrúi Sovétríkj- anna hjá SÞ, fullyrti í gær í stjómmálanefndinni, að Banda- ríkjamenn hefðu komið sér upp eldflaugastöðvum á Spáni, sem ógnuðu friðnum í Evrópu. Krafð- ist hann þess, að Bandaríkjamenn tækju vopn sín tafarlaust burt STOKKHÓLMUR 15/11 — I dag hófust eldhúsdagsumræður í Sví- þjóð og var aðallega rætt al- mennt um stjómmálaviðhorfin. Köfuðmálið er þó enn afstaða Svía til Efnahagsbandalagsins, og hvers konar aðild þeir eigi að stefna að. Foringi hægrimanna, Gunnar Heckser, sem manna mest hefur gagnrýnt stefnu rík- isstjómarinnar í EBE-málinu, lýsti sig fúsan til að gera eins konar vopnahlé eða borgarafrið um málið, meðan stjómin væri að þreifa fyrir sér í Brussel. Var boði hans vel tekið af talsmönn- um stjómarinnar. Framhald 5. síðu. ing herliðsins væri fallin úr gildi hefði við engin rök að styðjast. Það hefði greinilega verið tekið fram 1956 að fram- kvæmd þeirrar till. væri frest- að og m. a. vegna ítrekaðra tilrauna Bjarna Benediktssonar sjáífs til þess að fá fram yfir- lýsingu um að fallið væri frá samþykktinni. En nú hefði dómsmálaráðherrann notað hús- bóndavald sitt og skipað utan- ríkisráðherra að flytja tillögu, sem fæli í sér, að Alþingi felldi úr gildi samþykktina frá 28. rnarz 1956. Ætlunin væri að knýja fram atkvæðagreiðslu um þessa stefnubreytingu í formi þeirrar breytingartillögu, sem Guðmundur I. hefði lagt fram. En það væru haldlaus lök hjá ráðherranum að segja, sð þessi samþykkt væri fallin úr gildi og vitna til þess að þingmenn Alþýðubandalagsins hefðu á undanförnum þingum flutt tillögur um brottflutning hersins. AHar þær tillögur hafa verið um, að framkvæma skuli ályktun Alþingis frá 28. marz 1956, og þar með er röksemda- færsla ráðherrans til einskis af Spáni. Þess var beðið með nokkurri eftirvæntingu í dag, hver yrðu viðbrögð Bandaríkja- stjómar við þessari ásökun, enda gerist þetta um sama leyti og Sovétrikin eru aö flytja allar eldflaugar frá Kúbu. Það hefur vakið nokkra undr- un, að Bandaríkjamenn hafalitlu sem engu svarað þessum fullyrð- ingum Sovétríkjanna og ekkert hefur heyrzt í þeim mörgu stjóm- málamönnum á Vesturlöndum, sem mest fordæmdu Sovétríkin nú fyrir skemmstu vegna eld- flauganna á Kúbu. Starfsmaður við bandaríska sendiráðið í Mad- rid mun hafa lýst því yfir í dag, að engar eldflaugastöðvar væm á Spáni, en annars hefur verið þagað um málið. Samkomulag f Havana Viðræðum þeirra Castros og Mikojans í Havana er nú lokið og fullt samkomulag hefur náðst um ágreiningsatriðin. Mikojan hefur dvalizt á Kúbu undanfar- orðin. — Þá taldi Lúðvík, að í frumvarpinu fælist giundvall- arbreyting frá eldri lögum. Ráð- herra væri gerður yfirmaður þessara mála og valdsvið hans væri svo víðtækt, að hann gæti gert almennt útboð í landinu til æfinga, sem mjög nálguð- ust heræfingar. En ekki yrði séð að með þessu frumvarpi væri unnt að tryggja fólki þá vemd, sem gefið væri í skyn. Ef draga á rétta ályktun af frumvarpinu, hljóta menn að komast að þeirri niðurstöðu, að hemáms- liðið sé aðalhættuvaldurinn. Þess vegna ber að fjarlægja það. Á þann hátt yrði stigið stórt skrcf til ahnannavarna í Iandinu. Ráðherramir vissu líka mætavel að komið hefði í ljós að mikill meirihluti fólks í landinu er andvígur hersetunni. Með breytingartillögu utanrík- isráðherra ætluðu stjómarflokk- arnir sér nú að knýja fram formlega þá stefnubreytingu, að hér verði her helzt um alla framtíð. En vonandi væri, að þeir menn yrðu ekki í meiri- hluta á næsta Alþingi Islend- inga, sem kysu slíka stefnu yfir þjóðina. Um seinustu helgi urðu mikil átök í Bonn milli stjómarflokk- anna vegna handtöku útgefanda og ritstjóra vikublaðsins Der Spiegel, en sjálfur dómsmálaráð- herrann, Stammberger, hafði ckkert fengið að vita fyrirfram um aðförina, og hótaði hann að segja af sér. Þá þegar var kom- inn orðrómur á kreik um að Strauss, vamarmálaráðherra, hefði átt frumkvæðið að aðför- inni, og hefði hann verið að hefna sín á blaðinu fyrir ýmis skrif þess um hann. Málið leystist á þann hátt, að tveimur ráðuneytisstjórnum var fómað til málamynda, en stjórn Adenauers hélt velli. Næst gerð- ist það, að handtaka blaðamanns- ins Ahlers á Spáni kom til um- ræðu og vildi enginn viðurkenna fyrst í stað að hafa gefið spönsku lögreglunni merki um að hand- taka blaðamanninn. En smám saman bárust böndin að Strauss, vamarmálaráðherra, og játaði hann að lokum að hafa tilkynnt hermálaráðunaut þýzka sendi- ráðsins á Spáni, að Ahlers væri eftirlýstur. Þessi játning Strauss hefur vakið mikla ólgu í Bonn, og hafa andstæðingar ráðherrans, sem eru býsna margir, talið sig þar með hafa fundið á honum snöggan blett. NÝJU DELHI 15/11 — Nehru, forsætisráðherra Indlands svar- aði í dag tilboði Sjú Enlais um vopnahlé í landamærastríði Ind- verja og Kínverja. Svar Nehrus hefur enn ekki verið birt, en kunnugir telja, að Nehru hafi hafnað tilboði Kínverja og end- urtekið þá kröfu sína, að her- sveitir Kínverja verði að hörfa aftur til þeirra staða, sem þær höfðu á valdi sínu fyrir 8. sept- ember, áður en Indverjar setj- ist að samningaborði. Forsætisráðherra Kínverja hafði lagt til, að báðir aðiljar hörfuðu með heri sína 20 km frá bar- dagalínunni. Nehru fullyrti ídag að þetta jafngilti því, að Ind- verjar viðurkenndu hemám Kína á indversku landi. Spumingin um stöðu hersveit- anna, er vopnahlé verður gert, er að sjálfsögðu mjög mikilvæg varðandi lausn deilunnar, því að sennilega mun verða reynt að semja á grundvelli stöðunnar, eins og hún verður, þegar sezt er að samningaborðinu. Land- svæðin, sem deilt er um, eru nær eingöngu óbyggð svæði, sem hvorugur aðiljinn, Indverjar eða 1 Kínverjar, hafa sýnt nokkum á- Ríkisstjórnin riiðar til falls Hamborgarblaðið Die Welt skrifar í dag, að meðan Aden- auer 'kanslari- eigi rviðræður- við Kennedy forseta í New York, fari stjómmálaástandið í Bonn stöð- jugt. versnandi. Spsíaldemókratar hafi 'bórið fram vantraiistsúiíögu á ríkisstjómina vegna Spiegel- málsins, og víst sé, að Frjálsir demókratar muni styðja tillög- una, ef Strauss verði ekki látinn víkja úr stjórninni. Fari svo, seg- ir blaðið, hlýtur fjórða rikis- stjóm Adenauers óhjákvæmilega að falla. Adenauer átú í dag símtal við samstarfsmenn sína í Bonn og boðaði þá til ráðuneytisfundar á laugardag, strax og hann kem- ur heim úr Ameríkuferðinni. Stammberger dómsmálaráð- huga, fyrr en nú seinustu árin. Engin landamæralína hefur ver- ið dregin, sem viðurkennd væri af báðum aðilum. Seinustu fréttir herma, að enn sé barizt við landamærin, en hvorugur aðilinn hafi unnið á undanfarna daga. NEW YORK — 15/11 — Gríska flulningaskipið Captain George var í morgun statt um 500 km út af Bcrmuda, hlaðið dynamíti og öðru sprengiefni, er skyndi- lega kom upp eldur um borð og breiddist ört út. Áhöfnin barð- ist í allan dag við að halda eld- inum í skefjum og reyndi að ná höfn í Bermuda, áður en skipið spryngi í loft upp. Skipið var á leið frá New Orleans til Miðjarðarhafsins og var hlaðið 1400 tonnum af sprengjum og dynamíti. Eldur- inn kom upp á öðrum stað í skipinu, en breidist ört út og hefur áhöfninni hingað til +'°- izt að koma í veg fyrir, að eld herra fullyrti í gær, að engin stoð í lögum hefði verið fyrir handtöku þýzka blaðamannsins á Spáni. Talsmaður Frjálsra demókrata var að því •spurður í gær, hver yrði afstaða flokksina til vantrauststillögu sósíaldemó- krata. Sagðist hann ekkert geta um það sagt fyrr en Adenauer hefði rætt við Mende, formann flokksins. Hins vegar vissu allir, að enginn þingmaður Frjálsra demókrata hefði tekið upp hanzk- ann fyrir Strauss, vamarmála- íáðherra. Refsivsrður getnaður HARSTAD 15/11 — Ungur mað- ur var í dag dæmdur í 4 mán- aða fangelsi fyrir þá sök að hafa barnað unnustu sína. Að visu er slíkur verknaður ekki bannaður samkvæmt norskum lögum, en talið var, að maður- inn hefði fengið heimild hjá stxílkunni til að vinna verkið á þeim forsendum, að hann setlaði að kvænast henni. Ungi maður- inn var því dæmdur íyrir svik, en hlaut þó skilorðsbundinn dóm, þannig að hann sleppur við refs- ingu, ef hann greiðir stúlkunni 1200 norskar krónur í skaða- ' bætur. urinn kæmist í sprengiefnið. Eng- inn mim hafa slasazt við brun- ann. Skip komu þegar á vettvang og flugvélar, en skipstjórinn vildi ekki yfirgefa skipið fyrr cn útséð væri, að hann kæmi þvi ekki til hafnar, áður en það springi í loft upp. Er seinast fréttist var þó áhöfnin komin í björgunarbátana, en ekki var vitað, hvort einhverjir væru enn um borð. Þá logaði allur skutur skipsins. Mikið óveður hefur geisað á þessum slóðum undanfarinn sól- arhring os hnfa þrjú önnur skip ' —, undan strönd- Hafnarfjörður: nágrenni Nýjar vetrarkápur með skinn- kraga. — Síðdegiskjólar í miklu úrvali. — Hjá okkur fáið þið eitthvað á alla fjölskylduna. Leitið ekki langt yfir skammt. VERZLUNIN SICRIJN Strandgötu 31. Island kafbátastöð Indland og Kína: Vopnahté strandar nú á því hversu langt herirnir eigi að hörfa Skip með dynamíti siglir logandi suður Atlantshof 4

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.