Þjóðviljinn - 02.12.1962, Side 4

Þjóðviljinn - 02.12.1962, Side 4
Sunnudagur 2. desember 1962 vinstri er Guðrún Þóroddsdóttir og til hægri Ingibjörg Þorbergs. (Ljósm. Þjóðv. A. K.). Ónafngreindur maður, nákominn Íþróttasíð- unni, vaknaði hálftíma fyrr en venjulega fyrir nokkrum dögum. Og sem hann opnar útvarpið, svefndrukkinn, heyrist þetta gamalkunna: Einn, tveir, þrír. fjórir. Armsveiflur frá vinstri <11 hægri. Hællyftingar og hnébeygjur . . . . og allt það. - Það fer semsé ekki á milli i mála, að hann Valdimar örn-! ólfsson er farinn ad stjórna morgunleikfiminni að nýju. Svo býður maður sér heim til Valdimars til þess að fræð- ast um þetta sérkennilega sport. Hann er að handfjalla kvikmyndavél þegar a& er, komið. Kerlingarfjöll og leikfimi — Það er forvitni útaf morg- unleikfimi. — Blessaður spurðu bara. En hér.Va geturðu séð falleg íjöll. Og fyrr en varir er kvik- i myndavélin farin í gang. Þetta eru fallegar myndir frá hinum vinsælu skíða-kennsluferðalög- um Valdimars og Eiríks Har- aldssonar til Kerlingarfjalla s.l. | sumar. Maður fer að öfunda! fjallafólkið af sumarsnjónum j og útilífinu. Um leið erum við að spjalla um morgunleikfim- ina, og svona sveiflast maður milli snæviþakinna fjalla og leikfimiæfinga við rúmstokk- inn -ír. gríðarlega1 -fjölþreytilegri „sternningu". Við höfum báðir nauman tíma. Kvikmyndin líð- ur áfram og kitlar í manni löngunina til að heimsækja fjallasnjóinn, en viðtalið um morgunleikfimina dettur niður á blaðið ööru hvoru eins og snjóhraglandinn á gluggann. Sjálfboðaliðar óskast — Þetta er fjórða árið. Hún j byrjar alltaf með vetrardag- skrénni, og hættir — í bili — begar sumarið er komið. — Hvernig er að stjórna j þessu? — Það var býsna erfitt i , byrjun, músiklaus, og maður j var í vanda með hraðann. Ég: fór að hlera eftir píanóleik á skemmtistöðunum. Svo falaði ég Magnús Pétursson og hann hef- ur. verið mín hægri hönd s' n. Jú, það er óþægilegt að stjóma leikfimi án þess að1 hafa nemendur íyrir framan sig. Systur mínar gerðust sjálf- boðaliða-nemendur í byrjun, en eftir að Magnús lcom til sög- unnar var upptakan fram- kvæmd í Þjóðleikhúskjallaran- um, þar sem hann var fastráð- inn. Þar notuðu hinir hljóm- listarmennimir tækifærið og I gerðust nemendur, og sumir | þjónanna brugðu líka á leik. | Söngkona ein var líka með, en i fór ekki úr skónum og marrið | í þeim barzt til þjóðarinnar: gegnum útvarpið. Eftir húsa- skipti útvarpsins fór upptak- j an fram í húsakynnum þess. Fékk ég þá fyrst einn og einn magnaravörð í æfingarnar. en fyrra gerðust nokkrar starfs- stúlkur útvarpsins nemendur i návígi. Fjölskrúðugur hópur — Hver er tilgangurinn? — Leikfimi fyrir alla er kjörorðið. Heislubót og glaðn- ingur fyrir starfsorkuna í upp- hafi vinnudags. — Hvað veiztu um nemend- urna? — Maður veit að þetta er stór hópur, fjölbreytilegur og dreifður um allt land. Mér er kunnugt um nemendur allt frá 7 ára aldri upp í fólk á níræð- isaldri. Vinsældir morgunleik- fiminnar virðast aukast og nemendahópurinn stækka stöð- ugt. Maður hefur fengið mörg bréf og símhringingar, og sumir eru svo elskulegir að senda mér gjafir, t.d. skíðavettlinga. Ég geymi allt slíkt sem beztu gersemar. Þú mátt koma þeim tilmælum mínum á prent, að ég vildi gjarnan að nemendur gerðu meira af því að láta mig heyra álit sitt, og benda mér á það sem þeir telja betur mætti fara. Meðalhraðinn Hún hneykslaðist — Hefur ekki ýmislegt spaugilegt skeð í sambandi við morgunleikfimina? — Ég frétti af einni stúlku sem keypt hafði sér laglegan leikfimisbúning og ákvað að hefja æfingar. Hún varð -vo óheppninn að lenda á 1. apríl þegar hún byrjaði. Við hóf- um þáttinn með smá april- gabbi, — höfðum hlutverka- skipti án þess að tilkynna það í upphafi. Ég lék á píanóið en Magnús skipaði fyrir eins og hann vildi hafa morgunleik- fimina. Stúlkunni varð ekki um sel þegar kennarinn skipaði henni upp í rúmið aftur og æfingarnar voru ekki fólgnar í öðru en hreyfa stóru tána fram og aftur. Hún móðgaðist, lokaði viðtækinu og kvaðst aldrei mundu taka þátt í slíku. Hún Heildverzluih var aðeins of fljót á sér. Þvi eftir grínið kom alvaran og við upplýstum gabbið. Viðtalið um morgunleikfim- ina verður ekki lengra, þvi undirleiknum er lokið. Kvi-k- myndin er á enda, og með j henni hefur Valdimar tekizt að j æsa svo upp í mér fjalla-1 mennskuna að ég panta far með honum til Kerlingarfjalla næsta sumar. e.þ. P.s. Teiknuðu myndimar eru í stíl við ofanskráð viðtal: kerlinga-f jöll í morgunleik- fimi! (R. Lár). N Ý SENDING AF hollenzkum og enskum kápum og frökkum Verð frá kr. 1685,00. Bernharð Laxdal Kjörgarði. Handtöskur úr leðri N Ý SENDING Bernharð Laxdal Kjörgarði. JÓN HELGASON prófessor flytur erindi: GOETHE og SULEIKA í Iðnó í dag (sunnudag) kl. 4 s.d. Aðgöngumiðar fást við inn- ganginn. MÁL OG MENNING VOLKSWAGEN er ætíð ungur „Breytingar" til þess eins „að- breyta til”, hefir aldrei verið stefna Volkswagen, — og þess vegna getur Volkswagen elzt að árum en þó haldist í háu endursöluverði. Engu að síður er Volkswagen í fremstu röð, tæknilega, því síðan 1948 hafa ekki færri en 900 gagnlegar endur- bætur farið fram á honum. Samt sem áður er hann í grundvallarat- riðum óbreyttur og með samskonar útlit og hann er næstum því eins mikils virði og nýr Volkswagen. VOLKSWAGEN ER EINMITT FRAMLEIDDUR FYRIR YÐUR t£KLA HF. Hverfisgötu 103 4 SÍÐA ÞJÓÐVILJINN svona sundurleitan hóp í sömu æfingunum? — Það erfiðasta af þessu öllu er að finna þann hraða sem bezt hentar. Auðvitað verður aldrei hægt að finna þann hraða eða „takt“ sem hséfir öllum. Maður reynir að finna meðalhófið. Þú mátt annars gjarnan auglýsa fyrir mig eft- ir byrjendum sem vildu gerast sjálfboðaliðar við upptökuna í útvarpinu. Ég er hræddur um að útvarpsstúlkumar séu orðn- ar of fimar og hraðinn í æf- ingunum e.t.v. of mikill, þann- ig að vissara sé að hafa byrj- endur með. Það er rétt að ég taki það fram að ég klippi aldrei eða hreinsa upptökumar. Ég læt allt fara í gegn óbreytt, þannig að þetta verði sem ferskast og eðlilegast. Ef fyrir kemur að einhverjar villur slæðast með, þá er ég ekki fyrr kominn út á götuna eftir r~ ' •"♦tinum hef- ur verið útvarpað, en að fólk kallar á mig og bendir mér á skekkjuna. Þessar stúlkur, sem vinna við útvarpið, voru í morgunleikfimi við upptöku í gærmorgun. Þær eru hinar fimustu í æfingunum, enda þótt þær séu bara að hoppa á öðrum fæti á myndinni. Til Þetta eru piltarnir sem hressa þjóðina á hverjum morgni. Valdimar Ornólfsson við hljóðnem- ann að stjórna morgunleikfiminni. Magnús Pétursson leikur undir. (Ljósm. Þjóðv. A. K.). Fimmta árið í morgunleikfimi hjá Valdimar Leikfimi fyrir alla f MORGUNSÁRIÐ Hvernig er hægt að hafa

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.