Þjóðviljinn - 12.12.1962, Page 2

Þjóðviljinn - 12.12.1962, Page 2
2 SIÐA ÞJÓÐVILJINN Miðvikudagur 12. desember 1962 Kafli úr „leyndarplagginu Á- rekstur Nokkrum dögum eftir að Morgunblaðið hafði skýrt svo frá að Eiríki Kristóferssyni skipherra hefði verið „siglt“ til Bretlands birti það rúm- málsfreka og myndskreytta frásögn af vist hans þar. Náði fyrirsögnin yfir fjóra dálka og var rauðletruð: „Við gerð- um munnlega einkasamninga í landhelgisdeilunni." 1 meg- inmálinu var skýrt frá því þegar Eiríkur Kristófersson hitti Barrie Anderson, sem á sínum tíma var yfirmaður brezka árásarflotans á Is- landsmiðum: „Ekki höfðu þeir ræðst við í fimm mínútur þegar leyndarmál þeirra kom í ljós. — Meðan ríkisstjómir þeirra beggja deildu um lög- fræðileg atriði fiskistríðsins, leystu Eiríkur Kristófersson og Barrie Anderson ágrein- ingsatriði milli brezku tog- aranna og íslenzku varðskip- anna á staðnum yfir bolla af kaffi.“ Og til frekari sann- indamerkja hafði Morgun- blaðið þessi . ummaeli eftir Barrie Anderson: „Smám saman vöndumst við á að kalla hvorn annan upp í tal- stöð og mæla okkur mót yfir bolla af kaffi. Ég sagði ekki Whitehall (brezku yfirvöldun- um) frá þessu og Kristófersson skipherra lét ekki íslenzk yf- irvöld vita. Þegar vandamál urðu óyfirstíganleg og ekki mögulegt að vísa þeim til rík- isstjóma okkar, gripum við til okkar eigin ráða og gerð- um munnlegan einkasamning. Og þegar Kristófersson skip- herra hafði á annað borð gef- ið samþykki sitt, var það sama og skuldbindingarskjal, jafnvel þótt við höfum stund- um orðið að samþykkja að^ vera ósammála.“ Þjóðviljinn vakti þegar í stað athygli á þessari maka- lausu frásögn, einkanlega þeim staðhæfingum að ís- lenzkur embættismaður hefði gert leynisamning við yfir- mann brezka árásarflotans án þess að láta ríkisstjóm sína vita og að þeir hefðu meira að segja komið sér saman um það hvemig þeir ættu að þykjast vera ósammála. Morgunblaðið brá við hart og sagði að einmitt þessir leyni- samningar og slík framkoma bæri vott um „þjóðhollustu“ og „afrek“; með þeim hefði Eiríkur Kristófersson hvorki meira né minna en komið í veg fyrir áform kommúnista um „að þær aðstæður gætu skapazt, að hér yrði hægt að 24. sfarfsár Vetrarhjálpar Hafnarfjarðar Vetrarhjálpin í Hafnarfirði er tú að hefja 24. starfsár sitt 'yrir jólin í fyrra úthlutaði tefndin alls 90,600 kr., aok fatn- ðar, til heimiia og einstaklinga, Us í 180 staði. í ár er þörfin yrir aðstoð ekki talin minni en ►á. Skátar munu fara um Hafnar- jörð eftir nokkra daga og leita íjá bæjarbúum stuðnings við ætrarhjálplna. Er þess vænzt að kátunum verði nú vel tekið áns og scrtíð fyrr. Þess er ósk- ið að umsóknir um aðstoð og tbendingar um hjálparþurfandi terist stjómamefnd Vetrar- tjálparinnar sem fyrst. Stjóm- na skipa: Sr. Garðar Þorsteins- on prófastur, sr. Kristinn Stef- .nsson, Gestur Gamalíelsson árkjugarðsvörður, Guðjón dagnússon skósmiður og Elín ósefsdóttir bæjarfulltrúi. koma á byltingu . . svo að . . íslendingar byggju nú við sælu „kúbansks" stjómar- fars.“. Nú er Eiríkur Kristófersson kominn heim aftur, og Morg- unblaðið birtir viðtal við hann í gær. En nú er engin rauðletruð fyrirsögn og engar hlemmistórar myndir, því blaðið vill auðsjáanlega ekki vekja athygli á því sem skip- herrann segir. Hann kemst svo að orði: „Loks vil ég gjarnan leiðrétta misskiln- ing, sem fram kom í viðtali við Anderson, og birtist i Mbl. Ég vil taka það fram að við Anderson hittumst aðeins tvisvar á meðan hann var hér við land. 1 fyrra skiptið var það er við settum mennina um borð í Northem Foam, og það sem okkur fór á milli þá er til á segulbandi í útvarp- inu. en fréttamaður þess var með okkur. Síðari fundurinn var snemma í janúar. Þá bað Anderson mig að koma um borð til sín til þess að ræða um hvemig afstýra ætti veið- arfæraskemmdum hér við land. Þau loforð sem hann gaf mér í því sambandi hélt hann með prýði, enda hafa aldrei orðið jafn litlar veiðar- færaskemmdir af völdum út- lendra togara og þennan vet- ur.“ Þetta er allt og sumt, hið litla tilfelli hins mikla reyf- ara um leynisamningana sem björguðu Islandi frá kommún- istískri byltingu. Ritstjórar sem lifa í heimi bernskra draumóra og ana áfram eftir tilvísun þeirra reka sig stund- um harkalega á veruleikann. En eflaust ná Morgunblaðs- menn sér, fljótt-, og . búa til nýjar sögur þar sem þeir birt- ast sjálfir í gervi Tarzans eða mannsins með stálhnef- anna. — Austri. „Sósíalistaflokkurinn berst af alhug fyrir hvers konar umbót- um innan auðvaldsskipulagsins allri alþýðu til handa. En honum er fullljóst, að árangri þeirrar baráttu eru tiltölulega þröng tak- mörk sett, meðan ekki er hrófl- að við undirstöðu auðvaldsskipu- lagsins sjálfs, og þeim lögmálum, er það hlítir. Eins er jafnan mikil hætta á, að það sem áunnizt hefur í slíkri baráttu, glatist aft- ur, meðan alþýðan hefur ekki tryggt sér úrslitavöld í þjóðfélag- inu. Það hefur því jafnan verið og er höfuðtakmark Sósíalista- flokksins að skapa og tryggja al- þýðuvöld á íslandi, afnema auð- valdsskipulagið og koma á sósíal- isku þjóðfélagi. Allt starf hans verður að þjóna þessu markmiði og öll stefnumið hans í einstök- um málum að miðast við þetta lokatakmark. Skilyrði slíkrar vaidatöku cr atfylgi mcirihluta hins vinnandi fólks, eins og nánar mun verða gerð grein fyrir hér á eftir. Vopn alþýðunnar í hinni dag- legu stéttabaráttu eru félagssam- tök hennar, pólitísk, fagleg og menningarleg. Og með þeim vopnum berst hún einnig til valda. Sósíalistafiokkurinn lítur svo á, að sú valdataka eigi að geta farið fram með friðsamlegum hætti á þingræðisvísu. Og að því vill hann vinna af fremsta megni. Hvort þetta tekst er hinsvegar mjög komið undir úrslitum þeirr-" ar stjórnmálabaráttu, sem nú er háð á Islandi. Sérstaða Islands ætti að stuðla að þessu. Hér hef- ur aldrei verið neinn fastaher innlendur, menn hafa ekki borið vopn hverjir á aðra öldum sam- an og þjóðin hefur yfirleitt and- úð á hermennsku og ofbeldi. Hins er þó að gæta, að yfir- stéttir afsala sér ekki völdum og auði af fúsum vilja og því rík nauðsyn á, að alþýðan beiti fullri varúð og sé við öllu búin. Ef Island yrði opnað fyrir út- lendu auðmagni og landið inn- limað í „Efnahagsbr>talag” auð- valdsríkja og ef afturhaldssam- asta hluta auðmannastéttarinnar tækist í skjóli erlendra auð- hringa að koma á í vaxandi mæli stjórnarháttum, þar sem stjórnað yrði með bráðabirgða- lögum og þingræðinu vikið meir og meir til hliðar, en alþýðunni og öðrum framsæknum öflum tækist ekki að koma í veg fyrir slíka óheillaþróun, þá gæti svo farið, að endurtaka yrði þjóð- frelsisbaráttuna að nýju: losa landið úr nýrri ríkisheild og þjóðina við einræðisstjóm inn- lends og erlends auðvalds. Ef lýðræðið á Islandi yrði afnumið og harðstjóm innlendra umboðs- manna erlends valds tæki við, þá breyttust viðhorfin. Þá væri ís- lenzkri alþýðu vamað að heyja baráttuna eftir leikreglum borg- aralegs lýðræðis og þingræðis. Þessu vill Sósíalistaflokkurinn afstýra til þess að tryggja frið- samlega og þingræðislega Ieið til sósíalismans. Meðan Island er í Atlanzhafs- bandalaginu og meðan bandarísk hersjöð eða herstöð á vegum Atlanzhafsbandalagsins er í land- inu, vofir hættan á afskiptum erlends hervalds jafnan vfir, ef íslenzk ríkisstjórn tæki að fram- kvæma sósíalismann. Koma verður þvi í veg f' » ’ að Island verði aðili að Efna- hagsbandalaginu, bandaríska her- námsliðinu verður að vísa úr landi og Island jafnframt að segja sig úr Atlanzhafsbandalag- inu. Það er nauðsynlegt til þess að þjóðin geti öðlazt fullt sjálf- stæði og fullan sjálfsákvörðunar- rétt um það, hvaða þjóðskipulag hún velur sér, enda vitað, að ís- lenzk yfirstétt lítur ekki á her- námsliðið sem vöm gegn utan- aðkomandi árás eða eingöngu sem tekjulind fyrir innlenda fjár- plógsmenn, heldur sem vernd gegn íslenzkri alþýðu, tryggingu fyrir áframhaldandi arðráni sinu og völdum. Sósíalistaflokkurinn og öll al- þýða verða að vera vel á verði og sporna gegn því, að auðstétt- inni takist að efla hér fasískt ríkisvald eða koma á innlendum her í einhverri mynd til vamar hagsmunum sínum. • auðsynlegt er að hrinda jafnóðum hvers konar kúgunarráðstöfunum eða þvingunarlögum, sem sett kunna að verða til að hefta framsókn alþýðunnar. Vinna verður gegn því eftir mætti, að lögreglunni sé beitt í átökum milli stétta og skapa sem sterkast almenningsá- lit I þeim efnum. Sé öllum þessum skályrðum fullnægt, ætti íslenzk alþýða að geta tekíð völdin á friðsamlegan hátt og notað meirihlutavald sitt á Alþingi til að Ieggja grunn að sósíalísku skipulagi á Islandi. Alþingi Islendinga er fom lýð- ræðisstofnun og sögufræg og hlut- deild þess í frelsis- og framfam> baráttu þjóðarinnar hefur verið geysimikilvægt. En með valda- töku alþýðunnar fær Alþingi rík- ara inntak og veigameira hlut- verk en nokkru sinni fyrr. Það verður þá skipað að meirihluta fulltrúum íslenzkra vinnustétta, það verður tæki alþýðunnar til að koma á efnahagslegu lýðræði, sósíalískum framleiðsluháttum. Þegar Alþingi verður breytt í valdatæki alþýðunnar, hlýtur einnig að verða mikil breyting á starfsháttum þess. Það verður tengt miklu nánar við vinnandi stéttir, en þingmannakjörið eitt segir til um. Nauðsynlegt er að koma á skipulögðum tengslum milli þings og stjómar annars vegar og helztu félagssamtaka al- þýðunnar í landinu hins vegar: verkalýðssamtakanna, bændasam- takanna, samvinnuhreyfingarinn- ar o. s. frv. Gæti það gerzt með þeim hætti, að samtök þessi ættu sína sérstöku fulltrúa í áætlunar- ráði ríkisins og öðrum mikilvæg- um opinberum stofnunum og ráð- um og eins þeim deildum þeirra, sem bundnar eru við einstaka landshluta eða staði. Þá verður og mikilsvert, að samtök þessi fjalli á þingum sínum eða ráð- stefnum um einstök veigamikil viðfangsefni Alþingis og ríkj§- stjómar, og að stjórnarvöldin geti haft sem nánast samráð við þau. Með því móti yrðu tengsl landsstjómar og alþýðu traustari og þátttaka almennings í stjóm landsins og framvindu mála virk- ari og samstilltari en ella. Þegar alþýðan er setzt í valda- stólinn, hlýtur hún að sjálfsögðu að móta stofnanir ríkisvaldsins samkvæmt heildarhagsmunum sínum og því hlutverki sem þess- um stofnunum er ætlað og tryggja það, að starfsmenn þeirra stofn- ana séu trúir fulltrúar fólksins og dugandi menn, sem standi fast gegn hverskonar skemmdar- verkum fyrrverandi yfirstéttar og leggi sig alla fram í þágu hins nýja þjóðfélags. Pólitískir andstöðuflokkar al- þýðunnar á þingi eða utan þess munu að sjálfsögðu njóta fullra lýðræðisréttinda meðan þeir fyigja scttum ieikregium og starf- semi þeirra brýtur ekki í bága við stjórnarskrá og lög landsins. Sósíalistafiokkurinn vill viðhalda frelsi þeirra til félagslegrar starf- semi.” anpiaft Á morgun, fimmtudaginn 13. desember, heldur Húsmæðrafé- lag Reykjavikur sinn árlega iólafund i Lidó kl. 8.30 síðdeg- is. Þar talar sr. Jónas Gislason og einnig verður þarna margt til fróðleiks í sambandi við jóla- undirbúninginn: Biómaskreyt- ingamaður frá Alaska sýnir og segir frá einföldum skreyting- um. Borð verða dúkuð og þakin iólamat frá Veizlustöðinni og Síld og Fisk Þá verða til sölu uppskriftir af hverskonar mat, kökum og ábætisréttum. Aðgang- ur að fundi þessum er ókeypis og heimill öilxxm húsmæðrum. íslenzkur bókmenntaviðburður, sem vekur athygli víða um heim ÍSLENZKAR BÓKMENNTIR í FORNÖLD eftir dr. Einar Ólaf Sveinsson prófessor imenna bókafélaginu er það mikil ánægja að geta nú tilkynnt að fyrsta bindi þessa stórmerka ritverks e> omið út. Bók dr. Einars Ólafs Sveinssonar, íslenzkar bókmenhtir í fornöld, er íslenzkur bókmenntavið- burður sem vekur athygli — ekki einungis um öll Norðurlönd - heldur allsstaðar þar sem fslenzkar fornbók- menntir eru þekktar. Höfundurinn dr. Einar Ólafur Sveinsson er þekktur víða um heim fyrir rannsóknir sínar á íslenzkum fombókmenntum. Hann er í senn mikill visindamaður og listrænn rithöfundur. íslenzkar bók- menntir í fornöld er eitthvert veigamesta rit um bókmenntir sem komið hefur út á Norðurlöndum í mörg ár, rit.sem allir unnendur íslenkrarmenningarverða aðeiga. ALMENNA BÓKAFÉLAGIÐ 4

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.