Þjóðviljinn - 12.12.1962, Qupperneq 12

Þjóðviljinn - 12.12.1962, Qupperneq 12
4 Eftir fjóra daga verður dregið um fjórða auka- vinning 1 Skyndihapp- drætti Þjóðviljans og er það Veritas saumavél. Að- eins dregið úr seldum mið- um. I dag er skrifstofa happdrættisins á Þórsgötu 1 opin frá kl. 10 til 12 og 1 til 7. Símar 22396 og 19113. Þessi númer hafa komið upp á fyrri auka- vinningum: 4042, 68353 og 76162 og eru menn beðnir um að huga að þeim i blokkum sínum. » n Miðvikudagur 12. desember 1962 — 27. árgangur — 273. tölublað. ! I einstæðramæira, ekkna og fleiríbótaþega Deilda- Stjórnarflokkarnir, S.jálf* stæðisflokkurinn og Alþýðu- flokkurinn, felldu í gær á Al- þingi að einstæðar mæður, ekkjur og nokkrir fleiri flokkar bótaþega almanna- trygginganna fengju hækk- un um 7% á bótum sínum frá 1. júlí 1962. Var það breytingartillaga frá Alfreð 15. deild Selás og Smálönd w' 49% ^ 5. deild Norðurmýri N 40% 14 deild Herskálakampur 35% N 9. deiid Klcppsholt 34% 1 deiid Vesturbær 31% 3. deild Skerjafjörður og Grímstaðaholt 32% 4. deild b Skuggahverfi 30% 7. deild Rauðarárholt 30% 8. deild a Teigarnir 29% 4. deild a Þingholtin 28% 13. deild Blesugróf 25% 11. deild Smáíbúðahverfi vestanm. 24% 10. deild b Vogamir 23% 6. deild Hlíðamar 22% 2. deild Melarnir, Skjólin og Seltjarnarnes 21% 8. deild b Lækirnir 21% 10. deild a Heimarnir 19% 12. deild Sogamýrin og Gerðin 12% Ofangerð skrá sýnir stöðu . dcildanna hér í bænum og | hvernig skil standa ti! happdrættis blaðsins. Það veltur á ýmsu i þess- ^ ari keppni næstu daga og tq verður spennandi og fróð- h legt að sjá hvemig endar ^ á Þorláksmessu. á Isafírði ISAFIRÐI 10/12 — A Iaugar- daginn var opnuð ný verzlun hér á Mjallargötu 5. Að verzlun- inni standa félögin Sjálfsbjörg og Berklavöm á ísafirði. Félögin keyptu húseignina á Mjallargötu 5 í sumar og hyggj- ast reka bar í sameiningu auk verzlunarinnar, vinnustofu fyrir fatlað fólk á staðnum og auk þess verður í húsinu íbúð fram- kvæmdastjóra. Húsið er gamalt, tveggja hæða og um 200 fer- metrar, því fylgir 830 fermetra eignarlóð. í verzluninni verða aðallega seldar vörur frá Reykjalundi og Múlalundi og svo að sjálfsögðu frá hinni nýju vinnustofu. Verzl- unin hefur umboð á Isafirði fyrir bessar vörur og auk þess tekur hún við umboði vöruhappdrættis SÍBS. Við opnunina skýrði Maríus Helgason umdæmisstjóri svo frá, að fyrirtæki þetta sé hið fyrsta, sem þessi tvö samtök reka sam- eiginlega, en Sjálfsbjörg hefur rekið vinnustofu á Isafirði síðan árið 1959. 1 stjórn fyrirtækisins eru 6 men, 3 frá hvoru félagi og skipt- ast þau á um formann og ritara sitt hvort árið. Formaður nú er Júlíus Helga- son frá Berklavörn og ritari Ingi- björg Magnúsdóttir frá Sjálfs- björg. Aðrir í stjóm eru Bjarni Guðmundsson, Bergþóra Eggerts- dóttir, Guðmundur Helgi Guð- mundsson og Guðni Ásmundsson. Formaður Berklavamar á Isa- firði er Maríus Helgason og for- maður Sjálfsbjargar er Ingibjörg Magnúsdóttir. H.Ó. Gíslasyni lækni og Karli Kristjánssyni, sem efrideild- arþingmenn stjórnarflokk- anna felldu, og hefði ekk' nema einn þeirra þurft að veita þessu réttlætismáli lið, því breytingartillagan var felld með eins atkvæðis mun, 8 atkvæðum gegn 7. Þetta gerðist við 3. umræðu í efri deiid um stjórnarfrumvarp til breytinga á almannatrygging- arlögunum, en þar er ákvæði um að ellilífeyrir og örorkubætur hækki um 7% frá 1. júlí 1962, en hins vegar engar aðrar bæt- ur! Alfreð Gíslaso.n átaldi þetta og færði rök að sanngimi og réttmæti tiliögu þeirra Karls, en í henni var lagt til. að auk þeirra bóta sem frumvarpið fjallar um skuli makabætur, barnalífeyrir, mæðralaun, fæð- ingarstyrkur ekkjubætur og ekkjulífeyrir einnig hækka um sjö af hundraði En við það var ekki komandi. Og stjórnar- flokkarnir höfðu eins atkvæðis meirihluta við’átinn til að fella þetta sanngirnismál. Frumvarpið var afgreitt sem lög með samhljóða atkvæðum. Ingvar Jónasson og Gunnar Egilson æfa Duo fyrir klarínettu og fiðlu eftir Gunnar Berg. eiscar musica \ma i laráiherra Hitlers refst hárra eftirlauna! * LONDON 11/12 — Mikill urgur er í brezkum blöðum yfir því að Skybolt-eldflaug sú sem Bandaríkjamenn höfðu lofað Bretum að þeir gætu tekið í notkun í sprengjuþotum sínum árið 1965 í síðasta lagi verður sennilega aldrei nothæf. McNam- ara, landvamaráðheyra Banda- rikiímna, sem kominn er til Bret- lands, hefur upplýst að allar tilraunir með eldílaugina hafi mistekizt hingað til og gefið í skyn að hætt verði við smíði hennar. Allt til þessa hefur ver- ið látið í veðri vaka að tilraun- imar hafi gengið að óskum. Nýjar rannsóknir sem gerðar hafa verið víða um heim, m. a. í Englandi, Ceylon og Mið- Agíu, hafa enn staðfest sam- hengið milli sígarettureykinga og krabbameins í lungum. Manndauði af völdum lungna- krabba er að jafnaði tíu sinn- um meiri meðal reykinga- manna en annarra og getur orðið allt að 30 sinnum meiri meðal þeirra sem reykja hálf- an annan sígarettupakka á dag eða meira heldur en hinna sem ekki reykja, segir Alþjóða- heilbrigðisstofnunin WHO. Á dómsmálaráðherra Hitlers, Franz Schegclberger, rétt á að fá eftirlaun, sem nema rúm- lega 400 þús. ísl. krónum á árí? Schegelberger hvikar ekki frá þessari kröfu sinni, en fylkis- stjórninni í Slésvík-Holseta- Iandi finnst ekki, að hann hafi unnið til siíkra eftirlauna. Dómstóll bandamanna í Niirnberg dæmdi Schegelberger í ævilangt fangelsi fyrir stríðs- glæpi og glæpi gegn mannkyn- inu við réttarhöldin árið 1947. Hann var látinn laus 1951 vegna heilsubrests og var loks náðaður 1957. Honum voru ný- lega dæmd eftirlaun við mála- ferli í Slésvík, en fylkisstjóm- in, hefur áfrýað málinu til æðri dómstóls. Schegelberger var í þjónustu ríkisins, er nazistar brutust til valda árið 1933. Hann var þá orðinn ráðuneytisstjóri í dóms- málaráðuneytinu og var þann- ig kominn upp í efstu þrep metorðastigans í Weimariýö- veMinu. Hann var um skeið dómsmálaráðherra í Þriðja rfk- inu. Undirréttur í Slésvík komst að þeirri niöurstöðu, sem víða hefur vakið miMa undrun og gremju, að Schegelberger hafi ekki verið ljóst, hvað hann var að gera. Hann hafí efcki skilið, að þátttaka hans í glæpaverk- um nazista væri vítaverð. Auk þess hafi hann verið að reyna að koma í veg fyrir, að ástand- ið versnaði enn frekar. Á þess- um forsendum voru honum dæmd eftirlatm. í yfirréttinum hefur verjandi fylkisstjórnarinnar haldið því fram, að lögfræðingum hafi borið sérstök skylda til að neita að starfa í þjónustu Hitlers. Hann fullyrðir einnig, að Sche- gelberger hafi séð í gegnum fingur við nazistana, er þeir frömdu mörg sín verstu glæpa- verk, og hann hafi átt þátt í að ákveða það, sem nefnt var „hin endanlega lausn gyðingavanda- málsins". Schegelberger samdi frumdrög að lögum um sérstök refsiákvæði, sem stefnt var gegn Pólverjum, og alræmd voru hin glæpsamlegu lög hans, sem kennd voru við nóttina og þokuna (Nacht und Nebelbest- immimg). Hvað eftir annað hafði hann afskipti af réttar- höldum með þedm afleiðingum, að fómarlömbin lentu beint í höndum á morðingjum Gesta- po. Sannað er, að Schegelberger var í slíku dálæti hjá Hitler, að hann hlaut 100.000 ríkis- mörk í gjöf frá Foringjanum persónulega. Búizt er við, að yfirrétturinn úrskurði eftir nokkra daga, hvort ráðherrann fyrrverandi teljist eiga rétt á eftirlaunum fyrir vel unnin störf í þágu þýzkra yfirvalda. I kvölcl heldur Musica Nova fyrstu tónleika sína á þessu starfsári. Tónleikarnir verða haldnir á Hótel Borg og hefjast klukkan 21.30. Á r' dsskránni eru m.a. verk eftir ivö dönsk tónskáld. Seren- | ade fyrir fiðlu, selló og píanó eftir Jan Maegaard sem Einar &. Sveinbjömsson, Einar, Vigfús- son og Atli Heimir Sveinsson leika. Duo fyrir klarínettu og fiðlu eftir Gunnar Berg, leikin af Gunnari Egilssyni og Ingvari Jónassyni. Ekki hefur áður verið flutt verk eftir þennan höfund hér á landi. Þá er sónata fyrir hörpu eftir Paul Hindemith; hún verður leikin af bandaríska hörpuleikar- anum Jude Mollenhauer Webst- er. Næst eru Afstæður I og II fyr- ir fiðlu, og píanó eftir Leif Þór- arinsson, leiknar af Bimi Ólafs- syni, Einari Vigfússyni og Þor- keli Sigurbjömssyni. Verk þetta var frumflutt í New York og flutt nokkru seinna í Kaup- mannahöfn, en þetta verður fi’umflutningur hér á landi. Þrjú sönglög eftir Fjölni Stef- ánsson eru síðust á efnisskránni. Lög þessi voru samin árið 1958 við ljóð úr Tímanum og vatn- Lokið verksmiðju- r byggingu í Olafsv. Ólafsvík 6/12 — Lokið er endur- byggingu Fiski- og síldarmjöls- verksmiðjunnar hér í Ólafsvík og voru vélar og tæki reynd í dag. Verksmiðjan hefur verið end- í ! Þessi nútner blutu liæztu vinningana í 12. flokki Happ- drætfSs Hásbóla ísfands. — VinningaskríUn er á 9. síðu. Nr. 47992 kr. 1j000.98!) 30479 kr. 260J 43624 kr. 199J i urbyggð á sama stað og hún var fyrir brunann í júní 1961. Hefur afkastageta verksmiðj- unnar verið aukin til muna, og á hún nú að geta brætt 12 — 1500 mál 6Íldar á sólarhring. Einnig hefur þróarpláss verið stækkað mjög og tekur nú 10 þús. mál. Lýsisgeymir hefur ver- ið byggður, sem tekur 340 tonn og annar, sem tekur 540 tonn, verður tekinn í notkun bráðlega. Búizt er við, að verksmiðjan geti unnið með fullum afköstum eftir helgina. Vélsmiðjan Héðinn ann- aðist niðursetningu véla, raflagn- ir Tómas Guðmundsson rafvirkja- meistari Ólafsvík og Böðvar Bjarnason trésmíðameistari sá um tréverk. Eigandi verksmiðjunnar er henni samnefnt hlutafélag. Verk- smiðjustjðri er Þorsteinn Ár- sælsson. E.V. i w@y inu eftir Stein Steinarr. Þau voru frumflutt hjá ISCM í Vín árið 1961, síðan á menningar- viku hernámsandstæðinga og loks á norrænu tónlistarhátíðinni i Kaupmannahöfn í haust Musica Nova hefur ýmislegt annað á prjónunum. Á annan jóladag verður gengizt fyrir flutningi óperunnar Amahl og næturgestirnir eftir Giancarlo Menotti í Tjarnarbæ. í lok febrúar verða aðrir tón- leikar og þeir þriðju seinni partinn í apríl. Á tónleikum þessum verða m.a. flutt verk eft- ir Atla Heimi Sveinsson, sem hann nefnir Hlyni og Haustlitir eftir Þorkel Sigurbjömsson. Af erlendum tónskáldum má nefna Bela Bartok, Anton Webern og Bo Nilson. Kœfa veldur matareitrun 1 Iok síðustu vilcu veiktúst að því er vitað er 13 manns með einkenni um matareitrun. Enginn veiktist þó hættulega. Grunur féll strax á kæfu, sem keypt var , verzluninni „Ásgeir“, Langholtsvegi 174 hér í borg, og búin var til þar í byrjun vikunnar. Var sala á henni stöðvuð þegar á laugardag, og sýnishom tekin til rannsóknar. Kæfan hefur ekki verið til sölu í öðrum vérzlunum. Við rannsóknina hafa nú fundist í kæfunni sýklar, sem valda matareitrun og nefndir eru stafgerlar (staphylococcus aureus). Matareitrunin orsak- ast af sérstöku eiturefni, sem sýklarnir framleiða, e£ þeir komast í matvæli. Hins vegar er hér ekki um smitun að ræða frá manni til manns. Ekki er vitað um neinn, sem veikst hefur síðan salan var stöðvuð. Þeir, sem enn kunna að eiga kæfu, sem keypt var í framan greindri verzlun frá miðvikudegi til laugardags í síðustu viku, eru hér með varaðir við að neyta hennar. Athugun leiddi í ljós, að framleiðsluháttum kæfunnar var í þetta sinn ábótavant, og verður framleiðsla ekki leyfð á ný, fyrr en ráðin hefur ver- ið bót á þeim ágöllum. (Frá borgarlækni).

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.