Þjóðviljinn - 20.12.1962, Side 5

Þjóðviljinn - 20.12.1962, Side 5
Miðvikudagur 19. desember 1962 ÞJÓÐVILJINN SlÐA 5 Liðamótahosur neðart rí borð og strílfótunum rí J-K húsgögnunum verja cldhúsgólfin gegn skemmdum JK HUSGOGN Heildsölubirgðir Ásbjörn Ólafsson Grettisgötu 2 Sími 24440 . Ihald og Alþýðuflokkurino felldu allar þessa r tillögur ÞINCSJA ÞJÓÐVILJANS lÍR6fYM$lUM í m! oÍeinþónIÉíI! Trúlof unarhringai stelnhrlns Ir hálsmen. 14 os 18 karata Menntamál Hér eru birtar nokkrar bréyt- ingartillögur Alþýðubandalags- þingmanna við fiárlögin, en í- haldið og Alþýðuflokkurinn felldu þær allar. Fyrst er fram- hald á frásögn Karls Guðjóns- sonar, er hann flutti sem full- trúi Alþýðubandalagsins í fjár- veitinganefnd: Breytingatillögum við 14. gr.. menntamálagrein fjárlaganna, lýsir Karl svo: „Hér eru fluttar 5 tillögur við menntamálagrein fjárlag- anna og a.llar sama eðlis: til hækkunar á styrkjum ríkisins til byggingaframkvæmda, þar sem ríkið sinnir skyldu sinni á ófullnægjandi hátt. jt í fyrsta lagi er hér lagt til, að framlög til skólabygg- inga fyrir bæði barna- og gagnfræðastig séu aukin veru- lega. Það er staðreynd, sem hver maður sér, að auk allra þeirra þarfa, sem ör fólksfjölg- un kallar á, þá eru flest okk- ar skólamannvirki frá fyrsta fjórðungi þessarar aldar nú ýmist stórlega úrelt eða hrein- lega ónýt, enda af vanefnum gerð í uppháfi. Lög binda það hins vegar. að enginn bær eða hreppur getur hafizt handa um skólabyggingu, hversu sem fjárhag hans annars er varið. nema til komi framlag ríkisins í skólamannvirki hans. Hið naumt skammtaða ríkisframlag til skólabygginga er þvi i raun- inni hemill á, að skólakerfi landsins geti starfað með eðli- legum hætti, þar * sem þarfir kalla á nýjar skólabyggingar. en daufheyrzt er við umsókn- um um þær, eins og nú er Hljóðfœraverzlun Poul Bernburg h.f. Vitast. 10 — Sími 20111 Höfum fyrirliggjandi ffest hljóðfæri og v»r*»J»Wí í þau. President-rafmagns- gítar með „Bigsby“ Hofner — gítarar — concert-model Harmoníkur, ítalskar * Harmoniku-ólar * Harmoniku-bakólar Gítar-magnarar frá Selmer 'tjezuel Trommur og alls- konar varahlutir * Saxafónar * Klarinett * Trompetar * Trommbon *■ Trompet-olía-CONN * Trompet-munnstykki * Trompet-demparar * Saxafón-munnstykki * Berg Larsen PÍANÓ Alexander Hermann * PIRASTRO-strengir * GÍTAR-strengir * NÆLON-strengir ATHUGIÐ — 48 bassa harmonika er góð jólagjöf. SENDUM UM ALLT LAND — HAGKVÆMIR GREIÐSLUSKILMÁLAR. (Ath.: Hamoníkuviðgerð Jóhannessar Jóliannessonar, Vitastig 10 — Sími 18377). raunin á varðandi marga staði. Hér er lagt til, að skólabygg- ingaframlag barna- og gagn- fræðaskóla verði hækkað um 11.2 millj. frá frumvarpinu, og virðist það vera lágmark þess, sem sómasamlegt mætti telj- ast, svo að ekki þyrfti að neita neinum þeim um byrjunarleyf', sem sannað hefur þörf sína og sinnt hefur sæmilega undir- búningi þessara mála. + Iþróttasjóður er einn þeirra aðila, sem langt hefur borið af leið skyldu sinnar, vegna þess að hann er vanmegnug- ur að standa undir þeim stór- vaxna byggingarkostnaði i- þróttamannvirkja, sem nú er staðreynd. Engin leið er sjá- anleg til að grynna á hans skuldum nema með auknu rík- issjóðsframlagi. Hér er lagt ti'. að það verði hækkað í 5 millj. kr. -A Bókasafnsbyggingar og byggðasöfn ætlar ríkið að styrkja, en upphæðirnar, sem til þess eru ætlaðar, eru svo smávægilegar, að til bygginga sér þeirra vart nokkurn stað Hér er lagt til, að tekið verði upp hálfrar millj. kr. fram- lag til styrktar byggingum fyr- ir hvom þennan safnaflokk um sig, í stað þeirra 166 þús- unda, sem bókasöfnin hafa nú. og 100 þúsunda, sem frumvarp- ið ætlar byggðasöfnunum“. Tillögur annarra þing- manna Alþýðubanda- lagsins Meðal tillagna einstakra þing- manna Alþýðubandalagsins sem Sjálfstæðisflokkurinn og Al- þýðuflokkurinn felldu má nefna þessar: Einar Olgeirsson flutti tillögu um að veitt yrði til hljóm- plötusafns Þjóðminjasafnsins 25 þús. kr. en á fjárlögum er rausnazt við að hafa þá fjár- veitingu 5000 kr. íhaldið og Alþýðuflokkurinn felldu þá til- lögu. Lúðvík Jósepsson lagði til að liðurinn til leiklistarstarfsemi yrði hækkaður úr 660 þús. kr. eins og fjárveitinganefnd lagði til í 900 þús. kr. og skyldi orðast svo: „Til leiklistarstarf- semi samkvæmt úthlutun menntamálaráðuneytisins og sé miðað við starfsemi og aðstöðu leikfélaganna". Ihaldið og Al- þýðuflokkurinn felldu þessa til- lögu. Lúðvík Jósepsson bar fram tillögu um hækkun framlags í Atvinnubótasjóð úr 10 millj- ónum i 20 milljónir. Ihaldið og Alþýðuflokkurinn felldu þá til- lögu, 30 móti, 20 með. Gunnar Jóhannsson flutti til- lögu um 100 þús. kr. hækkun til hafnarmannvirkja á Sauðár- króki. íhaldið og Alþýðuflokk- urinn felldu þá tillögu. Gunnar lagði einnig til að framlagið til hafnarmannvirkja á Siglufirði hækkaði úr 350 þús. kr. í 509 þús. kr. íhaldið og Alþýðu- flokkurinn felldu þá tillögu. Gunnar lagði til að veitt yrði 100 þús. kr. í stað 50 þús. til hafnarinnar í Hofsósi. Stjórnar- flokkarnir felldu þá tillögu. Enn flutti Gunnar tillögu um að bætt yrði á heimildargrein fjárlaga heimild til ríkisstjóm- arinnar að taka allt að 15 milljón kr. lán til þess að greiða kostnað við lagningu Strákavegar. Ihaldið og Al- þýðuflokkurinn felldu þá til- lögu sem einn maður. Karl Guðjónsson Agúst Þor- valdsson og Björn Fr. Björns- son fluttu tillögu um að heim- ila ríkisstjóminni að taka allt að 25 milljón kr. lán tíl 'að Ijúka undirbúningi og hefja brúargerð yfir ölfusá hjá Ös- eyrarnesi. Ihaldið og Alþýðu- flokkurinn felldu þá tillögu, líka íhaldsþingmennimir úr Suðurlandskjördæmi. Geir Gunnarsson flutti til- lögu um að heimila ríkisstjóm- inni að taka allt að 70 milljón kr. lán og endurlána Iandshöfn Keflavíkur og Njarðvíkur til hafnarframkvæmda. Við nafna- kall felldu þingmenn Sjálf- stæðisflokksins og Alþýðu- flokksins þessa tillögu, líka þingmenn Reykjaneskjördæmis, sem sjálfir hafa flutt þetta mái á þinginu í öðru formi, að líkindum til þess eins að sýn- ast. Þeir felldu líka varatil- lögu Geirs, um 35 milljón kr. lán í sama skyni. N'ALS ur GULLI og SILFRI Jóhannes Jóhannes- son gullsmiður Bergstaðastræti 4 Gengið inn frá Skólavörðustíg urinn. — Ritstjórar: Magnús Kjartansson. Magnús Torö Ölafsson, Sigurður Guðmundsson (áb.) Fréttaritstjórar: tvar H. Jónsson. Jón Bjamason. Ritstjóm. afgreiðsla. auglýsingar. prentsmiðja: Skólavörðustíg 19. SímJ 17-500 (5 línur) Áskriftarverð kr. 65.00 á mánuði. Lífskjörin gtjórnarblöðin þreytast ekki á því að tala um að verklýðsfélögin eigi að beita sér fyrir „raunhæfum kjarabótum“ í stað þeirra kaup- hækkana sem hverfi jafnóðum og þær fást. Með- al hinna raunhæfu kjarabóta virðist vera stytt- ing vinnutímans; að minnsta kosti tala stjórn- arblöðin jafnan af fjálgleik um áhuga sinn á því máli, Alþingi hefur samþykkt einróma tillögu frá Alþýðubandalaginu um aðgerðir til að tryggja átta stunda vinnudag, og sjálfur formað- ur Sjálfstæðisflokksins hélt um síðustu áramót hjartnæma prédikun um einlægan vilja sinn til góðra verka á þessu sviði. gn sú raunhæfa kjarabót sem ne'fnist stytting vinnutímans er sannarlega ekki óháð nmifj. syn kauphækkunar eða einhver kostur „^m menn geti valið í stað kauphækkunar. Það er al- kuhna að almennt kaupgjald verkafólks í dag- vinnu er svo lágt að fjölskylda getur með engu móti dregið fram lífið fyrir það. Og nú hefur það verið staðfest af sjálfum páfa ríkisstjórnarinn- ar í efnahagsmálum, Gylfa Þ. Gíslasyni, hversu mikið skortir á að dagvinnukaup verkafólks sé sómasamlegt. Hann hefur komizt að þeirri nið- urstöðu á þingi með útreikningum að „meðal- kaupM verkamanna, iðnaðarmanna og sjómanna verði á þessu ári um 98 þúsundir króna og lýsf yfir því að það séu viðunandi árstekjur. Dags- brúnarverkamaður sem vinnur átta stundir á dag allan ársins hring fær fyrir störf sín tæpar 59 þúsund krónur. Það vantar þannig 39 þúsund krónur upp á það að hann nái þeim tekjum sem Gylfi Þ. Gíslason telur viðunanlegar; kaup hans þyrfti að hækka um hvorki meira né minna en tvo þriðju til þess að tekjur fyrir eðlilegan vinnutíma nái því marki sem ráðherrann hefur sjálfur reiknað út. Og þefta á ekki aðeins við um verkamenn á almennu kaupi, hliðstæðar eða jafnvel lægri eru tekjur fjölmargra starfshópa, verzlunar- og skrifstofu-fólks, iðnverkafólks, verkakvenna o.s.'frv. Sú raunhæ'fa kjarabót sem nefnist stytfing vinnutímans 'felur þannig í sér 66% kauphækkun hjá þessum starfsstéttum sam- kvæmt þeim mælikvarða sem Gylfi Þ. Gíslason hefur sjálfur búið til. J>að er erfift að koma því saman og heim að fara fögrum orðum um styttlngu vinnutím- ans en hamast jafnframt gegn hverri einustu prósentu sem lagt er fil að bætt sé við kaup verkafólks. En það er ástæða til að leggja á- herzlu á það að sú háa prósenta sem hér er nefnd er fyllilega raunhæf. Hinn óhóflegi vinnu- tími stafar að mjög verulegu leyti af kunnátfu- leysi og skipulagsleysi atvinnurekenda. Þegar þeir neyða verkafólk til að vinna 10—11 tíma á dag og stundum lengur væri mjög oft hægt að koma sama verki af á venjulegum dagvinnutíma án ofþrælkunar með dálítilli fyrirhyggju. Og það árskaup sem atvinnurekendur greiða nú þegar — "»g Gylfi Þ. Gíslason hefur reiknað út — væri að sjálfsögðu hægt að greiða áfram og vel það. — m.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.