Þjóðviljinn - 20.12.1962, Síða 12
Handboltastrákur
fékkjarðhnöttinn
Einn Þjóðviljamanna var
nærstaddur, þegar afhent
voru 1. verðlaun fyrir gagn-
fræðaskóla í getraunakeppni
Máls og menningar. Það var
i fyrradag í húsi féla.gsins
Laugavegi 18. Auðvitað gát-
um við ekki látið verðlauna-
hafann, Svein Óskarsson í
friði fyrir spumingum?
■— Hvað ertu gamall?
— 13 ára. verð 14 núna í
desember.
— Og þú ert í Gagnfræða-
skólanum við Lindargötu?
— Já, í II. bekk.
— Gaman þar?
— Já, mér líkar vel.
— Hvað er mest gaman?
— Mér finnst náfttúru-
fræðin skemmtilegust. en sag-
an er svo sem ágæt líka.
— En þegar Þú ert ekki í
skólanum, hvað gerirðu þá?
— Ég vinn.
— Líka á veturna?
— Já, ég vinn allan ársins
hring. Ég er hjá Bergi Lár-
ussyni, Simra-umboðinu. ég
bæði sendist og afgreiði í
búð Stundum er ég tvo til
þrjá tíma fyrir hádegi, stund-
um einn. en í jólafríinu vinn
ég al'lan daginn.
— Þá hefurðu aldrei frí.
— Jú, ég hef frí á kvöldin.
— Ferðu þá í bíó?
— Nei, Ég fer bara í híó
á sunnudögum. Svo er ég líka
í handbolta
•— í hvaða félagi?
— Ég er í Fram í fjórða
flokki A
— Þá ertu líklega íslands-
meistari.
— Nei ekki alveg.
— Heldurðu. að Þú verðir
það ekki?
— Við ætlum að gera það
sem við getum.
— Jæja. þér verður ekki
svarafátt. En segðu mér að
lo.kum: Heldurðu, að það verði
ekki gott að hafa jarðlíkan-
ið við landafræðinámið í skól-
anum?
— Jú. — Og svo fæ ég
kannski að fara til útlanda
næsta sumar, og þá verður
gott að ver.a búinn að læra
um þau lönd, sem maður
ferðast til. F.T.H.
Þörf mikils átaks í
uppeldismálunum
Við afgreiðslu fjárhagsá-
ætlunar Reykjavíkurborgar
fyrir árið 1963 sem fram fer
á borgarstjórnarfundi í dag
flytur Adda Bára Sigfúsdótt-
ir sex ályktunartillögur er
varða uppeldismál. Fjalla
þær um byggingu vistheim-
ila, dagheimila og vöggustofu
fyrir börn, aukna leikskóla-
starfsemi, auknar fram-
kvæmdir við leikvallagerð,
starfrækslu skólaheimila og
sumarbúðastarfsemi fyrir
böm og unglinga. Hefur
borgarstjórnaríhaldið mjög
vanrækt þessi mál á und-
anförnum árum svo að þörf-
in á stóru átaki til úrbóta
er mjög brýn. Tillögur öddu
Báru fara hér á eftir.
„Borgarstjóm álítur óhjá-
kvæmilegt að hefja á næsta ári
framkvæmdir á þeirri áætlun
um byggingu vistheimila, sem
borgarstjóri lagði fram á fundi
borgarráðs 30. apríl síðastliðinn.
Borgarstjómin telur Reykjahlið
heppilegan stað fyrir upptöku-
heimilin, að því tilskildu, að
bamaheimilum þar verð tryggð
afnot jarðarinnar eftir þörfum,
og felur borgarráði að sjá til
þess að framkvæmdir geti haf-
izt þar næsta vor“.
Daghelmili — leikskólar
„Borgarstjórn átelur, að enn
skuli ekki vera hafnar fram-
kvæmdir við dagheimilið í
Grænuhlíð og leggur rika áherzlu
á að þeirri byggingu verði lok-
ið á næsta ári. Jafnframt tel-
ur borgarstjóm nauðsynlegt, að
undirbúin verði á árinu bygging
dagvöggustofu í Vesturbænum,
annað hvort í tengslum við
Hagaborg eða nýtt dagheimiii.
Einnig ákveður borgarstjórn að
láta starfrækja dagvöggustofu í
gamla húsinu á Hlíðarenda og
gera tilraun með vikuvistar-
vöggustofu í öðru hvoru hús-
inu þar“.
„Þar sem mjög brýn þörf er
fyrir aukna leikskólastarfsemi,
felur borgarstjórn borgarráði að
láta fara fram athugun á þvf,
hvort ekki sé unnt að útvega
húsnæði, sem nothæft sé fyrir
slíka starfsemi í þeim hverf-
um, sem verst eru sett í þessu
efni, svo sem Bústaðahverfi og
Laugarneshverfi, jafnhliða því
sem unnið verði að byggingu
nýrra leikskóla og við það mið-
að, að hér eftir verði smiði
leikskóla lokið í hverju nýju
íbúðarhverfi um svipað leyti og
íbúðir þar eru almennt teknar
í notkun".
Lelkvellir
„Vegna sívaxandi slysahætlu
af völdum aukinnar umferðar,
telur borgarstjóm óhjákvæmilegt
að auka framkvæmdir við leik-
vallagerð til muna. Borgarstjóm-
in álítur að þörf sé á þrenns
konar leiksvæðum í hverju
íbúðarhverfi: 1) lokuðum gæzlu-
velli með skýlum, sem veitt
gætu afdrep þegar verr viðrar;
2) opnum, en afgirtum velii,
með gæzlu fyrir böm upp að
um það bil 10 ára aldri; 3) af-
girtu útivistarsvæði fyrir stálpuð
börn og unglinga — og felur
borgarráði að láta gera athugun
á því, hvernig bæta megi úr
skorti á leiksvæðum í þeim
borgarhlutum, sem eru að meslu
eða öllu byggðir og hafa eftir-
lit með því, að á nýjum skipu-
lagsuppdráttum sé nægjanlegt
rúm ætlað leiksvæðum".
Skólaheimili — Sumarbúðir
„Þar sem auglóst er, að 6 ára
börn og yngstu aldursflokkar
skólabarna þurfa að geta átt
kost á sambærilegri umönnun og
dagheimilin veita yngri börn-
•um ef mæður þeirra vinna ut-
an heimilis eða aðstæður eru
erfiðar á heimilum þeirra, ákveð-
ur borgarstjóm að verða við
þeim tilmælum Bandalags
kvenna að hefja starfræksiu
skólaheimila, og felur borgarráði
að athuga möguleika á því að
útvega leiguhúsnæði í grennd
við bamaskóla borgarinnar og
gera tilraun með þessa starfsemi
í 2—3 skólahverfum næsta haust.
„Borgarstj. felur Æskulýðsráði
að gera tillögur um sumarbúða-
starfsemi fyrir böm á skóla-
aldri og unglinga og miða við,
að hægt verði að hefja þá starf-
semi að einhverju leyti næsta
sumar. Jafnframt felur borgar-
stjóm bamavemdamefnd að
leita eftir heppilegum sumar-
dvalarstað fyrir börn innan
skólaaldurs og miða við, að sá
staður geti næsta sumar að
minnsta kosti létt þeirri kvöð
af upptökuheimilinu að Silunga-
polli að taka á móti sumardval-
arbömum. “
TryggiB ykkur miðu í tímu
Aðgöngumiðar að jólatrés-
skemmtun Sósíalistafélags-
Reykjavíkur í Iðnó kl. 3 síð-
degis á þriðja í jólum,
fimmtudaginn 27. desember.
eru seldir í skrifstofu félags-
ins Tjamargötu 20. — Þar
sem búast má við mikilli að-
sókn er mönnum ráðlagt að
tryggja sér miða í tæka tíð.
Ný SVR-leið
Nr.25
A morgun, föstucjaginn 21.
desember, hefja Strætisvagnar
Reykjavíkur akstur á nýrri leið.
Heitir hún Safamýri og verður
nr. 25. Ekið verður á hálftíma
fresti á heila og hálfa tím-
anum — frá kl. 7:00 til 24:00.
Brottfararstaður er Kalkofns-
vegur. Ekið verður um Hverfis-
götu. Laugaveg, Suðurlands-
braut, Hallarmúla, Safamýri.
Háaleitisþraut, Hallarmúla, Suð-
urlandsbraut, Laugaveg, Banþa-
stræti á Kalkofnsveg.
Viðkomustaðir verða þessir:
Á Hverfisgötu við Frakkastíg og
Rauðarárstíg. Á Laugavegi við
Tungu og Kringlumýrarbraut. Á
Hallarmúla. Þrír viðkomustaðir
verða á Safamýri. tveir á Háa.
leitisbraut. Á leið í bæinn; Á
Hallarmúla. Kringlumýrarbraut.
við Nóatún, Rauðarárstíg,
Frakkastíg og Bergstaðastræti.
s oIíhih
©*? benzsn!
Við afgreiðslu fjárhagsáætlun-
ar Reykjavíkurborgar er fram
fer í dag flytur Guðmundur Vig-
fússon eftirfarandi ályktunartil-
lögu:
„Borgarstjórnin ákveður að
segja upp núgildandi samningi
við Olíufélagið Skeljung h.f. um
kaup á olíum o.g benzíni fyrir
borgarsjóð og borgarstofnanir og
samþykkir jafnframt að fela Inn.
kaupastofnun borgarinnar að
undirbúa almennt útboð um
kaup á þessum vörum.“
í gær, miðvikudag var
undirrituð í Reykjavík
bókun um viðskipti milli
íslands og Sovétríkj-
anna á tímabilinu 1.
janúar 1963 til 31. des-
ember 1965.
Utanríkisráðuneytið sendi frá
sér í gær svofellda frétt um
þessa samningsundirritun:
r't>aana 7.—18. þ.m. fóru fram
á
Morgunblaðsgríllur
um fíugmunnsþóknun
Morgunblaðið hefur skrifað
grein eftir grein undanfama
daga, sem byggðar eru á þeim
tilhæfulausu ósannindum að Karl
Guðjónsson hafi flutt eða verið
stuðningsmaður tillögunnar um
200 þús. kr. „þóknunina“ til
Sigurðar Ólafssonar flugmanns.
Það hefur tíðkazt undanfarin
Tæknideild
Rvíkurborgar
verði endurreist
Meðal ályktunartillagna þeirra
er Guðmundur Vigfússon flytur
við afgreiðslu f járhagsáætlunar
Reykjavíkurborgar fyrir árið
1963 er eftirfarandi tillaga um
endurreisn tæknideildar borgai-
innar:
„Með því að borgarstjómm
er þeirrar skoðunar, að full-
nægjandi starfræksla tæknideilda
borgarinnar, skipulagsdeildar og
verkfræðideildar, sé grundvall-
arskilyrði þess að rannsókmr,
undirbúningur og ákvarðanir
í skipulagsmálum og verklegum
framkvæmdum borgarinnar sé í
viðunandi lagi og undir traustri
forustu, samþykkir borgarstjórn-
in að fela borgarráði og borg-
arstjóra að gera hið fyrsta ráð-
stafanir til að binda endi á nú-
verandi ófremdarástand í þess-
um efnum, með því að byggja
tæknideildirnar upp að nýju
með nægum og hæfum starfs-
kröftum".
ár að ýmsar tillögur meirihluta
fjárveitingamefndar og þær sem
fjárveitinganefnd stendur að séu
prentaðar á einu þingskjali, og
á þær prentað: Frá fjárveitinga-
nefnd. Báðir minnihlutar fjár-
veitinganefndar gera þar um
fyrirvara í nefndarálitum sínum,
að þeir standi ekki að öllum
tillögunum, og tekur Karl Guð-
jónsson þannig fram í nefndar-
áliti að Alþýðubandalagið styðji
flestar tillögur, „en er þó ó-
bundið um afstöðu til einstakra
tillagna.“
Karl Guðjónsson hefur aldrei
stutt þessa tillögu um 200 þús.'
kr. „þóknun" af almannafé til
flugmannsins, og allar bollalegg-
ingar Morgunblaðsins um það
því byggðar á hreinum ósann-
indum.
Kosið í Norð-
urlandoráð
Á fundi sameinaðs þings í
gær var kosið í Norðurlandaráð,
fimm fulltrúar og jafnmargir
varafulltrúar. Gildir kosningin
þar til ný kosning hefur farið
fram á næsta reglulega Alþingi.
Þessi hlutu kosningu: Af c-
lista Einar Olgeirsson og til vara
Hannibal Valdimarsson. Af b-
lista Ásgeir Bjamason, til vara
Ólafur Jóhannesson. Af a-lista
Gísli Jónsson, Magnús Jónsson
og Sigurður Ingimarsson, til vara
Matthías Matthíesen, Ólafur
Bjömsson, Birgir Finnsson.
Þelr sem eiga lelð um Austurstræti þessa daga mættu gjarnan
líta til hliðar og staldra við þcnnan bíl og frcista gæfunnar í
Skyndihappdrætti Þjóðviljans og kostar hver miði aðeins kr. 25.00.
Dregið vcrður eftir fjóra daga í happdrættinu.
hér í Reykjavík viðræður milii
íslenzkrar og sovézkrar samn-
inganefnda um viðskipti milli
Islands og Ráðstjórnarríkjanna
fyrir tímabilið 1. janúar 1963
til 31. desember 1965. Viðræð-
ur þessar leiddu til þess, að í
dag var undirrituð bókun um
viðskipti landanna fyrir umrætt
tfmabil.
Bókunin var af Islands hálfu
undirrituð af Emil Jónssyni,
sjávarútvegsmálaráðherra, í fjar-
veru utanríkisráðherra, en af
hálfu Ráðstjómarríkjanna af D.
F. Fokin, forstjóra áætlunar-
ráðs utanríkisverzlunarráðuneyt-
isins í Moskvu, en hann var
formaður sovét-nefndarinnar.
Vörur þær, er ísland mun að-
allega selja til Ráðstjórnarríkj-
anna eru: Hraðfryst fiskflök,
fryst síld, saltsíld, ýmsar ullar-
vörur og fiskniðursuðuvörur.
Ráðstjómarríkin munu hins
vegar aðallega selja til Islands:
Benzín- og brennsluolíur, timbur,
jám- og stálvömr, jarðstreng,
ýmsar kornvömr kol og koks
og vélar og tæki.