Þjóðviljinn - 21.12.1962, Blaðsíða 6
9
6 SÍÐA
ÞJÓÐVILJINN
Föstudagur 21. desember 1962
Saga veldur vöku
Seljum allar okkar forlagsbækur með hagstæðum afborgunarkjðrum.
I Ð U H N — Skcggjagöta 1. — Sími 12923 — Pósthilf 561.
Tropic of Cancer
LOS ANGELES 19/12 — Hin
umdeilda bók bandaríska rithöf-
undarins Henry Millers, Tropic
of Cancer, verður nú kvikmynd-
uð, sagði kvikmyndaframleiðand-
inn Joseph Levine í Hollywood
í dag. Myndatakan mun heíjast
í París næsta sumar og gert er
ráð fyrir að hún muni kosta tvær
milljónir króna. Sala bókarinnar
hefur víða verið bönnuð á beim
forsendum að hún sé ósvikið
klámrit.
!
Kjördœma- (
keppnin
Austurland 51°/o.
Reykjavík 48 %.
Norðurland, vestra 45%.
Reykjaneskjördæml 41%.
Vesturland 39%.
Vcstfirðir 29%.
Suðurland 29%.
Norðurland, eystra
Nú ern aðeins þrír
eftir tll þess að per
f happdrættl bbfttta
eins þrír dagar.
Við tryggjmn
blaösins, tst
en
ingum, «*
Heuðum séaaéma,
síðustu ðaga og utan af
landi geta rnenn símsent
og póstsent sl'.n tn s*nr!f-
Electroiux
Mest seldur
Ódýrastur -
S -
rúmar mest
71C
S-71C kæliskápurinn rúmar 7,4 cup.f., en tekur þó minna pláss. Hann er óvenju
stílhreinn enda einhver vinsælasti kæliskápurinn, sem hér hcfur komið á markað.
Eigum nú til Electrolux-kæliskápa frá 5 cub.í. í 8,5 cub.f.
Jólagicrfir
Strauborð — straujárn — vöfflujárn — rafhitapúðar —
hitakönnur — hitabrúsar — mjög ódýrir. j
Áleggs- og brauðhnífar — rafsuðuplötur einna og tveggja
hellna — ennfremur plastbox með loki fyrir Eletrolux- kælí-
skápa.
ELECTRROLUX - umboðia
LAUGAVEGI 69. — Sími 36200.
Listrænar frásagnir Jóns Helgasonar af is
lenzkum örlögum og eftirminnilegum atburð-
um eru reistar á traustum og sögulegum
grunni og ýtarlegri könnun margvíslegra
heimiida, einkum þó gömlum embættisbók-
um, skjölum og bréfum. Reynsla er fengin
fyrir því, að þær eru mjög vinsælt lestrar-
efni, enda eru þær allt í senn: girnilegar til
fróðíeiks, bráðskemmtilegar ailestrar og frá-
bærlega vel ritaðar.
Nýtt bindi, hið fjórða i röðinni. er
komið út. — Allar bækumar eru
skreyttar myndum og uppdráttum
eftir Halldór Pétursson listmálara,
í bindunum fjórum eru samtals 46 þættir,
og má segja, að efni til þeirra sé sótt í
hvert einasta hérað landsins.
Á föstudagskvöldið var kom
ég þar sem stungið var að mér
nýrri sögu: Vcfaradansi eftir
Gunnar M. Magnúss, með
þessum ummælum: Lestu hana.
Talaðu svo við mig á eftir.
Gunnar M. hefur að vísu sent
frá sér bók nær árlega undan-
farið, ein þeirra, Skáldið á
Þröm, verið metsölubók og
Suður hciðar og Börnin frá
Víðigerði komið út í brem út-
gáfum — og fara nú sigurför
í þýðingum suður og austur
um Evrópu. En það eru um
20 ár síðan Gunnar M. hefur
sent frá sér skáldsögu. Hvað
gat hann nú verið að segja í
Gunnar M. Magnúss
nýrri skáldsögu? Æ, líklega
einhverja sveitarómantík eða
þorpslýsingu frá liðnum tíma.
Bókina tók ég svo með í
háttin og hugðist sofna fljótt.
En svefninn kom ekki fyrr en
nokkru eftir að síðasta síða
bókarinnar var lesin. Hvað var
svona æsilegt við þessa sögu?
Það er lítið um æsilega at-
burði .{. þessari sögu. Það er
sagt frá ósköp hversdagslegu
fólki, litlum drengjum og telpu.
Það er gert með þeim áreynslu-
lausa hætti sem sá einn gerir
er þekkir böm. Það er tæpt á
uppíinningum, sagt frá konu
er vinnur fyrir heimili, ungur
maður siglir í fyrsta sinn til er-
lendrar hafnar, það eru sjó-
Meðal þáttanna í bindunum fjórum skulu
bessir nefndir:
• Jómfrúrnar í Reykjavífc
• Landsskuld r Larjavatnséal
• Upsa-Gunna
• Örlagasaga úr Önundarfirði
• Ilclludals-Gudda
• Postulinn á Fellströnd
• Systur í syndinni
• Ættstærsti íslendingur á Brimarhólmi
• Sigriðaskipti i Laugarnesi
• Bínefni í Skagafirði
• Oddrúnarmál
© Næturævintýri á Möðruvöllmn
O Ást á Landakotshæð.
Það er kannski Ijótt að segja
það, en í allmörg ár hafa nýj-
ar skáldsögur verkað á mig
sem svefnmeðal. Þó þykist ég
hreint ekki vera orðinn áhuga-
laus fyrir mannlífinu. En er
þá mannlífið orðið svona leið-
inlegt? Nei, þvert á móti; þetta
er stórbrotnasta öld mannkyns-
ins. Það er mikil hamingja að
lifa þessa tíma. En skáldsög-
ur síðari ára eru undarlega
bragðdaufar; meira og minna
misheppnaðar stílæfingar, hómó-
pataskammtur af sálfræði og
mollulegt málæði — með hinni
sígildu rúsínu í pysluendanum:
viðvaningslegri anatómískri lýs-
ingu á samskiptum karls og
konu. Það er eins og höfund-
amir haíi beyg af tímanum
sem þeir lifa. 1 fám orðum
sagt, alltof margir höfundar
umgangast vandamál mann-
eskjunnar og þjóðfélagsins með
svipuðum hætti og hundur
heitan graut.
Nokkrar ánægjulegar undan-
tekningar hafa þá vissulega
verið frá þeirri reglu að :áld-
saga verkaði sem svefnmeðal.
, --- - ■" ■ ----- ■ <
Umboðsmenn HÞ
á Vesturlandi
Guðmundur M. Jónsson, Rein,
Akranesi. Sími 630.
Olgeir Friðriksson, Borgarnesi.
Jenni R. Ólafsson, Stykkis-
hólmi.
Skúli Alexandersson, Hellis-
sandi.
Benjamín Guðmundsson, Ólafs-
vík.
Björn Guðmundsson, Grafar-
nesi.
Umboðsmenn happdrættisins
hafa miða til sölu og taka við
skilum frá þeim, sem hafa feng-
ið senda miða.
Einnig má senda til skrifstofu
happdrættisins í Reykjavík á
órsgötu 1.
'Aýjn gervitungli
CANAVERALHÖFÐA 19/12 —
Bandaríkjamenn skutu á loft
nýju gervitungli í dag, Transit
5A, og var því ætlað að auðvelda
staðarákvörðun skipa og flug-
véla. Svo illa tókst til, að mót-
tökutæki gervitunglsins biluðu,
og en engin von talin til þess að
bau komist í lag.
menn, tollþjónar, lögreglumenn,
dómarar, embættismenn — einn
þeirra nefbrotinn, skáld úr
Hafnarstræti, einn gítar — og
svo þetta óhjákvæmilega í lífi
ungrar konu og ungs manns. —
„Og það er ekki að orðlengja
það“. Loks er ein afbrigðileg
jarðarför.
Naumast er hægt að kalla
æsilegt neitt af því er þetta
fólk lendir í — en þó er þama
kannski næg atburðarás fyrir
Eddafilm! En þama er slengt
fram í okkur atburðum sem
við höfum lesið um í blöðunum
(og sumir okkar skrifað rosa-
fyrirsagnir um!); við þykjumst
jafnvel mæta góðkunningjum
okkar og vinum! En þetta er
gert þannig að við sjáum at-
burðina í nýju Ijósi, nýju sam-
hengi. Bókin er ekki skrifuð 1
hita, heldur af hlýjum skilningi
og ást á manneskjunni. Og efn-
ið er glænýtt beint úr sam-
tíðinni. Við erum jafnvel leidd
inn í nýjasta skemmtihúsið og
hlustum þar á sjálft fyrirbæri
dagsins: dægurlagasöngkonuna,
og sjáum hungruð augu Term-
ingardrengja frammi í rökkri
salarins. Söguhetjumar eru ein-
mitt dægurlagasöngkona og
jámsmíðanemi.
Það er gömul íslenzk list að
segja sögu, án útúrdúra og
merkilegheita, og líklega erþað
einfaldleiki frásagnarinnar sem
heldur manni vakandi yfir
þessari sögu. Hér er engin pré-
dikun og naumast nokkur róm-
antík önnur en manneskjan
sjálf í umstangi lífsins og ást.
1 allri bókinni er ekki eitt
styggðaryrði um her í landi svo
Rússahræddustu borgarafrúr
geta ótruflaðar lesið um hvað
jámsmíðaneminn og dægurlag-
söngkonan gerðu í tjaldinu á
Þingvöllum.
Þetta er ekki ritdómur (til
slíks þarf meira en einnar næt-
ur lestur) — enda ekki orð
um „stíl“ né „byggingu“, svo
nefnd séu aðeins tvö orð úr
fagmáli ritdómara; þaðan af
síður er gefið í skyn að bókin
valdi tímamótum í skáldsagna-
gerð. En um skáldsögu sem
heldur mér vakandi verð ég
aðeins að endurtaka orð kunn-
ingja míns: Lestu hana.
J. B.