Þjóðviljinn - 21.12.1962, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 21.12.1962, Blaðsíða 5
♦ Föstudagur 21. desember 1962 --------------- *------------- Þ.TÓÐVIL.TINN Vér getum með góðri samvizku mæit með þessum bókum við þá sem vilja gefa vinum sínum fagra gjöf, sem verður jafnverðmæt eftir jál og fyrirjól: NÝJAR BÆKUR Einar Olgeirsson: Vort land er í dögun — Verð ib. kr. 240.00. Magnús Kjartansson: Byltingin á Kúbu — Verð ib. kr. 220.00 Friðrik Þórðarson: Grískar þjóðsögur og ævintýri — Verð ib. kr. 220.00 Rannveig Tómasdóttir: Andlit Asíu. Ferðasaga — Verð ib. kr. 260.00 Gunnar Renediktsson: Skriftamál uppgjaía- prests — Verð ib. kr. 210.00 Stefán Jónsson: Vegurinn að brúnni skáldsaga — Verð ib. kr. 350.00 Halldór Stefánsson: Blakkar rúnir. Smásögur — Verð ib. kr. 190.00 Sverrir Kristjánsson: Ræður og riss — Verð ib. kr. 240.00 Jóhannes úr Kötlum: Öljóð — Verð ib. kr. 240.00 Tvær kviður fornar Völundarkviða og Atla- kviða. Með skýrincrum eftir Jón Helgason — Verð ib. kr. 240.00 Jón Helgason: Tuttugu erlend kvæði og einu betur — Þýdd og stæld.— Verð ib. kr. 230,00 Þórbergur Þórðarson: I Unuhúsi. Skrásett eftir Stefáni frá Hvítadal — Verð ib. kr. 180.00 Jónas Árnason: Sprengjan og pyngjan. Greinar og ræður — Verð ib. 170,00. Þorsteinn frá Hamri: Lifandi manna land — Verð ib. kr. 120.00. SfGILDAR BÆKUR eftir íslenzka höfunda Jónas Hallgrímsson: Kvaeði og sögur með fo.rspialli eftir Halldór Kiljan Laxness, í bókinni eru tólf Ijósprent- aðar myndir af eiginhandarritum Jón- asar. — Verð í alskinni kr. 300.00. Jóhann Jónsson: Kvæði og ritgerðir. Halldór Kiljan Laxness sá um útgáf- una 02 ritar formála. — Verð í skinn- bandi kr. 160.00. Jóhannes úr Kötlum: Ljóðasafn I—II. Átta fyrstu Ijóðabækur skáldsins á- samt hátíðalióðum. — Verð í skinn- bandi kr. 220.00. Guðmundur Böðvarsson: Kvæðasafn. I safninu eru fimm fyrstu ljóðabæk- Ur skáldsins. — Verð i skinnbandi kr. 175,00. Magnús Ásgeirsson: Ljóð frá ýmsum löndum. Úrval gert af Magnúsi sjálf- um með formála eftir Snorra Hjartar- son. — Verð í skinnbandi kr. 170,00. Snorri Hjartarson: Kvæði 1949—1952. — Verð í skinnbandi kr. 235,00. Þórbergur Þórðarson: Bréf til Láru. — Ib kr. 120.00 Þórbergur Þórðarson: Ritgerðir I—II. Með formála eftir Sverri Kristjáns- s-on sagnfræðing. — Verð sh. kr. 450.00. Skinnband 520.00 Halldór Kiljan Laxness: Alþýðubók- in. Með inngangi eftir Jón Helgason. — Verð ib. kr. 150,00. Jón Helgason: Handritaspjall. Bók um sögu og örlög íslenzku handritanna i Árnasafni. — Verð ib. kr. 185,00, pergament kr. 220,00. Kristinn E. Andrésson: Islenzkar nú- tímabókmenntir. — Verð í skinnbandi kr. 250.00. Kristinn E. Andrésson: Byr undir vængjum. — Verð innb. kr. 370,00. Bjöm Th Björnsson: Á íslendinga- slóðum í Kaupmannahöfn. — Verð ib. 380,00. ÞÝDDAR ÚRVALSBÆKUR Shakespeare: Leikrit I—II. Helgi Hálfdanarson þýddi. — Skinnb. kr. 340,00 • Maxim Gorki: Endurminningar I—III. Kjartan Ólafsson þýddi. Skinnb. kr. 480,00 • A. S. Makarenko: Vegur- inn til lífsins I—II. Jóhannes úr Kötlum þýddi. Ib. kr. 285,00 • Staníslavskí: Líf í listum I—II. Ásgeir Blöndal Magnússon þýddi. Skinnb. kr. 230,00 • Carlo Levi: Kris.tur nam staðar í Eboli. Jón Óskar þýddi. Ib. kr. 175,00 • Joseph Bédier: Sagan af Tristan og ísól. Einar Ól. Sveinsson þýddi. Ib. kr. 80,00 • Martin Andersen Nexö: Ditta Mannsbarn I.—II. Einar Bragi Sigurðsson þýddi. Skinnb. kr. 300,00 • Martin Andersen Nexö: Minningar I—IV. Björn Franzson þýddi Ib. í eitt bindi kr. 160,00 • Karen Blixen: Jörð í Afríku. Gísli Ásmundsson þýddi. Skinnb. kr. 105,00 • William Heinesen: Slagur vindhörp- unnar. Guðfinna Þorsteinsdóttir þýddi. Ib. kr. 125,00 ® William Heinesen: í töfrabirtu. Hannes Sigfússon þýddi. Ib. kr. 150,00. áls og menningar Laugavegi 18 — Símar 15055 og 18106 SIBA 5 Otgefaodi: Samelningarf lokkui alþýðu — Sósialistaflokk- urinn. — Ritstjórar: Magnús Kjartansson. Magnús Torfi ólafsson. Sigurður Guðmundsson (áb.» Préttarítstjórar: tvar H. Jónsson. Jón Bjamason. Ritstjóm. afgreiðsla. auglýsingar. prentsmiðja: Skólavörðustíg 19. Sími 17-500 (5 linurV Áskriftarverð kr 65.00 á mánuði Orö og athafnir Jjað hefur verið einkenni á öllum athöfnum ís« lenzkra stjórnarvalda í utanríkismálum að orð og gerðir hafa verið í algerri andstöðu, stjórnarvöldin hafa sagf eitt en framkvæmt annað. Þegar samið var um það við Bandarík- in að þau héldu aðstöðu sinni hér á landi eft- ir heimsstyrjöldina með Keflavíkursamningn- um, var þjóðinni sagt að samningurinn fjallaði um brottför Bandaríkjahers. Þegar ákveðið var að taka upp opinskátf og stóraukið hernám á nýjan leik með Atlanzhafsbandalagssamningn- um 1949, birtu ráðamenn hernámsflokkanna þriggja yfirlýsingu og sóru hátíðlega að hér skyldi aldrei dveljast erlendur her á friðartím- um; til enn frekari áherzlu var utanríkisráðherra Bandaríkjanna látinn taka undir eiðstafinn. Þegar núverandi stjórnarflokkar ákváðu að semja við Breta um landhelgina hrópuðu þeir í útvarpi og á mannfundum að aldrei skyldi samið um neitt frávik frá 12 mílna línunni; Guðmundur í. Guðmundsson utanríkisráðherra afneitaði samningnum meira að segja á þingi og var þá með eintak af honum 1 vasanum. ^ sama hátf verður nú unnið að innlimun ís- lands í Efnahagsbandalag Evrópu. Fyrir rúmu ári héldu stjórnarflokkarnir að þeim væri óhætt að hefja opinskáan áróður fyrir inngöngu, en þeir ráku sig fljótlega á það að hreinskilnin dugði ekki nú frekar en fyrr. Og þess vegna er nú gripið til hinna gamalreyndu aðferða að segja eit'f en gera allt annað. Stjórnarherrarn- ir segja nú hver í kapp við annan að full aðild íslands komi ekki til mála og er þá auðvitað að bregða upp öfugri mynd af hinu raunveru- lega markmiði sínu. Og á sama hátt mun verða fjallað um hvern einstakan áfanga. Þannig má lesa þessa furðulegu setningu í Morgunblaðinu í gær: „Þótt íslendingar hafi nú ákveðið að bíða á’fekta og sækja ekki um neinskonar aðild eða tengsl á þessu stigi, er ré’tt að menn hafi það hugfast að slík umsókn, þótt send yrði, opnar aðeins umræður, en gerir engan að aðila.“ Þarna er í sömu setningunni gert ráð fyrir því að senda enga umsókn og senda hana þó og lögð áherzla á það að því fari fjarri að s’t’jórnarvöldin óski eftir aðild, þótt þau sæki um hana! Næst verð- ur þjóðinni eflaust sagt að öruggasta ráðið til að losna við innlimun í Efnahagsbandalag Evr- ópu sé að sækjast eftir henni. Þannig mun verða haldið áfram að reyna að villa um fyrir landsmönnum stig af stigi unz þjóðin hefur verið leidd til allt annars áfangastaðar en hún ætlaði sér að halda. All eru þessi vinnubrögð sönnun þess hvernig ^ verið er að ómerkja lýðræðið. í stað frjálsr- ar skoðanamyndunar er kominn þaulhugsaður áróðursiðnaður. í stað þess að vandamálin séu lögð heiðarlega fyrir kjósendur og þeir láfnir taka ákvörðun, beita valdamenn þjóðfélagsins vísvitandi ósannindum og fölsunum og fara svo sínu fram þvert gegn vilja landsmanna. — m.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.