Þjóðviljinn - 21.12.1962, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 21.12.1962, Blaðsíða 2
2 SlÐA ÞJÓÐVILJINN Föstiidagur 21. desember 1962 bve gott og fagurt * l A JÖLASKEMMTUN í Skyrátiö. Jólaleyfin í skólunum eru haíin. Síðustu dagana hafa yngri og eldri nemendur sótt jólaskemmtanir hver í sínum skóla Margar þeirra hafa kostað mikinn undirbúning nemenda og kennara, ekki hvað sízt skrautsýningar í báðum skólunum þar sem húsrými er mest. Við Þjóðviljamenn töldum rétt að líta á „litlu jólum“ inn í einn bamaskólanna i Reykjavík, þar sem þröngt húsnæði sneið jólaskemmtun- um stakk, en bömin skemmtu sér engu síður en þar sem húsnæðið var rýmra og íburð- urinn meiri. Þetta var í Vesturbæjar- skóla, öðru nafni öldugötu- skólanum í gamla stýri- mannaskólahúsinu við öldu- götu. Þangað komu skóla- bömin til jólaskemmtunarinn- ar á þriðjudag, hin eldri, 8 og 9 ára, árdegis, hin yngri, 7 ára og einn 8 ára bekkur, síðdegis. Fyrst söfnuðust bömin hvert í sína kennslu- stofu, þar sem kennarinn sagði sögu, en síðan kom all- ur hópurinn saman í stærstu stofunni í skóiahúsinu. Þar voru sungin jólalög og farið í leiki — og var hin mesta kátína ríkjandi. Minnast má á fáein skemmtiatriðanna: Tvær telpur sýna leikþáttinn „í búðinni": Kápuklædd kona með hatt kemur í verzlun og biður um kartöflur. — Já, segir afgreiðslustúlkan, ég á hér ágætar kartöflur og kost- ar stykkið eina krónu. Ágætt, segir viðskiptavinurinn, ég ætla að fá hundrað kartöflur. Síðan byrjar búðardaman að telja kartöflumar í poka: 1. 2, 3, 4, 5, 6, 7, 8, 9, — hvemig er það, áttu ekki bráðlega stórafmæli? spyr hún konuna. Jú, svarar konan, ég verð 25 ára bráðum. Já einmitt, segir afgreiðslustúlkan, og heldur síðaná fram að telja kartöfl- umar, en byrjar nú á tölunni 26 og heldur svo áfram. Með því að koma að 45 ára afmæli mömmu viðskiptakonunnar og síðar níræðisafmæli ömmunn- ar tekst búðarstúlkunni fljót- lega að hækka töluna á kar- töflunum og verða ekki marg- ar í hundraði þegar talningu lýkur, en viðskiptavinurinn lætur það gott heita: — Þetta er víst alveg rétt hjá þér, seg- ir hún, ég fylgdist með þegar þú taldir. — Þótti krökkun- um gaman að þessum frum- lega afgreiðslumáta á kartöfl- unum, en fannst þeim við- skiptavinurinn ekki of eftir- tektarsamur. Þama gerðist það líka, að stelpur kepptu í skyráti, en skyrið urðu þær að éta með hendur bundnar á bak aftur og án þess að hafa nokkuð til þess nema munn- inn! Þá var það atriði, að stelp- ur reyndu með sér, hver þeirra yrði snörust að klæðast nnælonsokkum — með tvenna eða þrenna þykka belgvett- linga á höndum! Búðarleikurinn. ! I Hollenzkar kdpur með skinnum kvöldkjolar Hattar Töskur Hanzlt^r Tilvaldar jólagjafir MARKAÐURINN Laugaveg 89. Muniö gjafakortin góð jólagjöf! MARKAÐURINN Laugaveg 89. Sokkavafstrið. • ISLENZKIR • FRANSKIR • ENSKIR Karlmannaskór nýkomnir í miklu úrvali M JÖG GOTT VERÐ ! Skóverzlun Péturs Andréssonar, Laugavegi 17 og Framnesvegi 2.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.