Þjóðviljinn - 21.12.1962, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 21.12.1962, Blaðsíða 12
Lætur Sjémannafélag Reykjavíkur líðast stórfelld samningsbrot Föstudagur 21. desember 1962 — 27. árgangur — 280. tölublað. ! Deilda- ikeppnin J 15. deild: Selás og Smá- lönd 73% W 5. deild: Norðurmýri 72% I 1. deild: Vesturbær 64% k 9. deild: Kleppsholt 60% ^ 11. deild: Smáíbúðahverfi, vestanmegin 56% 14. deild: Herskálakamp- | ur 55% ™ 10. deild b: Vogarnir 53% b 7. dcild: Rauðárholt 51% f 4. deild a: Þingholtin 51% | 4. deild b: Skuggahverfi í 44% k 3. deild: Skarjafjörður og " Grímsstaðaholt 44% b 8. deild a: Teigarnir 44% J 13. deild: Blesugróf 40% | 6. deild: Hlíðarnar 39% J 10. deild a: Heimarnir 36% | 2. deild b: Lækirnir 35% J 12. dtíild: Melarnir, Skjól- in og Seltjarnarnes 34% v 12. deild: Sogamýri og | Gerðin 30% k Þannig standa skil til * happdrættisins hér í bæn- k um. ™ Selás og Smálöndin jh hafa brunað upp í fyrsta " sæti og eru heiðurstitlar b valtir þessa daga. En Norð- J urmýrin og Vesturbærinn ■ fylgja fast eftir og verður J spennandi að sjá skrána á ■ morgun. k Þá hafa Þingholtin og ■ Hlíðarnar allt í einu sótt k fram, en sama er ekki að segja um 13. deild og 2. k deild, sem ekki hafa * hreyfzt undanfarið. k Nú eru aðeins þrír dag- ® ar eftir og mikið í húfi að ■ nota þessa daga sem fram- J ast er unnt til þess að ■ tryggja útgáfu blaðsins í J miklum átökum framundan. ■ Brunum áfram, félagar. J Skilum aðeins peningum, B engum miðum. ! I i Mikil óánægja er meðal sjó- manna á stóru Reykjavíkurbát- unum vegna uppgjörs á sl. vori, sem þeir telja samningsbrot, og vegna aðgerðarleysis stjórnar Sjómannafélags Reykjavíkur að rétta hlut sjómannanna í því máli. im Bátar þessir, þeirra á meðal Rifsnes Björn Jónsson, Helga, Pétur Sigurðsson, fóru aldrei í útilegur á vertíðinni í fyrravet- ur, heldur lönduðu daglega alla vertíðina. Ágreiningurinn við uppgjörið er í því fólginn, að útgerðarmenn gerðu upp hvað kaupið snerti eins og um úti- legubáta væri að ræða, en sjó- menn krefjast uppgjörs miðað við báta sem landa daglega. + Hýrudregnir um 3—4 þúsund krónur Þetta munar 3000—4000 kr. fyrir hvern háseta, og telja þeár þetta ranglega af sér haft. Sjómenn mótmæltu þessu þeg- ar við uppgjörið á sl. vori, og þegar útgerðamenn reyndust ó- fáanlegir að leiðrétta það, snéru sjómenn sér til Sjómannafélags Reykjavíkur og báðu það að taka málið að sér og reka rétt- ar félagsmanna sinna. Nú er liðið hálft ár, og Sjó- mannafélagið virdist enn ekk- ert hafa gert í málinu sem gagn er að, og telja sjómenn sig hafa fengið lítið annað en vífilengjur og óeðlilegan drátt á málinu úr þeirri átt. •ie Málinu verður fylgt eftir Hlutaðeigendur munu þó hafa fullan hug á að láta ekki sein- læti stjómarvalda Sjómannafé- lagsins verða til þess að eyða málinu, en að sjálfsögðu er það fremsta skylda félagsins að sjá til þess að ekki sé svindlað á félögum þess og af þeim dregið réttmætt kaup. Væri ekki úr vegi að stjórn Sjómannafélagsins sýndi i verki, t.d. með röggsemi í þessu máli þó seint sé, að hún standi und- ir því lofi sem hún lætur skrifa um sig annað veifið í aðalmál- gagn atvinnurekenda. Þótt lof atvinnurekendamálgagns kunni að láta sætlega í eyrum sumra verkalýðsleiðtoga, væri þó sjálf- sagt hollt fyrir stjóm Sjómanna- félags Reykjavíkur að sinna af meiri festu og manndómi hags- munamálum sjómannanna, eins og hún er skyldug til. ! saou upp a Akureyríngar harð- ir gegn sjoppunum Akureyri 19/12 — Á fundi bæj- arstjómar Akureyrar í fyrra- dag kom sjoppumálið svokall- aða til endanlegrar afgreiðslu. Það hafði gerzt í millitíðinni, að sjoppueigendur , hpíðu skrifeð bæjarstjórn og boðizt til að fjarlægja glymskratta úr sjopp- um sínum og hlíta öllum settum reglum. ef þeir fengju að búa við sama sölutíma og áður. Þetta kom fyrir bæjarráð og samþykkti það að halda fast við fyrri ákvarðanir. Á bæjarstjórn- arfundinum kom síðan fram til- laga frá íhaldinh um það, að að- útibú yngsta Verzlunarbankinn í Reykja- opnar í dag útibú að Laugavegi 172 og þar verður einasti inn- keyrslubanki landsins. Þannig að menn, sem eru á annað borð að flýta sér geta ekið að sér- stökum glugga og fengið full- komn,a bankaafgreiðslu um hann. Verzlunarbankinn tók til starfa í byrjun síðasta árs, en viðskipti hafa blómgast svo að nú hefur reynst óhjákvæmilegt að færa út kvíarnar og oona þetta glæsilega útibú, sem Ámi H. Bjamason verður fyrir en harin er elnn af elstu starfs- rnönnum fyrirtækisins. Þorvaldur Guðmundsson for- maður bank-aráðs, sagði í opn- unarræðu að aðstaða íslenzkra banka væri nú ójöfn og tími væri til kominn að athuga hvort ekki væri fært að veita öllum bönkum sæti við sama borð í utanríkisviðskiptum. Hið nýja útibú verður opið alla virka daga frá kl. 13.30 til 19.00, en á laugardögum frá kl. 10.00 til 22.30. Að síðustu má geta þess, ,að bankinn hefur í/hyggju að o.pna brátt hið fyrsta utanbæjarúti- bú sitt. gerðum yrði frestað í málinu og umsagnar leitað hjá kaup- mönnum og verzlunarmannafé- laginu. Bentu flutningsmenn á Reykjavík sem fordæmi í þessu efnl. Tillagan var felld með 6 atkv. gegn 5. Athygli vakti, að kratinn greiddi henni atkvæði, en hann var einmitt flutnings- maður þeirrar tillögu. að sjopp- unum skyldi lokað. Með þessari afgreiðslu bæjar- stjórnar er það endanlega á- kveðið að um áramótin koma til fr.amkvæmda þær breytingar á reglugerð um lokunartíma sölu- búða, að sjoppum verður óheim ilt að hafa opið lengur en til kl. 18 á virkum dögum á tíma- bilinu frá 1. okt. til 1. júní, en til kl. 22 yfir sumarið. Breyting- amar ná þó ekki til benzínaf- greiðslustaða eða blaðsölustaða. sem afgreiða út um söluop, ekki heldur til kvikmynda- eða sam- komuhúsa. Jafnframt þessu er verzlunum almennt beimilað að bafa opið frá kl. 10 til 12 á sunnudögum. Þann 14. desember sl. lauk fil. kand. Inger Grönwald frá Sví- þjóð íslenzkuprófi fyrir erlenda stúdenta (Baccalaureatus phil- ologiae Islandicae) við Háskóla Islands, með hárri 1. einkunn. Síðustu tónleikar Asjkenazí í kvöld Sovézkl píanósnillingurinn Vladímír Asjkenazí heldur þriðju og síðustu tónleika sína í Há- skólabíói í kvöld. Hann lék verk eítir Mozart, Prokoféf og Chopin í Þjóðleik- húsinu og Háskólabíói á mánu- dag og miðvikudag; aðsókn var geysimikil að báðum þessum tónleikum og viðtökur áheyrenda einstaklega hlýlegar. Á tónleik- unum í kvöld eru önnur við- fangsefni en á hinum fyrri: verk eftir Ravel, Liszt, Ovstjínníkof, Schuman og Mozart. ! i Kristján Matthíasson. Það var síðdegis í gráu skammdegisrökkrinu, að ég várð á vegi Kristjáns Matt- híassonar, þegar hann var að koma úr vinnunni í Freyju á Lindargötunni. Hann dreif mig undir eins inn í bíl og bauð mér með sér heim. Það var notalegt í stofunni á efsta lofti á Víðimel 29. Hún Mar- grét Einarsdóttir konan hans tók á móti okkur og fór strax að huga að kaffinu. Við hreiðruðum um okkur ’ karl- arnir á meðan og það fór vel á með okkur, enda báðir að vestan. Hann fæddist fyrir nærri sjötíu árum í Feigs- dal í Arnarfirði, var lengi á Patreksfirði og síðan í Vest- mannaeyjum og stundaði sjó, 20 ár var hann á Norðurlandí við síldarverksmiðjumar í Krossanesi og á Skagaströnd, en flutti svo til Reykjavíkur og vinnur nú í sælgætisgerð. — Og er ekki leiðinlegt fyr- ir gamlan sjómann að vinna svona verksmiðjuvinnu? — Það er verstur þessi vélahávaði, hann er að gera mann heyrnarlausan. — En ég er alveg búinn að gleyma blessuðum sjónum. Ég var 12 ára, þegar ég fór fyrst á sjó- inn. — Það hefur nú ekki verið í alvöru, skýtur Margrét inn í. — Jú, ég held það nú, dró fisk, meira að segja steinbít, marga. — Og heilsan, hún er góð ennþá? — Ojá, ég ét pillur og vinn. Maður má vera ánægður, meðan maður kemst til vinnu sinnar, eða er það ekki? Það var héma fyrir nokkrum ár- um, að læknirinn ráðlagði mér að hætta að vinna. Ég vissi um 6 aðra kalla, sem hann ráðlagði það sama. Þeir hættu allir, nema ég, og nú eru þeir allir dauðir, nema ég. — Og hvernig líkar þér í Iðju? — Ég held manni þurfi nú ekki að líka illa í Iðju. Dagsbrún veitir okkur kjara- bæturnar, hún vinnur fyrir hosiló | okkur. Maður hefur sosum^ ekki þurft að standa í verk-fc föllunum, síðan maður fór úrj Dagsbrún. — En hann Guðjón? £ — Hann Gaui auminginn.l Maður þarf nú ekki að látak sér h'ka illa við hann. Þetta er^ fast leiguþý hjá íhaldinu, við|k höfum aldrei ætlazt til meirafc af honum. Já, en ég segi það: J Ef hin vinnandi hönd gæti ■ einhvemtíma séð, hvað hún á J að gera fyrir sjálfa sig, efl verkalýðurinn hefði skilning? á því að standa saman, þáB þyrfti hann nú ekki mikið aðj óttast. — Til þess yrði Þjóðviljinn k nú líklega að vera betri og® útbreiddari. h — Já, Þjóðviljinn, mér líkar J hann nú bara vel, alveg B prýðisvel. Og mikið hefurj hann batnað, ég vona að hann ■ fari enn batnandi. Mér finnst, k að skilyrðislaust eigi hverl einasti vinnandi maður aðk kaupa hann. Ég held að ég^ sé búinn að kaupa hann síðan k hann fór að koma út. Ég skil" heldur ekki, að það sjái ekki hk allir, hvað hann hefur batnað, ® ekki bara stækkað, heldurö batnað. ™ Já mér finnst aldrei ofgertB fyrir Þjóðviljann. Ef við? misstum hann, þá held ég viðí mættum bara hanka upp ogj segja við andstæðingana:! Hérna erum við, takið okkur.k — Hvað segirðu þá um^ happdrættið? — Ég segi nú ekki margtj um það, ekki nema þetta: ■ Skila bara peningum, engumj miðum. Nú er blaðamaðurinn búinnK að hella í sig mörgum bollum^ af kaffinu hennar Margrétark og finnst kominn tími til að B tygja sig til ferðar. — En heyrðu Kristján. Ef" ég skyldi nú birta viðtal við ■ þig, þá verð ég að hafa myndj af þér. ■ — Það er engin mynd til,w nema ein gömul, hún var tek-B in einhvem tíma, þegar égk var bæði þreyttur og syfjaður.^ Já ég hef oft vakað mikiðk um ævina, allt upp í 80 tíma B héma á sjónum í gamla daga.ö Nei skila þú bara kveðju N þama upp í hosiló, og segðuB þeim að ég óski Þjóðviljanum J alls góðs. — F.T.H. Svona efna þeir loforðin TryggiB ykkur miBa í tísm Aðgöngumiðar að jólatrés- skemmtun Sósíalistafélags- Reykjavíkur í Iðnó kl. 3 síð- degis á þriðja í jólum, fimmtudaginn 27. desember, eru seldir í skrifstofu félags ins Tjarnargötu 20. — Þar sem búast má við mikilli að- sókn er mönnum ráðlagt að tryggja sér miða í tæka tíð. Stórfe svara Ilafnfirðingum er ætlað að greiða um 4,3 millj. kr. hærri gjöld til bæjarsjóðs en áætlað var á síðustu fjár’nagsáætlun bæjarins, og mun það vera mesta hækkun, sem þekkzt hef- ur í sögu bæjarins á cinu ári og nemur hún um 23% af áætlaðri útsvarsupphæð í fyrra. Á fundi bæjarstjómar Hafn- arfjarðar 18. des. lagði bæjar- stjómarmeirihlutinn (íhald og Framsókn) fram frumvarp að fjárhagsáætlun bæjarsjóðs fyr- 'r næsta ár. Samkvæmt frumvarpinu hækka útsvör um rúmlega 2.5 millj. króna og aðrar álögur. fasteignagjöld og aðstöðugjöld, i kun út- narfirði um tæplega 1,5 millj. kr. Auk þess er nýjum skatti á hús- byggjendur. gatnagerðargjaldi, bætt við skattasúpuna. Þessar hækkanir á álögum á bæjarbúa eru lagðar til, enda þótt þar að auki sé gert ráð fyr- ir 1 millj. króna lántöku og 980 þús. kr. tekjum af landsútsvör- um, sem ekki voru á fjárhags- áætlun í fyrra. Landsútsvörin voru ætluð til að lækka almenn útsvör hjá þeim bæjarfélögum, sem voru afskipt með útsvör frá fyrirtækjum. sem nú greiða landsútsvör. en íhaldið og Framsókn f Hafnarfirði ætla sannarlega ekki að nota þau til þess. Þær stórfelldu hækkanir á skattaálögum á Hafnfirðinga, sem nýi meirihlutinn boðar nú stinga mjög í stúf við kosninga- áróður þessara flokka, sem hétu bæjarbúum því fyrir síðustu kosningar að Iækk,a álögur, ef þeir kæmust til valda. Raunin hefur orðið sú, að sl. sumar urðu framsvæmdir á veg- um bæjarsjóðs hinar minnstu, sem þekkzt hafa um langt ára bil. Og nú þegar kemur að því að efna loíorðin um lækkun skattaálagna, verða efndirnar þær að hækka öll gjöld meir en nokkru sinni fyrr hefur þekkzt. i » 4

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.