Þjóðviljinn - 21.12.1962, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 21.12.1962, Blaðsíða 10
STÐA CHARLOTTE ARMSTRONG: íær stundum svona hugboð. Ef... Jed hristi höfuðið. — Rut vissi að ég þarfnaðist hennar. Hún varð að velja. Rut á líka sinn hluta af sökinni . . . sögðu brúnu augun við þau gráu. Pétur reis á fætur og fór að stika fram og aftur ura gólfið. — Rut segir að hún hafi verið að því komin að mala hana. Ég veit ekki .. . — Ég veit það ekki heldur. Það er ómögulegt að segja. Augun mættust aftur. — Nei, í- myndið yður ekki að ég hafi verið neinn bjargvættur. sagði Jed mildum rómi. — Mennimir tveir voru á hælunum á mér Þeir hefðu komið í tæka tíð. Svo brosti hann. Þetta skipti aðeins máli fyrir hann sjálfan og hann gat risið undir því. — Það er víst ekki svo. oft sem einhver segir við sjálfan sig. að hann ætti skilið að vera skotinn, og um leið er óskin uppfyllt. Hann hreyfði sig og hann verkjaði í sárið. Það var ekki syo slæmt, Einna líkast flengingu eða stofufangelsi. Hann hafði bara gott af því. En svo sagði Lyn og það var eirrs og henni væri allri lokið: — Ég er hrædd. Hún missti al- veg stjórn á sér. Þetta var alls ekki hún Lyn hans. Hún var föl og veikluleg og ellileg og hún titraði frá hvirfli til ilja. — Ég þori ekki að fara heim. Það er satt, volaði hún. — Ég er hrædd við myrkrið. Mig lang- ar heim en ég þori það ekki. Þetta er allt svo hræðilegt og ég botna ekkert í neinu lengur. Ég verð svo hrædd þegar ég hugsa um hvað ég hef verið mikill heimskingi. Hún fór að gráta Jed ók sér í stólnum. — Þú hefur líka fulla ástæðu til þess, sagði hann þungbúinn. En það var ólíkt Lyn að vera svona. Það var eins og þetta væri ekki hún sjálf Rut sagði: — Uss . .. Hún kom útúr herbergi Bunnýar og skildi dymar eftir galopnar. Hún var klædd ullarslopp. því að henni var kalt eftir áfallið. (Jed var feginn, því að hann mundi eft- ir Nell í síða silkisloppnuml. En svipurinn á skrámuðu andlitinu var rólegur. Lyn kæfði niður grátinn. Pétur tók um höndina á Rut og bar hana upp að vanganum. — Er hún sofnuð? hvíslaði hann og hún kinkaði kolli. Hún var ósköp geðþekk hún litla frú Jones. — Viltu drykk, vina mín? — Nei þakk, ekki svona ofan i súkkulaðið. — Rut, værirðu hrædd ef ég fylgi þessari ungu stúlku heim? — Nei, mikil ósköp, sagði Rut brosandi. >— Því að Towers getur það ekki. Hann ætti að liggja í rúm- inu. Jed sagði skelfdur: — Já, og nú fer ég líka þangað. En þér ættuð að láta hótelið útvega einhvem til að fylgja Lyn heim. Hún getur ekki farið ein. En þér getið ekki farið frá kon- unni yðar. Hún er búin að reyna nóg, hugsaði hann. Rut brosti til þeirra allra. — Það er ástæðulaust að vera hræddur, sagði hún mildum rómi. —Hér sitjum við og erum næstum oðin gráhærð öll söm- ul, umlaði Pétur en augu hans ljómuðu, — og svo kemur hún OPIÐ FRA KL. 8 TIL MIÐNÆTTIS til jóla Blómaskálinn Við Nýbýlaveg ÞJÓÐyiLJINN Föstudagur 21. desember 1962 GEGGJUN og segir að við skulum ekki vera hrædd. — Já, en við megum ekki vera hrædd, sagði Rut brosandi. — Hvað yrði þá um okkur öll? En hún var ekki lengj inni hjá þeim Eiginlega var hún alls ekki í herbergi númer 807. Hún kyssti Pétur á ennið og sagði góða nótt. Hún þakkaði ekki fyrir. Kannski gleymdi hún því, eða hún vissi .. Hún gekk aftur inn til sofandi bamsins og dymar lokuðust á eftir hennt Þau sátu þögul o.g dreyptu á glösunum. Lyn var farin að fá roða í vangana aftur, augu hennar voru skömmustuleg, en hún var beinni í baki. Jed hugsaði með sér, að hann þekkti hana, hann vissi hvernig hún var. Og hann skildi Ijka, að hún vissi melra um Jed Tow- ers, — um hinn sanna Jed Towers en nokkur annar í heim- inum. Eitthvað hafði sprottið þarna fram . . . sem ekki hefði orðið til ef þau hefðu aðeins farið í leikhúsið. Eitthvað sem þau gætu byggt á . .. í meðlæti og mótlæti. Hann tók um hönd hennar. Hún end- urgalt handtak hans, þrýsti hönd hans köldum fingrum. — Viltu skrifa niðurlagið á þetta bréf ein,n góðan veðurdag. vina mín? — Hvernig þá, Jed? — Hinn rétta endi, sagði hann. Þín elskandi ... þannig átti bréf að enda. Lyn Ijómaði eins og sól í heiði. Ég verð að gæta hennar, hugs- aði hann. Hún má ekki láta óttann ná tökum á sér. Hann strauk bljúgur fingri yfir mjúka hönd hennar. Pétur sagði: — Já, í rauninni ættum við að vera hrædd. Það er ekki hægt að ganga um með bundið fyrir augun eins og bjartsýnir glópar . . . það er til- gangslaust. En á hinn bóginn er nauðsynlegt að við séum ekki hrædd. — Við verðum að vera hug- hraust, andvarpaði ungfrú Ballew. Hún reis á fætur og hauð góða nótt. •— Við erum gll ókunnug, sagði Pétur þungbúinn. — Hvern þekkjum við svo sem í heimin- um? Eina mannveru — ef við erum heppin. Ekki ýkja marga í viðbót. Nei við verðum að læra að treysta hvert öðru. Allt byggist á trausti milli ókunn- ugra. Allt annað er eins og spilaborg. Ungfrú Ballew gekk yfir á berbergi sitt. Hún hafði setið Qg drukkið áfengi um miðnætti með ókunnugu fólki. Ókunnugu fólki sem þó var vinafólk! Henni fannst hún svolítið ölvuð. og það var ekki aðeins vegna þess sem hún hafði drukkið Henni var hlýtt um hjartað, hún var gráti nær og beinlínis hugdjörf. Pétur kom til baka, settist og starði á þau hin og bærði varirnar. — Æ, hver fjandinn, sagði Pétur O. Jones. — Bara ég hefði sagt þetta. — Sagt hvað, herra Jones? — Það sem ég sagði rétt áð- an! Pétur var gramur. Lyn leit sem snöggvast á Jed og það vottaði fyrir kímni í augum hennar, — Já, en. .. þá eruð þér búinn að segja það. herra Jones, er ekki svo? — f ræðunni minni, sagði Pét- ur. — Nú verð ég að hugsa upp betri endi. Hann horfði á þau gramur á svip ENDIR. RÁÐSKONA óskast við góða verbúð í Grindavík strax eftir ára- mótin. Upplýsingar í síma 50165. Jón Gíslason s.f. Hafnarfirði. MÁLVERK Biblíumyndir — Bamamyndir LJÖSMYNDIR í litum af flestum kaupstöðum landsins og flestum togurum landsmanna. KÍNVERSKAR og japanskar eftirprentanir tilvaldar í ganga og hoL ÁSBRÚ Sími 19108 — Grettisgötu 54 — Klapparstíg 40. Ferðarolla Magnúsar Stephen- sen er sérstætt rit eftir sér- kennilegan mann. Með Valtý Stefánssyni hefur að geyma 10 samtalsþætti Matth. Johannessen við Valtý og auk þess 24 frásagnir og þætti eftir Valtý sjálfan. Merkir Islendingar nýr flokk- ur er rit sem vekur heilþrigð- an þjóðarmetnað og er prýði á sérhverju bókelsku heimili. Norður yfir Vatnajökul 1875 segir frá ævintýralegri ferð yfir Vatnajökul þveran, öskju- gosi og Mývatnseldum. fsold hin gullna heitir nýjasta bókin í sjálfsævisögu Krist- manns Guðmundssonar. bókfellsútgAfan HAPPDRÆTTI STYRKTARFÉLAGS VANGEFINNA Eitt mesta mannúðar- og menningarmál sem nú er til úrlausnar á íslandi, er að skapa vangefnu fólki í landinu viðunandi aðbúnað. — Happdrætti Styrktarfélags vangefinna er rekið í þeim tilgangi að afla fjár til að gera þá hugsjón að veruleika. AÐALVINN- INGUR: VOLKSWAGEN- BIFREIÐ 1963 Aðrir vinninga r: Flugfar fyrir 2 til Flórida og heim. Flugfar fyrir 2 til Kaupmannahafnar og heim. Farmiði fyrir 2 með Gullfossi til Kaupmannahafnar og heim. Farmiði fyrir 2 með einu af skipum SÍS til V-Evrópu og heim. Farmiði fyrir 2 með strandferðaskipi umhverfis landið. Mynd eftir Kjarval. Mynd eftir Kjarval. Sala happdrættismiða fer fram daglega í happdrættisbílnum (í Austurstræti) á skrifsto'fu félagsins að Skóla- vörðustíg 18 og á 120 stöðum um land allt utan Reykjavíkur. Látið ekki happ úr hendi sleppa. — Kaupið miða strax og styðjið þannig gott málefni. Dregið verður 23. desember. Vinningar eru skattfrjálsir. Styrktarfélag vangefinna

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.