Þjóðviljinn - 21.12.1962, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 21.12.1962, Blaðsíða 1
ÞRiR DAGAR pið á Þórsgötu 1 fró ki. 10 til 10 (1. hœð) Símar 19113 og 22396 Lífskiarabót Gylfa I janúar 1959 var tímakaup Dagsbrúnarmanns kr. 23.86 í dagvinnu. Þá fengust 38 strætisvagnamiðar fyrir 50 kr. og Dagsbrúnarmaður var 2 klukkustundir og 6 mínútur að vinna fyrir þeim miðum. Nú er tímakaup Dagsbrún- arverkamanns kr. 24.80. Fyrir 50 kr. fást nú ckki nema 22 strætisvagnamiðar. Til þess að kaupa 38 miða — eins og fyrir tæpum fjórum árum — þarf Dagsbrúnarverkamaður því að vinna 3 klukkutíma og 29 mínútur. Hann þarf að bæta við sig nærri hálf- um öðrum klukkutíma. En auðvitað hefur Gylfi í». Gíslason engar áhyggur af þessari lífskjarabót. Hann er nýbúinn að fá á kostnað rik- isins dýrustu gerð af Buick sem framleidd er í Banda- ríkjunum. Bíllinn mun hafa kostað nærri hálfa milljón, og verkamcnnirnir sem kaupa strætisvagnaspjöldin verða auðvitað að leggja eitthvað i sölurnar fyrir ráðherra sinn. Fjárhagsóœtlun Reykjavíkurborgar afgreidd á löngum nœturfundi Helmingur borgarinnar eigu • Á fundi borgarstjórnar í gær fór fram síðari umræða og afgreiðsla fjárhagsáætlunar Reykja- víkurborgar fyrir árið 1963. Stóð fundurinn fram á nótt og var ekki lokið er blaðið fór í prentun. Alfreð Gíslason læknir hafði framsögu af hálfu borgarfulltrúa Albvðu- Árekstrar og slys á gler- hálum götum Mikil hálka var á götunum í gær og allmikiið um árekstra. Á þriðja tímanum síðdegis í gær varð harður árekstur á mótum Suðurlandsbrautar og Miklubrautar en meiðsli urðu ekki teljandi á mönnum, þó mun kona sem var farþegi í öðrum bílnum haía meiðzt eitthvað á fæti. Skömmu síðar var ungur drengur fyrir bifreið á Miklu- braut en hann mun hafa slopp- ið lítt meiddur. Bæði þessi slys urðu vegna hálku. Þriðja slys- ið í gærdag varð á fimmta tím- anum á móts við húsið nr. 25 við Laugaveg. Þar varð þriggja ára gamall drengur, Snorri Pálmason, Lindargötu 28, fyrir sendiferðabifreið. Hafði drengur- inn hlaupið út á milli bifreiða sem stóðu kyrrar á vinstri ak- rein götunnar og lent á sendi- bílnum sem ók í sama mund eftir hægri akreininni. Lenti Snorri litli á hlið bílsins, en mun ekki hafa fallið undir hann og við athugun á Slysavarðstof- unni voru alvarleg meiðsl ekki firmanleg. bandalagsins fvrir brevt- ingartillögum beirra við fjárhagsáætlunina, en helztu atriði beirra voru birt hér í blaðinu í gær. Miðuðu tillögurnar að hækkun á tekjum borgar sjóðs svo op snarnaði í rekstri og skvldi bví fé er bannig fengist til ráð- stöfunar varið til auk- inna bvcroincrafram- kvæmda og til menning- ar- og mannúðarstarf- semi. Gelr Hallgrímsson borgarstjóri mælti fyrir breytingum, er borgarráð samþykkti á fundi í gærmorgun að mæla með að gerðar yrðu á fjárhagsáætlun- inni. Eru hinar helztu þeirra þessar: Framlag til sumardvalar fyrir mæður og börn hækki úr 400 þús. kr. í 500 þús. kr. Til barna- heimila verði varið kr. 7,5 millj. í stað 6 millj Framlag til Bygg- ingarsjóðs Reykjavíkur hækki um 1 millj. kr. eða úr 9 millj. I 10 millj. kr. Aðstöðugjald verði áætlað 61 millj. kr. í stað 60 milljóna eða hækki um 1 millj króna. Þá lýsti borgarstjóri að hann flytti þá tillögu, að framlag úr Jöfnunarsjóði yrði áætlað 1 milljón króna hærra en gert var fyrir í frumvarpinu að fjárhags- áætluninni. Alfreð Gíslason gerði því næst grein fyrir breytingartillögum fulltrúa Alþýðubandalagsins og þeim ályktunartillögum er hann flytur og birtar hafa verið hér í blaðinu. 6,9 millj. kr. tekjuhækkun. . Alfreð gerði fyrst grein fyrir tekjuhækkunartillögunum. Er þar annars vegar ura að ræða hækkun nokkurra liða um sam- tals 900 þús. kr. þar sem reynsla undanfarinna ára sýnir, að þeir eru of lágt áætlaðir. Hins veg- ar er um að ræða hækkun að eins og frá var skýrt hér í blað- inu í gær, 10,2 millj. kr. sparnaður Lækkunar- og sparnaðartil- lögur fulltrúa Alþýðubanda. lagsins nema aUs 10,2 millj. kr. Miða þser að sparnaði í rekstri borgarinnar og fyrirtækja henn- ar, lækkun skrifstofukostnaðar, aukinni hagkvæmni í störfum og niðurfellingu liða er óþarfir mega kallast, svo sem framlag til kirkjubygginga og almanna- varna Færði Alfreð rök fyrir því, að meira væri um vert eins o.g ástandið er nú í húsnæð- ismálum að koma börnum sem nú búa í heilsuspillandi húsnæði í sómasamlegar íbúðir en að byggja kirkjur og ennfremur, að Ánceggah skín af hverju andlHi stöðugjaldsins um 6 millj. króna framlag af bæjarins hálfu til al- mannavarna á næsta ári væri óraunhæft, þar eð málið væri enn aðeins á athugunarstigi og bærj ríkinu að kosta það. 17 millj. kr. hækkun til framkvæmda. Þá rakti Alfreð tiUögur Al- þýðubandalagsins um aukin framlög borgarinnr til menning- armála og tilbyggingar skóla. barnheimila svo og til Bygging- arsjóðs Reykj avíkurborgar, en þeim tillögum öllum var lýst hér i blaðinu í gær. Nemur hækkunin til menningar- og mannúðarstarfsemi alls 3,7 millj. króna en fil byggingar- frmkvæmdanna samtals 13,4 milljónum. Alfreð benti á, að til heil- Framhald á 4 síðu. ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ir ★ ★ ★ -k ★ ★ Það er greinilegt, að ungu áhorfendumir á myndinni fylgjast af mikilli athygli og ósvikinni ánægju með því sem fram fer. Myndin var tckin í Vesturbæjarskóla við öldugötu á dögunum, er 8—9 ára gömul böm sóttu jólaskemmtun þar í skólan- um. Frá þessari skemmtun er nánar sagt á 2. síðu og þar em birtar fleiri myndir, en þær allar og þessa hér á forsíðunni tók ljósmynd- ari Þjóðviljans, Ari Kára- son. Hcekkar um rúmar sjjö millj. króna Akureyri 19/12. — A fundi bæjarstjómar Akureyrar 17. des. var lögð fram • fjárhagsáætlun bæjarins fyrir árið 1963. Niður- stöðutölur eru upp á 44.5 millj- ónir króna. (1 fyrra: 37,2 millj.j. Útsvör og aðstöðugjöld eru á- ætluð 33.8 millj. kr. (1 fyrra 28,5. Hækkun 18%), Vonir standa Framhald á 4 síðu. Ihald og kratar fella f járfram- lag til öryggismála sjómanna Við afgreiðslu fjárlaganna hafa þingmenn Sjálfstæðisflokks- ins og Alþýðuflokkslns tvíveg- is fellt tillögu um nokkurt fjár- framlag til að fylgzt verði dag lega með ferðum íslenzkra fiski- skipa. Svo illa voru menn hand- járnaðir, að me'ira að segja voru sex þlngmenn íhaldsins, sem sjálfir hafa flutt þingsályktunartillögur um málið, látnir segja NEI við fjár- veitúngu til þessarar sjálfsögðu slysavarnaráðstöfunar. Karl Guðjónsson flutti við 2. umræðu fjárlaga tillögu um fjárveitingu í þessu skyni, sem íhaldið og Alþýðuflokkurinn felldu. Nú við þriðju umræðuna tók Karl tillöguna upp að nýju en með nokkru lægri upphæð, 200 þúsund krónum. Nafnakall var um tillöguna, og kom fram að henni greiddu atkvæði allir viðstaddir þing- menn Alþýðubandalagsins og Framsóknar, en hver einasti viðstaddur þingmaður Sjálfstæö- isflokksins og Alþýðuflokksins greiddu atkvæði á móti þessari sanngjörnu og sjálfsögðu tillögu. (Guðm. I. var einn fjarverandi) Meðal þeirra sem felldu þessa tillögu voru, eins og fyrr segir, flutningsmenn þingsályktunartil- lögunnar um þetta efni, íhalds- þingmennimir Pétur Sigurðsson, Matthías Á. Mathiesen, Einar Ingimundarson, Guðlaugur Gísla- son, Jón Arnason og Gísli Jóns- son. Með því að samþykkja fjár- veitingu í þessu skyni hefði mál- ið getað komið til framkvæmda þegar á þessum vetri, til stór- aukins öryggis fyrir sjómenn. Og fylgi þessara sex íhaldsþing- manna hefði meira en nægt til þess að þessi fjárveiting hefði verið samþykkt í gær.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.