Þjóðviljinn - 08.01.1963, Síða 3
Þriðjudagur 8. janúar 1963
ÞJ1M>¥ILJINN
SÍÐA 3
Ræddur ágreiningur í hinni alþjóðlegu verkalýðshreifingu
Stríðið í S-Vietnam
deilurnar
PEKING
MOSKVU og PEKING 7/1 — Ágreiningurinn milU
kommúnistaflokkanna er ræddur í greinum í kín-
verskum og sovézkum blöðum. Öll helztu blöð í
Kína birtu á sunnudag kafla úr langri grein sem
tekin er úr éútkomnu hefti tímarits kínverska
kommúnistaflokksins, RAUÐA FÁNANS, þar sem
fjallað er um þessar deilur, en í aðalmálgagni
Kommúnistaflokks Sovétríkjanna, PRAVDA, birt-
ist á mánudag tveggja síðna grein um sama mál.
1 kínversku greininni eru ít-
rekuð þau orð Mao Tsetung, þar
sem hann líkir heimsvaldasinn-
um og hinu alþjóðlega aftur-
haldi við „pappírstígrisdýr”, en
birt hörð gagnrýni á þau öfl
innan hinnar alþjóðlegu verka-
lýðshreyfingar, sem sökuð eru
um endurskoðunar- og henti-
stefnu. 1 greininni er ekki svar-
að þeim ummælum Krústjoffs,
forsætisráðherra Sovétríkjanna,
að ekki megi gleyma því að hið
svokallaða „pappírstígrisdýr” hafi
vígtennur úr kjamasprengjum,
en gagnrýninni fyrst og fremst
beint gegn júgóslavneskum end-
urskoðunarsinnum.
Fólkið sterkara en vopnin
1 greininni segir að það sé
ekki vopnabúnaður sem muni
ráða úrslitum, heldur samtök
fjöldans, kúgaðrar alþýðu um
allan heiiji. Heimsvaldasinnar i
ógni með kjamavopnum sínum.
Engu að síður standi þeir höll- |
um fæti gagnvart byltingarmætti ;
fjöldans og þess vegna sé þeim
ósigur vís.
Endurskoðunarsinnar seinni
tíma neiti þessu og með því hafi
beir viðurkennt að þeir hafi ekki
trú á mætti hinnar byltingar-
sinnuðu alþýðu.
Sá sem ofmetur styrk stéttar-
óvinarins, verður annaðhvort að
gefa byltinguna upp á bátinn.
semja við hann um málamiðlun
eða þá taka upp ábyrgðarlausa
ævintýrastefnu vinstriöfgamanna,
segir í kínversku greininni.
Vilja ræða ágreininginn
Greinin í Pravda í dag tekur
yfir tvær síður og er um 8.000
orð. í henni segir að Kommún-
istaflokkur Sovétríkjanna vilji að
verkalýðsflokkamir taki upp við-
ræður til að treysta eininguna
sín á milli. Greinin var í dag
lesin í heild upp í Moskvuút-
varpið.
Augljóst þykir að greinin sé
svar við þeirri gagnrýni sem
kínverskir kommúnistaleiðtogar
hafa beint og óbeint látið í ljós
á stefnu Sovétríkjanna.
Pravda segir síðan að hinni al-
þjóðlegu verkalýðshreyfingu sé
ekkert jafn mikilvægt og eining
og minnt er á að kommúnista-
flokkarnir og aðrir verkalýðs-
flokkar sem undirrituðu yfirlýs-
ingarnar frá árunum 1957 og
1960 þar sem lögð var meginá-
herzla á grundvallarregluna um
friðsamlega sambúð séu bundn-
ir af þeim ákvörðunum sem þá
voru teknar.
Eining mun takast
Ágreiningurinn sem nú gerir
vart við sig á milli flokkanna er
í eðli sínu huglægur (súbjekt-
ívur) og öll skilyrði eru fyrir
því að hægt verði að jafna hann.
Kommúnistaflokkur Sovétríkj-
anna er sannfærður um að sam-
eiginlegar viðræður um megin-
atriðin í þróun heimsmálanna
gætu orðið til að treysta eining-
una í hinni kommúnistísku al-
þjóðahreyfingu, seJ r Pravda.
Gagnrýni vísað á bug
1 greininni er vísað á bug þeim
ásökunum að Sovétríkin hafi gert
sig sek um undanhald í Kúbu-
málinu. Það hafi lengi verið
meginatriði í fræðikenningu
verkalýðshreyfingarinnar að
verkalýðurinn eigi vísan sigur i
baráttunni við heimsauðvaldið.
Hvaða þörf er þá fyrir heimatil-
búna kenningu um pappírstígris-
dýr, sem byggist á vanmati á
mætti heimsvaldasinna?
Við þurfum ekki á neinum
pappírsskilgreiningum að halda,
heldur raunhæfri rannsókn á
eðli imperíalismans í dag. Við
þurfum að afhjúpa galla hans,
veikleika og komast að þeim
lögmálum sem segja til um enda-
lok hans, en jafnframt verðum
við að horfast í augu við styrk-
leika hans, en hann byggist m.
'i á miklum birgðum kjama-
opna og annarra hergagna, seg-
ír í Pravda-greininni.
Þurfum ekki kjarnavopn
Kenningin um pappírstígrisdýr-
ið er til þess fallin að draga úv
baráttu alþýðunnar, því að á
I þann hátt er því haldið að henni
að hún eigi í höggi við lítilmót-
legan andstæðing.
Hin kommúnistíska hreyfing
heldur fast við þá skoðun, að
hleypi heimsvaldasinnar af stað
heimsstríði, muni það bindaenda
' á auðvaldsþjóðfélagið í eitt skipti
fyrir öll. En sósíalisminn þarf
ekki á kjamasprengjum að halda
til að ryðja sér braut, segir
Pravda.
„Vilja þeir kannski stríð?”
1 greininni er sagt að hinir
albönsku leiðtogar haldi því mjög
á loft að þeir séu ósammá’a
grundvallarreglunni um friðsam-
iega sambúð ríkja sem hafa ólík
þjóðhagskerfi. En hvað vilja þeir
þá? Vilja þeir kannski stríð?
En hver er þá munurinn á af-
stöðu þeirra og þeim sjónarmið-
um sem eru ríkjandi meðal æv-
intýramanna í löndum imperial-
ismans? spyr blaðið.
Friðsamleg samkeppni
meginatriðið
Hvaða marx-lenínisti vill taka
undir að vegurinn til kommún-
ismans sé markaður kjamastríð-
um? spyr það ennfremur, og seg-
ir síðan að kreddupostulamir
geri sér ekki ljóst að í átökunum
milli sósíalismans og kapítalism-
ans skipti hin friðsamlega sam-
keppni sósíalistísku ríkjanna og
auðvaldslandanna höfuðmáli.
Fimm meginatriði
Meginatriði í réttri stefnu hinn-
ar alþjóðlegu verkalýðshreyfing-
ar eru rakin þannig í Pravda-
greininni:
1. Efling efnahagsstyrks sósíal-
istísku ríkjanna.
2. Óhvikul utanríkisstefna sem
miði að varðveizlu friðar, en
jafnframt að því að grafa undan
imperíalismanum.
3. Láta hart mæta hörðu í við-
skiptum við imperíalismann og
afhjúpa gerðir hans.
4. Treysta vináttuna milli þjóða
Asíu, Afríku og rómönsku Am-
eríku.
5. Vinna að einingu og sam-
starfi verkalýðsstéttarinnar í
auðvaldslöndunum.
Hver slökkti ófriðarbálin?
í grei.ninni er ennfremur
minnzt á dæmi þess að fyrir
einbeitta afstöðu Sovétríkjanna
hafi ófrið verið forðað. Hver var
það sem slökkti ófriðarbálið í
Súez 1956 og neyddj árásaröflin
til undanhalds? Hver var það
sem kom í veg fyrir að stríð
blossaði upp við botn Miðjarð-
arhafs og á Formósusundi 1958?
Það voru Sovétríkin, öll hin sós-
íalistísku ríki, friðaröflin í heim-
inum, segir Pravda, sem minnist
einnig á Alsír, Laos, Indónesíu
og Vestur-Nýju-Gíneu, og Ind-
land og Goa, sem dæmi um þjóð-
frelsisbaráttu sem notið hafi
stuðnings Sovétríkjanna.
Þá segir að aldrei hafi stríðs-
hættan verið meiri en meðan
Kúbudeilan stóð sem hæst.
Hvaða afstaða var tékin í Tir-
ana, höfuðborg Albaníu á þeirri
hættustund? Þá tóku þeir sem þar
láta sem hæst afstöðu með
heimsvaldasinnum og blésu að
glæðum ófriðarbálsins. Það var
föst en þó sveigjanleg pólitík
Sovétríkjanna sem þá forðaði
allri heimsbyggðinni frá ógnum
kjarnastríðsins og fyrir það hafa
þau hlotið þökk alls mannkyns
og afstaða þeirra talin dæmi um
stjómvizku, friðarást og um-
hyggju fyrir örlögum þjóðanna,
segir Pravda.
Kommúnistar í
Finnlandi um
landamæradoilu
HELSINKI 7/1 — Miðstjóm
Kommúnistaflokks Finnlands hef-
ur samþykkt ályktun um landa-
mæradeilu Kína og Indlands Qg
segir þar m.a. að frá upphafi
hefðu báðir deiluaðilar átt að
leggja allt kapp á að leysa deil-
una á friðsamlegan hátt með
gagnkvæmum tilslökunum. Á-
lyktunin fjallar einnig um deilu-
mál kommúnistaflokkanna og er
afstaða albönsku leiðtognna
harðlega fordæmd.
Schröder ræSir
við Mscmillan
LONDON 7/1 — Gerhard Schröd-
er, utanríkisráðherra Vestur-
Þýzkaiands, kom í dag fil Lond-
on til viðræðna við Macmillan
forsætisráðherra og aðra brezka
leiðtoga. Hann hélt rakleiðis til
sveitaseturs forsætisráðherr.ans,
Chequers, og mun ræða við hann
þar í tvo daga um samninga
Breta um aðild að EBE og önnur
mál, svo sem kjarnavopnabúnað
rikja Vestur-Evrópu.
Heath ráðherra, aðalsamninga-
maður Breta við EBE, fer á
þriðjudag á ný til Brussel til að
taka upp viðræðurnar um brezka
aðild að EBE. en þeim var frest-
að fyrir hátíðimar.
Mikið mannfall f
stjórnarhernum
SAIGON 7/1 — Mikið mannfall
varð í liöi stjórnar Suður-Viet-
nams þegar skæruliðar gerðu á
sunnudag áhlaup á víggirt þorp
um 350 km fyrir norðan höfuð-
borgina Saigon.
Haft er heimildum Saigon að
um tuttugu stjómarliðar hafi
verið drepnir, en um 80 hafi
særzt í þessari viðureign, sem
sennilega er sú skæðasta sem
þjóðfrelsisherinn hefur átt upp-
tökin að síðustu mánuðina. Her-
menn hans tóku þorpið á sitt
vald og komust yfir allmikil her-
gögn, m.a. sprengjuvörpur og
vélbyttur. Sextíu þeirra eru
sagðir hafa orðið óvígir í bar-
daganum um þorpið.
Þetta áhlaup var gert aðeins
fjórum dögum eftir að skærulið-
ar höfðu valdið stjómarhemum
miklu manntjóni í annarri árás
í Kontum-fylki, en þar komust
þeir einnig yfir allmiklar vopna-
birgðir.
Harðir bardagar hafa geisað í
Suður-Vietnam alla fyrstu viku
ársins og hefur stjómarherinn
farið halloka í þeim. Talið er að
130 menn úr honum a.m.k. hafi
fallið, en 200 særzt í þeim við-
ureignum, en grunur leikur á að
þær tölur séu í rauninni enn
hærri.
Fyrirskipuð hefur verið rann-
sókn á því hvemig á því gat
staðið að skæruliðar, sem hafa
yfir ófullkomnum vopnabúnaði
að ráða, gátu í síðustu viku
grandað fimm bandarískum her-
þyrlum af fullkomnustu gerð og
laskað sex aðrar, svo að þær
hefur orðið að taka úr notkun.
Níu dauðadómar
í Úkraínu
MOSKVU 7/1 — tíkraínska blað-
ið Pravda skýrir frá því að níu
menn hafi verið dæmdir til
dauða í Úkraínu fyrir fjármála-
spillingu, svartamarkaðsbrask og
smygl á gulli og skartgripum.
Slæmt veður enn
suður í álfunni
LONDON 7/1 — Slæmt veður
var en,n í dag víða í Evrópu, þótt
vetrarríki sé ekki eins mikið
og fyrir helgina. ísing er á veg-
um, en þoka hefur lokað flug-
völlum og teppt samgöngur að
öðru leyti og víða er hætta á
flóðum.
Á Norðurlöndum er enn mjög
kalt í veðri, 22 stiga frost í Ár-
ósum og 40 stiga frosf sum-
staðar í Norður-Svíþjóð. Flætt
hefur yfir nokkur hverff í Fen-
eyjum.
Ekki samið við Tshombe
Sveitir S.Þ. sækja
fram í Katanga
LEOPOLDVILLE og NEW YORK
7/1 — Sveitir úr gæzluliði SÞ
halda áfram sókn sinni í Kat-
anga og tóku í dag samgöngu-
miðstöðina Kaniama fyrir norð-
vestan Kamina. Talsmaður Ú
Þants ítrekaði í dag að fram-
kvæmdastjórinn héldi fasf við
þá ákvörðun sína að Katanga-
málið verði leyst án nokkurra
frekari viðræðna við Tshombe.
í Leopoldville var birt áætlun
í sex liðum sem sambandsstjórn-
in þar hefur samið varðandi
sameiningu Katanga við aðra
hluta Kongó. Er þar m.a. gert
ráð fyrir að öll lög varðandi
viðskipti. bæði innanlands og við
útlönd, sem sambandsþingið
hefur samþykkt skuli nú einnig
taka gildi í Katanga. Jafnframt
verða peningar Katangastjómar
kallaðir inn og gjaldmiðill sam-
bandsstjórnarinnar einn verður
gildur í landinu.
Þú lærir málið
í MÍMI
Sími 22865
kl. 1 - 7.
Kínvcrski flokkurinn
nefndur á nafn
Á einum stað í Pravda-grein-
inni er kínverski flokkurino
nefndur á nafn, en það er þegar
rætt er um nýafstaðin þing evr-
ópskra kommúnistciflokka.
Kínversku fulltrúarnir á þess-
um flokksþingum héldu þv£ fram,
segir í greininni, að rangt heíði
verið að halda uppi gagnrýni á
leiðtoga albanska flokksins á op-
inberum vettvangi og kínversku
fulltrúarnir reyndu einnig að
skella skuldinni á aðra kommún-
istaflokka fyrir þann ágreining
sem kominn er upp innan hinnar
alþjóðlegu verkalýðshreyfingar.
Slíkar staðhæfingar stangast á
við óhrekjarilegar staðreyndir og
með þeim er reynt að koma sök-
inni af þeim sem tekið hafa upp
baráttu gegn gerðum samþykkt-
um verkalýðsflokkanna.
Nauðsyn ciningar
í Pravda-greininni eru hörmuð
ummæli á þann veg að tíma-
bundinn meirihluti í hinni
kommúnistísku hreyfingu sé á
villigötum, en minnihluti henn-
ar haldi fast við það sem er
satt og rétt. (Ekki er þess getið
í fréttum eftir hverjum þessi
ummaeli muni vera höfð).
Happdrsefti Hdskóla isldnds
Vinningar árið 1963:
1 vinningur á 1.000.000 kr. ................... 1.000.000 kr.
1 — - 500.000 — .................. 500.000 —
11 vinningar á 200.000 — ........................ 2.200.000 —
12 — - 100.000 — .................. 1.200.000 —
401 — - 10.000 — -.................. 4.010.000 —
DregiB verSur 15. /crnúcrr / 1. flokki
ó miSum sinum til 10. }anúar.
1.606 — - 5.000 — 8.030.000 —
12.940 — - 1.000 — .........-....... 12.940.000 —
Aukavinmngar:
2 vinningar á 50.000 kr....................... 100.000 —
26 — - 10.000 — ................... 260.000 —
15.000 30.240.000 kr.
VlSsklptamenn eiga forkaupsrétt
Happdrœtti Háskóla íslands