Þjóðviljinn - 08.01.1963, Qupperneq 9
Þriðjudagur 8. janúar 1963
ÞJÓÐVÍtJINN
9
MHL
ÁL - Effir Jóhann J. E. Kúld
steri íslenzkrar
siómennsku
ORUGGUR
\AKSTURy
Stjórn Samvinnutrygginga hefyr nýfepcr ókved-
ið, að heiðra þá bifreiðastjóra sérstaklega,
sem tryggt hafa bifreiðir sjnar samfleytt í 10
ár, án þess að hafa valdið tjóni.
Er þetta heiðursmerki, ásamt ársiðgjaldi
af ábyrgðartryggingu bifreiðarinnar.
530 bifreiðastjórar hafa þegar hlotið þessi
verðlaun og er sérstök ástœða til að gleðjast
yfir þeim árangri, sem þessir bifreiðastjórar
hafa náð og hvetja alla bifreiðaeigendur
til að képpa að þessum verðlaunum.
Víð lok síðustu heimsstyrjald-
ar, þar sem mannfall íslenzkra
sjómanna hafði orðið hlutfalls-
lega ,meira„ heldur en flestra
stríðsþjóðanna á vígvöllunum.
þá fyíltust íslenzkir ráðamenn
aðdáun og stolti yfir unnum
afrekum . sjómannastéttarinnar
og byggðu musteri íslenzkrar
sjómennsku, Sjómannaskólann
í Reykjavík. Þetta. bæði var
og er fögur bygging og sjó-
mannastéttinni samboðin, þar
sem hún rís uppi á’hinni fögru
hæð austan til í borginni og
horfir til himins og á haf út.
Þarna í þessari byggingu eru
kennd þau fræði margskonar,
sem gera það kleift að ís-
lenzk skip sem stjórnað er af
íslenzkum huga og höndum,
geta sótt á fengsæl mið, eða
flutt að og frá landinu margs-
konar vaming. Hér fá þeir
menn uppfræðslu sína, sem
síðar gerast margskonar for-
ystumenn, á hafi og í höfn.
Þetta er musteri þeirrar stétt-
Alþingi og starfs-
stéttirnar
ar, sem verður að bera hita
og þunga hversdagsins við að
afla íslenzku þjóðinni gjald-
eyris, svo að hér sé hægt að
lifa fullkomnu menningarlífi.
En þrátt fyrir þessa staðreynd.
þá hafa íslenzkir ráðamenn
hlaupið frá skyldum sínum við
sjómannastéttina, um það vitn-
ar lóð skólans sem aldrei hef-
ir verið standsett og bíður
þarna í umhirðu.leysi' -sínu eft-
ir því, að henni sé sómi sýnd-
ur. Þetta er hrein vanvirða,
þegar í hlut á sú stétt, sem
með starfi sínu á hafinu skap-
ar þau verðmæti, sem verða að
standa undir öllu öðru skóla-
haldi í landinu.
Sjómenn, útvegs-
menn, verkamenn
og bændur
Til þess að mögulegt sé að
stjóma þjóðfélaginu af viti,
með góðum árangri, þá er það
frumskilyrði að þessar starfs-
stéttir hafi með sér nána sam-
vinnu. En svo lengi sem tekst
að halda þessum stéttum sundr-
uðum að meira eða minna leyti,
þá verða þær í samskiptum við
ríkisvaldið því harðara úti sem
sundrungin er meiri og víð-
tækari, því meiri og -víðtækari
sem samstaða þessara stéttá er,
því styrkari verður grundvöll-
urinn undir lífsk'jörum þéirra.:
Þessi sannleikur • er svo • aug-
ljós að frekari rökstuðningur
ætti hér að vera óþarfur.
Þegar stjórnmálalegir spákaup-
menn þykjast vera að rétta
þessum stéttum hjálparhönd á
sviði löggjafans á einn eða
annan hátt, þá sýnir það að-
eins að þessar þýðingarmiklu
stai'fsstéttir þjóðfélagsins hafa
ekki gætt sameiginlegra hags-
muna sinna sem skyldi. Með
samstöðu og samvinnu er þeim
sjálfum í lófa lagið að ráða
lífskjörum sínum innan þess
hrings sem verðmætasköpun
þjóðfélagsins setur á hverjum
tíma.
Af því sem að framan er
sagt, þá verður það lífsnauð-
syn þessara starfsstétta að eiga
alltaf meirihluta innan Alþing-
is. Gott dæmi um óeðlilegt á-
stand í þessum málum er sá
grundvöllur sem fiskútgerð á
Islandi verður að búa við, frá
hendi löggjafans. Þessi grund-
yöllur er hafður svo naumur,
að meðalaflinn getur tæpast
borið uppi nauðsynlegustu út-
gjöld, hvað þá að hann geti
staðið straum af óhöppum eða
sjálfsagðri endurnýjun skipa-
stóisins. Þetta er beinlínis við-
urkennt af ríkisvaldinu í dag,
þar sem sjávarútvegsmálaráðu-
neytið greiðir vátryggingargjöld
skipanna.
Svo er almenningi ætlað að
trúa því, að þetta sé eðlilegt
ástand og öðruvísi geti þetta
ekki verið, hér sé um eins-
konar náttúrulögmál að ræða.
Þetta er mikil fjarstæða. Sann-
leilcurinn er sá, að þessi naumi
útgerðargrundvöllur er settur
þannig í ákveðnum tilgangi.
Hann þjónar aðeins markmiði
ríkisvaldsins, þvi markmiði
fyrst og fremst að halda niðri
launakjörum sjómanna, verka-
fólks og bænda. Islenzki sjáv-
arútvegurinn, ásamt landbúnað-
inum eru þær grunneiningar
í þjóðfélaginu sem ganga verð-
ur útfrá, þegar talað er um
hver lífskjörin geti verið. Af
þessu leiðir að skerða verður
grundvöll þessara þýðingar-
mestu starfsgreina ef skerða
á lífskjörin almennt. Það er
þetta sem verið er að gera í
dag, undir nafninu viðreisn.
Okurvextir, ásamt óheyrilega
háum útflutningstolli á öllum
fiskafurðum eru þýðingarmestu
tæki ríkisvaldsins við þessa
framkvæmd. Þetta tvennt á-
samt of háum tollum af nauð-
synlegustu tækjum við fram-
leiðsluna, halda fiskverði og
launakjörum niðri.
En léleg launakjör almenn-
ings í landinu er þægileg leið
fyrir ríkisvaldið til að skerða
lífskjör bænda, sem selja verða
Sjómannaskólntn í Reykjavík.
afurðir sínar á innlendum
markaði, og þegar þetta kem-
ur sem viðbót við alltof háa
vexti af lánum landbúnaðar
ásamt okurtollum á nauðsyn-
legustu tækjum til framleiðsl-
unnar, þá er ekki undarlegt bó
að þessi starfstétt stynji nú
undan álögunum. Það er aðeins
ein leið til örugg, ef framan-
greindar starfstéttir vilja rétta
hlut sinn til frambúðar og hún
er sú, að þær myndi samstöðu
um meirihluta á Alþingi nú
á næsta vori, til að hrinda af
sér álögum viðreisnarinnar
Nýja Hambroslánið
Eins og almenningi er kunn-
ugt af auglýsingum útvarps og
blaða í formi fréttaþátta, þá
höfum við Islendingar nýlega
gengið frá 240 milljón króna
lántöku gegnum Hambrosbanka
í Lundúnum. Það er ýmislegt
sérstætt við þessa lántöku, sem
vert er að vekja á athygli.
í fyrsta lagi, þá hefur þjóð-
inni ekki verið ennþá gerð
grein fyrir til hvers lánið skuli
nofað, og hlýtur það þó í þessu
tilfelli að skoðast höfuðatriði
málsins.
I öðru lagi- þá eru vextir af
bessu láni sem sagðir eru 6,9%
óvenjulega háir þar sem hér
er um að ræða lán landa á
milli. 1 ljósi þessarar staðreynd-
ar verða auðskilin viðbrögð
brezkra aúðmanna sem sagt er
að hafi keypt upp skuldabréf
lánsins á mettíma. En íslenzkir
fjáfmálamenn ríkisstjómarinn-
ar hafa sýnilega ekkert við
hiná háu vexti að athuga, ef
marka má sjálfsánægjuna eins
og hún speglast á síðum dag-
blaða þeirra.
í þessu sambandi get ég ekki
stillt mig um, að skýra frá öðru
erlendu iáni sem stórfyrirtæki
hér í borginni átti kost á að
taka árið 1961. Þetta fyrirtæki
var Kaupféiag Reykjavíkur og
nágrennis. Fjármálamenn þess
fyrirtækis áttu kost á crlendu
Iáni með 2% vöxtum, og án
annarrar ábyrgðar en félagsins
sjálfs. En náttúrlcga fékkst
ekki að taka lán með svo hag-
stæðum kjörum, það liindraði
ríkisvaldið. Og það er hætt
við, að geislabaugurinn sem al-
mcnnlngi cr ætlað að sjá í
sambandi við þessa lántöku
ríkislns, verði að hreinum rosa-
baug sem boðar storm, þegar
þessi tvennskonar lánskjör eru
borin saman.
Og þó getur Hambrosbanka-
lánið orðið til góðs. Þrátt
fyrir þá miklu vankanta sem á
nýja láninu eru vegna allof
hárra vaxta, þá getur það í
okkar fjármagnshungraða landi
orðið til góðs, ef því verður
skynsamlega varið. Og úr þvi
sem komið er, hlýtur það að
skoðast höfuðatriði þessa máls
að svo verði gert. En hvað er
bað þá sem mest er aðkallandi
að gert sé? Það þarf engum
blöðum um það að fletta, að
uppbygging iðnaðar til full-
nýtingar á sjávarafla er mest
aðkallandi, vegna þess, að þar
fara nú forgörðum fjármumr
í stærstum stíl, sökum þess-
arar vöntunar. En í þessari
uppbyggirigu hlýtur fulkomin
niðursuðuiðnaður að verða einn
gildasti þátturinn. Við hliðina
á uppbyggingu iðnaðar sjávar-
útvegsins verður einnig að
koma annar iðnaður sem full-
nýlir í iðnaðarvöru allt það
hráefni sem nú er flutt út frá
íslenzkum landbúnaði. Verði
brezka láninu varið til þess-
ara framfara þá getur það á-
reiðanlega orðið til góðs fyrir
íslenzku þjóðina, þrátt fyrir
gölluð vaxtakjör þessa láns. Af
þessum ástæðum bíða menn nú
eftir því, að fá vitneskju um,
til hvers ríkisstjórnin, sem
tekið hefur þetta lán, hugsar
sér að nota það. En það verð-
ur höfuðatriði þessa máls úr
því sem komið er.
Sögur áramótanna
Islenzk þjóð er vel af guði
gerð, enda hefði hún dáið út
í þessu landi í svartnætti ald-
anna að öðrum kosti. Nú um
þessi áramót hafa komið á
kreik sögur sem sýna í senn
þá skáldmennt er hingað flutt-
ist með Skallagrími á Borg og
fleiri slíkum, og náði hámarki
á þeim tíma, í söngvum Egils
Skallagrímssonar. Og raunsæi
Irigólfs Arnarsonar er fyrstur
lagði grundvöllinn að þeirri
borg sem nú byggjum við.
Sögurnar sem ég minntist á
hér að framan eru nú á þessa
leið:
Það er ekkert undarlegt þó
að skuldabréf íslenzka rikis-
lánsins sem boðið var út i
Lundúnum í desember sl.
skyldi seljast upp á mettíma.
Ástæðan fyrir því er einfald-
lega þessi: Islenzkir auðmenn
sem safnað höfðu innstæðuni
í brezkum bönkum voru orðmr
sáraóánægðir með þá smánar-
legu vexti sem þeir fengu í
Bretlandi, og þó alveg sérstak-
lega eftir að gullaldarskeið við-
reisnarinnar hóf göngu sína
hér á landi.
Þessir íslenzku þegnar kcanu
því að máli við ríkisstjóm sína,
og. buðust til þess að verða
velgjörðarmenn síns kæra
lands, gegn því að ríkisstjómin
yrði þeirra mélgjörðarmenn.
Sagan segir svo frá skemmtileg-
um endalokum þessa þáttar.
þannig: þegar samningar höfðu
tekizt, settu fjármagnseigendur
sig í samband við umboðsmenn
sína í Lundúnum og fólu þeim
að sjá um, að ekkert skulda-
bréfanna færi nema á íslenzk-
ar hendur. Svo kom hin oþin-
bera tilkynning: Islenzku
skuldabréfin seldust upp á met-
tíma, eða inn einnar mínútu.
Síðari sagan er svona:
Meirihlutanum af láni ríkis-
stjómarinnar er ætlað það
hlutverk að greiða vexti og af-
borganir af eldri lánum, og
sýna hagstæðari þjóðarbúskap
heldur en efni standa til. Ef
eitthvað verður eftir þegar
þessu er fullnægt, þá skal það
lánað út einstaklingum til
verklegra framkvæmda og
verða þannig skrautfjöður í
hatti ríkisstjómarinnar, til full-
tingis í höndfarandi Alþingis-
kosningum.
Ég vil hér engan dóm leggja
á sannleiksgildi þessara sagna.
En þó þykir mér rétt að vekja
athygli á þeirri óumdeilanlegu
staðreynd, að íslenzkar þjóðsög-
ur hafa alltaf haft talsverðan
sannleika að geyma, sem oft
hefur verið klæddur skemmti-
legum búningi.
0TBOÐ
Tilboð óskast í að byggja skrifstofuhús fyrir Loftleiðir
h.f. á Reykjavíkurflugvelli.
Hús þetta er fyrsti áfangi í fyrirhugaðri flugstöð. Vænt-
anlegir verksalar taka við uppsteyptum kjallara og ijúka
verkinu að fullu.
Útbcðsgögn verða afhent í skrifstofu Loftleiða h.f. við
Reykjanesbraut dagana 10,—20. jan. n.k., gegn skilatrygg-
ingu að upphæð kr. 5 000.—.
Tilboðin verða opnuð á sama stað fimmtudaginn 31. jan.
1963 kl. 11 f.h.
L0FTLEIÐ1R K F.
Tii allra verka á sjó og landi
Rauðir
Brunir — Svartir
iSbfl
MAXt
mm