Þjóðviljinn - 08.01.1963, Side 10
|0 SÍÐA
GWEN BRISTOW:
|
HAMINGJU
LEIT
Jóna Ingunn SigfúsdóHir
1. apríl 1932 —
ina. — Tylltu þér hérna hjá
mér.
Hún dró fram stól og Garnet
settist aftur á sessuna Paul-
ina tók um hönd hennar.
— Ég vil þú verðir ham-
ingjusöm, Garnet, sagði Paulína
blíðlega. — Mig langar til að
þú verðir hamingjusöm til ævi-
loka.
Nú titraði rödd hennar lítið
eitt. Gamet leit undrandi upp.
Móðirin var alltaf svo önnum
kafin og ailtaf í góðu skapi.
En nú vom augu hennar tár-
vot.
— Mamma. hrópaði Garnet.
— E — ertu að gráta?
— Ég er hrædd um það.
Tárin streymdu fram. Hún. tók
upp vasaklút og þerraði þau.
— Fyrirgefðu. sagði hún og
reyndi að brosa. — Ég hélt ég
myndi aldrei gráta framar. En
— þetta er svo langt í burtu,
Garnet.
Garnet lagði handlegginn utan-
um móður sína. — Mfamma. þú
ert svo góð! Ég veit ekki hvern-
ig ég á að koma orðum að því,
en mæður flestra ungra stúlkna
hefðu ætt um gólfið í örvænt-
ingu — en það gerir þú ekki.
— Nei. Garnet, það geri ég
ekki og það mun ég aldrei
gera. sagði Paulína einbeitt.
— Þú hefur heyrt föður þinn
og mig tala um vandræðin sem
við áttum í, áður en við feng-
um að eigast. Við hlæjum að
þvi núna. en það var ekki
skemmtilegt meðan á því stóð.
Ég eiskaði foreldra mína. Eg
ma.n þegar ég lá andvaka um
nætur og grét framundir morg-
un, og var svo taugaóstyrk á
daginn að ég gat varla haldið
á gaffli við matborðið. Og allt
þetta vegna þess að hann var
bláfátækur og þau vissu ekki
hver afi hans hafði verið. Hún
strauk um svart hárið á Garnet.
—• Og ég man líka. þegar mér
var sagt að ég hefði alið litla
stúlku. að ég hugsaði sem svo.
að hvað sem fyrir kemur. skal
hún ekki þurfa að þola hið sama
og ég til að fá þann eiginmnn
sem hún óskar sér. Ef hann er
ekki alveg óforbetranlegur. þá
skal hún fá hann.
Paulina grét ekki lengur. En
það gerði Gamet.
Þegar hún var búin að jafna
sig og gat talað aftur. lofaði
hún að vera ósköp góð. Hún
aetlaði að skrifa heim við hvert
taekifæri Hún ættaði að skrifa
frá New Orleans, frá Independ-
ence o.g frá Santa Fe. Einn
kaupmannanna sem færi heim
til sin þaðan, skyldi taka með
sér bréf þegar hún færi til
Californíu. Og væri kanaskip
í höfn i San Diego, skyldi hún
senda bréf með skipstjóranum.
Næsta ár tæki Oliver hana
svo með sér til New York. Eft-
ir það myndu þau lifa lifinu
eins og annað fólk. Oiiver myndi
taka við skrifstofuhaldi frænda
síns. Þau myndu setjast að í
húsi eins og þessu og eignast
vagn. Allt yrði gott. Foreldrar
hennar myndu aldrei fá tilefni
til að iðrast þess að þau hefðu
\eyft henni að giftast Oliver. Og
henni myndi alltaf þykja vænt
um þau vænna en alla aðra,
að Oliver undanskildum, vegna
þess hve góð og skynsöm þau
voru.
Garnet og Oliver voru gefin
saman í stóru stofunni heima
hjá henni við Union Square. Föð-
urbróðir hans kom frá Boston
til að vera viðstaddur athöfn-
ina. Hale eldri var rjóður og
glaðlegur maður og Garnet féll
hann vei í geð. Hann sagði
henni, að hann væri feginn því
að hún ætlaði að koma með
Oliver til baka. Sjálfur átti hann
enga syni og það hafði alltaf
verið einlæg ósk hans að ann-
arhvor bróðursonurinn tæki við
fyrirtækinu þegar hann yrði
gamall.
Hinir gestirnir voru undrandi
eða efablandnir eða ringlaðir
eða — Gamet var það stundum
ljóst — öfundsjúkir. Hinir síð-
ast töldu heilsuðu Oliver með
handabandi og sögðu það sem
við átti og bættu svo. við næst-
um feimnislega: ,.Sjáið þér til,
begar ég var yngri — þér mun-
ið eftir skipunum sem fóm til
Asíu suður fyrir A'fríku — hvað
beitir það nú aftur þetta land?“
..Califomía". sagði Oliver kurt-
eislega.
..Já, auðvitað. Er það nálægt
Indlandi? Jæja, ég óska yður
alls hins bezta ungi maður“.
Þrem tímum eftir brúðkaups-
veizluna gengu Oliver og Gam-
et u.m borð i strandferðaskipið
til New Orleans. Skipið lá við
brvggiu við endann ó Wall
Street. Það var hvasst og þokan
yfir Austurá gerði það að verk-
um að erfitt var að greina borg-
ina Garnet og Oliver stóðu á
þiljum og horfðu út í rökkrið.
— Ég get ekki trúað bví. að ég
skuli vera á leið til Califomíu,
sagði Garnet. — Áður en ég sé
New York aftur —
Vindurinn gleypti það sem eft-
ir var af setningunni. Oliver
brosti til hennar. Hún var í
skinnfóðraðri kápu og hendum-
------------- ÞJOÐVILJINN
ar huldi hún í handskjóli. Svart-
ir smálokkar gægðust undan
hattbarðinu. í vindinum urðu
kinnar hennar eins og rauð epli.
Oliver laut nær henni til að
heyra hvað hún sagði.
— Garnet, ástin mín, ég hef
ekki hugmynd um hvers konar
eiginmaður ég verð. Ég heyrði
ekki helminginn af því sem
presturinn sagði. Og ég hef víst
lofað miklu sem ég veit ekki
einu sinni um. En ég elska þig.
— Ég elska þig líka, sagði hún.
Hún leit upp til hans. Glettnin
skein úr andlitinu á Oliver.
— Og meðal annarra orða —
sagði hann.
— Já?
— í New Orleans er skemmti-
,staður, eitthvað í átt við Skart-
■gripaskrínið. Hann er kannski ó-
siðlegri lika, ef dæma má eft-
ir því sem ég veit um New Orle-
ans. Ég hef aldrei komið á þenn-
an stað, en allir segja að hann
sé dálítið sérstakur. Við skulum
fara þangað undir eins og við
komum til borgarinnar. ,
— Oliver! Hún stundi af hrifn-
ingu yfir að hann skyldi muna
þetta. — Er þér alvara?
— Já, auðvitað. Ég á við —
Oliver hló blíðlega — ég á við
það. ástin mín. að nú ert þú
loksins laus úr bleika silki-
pappímum og skápnum.
4
Ferðin til New Orleans tók
hálfan mánuð. Gamet hafði
■aldrei fyrr farið svo langt frá
New York.
New Orieans var framandi
og heillandi. Loftið var silki-
mjúkt og hávaðinn var eins og
tónlist í röku herbergi. Gamet
og OUver bjuggu á gistihúsi and-
spænis Canal stræti og Oliver
hafði beðið um tveggja herbergja
íbúð.
Og Oliver var dásamlegur í
alla staði. Garnet hafði verið
mjög hrifin af honum þegar þau
giftu sig, en hún hafði ekki gert
sér í hugarlund að það yrðí
svona skemmtilegt að vera sam-
vistum ,yið .. hann allan tímann.
Oliver var ákafur en tillitssamur
elskhugi. Honum féll vel ■ fram-
koma hennar og hann vildi alls
ekki að hún þættist vera neitt
annað en það sem hún var. Hann
svaraði öllum spurningum henn-
ar. hann fór með henni þangað
sem hana langaði til, hvort sem
það var viðeigandi eða ekki. Hún
sá hafnarhverfin, stórverzlan-
irnar, dimmar, þröngar götur,
og þau borðuðu á skemmtileg-
■um, litlum veitingastöðum, þar
sem rauðköflóttir dúkar vo.ru á
borðum og englr töluðu ensku
nema þau. Og þegar þau höfðu
verið þama í viku, sagði hann
einn morguninn að um kvöldið
ættu þau að fara á skemmtistað-
inn sem þau hefðu talað um.
Hann var í gamla bænum, fyrir
neðan Canal stræti. Hann hét
Skrúðgarðurinn.
Oliver var önnum kafinn þann
dag. Það var verið að skipa upp
vörunum hans og pakka þeim.
En Garnet var ekki einmana.
Hún fór í búðir og keypti ótal
margt sem hún hafði enga þörf
fyrir. bara vegna þess að það
var svo gaman að fara í búðir.
Hann kom heim þegar farið
var að skyggja, og þau fóru nið-
ur og borðuðu, en hún var í allt-
of miklu uppnámi til að hafa
Þegar leið að lokum nóvem-
bermánaðar gat engum lengur
dulizt, að Jóna var alvarlega
veik. Samt hélt hún áfram að
mæta daglega til vinnu, jafnvel
eftir að hún var hætt að geta
gengið þennan stutta spöl frá
Sjómarinaskólanum niður í
Hlíðardal. Ég hafði orð á því
við hana, hvort hún væri ekki
of lasin til að vinna, en hún
svaraði aeðins: „Mér líður ekki
illa, þegar ég er komin hingað
og setzt við skrifborðið“. Ég
reyndi ekki frekari fortölur,
þar sem langt samstarf hafði
kennt mér, að þessi aðstoðar-
maður minn átti þann metnað
ríkastan að geta í einu og öllu
staðið sig jafnvel og þeir, sem
alheilir eru, en hún var veik-
byggðari en flestir aðrir allt
frá frumbernsku. Ég vissi að
henni féll mjög illa, ef veik-
indaforföll hennar urðu meiri
en annarra, og þegar hún bað
um að fá að taka sumarfríið
sitt á annarlegum tíma, þá
Hákarlalega
Framhald af 7. síðu
í fjöru. settur í gryfju og grjót
yfir. Þar var hann allt upp i
7 vikur, en þá var hann hengd-
ur í grindahjall og látinn
hanga þar, venjulega mestallt
sumarið. Hann þótti beztur
þegar hann var orðinn glær.
Sumir vildu hann helzt kæstan
og hvítan í sárið. Glæri há-
karlinn var venjulega strabb-
inn, þ.e. stirtlan. Venjulega
var tekinn til þessara nota
stór hákarl, þ. e. hákarl sem
úr fekkst tunna af lifur. Stund-
um var búin til hákarlastappa.
— Var það góður matur?
— Ég veit ekki hvernig hún
þætti núna. Menn voru ekki
mjög matvandir í þá daga —,
það var stundum lítið um mat.
Mér fannst þetta gott og var
mjög sólginn í hákarlastöppu.
Sennilega hefur verkunin á
þessu ekki átt saman nema
nafnið, sumir voru nosturs-
þrifnir, aðrir hálfgerðir sóðar.
Hákarlastappa var mjög sað-
söm og þurfti lítið af henni
til að verða saddur.
— Heyrðu Guðlaugur, áður
en við förum að tala um
skáldskapinn og Stífluna ætt-
irðu að láta okkur í té upp-
skrift af hákarlastöppu svo nú-
tímahúsfreyjur geti gripið til
þessa þjóðlega, saðsama þrek-
aukandi réttar, þurfti þær að
herða bændur sína upp og auka
úthald þeirra.
— O blessaður vertu, þetta
er mjög einfalt.
Hákarlastappa að hættl
Fljótamanna
Hákarlsbrjósk og dálítið af
hákarlsvöðva.
Sjóðið þetta rækilega saman.
Síið soðið vandlega frá (það
var talið banvænt!).
Takið vel feiraðan mör (eða
súrt smjör) og látið yfir há-
karlinn.
Stappið þetta saman þar til
það verður eins og mjúk
kæfa.
Borðist heitt fyrst. — En
bezt smakkast það storkið.
Uppskriftinni er lokið. Ger-
ið þið svo vel, og verði ykkur
að góðu! J.B.
27. desember 1962
var það oft vegna þess að hún
var að leita sér lækninga eða
þarfnaðist hvíldar. Aðeins einu
sinni gat ég verið viss um að
„sumarfrí“ tekið í hörkuhríð um
hávetur mundi verða henni á-
nægjulegur tími. Hún var svo
innilega hýr og glaðleg, þegar
hún bað mig um það og sagð-
ist ætla að nota það til þess
að laga svolítið til. Hún hafði
ekki önnur orð um það, en
hún var að undirbúa stofnun
síns eigin heimilis. Ég kynnt-
ist ekki eiginmanni hennar, en
eftir þetta „sumarfrí" var Jóna
glaðari og öruggari í fasi en áð-
ur. Ég minnist þess sérstalega
hvað hún var glaðleg og snot-
ur við vinnuna í gráa víða
kjólnum sínum, og hvað litla
dóttir hennar var falleg á
skímarmyndinni. — En nú
kemur Jóna ekki oftar heim til
þeirra tveggja.
Sjúkdómurinn sigraði vilja-
þrek hennar um miðjan des-
ember, og hún sagði mér, að
hún mundi þurfa að hvíla sig
fram undir jól. — Þegar við
mættum til vinnu á Veður-
stofuna að morgni 27. des.
Þrrðjudagur 8. janúar JS63
Molander
barst okkur fregnin um lát
hennar. Það var þungt yfir
þeim starfsdegi. Ösjálfrátt
varð mér tíðlitið á möppur og
skjöl, sem hún hafði merkt
með fallegu öruggu rithönd-
inni sinni. En það þótti alltaf
sjálfsagt að biðja Jónu að ann-
ast merkingu á öllu, sem fram-
tíðinni átti að geyast. „Ég
lærði einu sinni formskrift,“
sagði hún brosandi, þegar ég
dáðist að handbragði hennar.
En það var ekki bara form-
skrift, sem Jóna hafði lært ut-
an dagskrár. Ég minnist þess
t.d., að í haust bar að garði
hjá okkur heymarlausan mann.
Ráðþrota og klaufaleg var ég
að reyna að láta hann skilja
mig, þegar Jóna leit upp frá
vinnu sinni og spurðis
„Á ég ekki að tala fingra-
mál við hann fyrir þig?“ Ég
sé einnig fyrir mér bjarta
mynd úr sumarferðalagi. Stór
hópur úr starfsliði Veðurstof-
unnar stendur undir háu bergi.
Uppi í berginu er hellir, og úr
munna hans hangir gilt reipi
niður á jörð. Tveir hraustir
strákar klifra með erfiðismun-
um upp, en á eftir þeim les
Jóna sig upp kaðalinn, létt og
mjúk. Aðrir léku það ekki eft-
ir. Hún sem ekki átti líkams-
þrótt til jafns við aðra átti
mýkt og lipurð til að sigra
bergið.
Hæglát og dul háði Jóna ævi-
langa baráttu til þess að geta
verið fullgild í leik og starfij
og henni tpkst að verða það.
En gmnur minn er að oft hafi
hún þurft að beita sjálfa sig
hörðu. Þessa dagana leitar
stundum sú spuming á, hvort
henni kynni að hafa auðnazt
lengra líf, ef hún hefði sýnt
sjálfri sér meiri hlífð. Þeini
spurningu verður trauðla svar-
að, en það vitum við, starfs-
lið Veðurstofunnar, að í dag
kveðjum við samstarfsmann,
sem vann með okkur lengur
en kraftar leyfðu. Friður sé
með henni og blesstm fylgi
ástvinum hennar.
Adda Bára Sigfúsdóttir.
Þórður spyr hvort hann hafi aldrei lent í neinum
erfiðleikum á vafasömum hafnarknæpum.
„Jú, það getur svc sem allur fjandinn komið fyrh
mann á slíkum ,Töðum. Einu sinni var allri hýrunni
Btoiið af mér. Þá var gamail maður að syngja dásamieg
lög, og ég var svo hrfinn, að einhver sá sér færi
á að nappa frá mér veskinu".
Og Tómas sýnir skó sinn, þar sem hann getur fa'ið
peningaseðla: „Sá verður að vera meira en lítið klók rr
sem hefur af mér peninga nú“ segir hann hlæjandi.
Beitningamenn
og stýrimenn
vantar á bát írá Vestmannaeyjum. — .
Upplýsingar í síma 13578.
Yfirhjúkrunarkonustaitan
á Sólvangi Hafnarfirði
er laus til umsóknar. Umsóknir stilaðar til bæjarráðs
Hafnarfjarðar sendist foi-stjóra Sólvangs fyrir 1. febrúar
næst komandi.
Hafnarfirði 5. janúar 1963.
BÆJARSTJÓRX HAFNARFJARÐAR.
Auglýsing
fil Kópavogsbúa fró Bœj-
arsíma Reykiavíkur
Þeir, sem eiga óafgreiddar símapantanir í Kópavogi, eru
beðnir að endurnýja þær fyrir 20. janúar 1963, vegna
undírbúnings nýrrar símaskrár.
Pantanir, sem ekki verða endumýjaðar fyrir þann tíma,
verða skoðaðar sem úr gildi fallnar.
Reykjavík, 5. janúar 1963,
BÆJARSÍMI REYKJAVÍKUR.