Þjóðviljinn - 08.01.1963, Qupperneq 12
Næsfa frumsýnmg L. R. á miðviícudag
\n
Astarhringurinn
Annað leikrit Leikfélags Reykja-
víkur á þessu leikári verður
frumsýnt næstkomandi miðviku-
dag. Það heitir Ástarhringurinn
og er eftir Arthur Schnitzler,
austurrískan höfund.
Arthur Schnitzler (1862—1931)
var allþekktur leikrita- og skáld-
sagnahöfundur; fékk Grillparzer-
bókmenntaverðlaunin 1908. Ást-
arhringinn samdi hann árið 1903,
en bseði honum og öðrum þótti
það nokkuð djarft og var það
ekki sett á svið fyrr en tuttugu
árum síðar. Það hefur síðan
verið sýnt víða, og árið 1950 var
gerð eftir því kvikmynd sem sýnd
var hér. Eitt leikrita Schnitzlers
hefur verið sýnt hér áður —
^kilnaðarmáltíðin” sem L. R.
sýndi 1924.
Þessi leikur er um ástir þeirr-
ar gömlu Vínarborgar sem lofuð
er í margvíslegri léttri músík.
Hann er byggður upp mjög sér-
kennilega — í tíu atriðum leiks-
ins eru aðeins tveir leikarar á
sviöinu í einu; Hann og Hún.
1 fyrsta atriði hittast skækjan og
hermaðurinn, í öðru hermaður-
inn og stofustúlkan, stofustúlkan
og ungi herrann í hinu þriðja
og þannig koll af kolli þar til
ástarhringurinn lokast: í síðasta
atriði finnur greifinn skækjuna;
hver persóna mætir tveim á
ástafundi.
Af sjálfu leiðir að í þessu leik-
riti eru engin aðalhlutverk, allir
eru jafnir í Amor. En Vínar-
fólkið sem kemur við sögu er
leikið af: Þóru Friðriksdóttur,
Steindóri Hjörleifssyni, Bryndísi
Pétursdóttir, Birgi Brynjólfssyni.
Kristínu önnu Þórarinsdóttur,
Guðmundi Pálssyni, Guðrúnu Ás-
mundsdóttur, Helga Skúlasyni,
Helgu Bachmann, Erlingi Gísla-
syni. Leiksvið eru tíu, sem er
auðvitað óvenjulegt í Iðnó, en
vandinn er leystur með hugvits-
samlegu súlnaverki. Leiktjöld
gerði Steinþór Sigurðsson, en
hann hefur nú verið fastráðinn
leikt j aldamálari Leikfélagsins.
Leikstjóri er Helgi Skúlason. Þýð-
inguna gerði Emil Eyjólfsson
lektor.
Næsta verkefni
Forráðamenn Leikfélags
Reykjavíkur sögðu fréttamönnum
einnig frá næsta verkefni þessa
leikárs en það er „Eðlisfræðing-
arnir” eftir svissneska leikskáld-
ið Friedrich Dúrrenmatt. Þetta
ieikrit var fyrst sýnt í Sviss í
febrúar í fyrra og hefur vakið
meiri athygli, hrifningu og um-
ræður en flest önnur leikverk
síðustu áratuga — talið er að
það sé nú sýnt í fimmtíu leik-
húsum í Evrópu.
Eðlisfræðingarnir verða að öll-
um líkindum frumsýndir í seinni
hluta febrúar. Leikstjóri er Lár-
us Pálsson. eðlisfræðingana leika
Gísli Halldórsson, Guðmundur
Pálsson, Helgi Skúlason; af öðr-
um leikurum má nefna Þorstein
ö. Stephensen, Regínu Þórðar-
dóttur, Ingu Þórðardóttur, Helgu
Bachmann, Helgu Valtýsdóttur.
Aðsókn að fyrsta leikriti vetr-
arins, Hart í bak, hefur verið
sérstaklega góð; þegar hafa verið
haldnar 23 sýningar og alltaf fyr-
ir fullu húsi — er þetta metað-
sókn hjá LR f mörg ár. Ekki
er enn ákveðið hvort ráðizt verð-
ur i fleiri verkefni í vetur.
Málamiðlun Colombofundarins
Stjórn Kína tekui
vel í tilícgurnar
PEKING 7/1 — Kínverska stjórn-
in hefur gefið jákvætt svar við
tillögum fundar sex Asíu- og
Afríkuríkja í Colombo á Ceylon
um friðsamlega lausn landa-
mæradeilu Kína og Indlands.
Þetta var kunngert í Peking
í kvöld. I opinberri tilkynningu
sem fréttastofan Nýja Kína birti
segir að tillögur Colombofundar-
íns, sem forsætisráðherra Cey-
lons, frú Bandaranaike, hefur
lagt fyrir Sjú Enlæ forsætisráð-
Vilja nú stækka
brezka landhelgi
LONDON 7/1 — Sjávarútvegs-
málaráðherra Bretlands. Christo-
pher Soames, mun á fimmtudag
taka á móti fulltrúum brezkra
■togaraeigenda, sem bera munu
fram við hann kröfu um að
fiskveiðilandhelgin við Bret-
landseyjar verði færð út, en hún
er nú þrjár mílur, eins og land-
helgin. Brezkir togaraeigendur
krefjast þess að öllum erlendum
togurum verði haldið frá miðum
við strendur Bretlands, þar sem
þeir valdi bæði stórtjóni á veið-
arfærum brezkra fiskimanna og
stundi rányrkju á miðunum.
herra og aðra kínverska leiðtoga,
muni ekki verða birtar fyrst um
sinn. Tilkynningin var undirrituð
af Sjú Enlæ og frú Bandara-
naike. Tillögur Colombofundarins
verða einnig lagðar fyrir Nehru,
forsætisráðherra Indlands, og þá
fyrst birtar.
Kínverska stjórnin hefur lýst
sig samþykka þeirri skoðun Col-
ombofundarins að taka beri upp
samningaviðræður milli Indlands
og Kína í því skyni að binda
enda á landamæradeiluna milli
ríkjanna. Ríkin sem fulltrúa
áttu á fundinum í Colombo
(Ceylon, Indónesía, Burma,
Kambodja, Egyptaland og Mali-
lýðveldið) hafa lýst þeirri skoð-
un að það sanni friðsamlegar
fyrirætlanir kínkersku stjómar-
innar að hún skuli hafa látið
hersveitir sínar á landamærun-
um hörfa, en Sjú Enlæ hefur
sagzt kunni vel að meta viðleitni
þessara ríkja til að miðla málum
í deilunni.
f lok hinnar opinberu tilkynn-
ingar um viðræður frú Band-
aranaike og Sjú Enlæ er sagt að
bæði Kína og Ceylon ítreki stuðn-
ing sinn við meginregluna um
friðsamlega sambúð ríkja og hveji
öll ríki Asíu og Afríku til sam-
stöðu gegn ofbeldis- og út-
þenslustefnu heimsvaldasinna og
nýkólóníalista.
Þriðjudagur 8. janúar 1963 ----- 28. árgangur — 5. tölublað.
Slys á Akranesi
AKRANESI 7/1 — Klukkan þrjú á sunnudag er
verið var að landa síld úr Skipaskaga vildi það
slys til að háfur, sem búið var að hífa upp úr
lestinni hrapaði niður aftur, og varð maður und-
ir honum og stórslasaðisí. Hann bringubrotnaði,
rifbrotnaði — og stakkst það inn í lungað, einnig
skemmdist miltið eitthvað. Maður þessi heitir Ingvi
Bjarnason til heimilis hér á Akranesi. Ingvi var
skorinn upp til frekari rannsóknar kl. 11 í gær-
kvöld.
Hlaut 110 þúsund
króna námsstyrk
Helgi Skúlason og Helga Baehmann í hlutverkum sínum í ledk-
ritinu Astarbringurinn eftir Arthur Schnitzler, sem frumsýnt vcrð-
ur á morgun.
í frétt frá Íslenzk-ameríska fé-
laginu segir, að á síðastliðnu
vori hafi félagið fengið tUkynn-
ingu um, að Otto Bremer-stofn-
unin í St. Paul í Minnesota hefði
ákveðið að veita framvegis
árlega nokkra fjárupphæð til
styrktar háskólamönnum frá
Norðurlöndum til framhalds-
náms vestan hafs. Nú hefur
fyrsta styrknum sem veittur er
í þessu skyni verið úthlutað og
kom hann í hlut íslands. Er
hann 2500 dollarar eða um 110
þúsund krónur. Styrkurinn hefur
verið veittur Herði Lárussyni
menntskólakennara, sem nú
usuppm. tunnur
Á laugardaginn var heildarafl-
inn á vetrarsíldveiðunum orðinn
801.462 tunnur, eða rúmum
50.000 tunnum meiri en á sama
tíma í fyrra, Aflinn frá áramót-
um til laugardags var 135.000
tunnur, en siðan hafa bætzt við
101,800 tunnur og var heildar-
aflinn því í gær orðinn 903,262 I
tunnur mældar upp úr bát.
Hæsta veiðistöðin er sem fyrr
Reykjavík með 279.366 t.unnur,
þá Keflavik með 138.722, Akra-
nes 137.664 og fjórða í röðinni
er Hafnarfjörður með 90.418.
Alls hefur síld borizt til 9 staða.
Hér fer á eftir skrá yfir 10
Gerðardómur
Framhald af 1. síðu
gera upp fyrir suma útgerðar-
menn a. m. k. Verkalýðs- og
sjómannafélag Miðneshrepps
kærði þetta uppgjör þegar í stað
og fól Alþýðusambandi Islands
að höfða mál gegn LÍÚ fyrir Fé-
lagsdómi fyrir þetta samnings-
brot. /
Alþýðusambandið fól lögfræð-
ingi sínum, Agli Sigurgeirssyni,
hrl., að reka mál þetta fyrir Fé-
lagsdómi. Alllangt er síðan mál-
flutningur hófst, en síðan hefur
ekki verið frekar að gert í mál-
inu. Er svo að sjá sem ráðamenn
Félagsdóms telji, að sjómenn
megi gjarna þola nokkra bið
eftir endanlegu uppgjöri vertíð-
árkaupsins.
Málarekstur þessi er ein af-
leiðmg gerðardómslaga Emils
Jónssonar og hyggst LÍÚ-klíkan
nota þau lög sem skálkaskjól til
þess að klekkja á sjómönnum,
á þeim stöðum sem henni tókst
ekki að segja samningum upp
á löglegan hátt fyrir sumarver-
tíðina.
ÍSLENZKU STÚLKURNAR NR. 3 OG 5 !
hlýtur að Iaunum ferð til ^
Beirut þar sem hún verður g
heiðursgestur á Evrópukeppn-
inni. SAS kostaði keppnina H
og ferðir keppendanna,
Þetta er í annað sinn sem B
Guðrún Bjarnadóttir tekur ^
þátt í fegurðarkeppni erlend- ^
is og næst heldur hún til k
Mallorca þar sem hún tekur tj
þátt í alþjóðlegri keppni.
Nú um helgina íóku tvær
íslenzkar stúlkur þátt í nor-
rænni fegurðarsamkeppni i
Helsinki, þær Guðrún Bjarna-
dóttir fegurðardrottning ís-
lands 1962 og Auður Aradótt-
ir. Fór keppnin fram í
finnska sjónvarpinu og var
keppt um titilinn Miss Scandi-
navia. Guðrún varð númer 3
í keppninni og Auður nr. 5.
í keppninni tóku alls þátt
10 stúlkur eða tvær frá hverju
landi, Finnlandi, svíþjóð,
Noregi, Danmörku og íslandi.
Sigurvegari varð finnsk
stúlka, sænsk stúlka varð nr.
2, þá kom Guðrún Bjarna-
dóttir, fjórða varð norsk
stúlka og sú fimmta Auður
Aradóttir.
Sigurvegarinn í keppnlnni
aflahæstu skipin, en sjálf sild-
arskýrslan er á 2. síðu blaðsins.
Víðir II. GK 19.068
Haraldur AK 18.271
Halldór Jónsson SH 15.811
Náttfari ÞH 14.103
Skírnir AK 13.229
Guðm, Þórðarson RE 12.789
Hilmir KE 12.675
Eldborg GK 12.303
Auðunn GK 12.181
Pétur Sigurðsson RE 12.085.
1111
Blíða á Borgar-
firði eystri
Borgarfirði eystri 7/1 ’63. Veð-
ur hefur verið stillt og gott að
undanförnu, nær snjólaust í
byggð — aðeins föl á jörð og
bílfært um sveitina, til Héraðs
a.m.k. fyrir jeppa og má segja
að samgöngur hafi verið óvenju
greiðfærar, það sem af er þess-
um vetri. Síðustu dagana hefur
verið stillt veður og töluvert
frost.
Um skemmtanalíf um hátíð-
irnar er það að segja, að á veg-
um Ungmennafélags Borgarfjarð-
ar var sýndur tvisvar gamanleik-
urinn Saklausi svallarinn eftir
Arnold og Bach. Brennur voru
á gamlárskvöld og 3ja janúar
var álfadans og brenna. .
Að venju fer héðan margt
fólk til sjóróðra og margskonar
vertíðarvinnu til verstöðvanna
sunnanlands. Eru margir þegar
komnir í verið en aðrir fara
með næstu ferðum.
Hörður Lárusson
dvelur við framhaldsnám i
stærðfræði við liáskólann i
Minnesota.
Þá er í fréttinni skýrt frá því,
að eftirtaldir stúdentar hafi hlot-
ið námsstyrk á vegum ísienzk-
ameríska félagsins og Institute
of International Education til há-
skólanáms í Bandaríkjunum
skólaárið 1962—1963:
Svanfríður Larsen Akureyri til
náms í ensku við Smith College.
Ólöf B. Blöndail Siglufirði til
náms í ensku við Stephens Coll-
ege.
Gigja Friðgeirsdóttir Akureyri
til náms í ensku við Mount
Holyoke College.
Katrín S. Árnadóttir Reykja-
vik til náms í ensku við North-
east Missouri State Teachers
Col'lege.
Matthias Matthiasson Reykja-
vík til náms í verkfræði við
University of Kansas.
Guðrún Guðjónsdóttir Reykja-
vík til náms í ensku við New
York State University College of
Education.
Þrettándasprell
í fyrrakvöld urðu einhver ó-
læti á Strandgötunni í Hafnar-
firði, krakkar voru þar með
sprell og tepptu götuna um tíma
með drasli, sem þau drógu að
sér. Lögreglan ruddi götuna fljót-
lega og varð ekkert tjón af.
Lögreglan tjáði blaðinu að að sín-
um dómi hafi kvöldið verið ró-
legt. Ekki sé hægt að kalla það
óspektir, þó krakkar séu eitthvað
að leika sér.