Þjóðviljinn - 16.01.1963, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 16.01.1963, Blaðsíða 3
Míðvikudagrar T6. Janöar 1S6S > 3fOA 3 Sjónarmið de Gaulles hljóta engan stuðning innan EBE BRUSSEL. BONN, PARÍS 15/1. Öll aðildarríki Eínahagpbandalagsins, nema Frakkland og Lúxem- borg, b/stu því yfír í dag að þau væru andsnúin ummælum þeim sem de Gaulle Frakklandsforseti lét falla á blaðamannafundi í gær um væntanleg tengsl Bretlands við bandalagið. Forsetinn telur að full aðiid Bretlands sé ekki tímabær. Hinsvegar eru Bretar staðráðnir í að halda áfram samningum sín- um viS bandalagið með fullgilda aðild fyrir augum. í Brussel er sú skoðun ríkj- andi að Frakkar séu staðráðnir í að vinna gegn aðild Bretlands og að ekki sé unnt að búast við því að þeir geri nokkrar tilslak anir í þeim efnum í náinni framtíð. Þar af leiðandi séu miklir erfiðleikar framundan enda þótt ekki sé vonlaust að Bretlanl komist í bandalagið á endanum. Flestir bíða með nokk urri eftirvæntingu eftir þvi sem Bretar taka til bragðs. Eininguna skortir í yfirlýsingu vestur-þýzku rik- isst.iómarinnar segir að gera varði ráðstafanir til að koma á einingu meðal bandalagsland- anna sex varðandi inngöngu Bretlands. Formaður þingflokks Kristilega demókraitaflokksins, Hieinrich von Brentano, sagði á blaðamannafundi í dag að inn- ganga Bretlands í Efnahags- bandalagið myndi styrkja hinn frjálsa heim” og setti Adenauer kanslari að reyna að tala um fyrir de Gaulle þegar þeir hitt- ast að máli í Paríls í næstu viku. Nefndin sem annast samninga- viðræðumar við Breta fyrir hönd Vestur-Þj óðverja lét í dag frá sér fara stutta yfirlýsingu þar sem segir að nauðsynlegt sé að Bretland verði fullgildur að- ili að Efnahagsbandalaginu og að auka aðild sé engin lausn þegar Bretar eigi í hlut. Paul Henry Spaak, utanríkis- ráðherra Belgíu, skýrði í dag frá því að stjóm sín væri ósam- mála de Gaulle. Hann sagði að það myndi hafa mjög óheppileg áhrif á gang alþjóðamála, ef samningamir um aðild Bret- lands færu út um þúfur. Enn- fremur kvaðst hann vera þeirr- ar skoðunar að innganga Bret- lands í Efnahagsbandalagið hefði ekki meiri erfiðieika í för mð sér en innganga Frakka ár- ið 1956 (þ.e. viðræðumar um KOMA-samninginn). Utanrílldsráðherra Hollands, Joseph Luns, kvaðst sömuleið- is vera ósammála Frakklandsfor- seta um áhrifin af inngöngu Breta. Hann sagðist álíta að unnt væri að komast að sam- komulagi sem allir mættu vel við una. Italska sendinefndin í Bruss- el segir í yfirlýsingu að ítalir séu ákveðnir í að halda áfram samningum við Breta. Ennfrem- ur harmar nefndin að de Gaulle lét hin óheppilegu orð falla á meðan mikilvægar samningavið- ræður fóm fram. Lúxemborgarar hafa enn ekki sagt álit sitt á ummælum de Gulles, en tallið er að einnig þeir séu andvígir sjónarmiðum forsetans. Bretar halda áíram Málsvari brezka utanríkis- ráðuneytisins skýrði frá þvá í dag að Bretar myndu halda á- fram viðræðunum í Brussel. Jafnframt benti hann á að Bret- ar ættu f viðræðum við sex bandáiagsríki en ekki aðeins eitt. Ekki taldi hann líklegt að for- sætisráðherrar samveldisland- anna yrðu kvaddir saman til ummæla de Gaulles. fundar í náinni framtíð vegna Utanríkisráðuneytið banlariska hefur enn ekki látið í ljós skoð- un sína á ummælum Frakk- landsforseta. I Jarðskjálftar rok og snjóþyngsli í Evrópu LONDON 15/1. — 1 gær var sætnilegt veður víða á megín- landi Evrópu en í dag kólnaði aftur. Þar að auki gerðu skriðu- föll, rok og jarðskjálftar vart við sig víða í álfunni. 1 Vínarborg var manndráps- bylur sem reif þök af fjölmörg- um húsum og braut gluggarúður í stórum stfl. Þar sem kaldast var í Austurríki var um 30 stiga frost. 1 Róm var talsvert frost í morgun. Jarðskjálfti eyðilagði kolanámu í Udine á Norðaustur- Italíu. Jarðskjálfti þessi kom einnig fram á mælum í Rúmen- íu. Snjór og ís torvelduðu sam- göngur á sjó og landi í Dan- mörku. Rok mikið var úti fyrir suðurströndum Svíþjóðar og Danmerkur og kom það sér vel fyrir ísbrjótana. Þeim tókst að losa um 40 farkosti úr ísnum. I Póllandi stöðvaðist bæði um- ferð lesta og bifreiða í dag. LAUGAVEG! 18® SÍMI 19113 TSL SÖLU íbúðir af öllum stærðum, iðnaðar- húsnæði og bátar. HÖFUM KAUPENDUR að íbúðum af öllum stærðum. EINNIG KAUPANDA að verzlunarhúsnæði við Laugaveg eða í miðborginni. Iiafið samband við okkur ef þið þurfið að selja eða kaupa íbúð. SÖLUÞJÓNUSTAN Laugavegi 18 4. hæð. — Sími 19113. Frá Matsveina og weitingaþ/ónaskólanum 8 vikna matreiðslunámskeið fyrir byrjendur hefst mánu- daginn 28. janúar. Kennt verður 4 kvöld í viku frá kL 10 00 til 22.00 — Einnig verður haldið framhaldsnámskeið matreiðslu fyrir þá sem hafa lokið byrjendanámskeiði eða hafa stundað matreiðslustörf áður. Kennt verður 4 daga í viku frá M. 14.00 til 18.00. — Innritun fer fram f skrifstofu skólans 21., 22. og 23. janúar kl. 4—5 s.d. Nánari upplýsingar í síma 19615 og 17489. SKðLASTJÓRI m BURDA TÍZKURLABÍÐ VINSÆLA með háraákvæmum litp?entuðum sniðum. Nýjastð tízka fiá PARÍS — RÓM og MtíNCHEN Hentuam hversdagsiatnuður, sér snið fyrir yfir- stærðir. Unglingafatnaður — barnafatnaður TJrval urjónauppskriíta (danskur texti) Teppi — dúkar — púðar og alls konar föndur. Matar og kökuuppskriftir. SNIÐ FYLGIA ÖLLIM MÓDELUM (danskar skýr.). Ótsöluverð kr. 24,75. BÓKHLAÐAN Laugavegi 47. — Sími 16031. Kennedy ! ! „stetiti maður Evrópu " ,splundrar vestrinu " de Gaulle De Gaulle Frakklandsforssii hélt fund með blaða- mönnum í París í fyrradag. Það hafði vitnazt að á þess- um fundi myndi hann taka af skarið varðandi afstöðu frönsku stjómarinnar í þeim tveim höfuðmálum sem að undanfömu hafa valdið á- greiningi milli vesturveld- anna, kjamorkuvopnabúnaði Atlanzhafsbandalagsríkjanna og aðild Bretlands að Efna- hagsbandalagi Evrópu. Þeir tæplega níu hundmð frétta- menn sem hlýddu á mál hans urðu ekki fyrir voa- brigðum; forsetinn talaði enga tæpitungu, heldur lýsti yfir fullkominni andstöðu bæðj. við stefnu Bandaríkj- anna í kjamorkumálunum og við aðild Breta að Efnahags- bandalaginu, nema þá gegn slíkum afarkostum sem vitað er, að þeir geta alls ekki sætt sig við. Bretar myndu ekki eiga kost á inngöngu í EBE nema þeir féllu frá öllum kröfum sínum um fríðindi, bæði til handa samveldislöndunum og brezkum bændum og svik.iu marggefin loforð sín um að gera enga samninga um að- ild nema að hagsmunir anr- arra ríkja Fríverzlunarbanda- lagsins væm tryggðir. En jafnvel þótt Bretar sættu sig við þessa afarkosti, taldi de Gaulle að Efnahagsbandalag- inu myndi vera fyrir beztu að þeim væri ekki hleypt í það. Aðild Breta og ann- arra þjóða sem koma myndu í kjölíar þeirra myndi ger- breyta eðli bandalagsins. Frakkar og hinar meginlands- þjóðimar sem til þess stofn- uðu myndu missa öll tök á þvi og endirinn yrði sá að það yrði að lúta boði og banni Bandaríkjanna í hví- vetna. Það myndi því heppi- legast að Bretum yrði aðeins veitt aukaaðild áð Efnahags- bandalaginu. Hitt málið sem de Gaulle gerði að umtalsefni á blaðamannafundi sínum var tilboð Bandaríkjastjómar að láta Frökkum í té Polarís- flugskeyti með sömu skilyrð- um og Macmillan gekki að á fundi sínum með Kennedy forseta í Nassau fyrir jól. De GauUe hafnaði þessu boði aJ- gerlega og ítrekaði enn þann fasta ásetning frönsku stjóm- arinnar að koma sér upp kjamavopnabúnaði sem hún ein réði yfir. Tilgangur Banda- ríkjastjómar með því að bjóða Bretum og Frökkum Polarieskeytin var tvíþættur: Annarsvegar að tryggja að Bandaríkin gætu eftir sem áður haft hönd í bagga með kjamorkuvopnum hinna evr- ópsku bandamanna sinna og hins vegar að gera de Gaulle viðráðanlegri í þeim samn- ingum sem Bandaríkjastjóm telur óhjákvæmilegt að vest- urveldin taki upp við Sovét- ríkin. Með þessu boði var gengið að þeirri kröfu sem de Gaulle hafði í upphaö síðara stjómartímabils sins gert að höfuðatriði í viðskipt- um við hina engilsaxnesku bandamenn, að Frakkar fengju jafna hlutdeild á við hvom þeirra í yfirherstjóm Atlanz- bandalagsins. Þá var þeirri kröfu hafnað og nú þegar að henni er gengið, hefnr de Gaulle snúið við blaðinxx. Fyrir honum vakir ekki leng- ur að tryggja stórveldisað- stöðu Frakklands með jafn- rétti á við Bretland og Bandaríkin innan Atlanzhafs- bandalagsins, héldur nota það vald sem Frakkar hafa tryggt sér sem forysturíki Efnahags- bandalags Evrópu og með hinni nánu samvinnu við Vestur-Þjóðverja til þess að bjóða hinum engilsaxnesteu stórveldum byrginn. Andstaða de Gaulle gegn brezkri aðild að EBE og neitun hans við Polaris-tilboði Bandaríkjanna eru þannig af sama toga spunnin. Hvort tveggja á rætur sínar að rekja til þess meginsj ónarmiðs sem de Gaulle hefur hamrað á i ræðu og riti árum saman: Að ríki Vestur-Evrópu með Frakkland í broddi fylkingar hafi sérstöku hlutverki að gegna á alþjóðavettvangi og of náin tengsl þeirra við eng- ilsaxnesku löndin séu þeim einungis til trafala. „Ummæli de Gaulle voru í fuUu sam- ræmi við það sjónarmið hans að gauUistísk Evrópa eigi að verða þriðja veldið milli hinna tveggja stórveldabanda- laga. Það sjónarmið hefur að traustum gmndvelli nána hemaðar-, stjómmála-, eöia- hags- og menningarlega sam- vinnu Frakklands og Vestur- Þýzkalands“, sagði þannig ítalska stjómarblaðið II Messagero í gær. Yfirlýsingar de Gaulle á fundinum í París í fyrra- dag koma engum á óvart sem fylgzt hafa með sívaxandi á- greiningi milli forysturíkja Atlanzhafsbandalagsins. 1 fyrsta tölublaði Þjóðviljans á hinu nýja ári var að honum vikið á þessum stað og tveim- ur dögum áður en de Gaxille leysti frá skjóðunni birtist hér í blaðinu grein M.T.Ó. um „á- tök framundan milli Kenne- dy og de Gaulle“. Lesendur annarra íslenzkra blaða kunna hins vegar að furða sig á tíðindunum frá París: Þeim sem lásu innfjálga lýs- ingu leiðarahöfundar Morgun- blaðsins á „hinum sterka manni Evrópu“ mun að lík- indum veitast erfitt að skilja að hún hafi átt við sama mann og eitt brezku íhalds- blaðanna sagði um í þver- sx'ðufyrirsögn á forsíðu sinni í gær: „De GauUe splxmdrar vestrinu“. ás. 4

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.