Þjóðviljinn - 16.01.1963, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 16.01.1963, Blaðsíða 1
Miðvikudagur 16. janúar 1963 — 28. árgangur — 12. tölublað. Stórfelldttr samdróttitr í íbúðo- bygginguni í Reykjavík - S\á við- tal við Guðmund Vigfússon á 2. síðu Bæjarstjórnin iHafnarfírði: Samvinnuslit Framsókn- ar og íhaidsins i gær w. \ \ „AðstoðirT við togarana Sviviröileg ing bátaútve í gær var gerð að um- talsefni sú furðulega ráð- stöfun stjórnarvandanna, að neita fyrirtækinu „ís- lenzkur fiskur" um út- flutningsleyfi fyrir 10.000 tonnum af ísaðri síld á þeim forsendum að togar- arnir verði að sitja að út- flutningi ísvarinnar síldar. „fslenzkur fiskur" hafði gert samning við þ.zkt fyrirtæki um kaup á þessu magni og vildu Þjóðverj- ar borga 3 krónur fyrir kílóið af stórsíld og 2,60 fyrir kg. af smásíld komna um borð í skip hér. Þetta verð er meira en 100% hærra en síldarútvegs- menn fá nú. í gær og á mánudaginn seldu 5 togarar síld í Vestur- Þýzkalandi, ýmist eingöngu eða með eigin afla. AIIs seldu skipin 1000 tonn af síld fyr- ix 5,9 níilljðnir. Síld þessa hafa togaraeigendur keypt við skiipshlið fyrir kr. 1.57 kílóið eða 1570 krónur tonnið. alls fyrir 1,7 milljónir króna. Brúttóhagnaður togaraeigenda af þessum útflutningi er því um 4,2 milljónir. Eitt skipa þessara var tog- arinn Freyr, eign Ingvars Vil- hjálmssonar. Hann fékk feiknaverð, eða um kr. 6,40 fyrlir kílóið, alls 1.7 milljón- ir fyrir farm, sem kostar 429.000 hér. Brúttóhagnaður Ingvars af þessum eina farmi, er því um 1,3 milljónir króna. Ingvar gerir sjálfur út a.m. k. 3 síldveiðibáta, Ásgeir, Haf- þór og Björn Jónsson. Hann hefur sjálfsagt tekið sildina af þeim að mestu eða öllu leyti og borgað fyrir hana skiptaverðið kr. 1.57 á kíló. Ekki þarf að gera Þvi skóna að sjómennirnir 4 síldarbát- um Ingvars fái nokkra hlut- deild í hinu háa verði, sem fékkst ytra. Hér er bví um lögverndaða féflettingu að ræða. Aðstoð ríkisvaldsins við togarana, með því að láta þá sitja fyrir útflutningi síldar- innar, er því fólgin í bví að ræna miklum fúlgum úr vös- um bátasjómanna og afhenda þær togaraeigendum með djúpu bugti. — G.O. ! Landhelgisfíugvélin SIF stórskemmist Sríemma í gærmorgun vildi til það óhapp á Reykjavíkurflugvelli, að kranabíl var ekið inn- undir væng nýju land- helgisflugvélarinnar þar sem hún stóð utan við flugskýli Landhelgis- gæzlunnar og varð vængurinn fyrir miklum skemmdum sem enn eru ekki að fullu kannaðar hve alvarlegar eru. Þjóðviljinn snéri sér í gær til Péturs Sigurðssonar forstjóra Landhelgisgæzlunnar og spurði hann eftir skemmdum á vélinni og hvernig þetta slys hefði bor- ið að. Samkvæmt frásögn Péturs stóð Sif. en svo heitir flugvél- in. fyrir utan flugskýlið tilbúin til flugs er kranabí-1 frá Lands- smiðjunni var ekið á hana. Átti að fara að vinna með kranan- um að viðgerð á flugskýlinu. Gætti ökumaður kranabílsins þess ekki. að hann var með kranann á lofti er hann ók inn undir væng flugvélarinnar. Við áreksturinn hjó kraninn skarð í vænginn og reif hann neðan. Einnig laskaði kraninn einn benzíntank flugvélarinnar og rann benzín af tanknum. Var slökkvilið vallarins kvatt á vett- vang í öryggisskyni en sem bet- ur fór kviknaði ekki í benzíninu. Forstjórinn sagði að enn væri ekki vitað til fulls hversu alvar- legar skemmdirnar á vélinni eru. Var vélin látin standa óhreyfð í gær til þess að benzínið þorn- aði upp en í dag verður hún væntanlega tekin(inn í skýlið og skemmdirnar á vængnum kann- aðar til hlítar. Skiptir það mestu máli. hvort aðalbitar 1 vængn- um hafa skemmzt eða ekki. Pétur sagði, að þeta slys með flugvélina kæmi sér ákaflega iJla. Væri ógernin@ur aö segja Um það, hve langan tímia við- gerðin tæki eða hvort hægt væri að gera til fulls við vélina hér á landi. Það kæmi ekki í ljós fyrr en við nákvæmari skoðun á skemmdunum. Verður Landhelg- isgæzlan fyrst um sinn að not- ast við gömlu flugvélina, Rán, meðan þessi er í lamasessi. ByggSasafnsbús Hrútafirði 8/1 — í byrjun desember var lokið við að koma undir þak byggðasafns- húsi fyrir Stranda- og Húna- vatnssýslur, sem byggt er á Reykjatanga. Lokið var bygg- ingu nokkurs hluta hússins í fyrra og þar er nú til húsa Ófeigur hið fræga hákarla- skip frá Ófeigsfirði á Strönd- um. Húsið er samtals 550 fermetrar. Teikning var gerð á Teiknistofu landbúnaðarins. Byggingameistari er Hákon Kristjánsson. Búið er að saína allmikílu af munum til safnsins. Þau tíðindi gerðust á fundi bæjarstjórnar Haínaríjarðar í gær að bæjarfulltrúi Framsókn- arflokksins gaf þá yfir- lýsingu að lokið væri samstarfi við íhaldið sem komst á — eftir talsvert bóf — að loknum bæj- arstjórnarkosningunum á síðasta sumri. Yfirlýsingin sem Jón Pálmason bæjarfulltrúi Framsóknarflokks- ins gaf er svohljóðandi: „Vegna alvarlegs ágreinings, sem risið hefur á milli Fram- sóknarflokksins og Sjálfstæðis- flokksins um samstarf í bæjar- málum og þar sem trúnaðarráð Framsóknarfélagsins hafnaði málamiðlun hinn 7. jan. sl. svo og með tilvísun til bréfs er full- trúar Framsóknarfélagsins ritaði bæjarfulltrúum Sjálfstæðis- flokksins hinn 3. jan. sl. lít ég svo á að bæjarmálasamningur- inn frá því í júlí 1962 á milli nefndra flokka, sé ekki lengur í gildi". Blaðið hafði í gærkvöld sam- band við Kristján Andrésson bæjarfulltrúa Alþýðubandalags- ins í Hafnarfirði um þetta mál. Hann kvað það álit sitt, að sam- starf íhalds og Framsóknar, — sem mun líklega stytzta sam- starf um bæjarmál sem um get- ur — hafi fyrst og fremst farið út um þúfur vegna furðulegs hroka íhaldsins gagnvart sam- starfsmönnum sínum og hæjar- búum yfirleitt. Þessi málalok má skoða sem sigur fyrir Verkamannafélagið Hlíf og þá menn, sem sætt hafa atvinnuofsóknum af háifu íhalds- ins. Úm síðustu áramót sogðu sem kunnugt er 14 verkamenn upp vinnu sinni hjá Bæjarútgerðinni til þess að mótmæla atvinnuof- sóknum hinna nýju húsbænda, og Verkamannafélagið Hlíf studdi þessi mótmæli verka- manna. Framsókn treysti sér ekki leng- ur til að bera ábyrgð á þessum ofsóknum og fjandskap íhalds- ins við verkalýðshreyfinguna__í bænum. Einnig hefur komið mjög skýrt fram hvað lítið mark var takandi á áróðri íhaldsins fyrir bæjarstjórnarkosnmgarnar, þeg- ar það kvartaði sem mest yfir úi- svörum í Hafnarfirði. Nú begar það átti að fara að stiórna bænum. gerði það kröfu um^að hækka útsvör Q? önnur gjöld bæíarbúa um 4V2 milljón. en það er mesta hækkun sem um getur í sögu bæiarins. Það er þannig í raun og veru verkamennirnir, sem knúið hafa fram þá atburði, sem nú hafa gerzt og aigrað í þessu máli. En um leið er það að sjálf- sögðu krafa «m að við taki nýr meirihluti, sem vill hafa vinsam- leg samskipti viö verkalýðshreyf- inguaa. Bl Þessar óvenjulegu myndir eru teknar í þorpinu Toítse-Lykovo i nágrenni Moskvu. Þrír þorps- búar, Leond Alívín og bræðurn- ir Évgení og Léf Sjevaldisjef, hafa það fyrir fasta venju að synda á hverjum degi í Moskvu- ánni hvernig sem viðrar. Á efri SCARLAR' myndinni s'jást þremenningarn- ir leika knattspyrnu á lshiji"n áður en þejr hefja sundið en á neðri myndinni sjást tveir þeirra á sundi í vök sem höggvin hef- ur verið í ísinn á ánni. Já það má með sanni segja um þessa pilta, að þeir séu „kaldir karlar". FRÉTTIN VAR RUNNIK FRÁ FORMANNI ÍR Reynir Sigurðsson, formaður'5' Iþrót.tafélags Reykjavíkur, hefur sent blaðinu þessa athugasemd vegna fréttar Morgunblaðsins um komu ungverska íþróttaþjálfar- ans Gabors til fslands: — Þar sem upphaflega fréttin í Morgunblaðinu um hingaðkomu Simonyi Gabors er frá mér runn- in, vil ég taka það fram, að mér þykir mjög leitt að umrædd írétt Morgunblaðsins skuli hafa valdii luisskilniusi meðal fólks. Fiugvé) hrapar SAO PAULO 15/1 — Brasilisk farþegaflugvél af gerðinni Conv- air með 47 farþega innanborðs hrapaði í dag til jarðar skammt frá Sao Paulo. Slysið vildi til aðeins fimm mínútum eftir að flugvélin hóf sig til lofts. Talið er að um helmingur farþeganna hafi lifað slysið af.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.