Þjóðviljinn - 16.01.1963, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 16.01.1963, Blaðsíða 5
ÞJÓ©VELJ1NN SföA g MSðvíkiKÍa-gur 16. janúar 1963 Einn mannanna á B-listan- van, lista starfandi sjómanna, í Sjómannafélagi Reykjavíkir, er Árni J. Jóhannsson. Hefur hann beitt sér af kappi i kosn- ingunum, enda verið lagður mjög í einelti af landliðsklik- unni. Sumir stjómendur félags- ir.s hafa gersamlega misst etjóm á sér, eins og útsendari íhaldsins í Sjómannafélaginu Pétur Sigurðsson, sem lét sér sæma að skrifa þannig um Árna og fleiri á lista starfandi sjómanna í blað Sjómannalí- lagsins sjálfs, að þar er á ferð- inni atvinnurögur af svívirð - legasta tagi. Mun eins dæmi að stjórnarmaður í verkalýðsfélagi skuli birta þannig níðingsskrif um félagsmenn og mun Pétur sjálfur hljóta verðskuldaða smán af. •k Þjóðviljinn spurði Áma um álit hans á kosningunum i Sjómannafélaginu að þessu sinni og þátt landliðsins, oa svaraði hann á þessa leið: — Ég verð að segja að það hefur verið mikil kennslustund fyrir mig eftir tuttugu og fimm ára veru í Sjómannafélaginu að kynnast náið þessum stjórn- arkosningum. Það er óneitan- lega lærdómsríkt að fá að vita að varla mun sú starfstétt manna í þjóðfélaginu að hún eigi ekki sinn eða sína fu1’.- trúa sem fullgilda meðlimi í Sjómannafélagi Reykjavíkur. Þar eru til dæmis hópur manna sem áreiðanlega eru í félögum innan bandalags starfsmanna ríkis og bæjíi strætisvagnabfl- stjórar, lögregluþjónar. pósr- menn. Ég tel engan efa leika á því, að sé miðað við tói- una 1450 sem nú er a kjörskrá sé meiri hluti kjörskrámanna úr öðrum starfstéttum. Pétur Sigurðsson hefur talið í blaða- grein að þetta lið sé rúmlégra 500 manns. En það er ekki of- mælt að tala um sjö hundruð manns sem þannig stendur á með. Þarna eru stórir hópar sem alger fjarstæða er að hafa BUÐIN KLAPPARSTtG 26 Arni .1. Jóhannsson. skuli full félagsréttindi í S.R. svo sem stýrimenn og skio- stjórar á farskipum, en sumir þeirra eru búnir að vera yfn- menn á farskipum frá því ég byrjaði sem messadrengur a Súðinni. — Almælt er að margir reyk- vískir sjómenn standi utan Sjó- mannafélags Reykjávíkur. — Ég er nú ekki eins kunn- ugur á togaraflotanum og á farskipunum og fiskibátum, f-n ég hef reynt að kynna mér þétta nú undanfárið. Og mér hefur brugðið illilega í brún, eins og t.d. þegar upp kem •v að á togaranum Geir RE 241 sem gerður er út hér irá Reykjavík, eru ekki nema tveir menn félagar í Sjómannafélag- inu, af að rriinnsta kosti tutt- ugu skipverjum sem ættu að vera á því, starfs síns vegna. Svona mun vera með fleiri, t.d. munu ekki fleiri en 3—4 menn vera í Sjómannafélaginu á togaranum Sigurði, nú þeg- ar hann loksins er laus úr þanghafinu og kominn á veið- ar. Og á fiskibátunum í Reykja- vík eru þetta frá tveimur _o2 þegar bezt lætur sex menn fé- lagar í Sjómannafélagi Reykja- víkur. — Hver heldurðu að ástæ.'- an sé? , — Aðalástæðan er að min- um dómi starfsleysi staris- manna félagsins í þessum efn- ÚTSALA ÚTSALA K^rlmannabuxur — drenqjabuxur — d^mubuxur — teipnabuxur — næríöt og margt fleira Toledo Fisrhersundi. —- um, en þeir sjást sjaldan um borð í fiskiskipum, og alls ekki eins oft og æskilegt væri, og hafa þeir þó bíl til afnota og skammt er frá skrifstofunni ti! hafnarinnar. Að mi / im dómi var þetta í mun betra lagi með- an Sigurðar Ölafssonar, bess góða starfsmanns, naut við og hafði hann þó ekki annan far- kost en reiðhjól. En hitt er rétt, að menn eiga sjálfir að hafa áhuga til þess að ganga í stéttarfélag sitt. Ég gekk í íé- lagið daginn áður en ég var skráður í skiprúm, og hef verjð þar síðan með góðri samvizku. ★ — Hvað viltu segja um kosn- ingarnar núna? Heyrzt hefur að sjómönnum þyki kjörskráin ónákvæm. — Já, það hefur þótt brenna við. Nokkur brögð hafa venð að þvi að menn hafa ekki ver- ið á kjörskrá sem reynzt hafa eiga til þess rétt. Það hefur líka komið fyrir að ungirsvein- ar hafa komið til að kjósa. yngri en svo að þeim sé ætl- að að vera fullgildir félags- menn. Þess eru dæmi að menn sem búsettir eru erlendis eru á kjörskrá sem fullgildir félag- ar og gamalmenni upp í sveit. Er vandséð hvernig staðið er að því að greiða gjöld slíkra félagsmanna eða innheimia þau. Ég veit þannig um einn félaga minn frá fyrri dögum sem nú er búsettur úti í Kaup- mannahöfn. Ég tel mjög hæo- ið að teygja svo ákvæði félags- laga Sjómannafélagsins um , nágrenni" Reykjavíkur að þuð geti náð til úthverfa Kaup- mannahafnar eða upp í afdali á Islandi. Ég held líka að fyrirkomu- lagið í kosningunni, að láta kjósa á skrifstofu félagsins í kosningum sem standa mánuð- um saman, sé ekki til fram- búðar. Það er ekki eðlilegt að á slíkan kjörstað komi fjöidi manna sem eiga allt önnur er- indi. Þefta er allt öðru má!i að gegna með verkalýðsfélóg sem ljúka kosningum af á ein- um degi eða tveimur. Væntan- iega rætist úr bessu í sam- bandi við nýja húsið, svo fé- lagið geti haft sérstakt her- bergi til kosninganna. — Telur þú nauðsyn á deilda- skiptingunni, að fiskimanna- deild og farmannadeild verði innan félagsins? — Já, ég álít það mjög á- ríðandi mál, brýnt nauðsynja- mál. Það er allt annað og ó- skylt að taka prósentur af afla eða taka mánaðarkaup að við- bættri eftirvinnu. Slíkar launa- greiðsluaðferðir eru ólíkar eins og dagur og nótt og eiga raun- ar enga samleið. Nú er líka að verða minna um það, að t.d. sjómenn af farskipunum fari á fiskiskipin. Eftir því sem far- skipaflotinn hefur stækkað, og hann er enn í örum vexti, hef- ur þetta komizt í fastari skorð- ur, og eðlilegra að innan fé- lagsins starfi farmenn og fiski- menn í deildum að sínum sér- málum. ★ — Sjómenn kvarta yfir þvi að þeir séu ekki alltaf spurðir um framleigingu samninga og slík kjaramál.. —Já, um það er t.d. nýlegt dæmi að trúnaðarmarinaráð framlengdi bátakjarasamning- ana án þess að bátasjómenn væru spurðir, en trúnaðar- mannaráðið er skipað fulltrú- um félagsins á Alþýðusam- bandsþing, og í því allavega fólk, m.a. forstjórar og vérk- stjórar. Og svo hefur það held- ur en ekki farið í vöxt að rík- isvaldið gripi inn í kjaramál sjómanna og beinlínis ákveði þeim kaup og kjör. Það var gert í sumar með gerðardómn- um, en með honum var rænt tíu þúsund til fjörutíu og þrjú þúsund krónum af síldveiði- sjómönnum. Og einnig á öðrum sviðum hafa kjör verið rýrð, t. d. er tilfinnanleg lækkunin hjá togarasjómönnum þegar siglt er með aflann. Ekki eru samn- ingamir fyrir farmenn til neinnar fyrirmyndar heldur. Þar hafa menn sem sumir hverjir hafa siglt með prýði í eina þrjá áratugi svipað fast kaup og afgreiðslustúlkur í I mjólkurbúðum. Sjómennirnir hafa lægra eftirvinnukaup en mennimir sem með þeim vinna á ýmsum höfnum úti á landi. Kaup þeirra er 27 krónur á tímann og það getur hækkað upp í 40 krónur, og hærra kemst það aldrei hvort sem það er á sjálfan jóladag eða ný- ársnótt. Mér finnst því þegar litið er yfir sjómannasamningana sem nú gilda að stjórn Sjómanna- félags Reykjavíkur hafi þar aí litlu að státa. ★ — Hváð viltu ségja um níð- skrif Féturs Sigurðssonar og annarra landliðsherra um þig undanfarið? — Ég er orðinn ýmsu vanur og læt mér ekki bregða þó að að mér sé beint skeytum. Ég sigldi mestallt stríðið og þá var líka beint að mér eins og öðr- um íslenzkum sjómönnum mörgu hættulegu skeyti og margir félaga minna féllu. Mér lánaðist að sleppa án þess að þau hittu mig eða særðu. Og ég held að þessi skeyti míns gamla skipsfélaga, Péturs Sig- urðssonar, muni líka geiga og ekki hitta mig né særa og ekki heldur breyta áliti skipsfélaga minna eða annarra sem mig þekkja. Og heldur ekki það sem Sigfús Bjarnason lætur sí- ast í gegnum fréttastjóra Al- þýðuþlaðsins í sama dúr. — Kn heldurðu ekki að þessi skrif geti verkað sem atvinnu- rógur? — Það er efalaust, þessi skrif geta haft einhver áhrif á menn sem ekki þekkja mig, og ekki líklegt að þeir væru viljugir að ráða mig í skiprúm ef þeir tækju eitthvart mark á höf- undunum. En mér finnst þetta léleg launauppbót fyrir starf mitt hjá Eimskipafélaginu. sem orðið er alllangt, og ég hef reynt að vinna af samvizku- semi, og nokkuð langt gengið að forvígismenn Sjómannafé- lagsins skuli birta skrif i blaði félagsiris sem gætu bent til þess, að þeim væri ósárt um, þó vissir félagsmenn yrðu plásslausir. Þannig berst at- vinnurekendavaldið gegn mönnum verkalýðshreyfingar- innar þar sem það þorir og kemur þvi við, en ef stjórn verkalýðsfélags gengur til þess ljóta leiks, heggur sá er hlífa skyldi. En hafi það verið ætlunin að hræða mig frá baráttu fyrir rétti starfandi sjómanna verður það árangurslaust. Ég mun ekki láta hlut minn né félaga minna. Mér finnst það blettur á ís- lenzkri verkalýðshreyfingu að starfandi íslenzkir sjómenn skuli ekki njóta réttar síns í stéttarfélagi sínu fyrir alls kon- ar lýð sem ekki á þar heima. starfi sínu samkvæmt. Það verður að breytast og ég trúi ekki fyrr en ég tek á að sjó- menn skilji ekki sinn vitjunar- tíma og fylki sér um lista starfandi sjómanna, B-listann. Útgefandi: Sameiningarflokkur alþýðu — Sósíalistaflokk- urinn. — Ritstjórar: ívar H. Jónsson, Magnús Kjartansson, Sigurð- ur Guðmundsson (áb) Fréttaritstjórar: Jón Bjarnason, Sigurður V. Friðþjófsson. Ritstjórn, afgreiðsla, auglýsingar, prentsmiðja: Skólavörðust. 19. Sími 17-500 (5 línur). Áskriftarverð kr. 65 á mánuði. m»i jjinumi Rógburöur Varðbergsfundinum s.l. laugardag var Áki Jakobsson að því spurður hvort íslenzkir sós- íalistar fengju fé erlendis frá til starfsemi sinn- ar og hann svaraði þannig „að ekki myndi nokk- urn tíma koma til þess að Þjóðviljinn þyrfti að stöðvast vegna fjárskorts". Þetta svar er glöggt dæmi um heiðarleik og drengskap Áka Jakobs- sonar — hann hagaði orðum sínum svo að aft- urhaldsblöðin gætu hagnýtt þau að eigin geð- þótta. Og ekki stendur á Vísi; hann segir í fyrradag: „Það hefur lengi verið kunnugt að kommúnistaflokkurinn íslenzki er rekinn fyrir erlent fé. Hins vegar er það mál þannig vaxið að ekki hefur verið unnt að færa að því skjal- legar sannanir. Svo margar duldar leiðir eru til þess að koma erlendu fé inn í landið. Þess vegna er þessi uppljóstrun fyrrverandi ráðherra komm- únista, sem um langt árabil var einn helzti for- ingi flokksins, mjög mikilsverð. Hér stendur það svart á hvítu að Þjóðviljinn er rekinn fyr- ir austrænt fé . . . Nú er ekki lengur hægt að berja höfðinu við steininn. Ráðherra flokksins hefur talað.“ þannig leggja Áki Jakobsson og Vísir saman, en þetta rógburðardæmi er ekki eins einfalt og þeir aðilar ímynda sér. Vísir er annað aðalmál- gagn Bjarna Benediktssonar dómsmálaráðherra, og það getur ekki borið fram ásakanir um marg- föld lögbrot án þess að það dragi dilk á eftir sér. Sé talið að Sósíalistaflokkurinn og Þjóðvilj- inn þiggi erlent fé til starfsemi sinnar ber dóms- málaráðherra 'tafarlaust að framkvæma réttar- rannsókn, upplýsa hið sanna og refsa hinum seku. Geti framburður Áka Jakobssonar sannað lögbrotin ber tafarlaust að draga hann fyrir dómstólana og láta hann staðfesta mál sit't þar; það er þeim mun sjálfsagðara sem maðurinn er hæstaréttarlögmaður og hefur sérstakar skyld- ur til að gæta laga og réttar í landinu. Hæsta- réttarlögmaður getur ekki dylgjað um það að hann hafi sannanir fyrir umfangsmiklum lög- brotum, málgagn dómsmálaráðherrans getur ekki haldið því fram að lögbrotin séu sönnuð, án þess að dómsmálaráðherrann gegni skyldu- störfum sínum og fyrirskipi dómstólunum að taka málið til meðferðar — nema hann telji hæstaréttarlögmanninn og ritstjóra málgagns síns vísvitandi ótínda lygara. Jjjóðviljinn hefur áður bent á þessar einföldu staðreyndir að gefnu tilefni og skorað á dóms- málaráðuneytið að láta framkvæma réttarrann- sókn á fjárhag allra stjórnmálaflokkanna og allra dagblaða þeirra, svo að skýrt komi í ljós hvort hjá nokkrum flokkum og blöðum sé að finna annarlegar uppsprettulindir. Dómsmála- ráðherra hefur þagað við þessum áskorunum og þær hafa hvorki hlotið stuðning í Morgunblað- inu, Tímanum, Alþýðublaðinu né Vísi. Haldist þau viðbrögð óbreytt felst í þeim þungur dómur um Áka Jakobsson, ritstjóra Vísis og sjálfa dómsmálastjórnina. — m. I í 4 i (

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.