Þjóðviljinn - 16.01.1963, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 16.01.1963, Blaðsíða 4
SfBA ÞJÖÐVILJINN Mi#vifcudagur 16. janúar 1963 Aðalfundur Knattspyrnuráðs Reykjavíkur Einar Björnsson endur- Knattspyrnuráð Reykjavíkur hélt aðalfund sinn í síðustu viku í Félagsheimili Vals. Fyrir fundin- um lá fjölrituð skýrsla ráðsins, þar sem mest fer fyrir skrám og skýrslum um úrslit móta, og er þetta hið fróðlegasta efnL Knattspymuráðið hefur með mikilli prýði haft yfirumsjón með mótum sem fram hafa farið í Reykjavík. Það er mik- ið verk og krefst mikillar ná- kvæmni, enda hefur hað verið aðalverk ráðsins að undan- fömu. í skýrslunni segir, og það kom raimar fram á þingi KSÍ i haust, að KRR hfði „sagt upp“ framkvsemd lahdsmóta og umsjón, og þar með taldir blaðaleikir, heimsóknir eða gestaleikir. Svo gera má ráð fyrir að stjórn KRR geti nú andað svolítið léttara í fram- tíðinni. en uhdanfarin ár. Engra sérstakra mála er get- ið, í skýrslunni sem KRR hafi beitt sér fyrir á starfsárinu, enda má segja að starfsemi KRR sé orðin það fastmótuð eftir mjög langan starfsferil, að stórra nýrra mála sé varla að vænta. Þó hefði mátt vænta frásagn- ar um framkvæmdir og áætl- anir af jafn nauðsynlegu máli og þjálfaramálinu hefðu verið meira en 2 línur í skýrsl- unni. Þar er þó sannarlega mál, sem KRR þarf áð láta til sin taka ög slaka þar aldrei á klónni og háfa í rauninni alltaf fleiri en eitt jám í eldinum. Skrifslofufólk Ört vaxandi fyrirtæki óskar að bæta við sig starfsfólki sem fyrst. Umsóknir merktar: „Góð starfskjör", sendist af- greiðslu blaðsins fyrir 21. þ.m. Hafnarfjörður 09 nágresmi ÚTSALAN heldur áfram, — Nýjar vörnr feknar fram i dag þar á meðal: EFTtRMIÐD AGSR JÓLAR — KVÖLDKJÓLAR — PILS DÖMUPEYSUR f MIKLU ÚRVALI. — ALLSK. UNDIR- FATNÁÐUR KVKNNA — SVO OG SLÆÐUR — HANZKAR — VESKI — INNKAUPATÖSKUR. Sparíð fíma og íé. Verziið í Hafnarfirði. Verzlunin fiIGRtN Sfrandgöfu 31 — Sími 50038. Gaman hefði vérið áð sjá í skýrslunni, að rætt hefði verið um það að athuga svoliftið hin mörgu „strákafélög". er starfa víðsvegar í bænum, og reyna að koma á leikjum milli þeirra, enda væri aðeins um drengi að ræða. sem væru félagsbundnir í stóru félögunum. Þetta er al- gengt erlendis, og þykir stór- viðburður meðal drengjanna. Þetta gæti líka orðið vísir að stofnun fleiri félaga í bænum, en þau voru 1911 fjögur en eru nú fknm! og er þess full þörf. Ef til vill tekur KRR þetta upp nú, þegar þeir hafa komið af sér verkefnum sem hafa verið tímaferk. 70 dómarar í skýrslunni segir að sa-m- vinna milli Dómarafélagsins og ráðsins hafi verið mjög góð, og að vel hafi tekizt til um störf dómaranna. Lagði KRR fram nokkurt fé ásamt Dómaraféla-ginu til að tryggja það að dómarar væru tiltækir hverju sinni, og gaf það góða raun, og það svo „að aldrei kom til þess, að dómara væri vant á liðnu keppnistíma- bili.“ Nær 70 dómarar tóku þátt í störfum yfir keppnistímabilið og leystu af höndum 577 dóm- arastörf. Á síðasta starfsáfi ákvað stjóm. KRR að taka upp við- ufkenningarmerki til handa dómurum, og kom það til framkvæmda á aðalfundinum og vom þessir heiðraðir með merki þessu: Guðjón Einarsson, Hannes Sigurðsson, Sigurjón Jónasson, Haukur Óska-rsson. Ingi Ey- vinds. Þorlákur Þórðarson, Magnús Pétursson, Jörundur Þorsteinsson, Baldur Þórðar- son, Guðbjöm Jónsson, Einar Hjartarson, Grétar Norðfjörð. „Sagan endur- tekur sig“ í skýrslunni er vikið að því þegar niður féll leikur sá er umsamið hafði verið við Akur- eyri í bæjarkeppni í sam- bandi við 100 ára afmæli Ak ureyrar og svo leikinn í haus-t, og fer það hér á eftir orðrétt: „Umsjón með liðinu hafði Guðmundur Jónsson, Fram. en auk hans fóru með liðinu norð- ur Gísli Halldórsson, formaður Í.B.R., Jón Guðjónsson, vara- formaður K.R.R. og Sigurgeir Guðmannsson. K.R.R. flytur umsjóriarmönn- um úrvalsliðsins, svo og þeim, sem liðin skipuðu sínar beztu þakkir. Ekki verður samt unnt að Tiikynning 'ré N f. Efmskipfélagi Islands um mkMm hlutabréfa félagsins Vegna margra fyrirspurna um innköllun hlutabréfa félagsins og útgáfu jöfnunarbréfa, með tíf jldu nafnverði, viljum vér hér með tilk.nna h- jLhöfum féiagsins, að vegna nauðsynlegs un li’.-búnrngs i sambandi við útgáfu, prentun nýrra nlutabréfa o.fl., mun innköllun eigí geta hafizt fyrr en eftir 2—3 mánuði, og mun þá verða nánar auglýst hvemig hluta- bréf iskiptunum verður hagað. HT EIMSKIPAFÉLAG ISLANDS skiljast svo við þennan kafla skýrslunnar. að ekki sé mihnzt á, hversu e'rfitt er orðið að koma saman úrvalsliði Reykja- víkur á vegum KR.R., t.d. til bæjakeppni. Er því vissu- lega orðin mikil breyting á frá því sem áður var. Nú kippa menn ófeimnir að sér hendinni (ætti kannske fremur að vera fætinum) á síðustu stundu, ef því er að skipta, þó að ákveðin loforð hafi verið' gefin um að taka þátt í slíkú úrvalsliði. Má í því sambandi minna á, að úrvalslið það, sem Reykjavík stillti upp gegn Akureyri á 100 ára afmæli bæjarins, var allt annað og veikara er til átak- anna kom. en upphaflega var til ætlazt, og í framhaldi af þessu skal því bætt við, að Akureyringar óskuðu í haust að koma á bæjakeppni við Reykjavík og spurðust fyrir um það hjá K.RR., hvort möguleikar á slíiku væru fyrir hendi. K.R.R. athugaði máli, m. a. með því að ræða við þá leikmenn, sem helzt kæmu til greina. til þess að tryggja sem sterkás-t lið. Þegar samþykki þeirra Iá fyrir, var Akureyr- ingum tiikynnt, að K.R.R. værí ekkert að vanbúnaði með að láta leikinn fara fram. En þeg- ar til kom sýndi sig. að ekki myndi unnt að hafa þá skipan liðsins, sem fyrirhuguð var, vegna forfalla, fyrst einn og síðan fieiri. Sem sé saga-n end- urtók sig þarna, eins og áður og undanfarin ár. Tilkynnti því K.RR.. að því miður yrði ekki unnt að láta þéssa fyrirhuguðu bæjakeppni fara fram að sinni. Ekki verður annað sagt en að þetta sé undarleg framkoma hjá ýmsum þeim knattspymu- mönnum vorum. sem óskað hefur verið eftir í úr.valslið Reykjavíkur, að bregðast svo oft á síðustu stundu, s-em raun ber vitni um.“ Við þetta má bæta og geta þess að Akureyringar munu hafa örðið fyriir fjárútlátum vegna niðurfellingar hins um- samda 1-eiks. Hefur áður verið vikið að þessu ábyrgðarleysi reykvískra knattspyrnumanna, þegar bæj- árfélag þeirra á í hlut. AÍlir fulltrúar KRR endurkosnir Aðalfundurinn var sannkall- að „friðar.þing“ þar sem flutt var góð skýrsla um störfi-n. at- hugasemdalaust af hálfu full- trúa. Þakkarávörp fluttu: Gísli Halldórsson forseti ÍSÍ, Björg- vin Schram formaður KSÍ, og Andrés Bergmann fyrir hönd íþróttabandalgs Reykjavíkur. og afhenti við það tækifæri bikar sem gefinn var í tilefni af 40 ára afmæli KRR 1959, og ráðstafa á til knattspyrnu- keppni í Reykjavíik. Á fundinum afhenti Einar Björnsson formaður KRR, Knattspyrnufélaginu Fram bik- arinn sem veittur er „bezta knattspyrnufélagi Reykjavík- ur“ en Fram vann flest stig í öllurn flokkum samanlagt. Veitti Sigurður Jónsson bikam- um móttöku, og er það í fjórða sinn sem Fram vinnur bikar þennan, en KR hefur unnið hann tvisvar. Stigin féllu annars þannig: Fram 194 stig, Valur 145. KR 127, Víkingur 88 og Þróttur 39 stig. Á næsta starfsári verða sömu fulltrúar í KRR og voru í fyrra, en þeir eru: Einar Björnsson Val, formaður, Jón Guðjónsson Fram. Haraldur Gislason KR. Ólafur Jónsson Víking og Jens Karlsson Þrótti. Þess má að lokum geta að haldnir hafa ve-rið 1490 fundir frá byrjun og hefur Ólafur Jónsson setið nær helming þeirra eða 738. Næstir koma Haraidur Gíslason 475, Jón Guðjónsson 434, Sveinn Zoéga Val 425, Guðjón Einarsson Vík- ing 247, Ólafur Halldórsson Fram 237. Erlendur Ó. Péturs- son KR 207 og Hans Krag KR 200. en rúmlga 80 menn hafa setið fundi í Knattspyrnuráði Reykjavíkur frá upphafi. Fund arstjóri var Páli G'uðnson. o- ritri Sigurgeir ' Guðmnnn.coo" F"' Frímann Helgason hefur skrifað fyrir íþróttasíðuna greinaflokk um félagsmál. Verða þetta samtals um 20 stuttar greinar, og birtist hér sú fyrsta þeirra. Greinarnar munu birtast á síðunni á miðvikudögum og laugardögum. umræ um Erti umræður um félags- mál nauðsynlegar? Svör við spumingu þessari yfðu sjáifsagt margvísleg, og mundi sitt sýnast hverjum. Sennilega mundi þetta nokK- uð skiptast eftir aldri þeirra sem svara. Hinir yngri myndu sennilega ekki telja það brað- nauðsynlegt, þeim mundi þykja eðlilegra að umræðurn- ar snérust meira um árang- urinn og afrekin sem íþrótta- mennimir hafa náð. Himr eldri, margir hverjir, sem lítið hafa komið nærri íé- lagsmálum sjálfum og því starfi sem er á bak við i- þróttahreyfinguna, munu ó svipaðri skoðun. Þeir serh hafa orðið að taka verulega virkan þátt í stjórnarstaríi íþróttahreyfingarinnar, og komnir eru nokfeuð tíl ára, munu aftur á móti á einu máli um það, að umræður -um félagsmálin séu bráðnauð- synlegar. Þegar um þetta cr rætt, viðurkenna þeir, að alltof lítið sé gert að því að kryfja þessi mál til mergj- ar. Allt slíkt sekkur og hverf- ur í dagsins önn við að halda félaginu, ráðinu, sam- bandinu gangandi, þar sem meginhluti tímans fer í það að undirbúa hópa óg ein- staklinga undir keppni. Kjarai málsins Við sem skrifum um íþróVa- mál eyðum ekki mikl ím tíma eða rúmi í umræðar um félagsmálin. og það sem er og þarf að gerast í sjált- um íélögunum. Við látum ekki mikið að okkur kveða við það að vekja athygli á sjálfum kjarna íþróttahreyí- ingarinnar: félagsstarfinu. Má vera að við hrífumst mei.r af æsifregninni um metið, um stórsigurinn, um hið ó- vænta í keppni eða leik, haf- andi í huga hinn fréttagráð- uga lesanda, sem vill fyrst og fremst æsifregnina. Það mun líka yfirleitt vera taiin hin góða blaðamennska í dag og það sem fólkið krefst. Að sjálfsögðu er alltaf gaman að segja frá góðum og stórum viðburðum, sem gerast á íþróttavöllum, ó hlaupabrautum. 1 sundlang- inni eða á skíðabrautinni, eða hvar sem góðum íþróttaárangri er náð. En þegar betur er að gætt, dylst erigum, sem um þ’að hugsar, að grundvölluririn a3 afrekinu er lagður í félaging. Það er þar, sem ungi mað- urinn hefur fengið inngöngu. Það er þar, sem hann hefur notið leiðsagnar eldri féiaga og kennara. Þar hefur hann kynnzt íþróttunum og þ'eirri gleði, sem það veitir að vera bátttakandi. og þá ekki sizt. ef góður og athyglisverðar árangur næst. Það er nin tasta reynsla, að þeim f<>- lögum, sem hafa marga 00 áhugasama menn í forusl.u, vegnar vel. Þar verður uin árangur að ræða. Uppcldi æskufólks Við þetta bætist svo það, að á íþróttafélögin er litið sem uppalendur sem á viss- an hátt taki við af skólum eða vinni á sinn hátt hlið- stætt með þeim að uppeidi unglinga. Margir hugsjónn- menn um íþróttir og líkams- rækt líta svo á, að einrmtt það sé helzta aðalsmerki i- þróttahreyfingarinnar. Allt þetta hlýtur að undir- strika það, að ef rétt er að unnið, fer fram í íþróttaíé- lögunum mjög merkilegt starf, sem grundvallar líkams- rækt æsku iandsins. Það læt- ur þá að líkum, að umræður um þau mál séu nauðsynleg, sem þar koma fyrir, þó þau snúi ekki nema óbeint að hinum aimenna áhorfenda. Hér hefur verið á undan- fömum ámm öðm hvoru vikið að málum þessum, en því miður ekki eins oft og æskilegt hefði verið. Það kom í ljós, að áhugi var meiri fyrir þáttum þessum en búizt var við, og það bar við, að símtöl og bréf bár- ust, þar sem þess var ósfe- að, að meira væri um þessi mál rætt og í þeim anda, sem hér kom fram. Nú hefur undirritað or fallizt á að skrifa nokkra þætti um hin ýmsu máj, sem varða starfsemi íþróttafélag- anna, ef það mætti verða til þess að vekja skilning manna, sem tæpast skilja hvað meint er með þessu starfi öllu, og fá þá nær sjálfri hugsjónimi, og gera bá um leið virkari og betri félagsmenn. Oft var þörf . . . Það hefur ef til vill ald’-ei verið meiri þörf en einmitt nú að ræða þessi mál, þeg- ar öll félagsmálastarfsemi á mjög erfitt uppdráttar, á. tímum þar sem margir verða' að vinna langt fram yfir eðlilegan vinnudag, til þess að fá endana til að ná sam- an. — Á tímum þar sem ungir menn hafa meira Fé milli handa en nokkru sinni fyrr og vilja njóta þess á skemmtunum, sem ekki krefi- ast þess erfiðis, sem þjálfun og æfingar útheimta, og vilja ekki léggja á sig þá sjálf'í- afneitun, sem félagsmála- strit útheimtir. Ef til viíl gæti þetta rabb sánnfært einhvern unga manninn um bað. að þátttaka í góðu félagslífi er veganesti. sem oft endist ævina út, — að vcl þjálfaður líkami «g hraustur er diásn. sem varð- veita ber og broska, en pað verður naumast betur gert en með hyggilegri áréynslu og „otri.it-.ífkamsrækt. Frimann. 4 t

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.