Þjóðviljinn - 16.01.1963, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 16.01.1963, Blaðsíða 7
MiðvSwa<i*g>»r Í6. Ja«#ar S96S- naémmsms SÍÐA l Leiðtogar stjórnarflokkanna hafa verið að fegra og gyíla fyrir siálfum sér árangur „við- reisnarinnar” um þessi áramét. En sú gylling er ekki ekta. Það er sannkölluð svikagylling. Allir ræða þeir mikið um verkalýðssamtökin og kenna þeim yfirleitt um allt hið iUa í þjóðfélaginu. Þeirra sök skal það vera, að loforðið um að stöðva verðbólgu og dýrtíð í eitt ski-pti fyrir öll með rót- tækum aðgerðum í efnahags- málum og engu káki — hefur verið svo herfilega svikið sein raun ber vitni. En í þessu efni verður verka- lýðshreyfingin vissulega ekki sek fundin. Sú flóðalda dýrtíð- ar og verðbólgu, sem nú er í þann veginn að færa allt heil- brigt atvinnulíf í kaf, er bein afleiðing rangrar stjórnarstefnu. Hún er eins og allir vita af- leiðing tveggja gengislækkana, okurvaxta og söluskatta og uvo ákveðnum vilja sjálfra stjórn- arherranna til að láta gæðinga sína maka krókinn með óhóf- legri álagningu og hverskonar auðsöfnunarbrögðum á kostnað almennings. Þessa stjórnarstefnu hetði auðvitað enginn meðlimur verkalýðssamtakanna átt að styðja. Og sízt af öllu hefði hinn gamli forustuflokkur verkalýðsins, Alþýðuflokkurinn. átt að ganga í þjónustu íhalds- ins, til að koma þessari aftur- haldsstefnu í framkvæmd. En það er bláköld staðreynd, að án stuðnings Alþýðuflokks- ins gat íhaidið engu fram kom- ið af þeim óheillavcrkum, scm núverandi ríkisstjórn er sck um gagnvart öllum launastcttum landsins, svo og sjómannastétt- inni og þá ekki sízt bænda- stéttlnni. Án atbeina Alþýðuflokksins og forustu hefði íhaldið aldrei þorað að lækka kaup með lög- gjöf. Það hefði ekki eitt sér þorað eða getað bannað með lögum, að kaup hækkaði ars- fjórðungslcga cftirá í samrænii við hækkandi verðlag. Það hefði aldrei eitt sér árætt að banna með lagasetningu löglcga boðað verkfall. íhaldið hefði aldrei eitt sér getað komið fram liinni stór- felldu gcngislækkun 1960 og enn síður hinni tilefnislausu hefndarráðstöfun vegna hóf- legra og réttlátra kauplagfær- inga, gengislækkuninni 1961. En nú skilur þjóðin það betur en áður, að gengislækkanir eru stórvirkustu tæki gróðastétt- anna til að lækka kaup laun- þeganna og færa aukinn hiut framleiðsluverðmætanna yfiriil sinna gæði.nga. — Einmitt þetta hefur íhaldið nú getað gert tvi- vegis á einu kjörtímabili í skjóli Alþýðuflokksins. Ihaldið hefði aldrei eitt sSr þorað að hleypa Bretum aftur inn í M landhelgi, sem þjóðin hafði hclgað sér á traustum grundvelli lífshagsmuna sinna. ihaldið hefði ekki eitt getað haldið uppi og lögverndað það vaxtaokur, sem nú liggur eins og farg á öllu heilbrigðu at- vinnulífi, en beinir fjármagn- inu í enn ríkari mæli til hvers- konar taumlausrar fjárplógs- starfsemi, sem skilar einstakl- ingum ofsagróða. íhaldið eitt hefði aldrei getað komið fram lækkun á stig- hækkandi sköttum í hátekjum og stóreignum og fært þessa skattabyrði yfir á almenning í formi söluskatta á lífsnauðsynj- ar fólksins, eins og nú hefur verið gert. Og íhaldið hefði aldrei eitt sér þorað að beita gerðardómi til að skeröa og skera niður áður umsamin kjör íslenzkra sjómanna. En allt þetta hefur íhaldinu tekizt vegna þess vinnukonu- hlutverks, scm Alþýðuflokkur- inn hcfur tekið að sér „i stáss- stofu Jensenssona”. íhaldið á heldur ekki neitt á hættu. Þetta allt er góð og gild íhalds- og auðflokkapólitik. En hvað segja fylgjendur al- þýðuflokks við slíkri og þvi- líkri .verkalýðspólitík”? Sú spurning hiýtur að sækja að ckkur um þessi áramót. — Hef- ur þú alþýðumaður við sjó eða í sveit stutt þessa pólitík? Og ætlar þú að stuðla að því, að henni verði haldið áfram á næsta ári — næsta kjörtíma- bil? Islenzk verkalýðshreyfing hef- ur talið sér skylt og lítur á það scm hclga skyldu sína að reyna að verja umbjóðendur sína fyri.r ránskap þessarar stjórnarstefnu. Og víst tel ég það nokkra viðurkenningu, er formaður Sjálfstæðisflokksins, Bjarni Benediktsson, segir í áramóta- spjalli sínu, að kaupgjaldsþar- áttan sé sá einasti vettvangur, þar sem stjórnarandstæðingar hafi verið í sókn. — Fullyrð- ingin er að vísu röng, en nún sýnir þó, hvernig ráðherranum er innanbrjósts. En þessi sókn hefði getað verið miklu skarpari og árang- ursríkari, ef enginn úr röðum alþýðunnar hefði svikið mál- stað sinn með þjónkun við i- haldsmálstaðinn. Já þá væri vissulega bundinn endir á þá stjórnarstefnu, sem nú þjáir' bændur og búalýð, sjómenn og allar launastéttir lar.dsins. Við höfum undanfarin ár búið við einstakt góðæri írá náttúrunnar hendi. Vegna vís- indalegra tækniíramfara er síldveiðin orðin árs atvinnu- \egur. Tekjurnar af síldveiðun- um einum saman fara á liðnu ári yfir 1000 milljónir. Slíkt hefur aldrei áður gerzt. Þjóðar- tekjurnar hafa vaxið stórlega. Sjálfur forsætisráðherrann við- urkennir, að vöxtur þjóðar- teknanna síðan í stríðslok nemi 21% á mann. En á seinustu Hannibal Valdimarsson. árum hafa samt engar kaup- hækkanir fengizt fram nema með harðvítugri verkfallsbar- áttu. Þá fullyrðir Ólafur Thors, að verkamenn, sjómenn og iðnað- armenn hafi fengið nokkurn- veginn sinn réttmæta hlut úr þessari aukningu þjóðartekn- anna. Gefur hann þannig til kynna, að hlut þessara stétta sé óþarft að leiðrétta. En þetta er hin mesta fjar- stæða. Með stjórnarstefnunni i heild, gengisfellingunum og verðlags- og skattapólitíkinni allri, hefur stórkostleg mis- skipting þjóðartckna átt sér stað. Og þessi misskipting er svo stórfelld, að hana vcrður að leiðrétta. Vegna þessarar misskiptingar er ólga í öllum launastéttum. Eða hver man ekki kennara- deilu, verkfræðingadeilu og læknadeilu? Fæst þessara deilu- mála eru leyst. En þau krcfj- ast lausnar. Eða hvaða sögu segja nin tíðu verkföll, sem urðu á ár- inu 1962? Er hægt að skýra þau sem pólitískt brölt nokk- urra kommúnista? Ef svo er, þá koma þeir a. m. k. víða við sögu. Nei, sannleikurinn er sá, að réttlætislilfinningu manna hef- ur verið misboðið. Afstaða manna í verkalýðshreyfingunni til launamála fer nú ekki eftir stjórnmálaskoðunum. Þar era allra flokka menn á einu má'i. Þessu til sannindamerkis mú benda á, að á öllum þeim verkalýðsrúðstefnum, sem kall- aðar hafa verið saman til að ákveða stefnuna í kjarabarátt- unni hin seinustu misseri hafa menn verið algerlega sammá'a um hvaða kröfur bæri að gera tfl að hnekkja þeirri kjara- skerðingu, sem orðin væri. Og á seinasta alþýðusambands- þingi voru lika allir á einu máli um það, að kaupið yrði að hækka verulega, vegna hinn- ar stórfelldu dýrtíðaraukningar, sem orðið hefði, síðan samið var seinast. — Sú launaleið- rétting stendur nú fyrir dyrum cg verður engan veginn um- flúin. Það er bezt að segja það eins og er: AUt Iaunakcrfið er sprungið, vegna rangsleitni núvcrandi ríkisstjórnar í garð launastctt- anna. Sú almenna endurskoðun, sem nú er að hefjast í launa- málum opinberra starfsmanna og kemur til framkvæmda á miðju þessu ári, er stórviðburð- ur, sem hlýtur að hafa víðtæk áhrif á allt viðhorf manna lil launamála i landinu. ......... Engin þjóðfélagsstétt hefur orðið fyrir jafn hörðum árásum á liðnu ári af hendi atvinnu- rekenda — og ríkisvalds, og sjómannastéttin. Þar hefur þrisvar verið höggvið í hinn sama knérunn á árinu. Togarasjómenn höfðu fyrir meira en hálfu öðru ári sagt upp samningum sínum og vildu fá svipaðar kjarabætur og aðc- ar stéttir höfðu knúið fram á þeim rösklega þremur árum, sem þeir þöfðu búið við óbreytt kjör. Hefði mörgum sýnzt, sem þetta væri sjálfsögð lagfæring. En við þetta var ekki kom- andi. Ekki nóg með. að kröfum þeirra væri harðlega neitað, heldur var þess krafizt, að brotin væri niður dýrmætasta mannréttindalöggjöf togarasjó- manna — vökulögin. En þessi óbilgirni þjappaði togarasjómönnum saman í ó- rofa heild. Þeir vörðu kjör sin og rétt i 130 daga verkfalli — lengsta verkfalli, sem sjómenn hafa npkkru sinni háð hér á landi. Þá loks fengu þeir fram 20% kjarabætur. En togaraverkfallinu var ekki lokið, þegar Landssamband 's- lenzkra útvegsmanna krafðist þess, að áður um samin kjör síldveiðisjómanna yrðu rýrð um 8—24%. 1 stað þess, sem eðii- legast verður að teljast, að auk- inn ágóði nýrra vísinda- og tækniframfara skiptist milli vúnnu og fjármagns, skyldi vinnuaflið í þessu tilfelli fá að borga með tækninni. Á þetta vildu sjómenn auð- vitað ekki fallast. Og útgerðav- menn komu lækkunarkröfum sínum ekki íram við samninga- borðið. En þá kom í ljós, að útgerðarmannavaldið átti bak- hjarl gegn sjómönnum: Uíkis- stjórn Islands. Emil Jónsson sjávarútvegsmálaráðherra hafði nú snör handtök, gaf út bráða- birgðalög. þar sem sjómönmim var fyrirskipað að hefja strax síldveiðar. En kjör þeirra skyldu ákveðin síðar af 5 manna gerð- ardómi. 1 þonum áttu sjómenn aðeins einn fulltrúa. Gerðardómurinn skerti með- alhlut sjómannsins á sumar- síldveiðunum a. m. k. um 13— 14000 krónur, en á hæstu afla- skipunum milli 20 og 30 þúr,- und krónur. Þannig voru nokkr- ir milljónatugir færðir yfir lil útgerðarmanna með einu penna- striki ríkisvaldsins. Sama daginn og kjaraskerð- ingardómur gerðardómsins var v.pp kveðinn, dæmdi félagsdóm- ur uppsögn L.I.Ú. á síldveiði- samningunum á ýmsum út- gerðarstöðum ólöglega. Þar skyldu því gömlu kjörin gilda. Þannig myndaðist algert ósam- ræmi milli kjara síldarsjó- manna, þar sem gerðardómur- inn náði til og hinna staðanna, sem bjuggu við óskert kjör. En við þetta bættist enn fremur, að L.l.Ú. hafði heldur ekki tek- izt að koma fram löglegri upp- sögn á samiiingum skipstjóira og stýrimanna. Þannig komst gerðardómsranglætið inn fyrir borðstokkinn á nálega hverju síldarskipi. Yfirmennirnir með óskert kjiir, hásetarair með hin skertu kjör Emils Jónssonar. — Enn standa sjómennirnir, þegar þetta er ritað, í málaferlum út af því, hvort hinir gömlu samningar þeirra hafi verið m'ddir af þeim með gerðar- dómnum, eða hvort þeir haidi óskertum rétti. Og með haustinu hófst þriðja sjómannadeilan á árinu. Góðu heilli var gerðardómur- inn tímabundinn. Hann náði þó aðeins til sumarsíldveiðanna. Þess vegna þurfti að hefja samninga við sjómenn, áður en vetrarsíldveiðar hæfust á öllum þeim stöðum sem gerðardóm- urinn náði til. Sjómenn voru sárreiðir meðferðinni frá sumr- inu, og voru samningahorfur því síður en svo vænlegar. — En þegar við lá, að vetrarsíld- veiðarnar færust fyrir, slökuðu sjómenn til og sættu sig við r.okkra málamiðlun. Þannig hefur útgerðarmönn- um með aðstoð ríkisvaldsins tekizt um sinn að skerða áður vm samin kjör síldarsjómanna. — Er þetta sjálfsagt einn af mjög rómuðum sigrum „við- reisnarinnar“! Vikum og mánuðum saman voru samningar þreyttir á síð- astliðnum vetri við ríkisstjórn- ina um ráðstafanir til lækkaðs verðlags. Þær báru engan ár- angur, en að lokum viðurkenndi þó forsætisráðherra, að lauti hinna lægst launuðu þyrftu að hækka. — Hófu þá verkalýðs- félögin samninga við atvinnu- rekendur, en ekkert gekk. Var bersýnilegt, að engar kaup- hækkanir næðust fram án verk- falla Þá reyndu verkalýðsfé- lögin nýja aðferð í kaupgjalds- baráttunni. Þau auglýstu taxta. Þeir. sem kaupa vildu vinnu- afl á hinu auglýsta verði. létu vinna áfram. hinir fengu ekki vinnuafl. Þegar þetta hafði gerzt, komst skriður á málin. Samningar tókust við Vinnu- málasamband samvinnufélag- anna um svipaða kauphækkun og auglýst hafði verið. Strax á eftir undirritaði Vinnuveitenda- félag Akureyrar einnig samn- ingana. Um sömu mundir samdist um kauphæ'kkun á Húsavík og nokkru síðar einn- ig við Dagsbrún í Reykjavik án þess að til verkfalls kæmi. Upp úr þessu fengu almennu verkalýðsfélögin um land allt nýja samninga um 9—10% kauphækkun. — Að þessu- sinni þorði ríkisstjórnin ekki að svara með enn einni gengis- lækkun. enda fara nú kosningar brátt að nálgast. Félag jámiðnaðarmanria hóf samninga við meistara í járri- iðnaðinum og náði samkomu- lagi við þá um hækkun eftir starfsaldri, mun meðaltal þeirra hækkana hafa numið 8—9%. En þegar samninga skyldi staðfesta. tilkynntu meistarar, að þeim væri bannað að standa við samkomulagið. Hófst þá verkfall í járniðnaðinum 3. maí og stóð það i 5 vikur eða til 8 júní. Var þá samið við jámsmiði um miklu meiri kauphækkanir, en upphaflega var krafizt. Hækkaði kaup flestra jámsmiða um 1000 krón- ur á mánuði. — Varð sneypa Vinnuveitendasambandsins og ríkisstjórnarinnar í þessu máli makleg og eftirminnileg. Enn er þess að geta, að Tré- smiðafélag Reykjavikur þreytti lengi samninga við samtök tré- smíðameistara. En beir munu hafa verið reyrðir fjötrum rik- isvalds og vinnuveitendasam- taka. eins og ,.kollegar“ þeirra i járniðnaðinum Vildu þeir ekki á neinar viðunandi kaup- hækkanir fallast. Hófst þá tré- smiðaverkfall, og lauk þvi með fullum sigri trésmiða. er náðu fram allt upp i 18—20% kjara- bótum. f júlímánuði hófst þjónaverk- fall, Stóð bað stutt. en þjón- amir fengu nokkra kauphækk- un og fleiri lagfæringar á kjör- um sinum Enn er ógetið nokkurra verk- falla, sem brutust út á árinu. Þar á meðal er prentaraverk- fallið, er hófst í september. Það varð nokkuð langvinnt og all- hart en leiddi til verulegra kauphækkana og styttingu virinutíma hiá prent.urunum. Er öll þessi verkfallasaga hefur verið rakin er eðlilegt að menn spyrji: Hafa nú ekki verka. Ivðssamtökin verið of kröfu- frek’ Gátu bau ekki sætt sig við eitthvað læwra kaup? — Á það skal nú litið. Kaup Dagsbrúnarverkamanns er nú 24,80 á klukkustund Mánaðarkaup hans fyrir alla virka daea 8 stundir á das er þvi kr 4960.00 — tæpar 5000 krónur. Árstekiur þess verka- manns sem allt árið um kring. Framhald á 10. sfðu. » > • 8 i

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.