Þjóðviljinn - 20.01.1963, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 20.01.1963, Blaðsíða 9
Sttnnudagrr 20. Janúar 1963 WÓÐVILJINN SlÐA 9 is í hríöinni w jm \ i i París: BARMUR 0G MITTI FA AFTUR AÐ NJÓTA SÍN Þaö var 18 stiga frost og snjóbylur þegar þissi mynd var tekin í Moskvu fyrir nokkrum dögum. Rjomaís er mikil uppáhaldsfæða í Sovét og Moskvubúar láta ekki frosthörkuna aftra sér ftá neyziu hans. Þegar kuldinn kemst niður fyrir 1S stig er bannað að selja ur opnum söluturn- um og torgvögnum. HúsmóBurráð Andrés önd kynnir krakka- myndirnar Sæl, krakkar mínir. Þetta er orðið alveg óþolandi, — alltaf sömu, gömlu myndim- ar í bíó. Langhelzt vildi ég ráð- leggja ykkur að fara ekkert í bíó í dag, þvíi þeir eiga það ekki skilið, karlamir sem eiga bíóin. að þið fyllið alltaf húsin og látið þá .græða á hverjum sunnudegi, þegar þeir gera svona lítið fyrir ykkur í stað- inn. Lísa í Undralandi er enn i Tjarnarbæ og er að vísu anzi skemmtileg mynd, en búið að sýna hana heldur oft í röð núna. Svo er Tarzan-mynd í Bæjarbíó, sem strákunum finnst áreiðanlega spennandi. Hún heitir Viílimenn og tígrisdýr, en athugið að hún er alls ekki fyrir lítil börn. Önnur spenn- andi mynd fyrir stóra stráka er Hefnd þrælsins í Stjörnubíó, en það er sama að segja um hana: takið ekki litlu systkinin með. Það er áreiðanlega rétt sem ég gizkaði á síðast. Háskólabíó á engar myndir fyrir krakka nema bessar með Jerry Lewis í dag heitir hún Margt skeður á sæ. Hinar gömlu myndirnar eru Gög og Gokke f Austurbæjar- bíó, Ævintýrið um Hróa hött í Laugarásbíó. Gotti í Oxford í Hafnarbfó. f blíðu og stríðu (Tom og Jerry) i Gamla bíó. Höldum gleði hátt á loft (smá- myndasafn) f Nýja bíó og Lone Rangcr og týnda gull- borgin f Tónabíó. Verið þið svo blessuð. krakk- ar. Já, bað var alveg satt. ég átti að skila kærri kveðju frá Mikka, vini mínuro mús. Andrés. ★ Hafið alltaf blokk og blýant í eldhússkúffunni. Skrifið niður hvað þarf að muna að gera — taka tiil þvott í þvottahús, gera við lampa, fara með skó í við- gerð o.s.frv. Og skrifið alltaf niður þegar einhver matvaran er að verða uppurin í búrinu eða matarskápnum. Það er fátt ergilegra en þegar sykurinn eða hveitið er skyndilega búið að kvöldi til eða á sunnudögum þegar búðir eru lokaðar. — ★ — ★ Ef þið hafið nóg geymslu- pláss sparar Það mikinn tíma að gera stór innkaup í einu — eiga nóg' af kartöflum, lauk o. s. frv. ★ Eigið alltaf smálager af hlut- um eins og bómull, pappírsserv- íettum, tannkremi, límpappír. sápu, þvóttaéfni, lími, Ijósaper- um, teiknibólum. smjörpappír toiletpappír o. s. frv. ★ Sérstaklega ef þið eigið böm er gott að eiga alltaf þrúgusyk- ur heima. Það þarf oft i ) úti- loka venjulegan sykur úr matn- ■ ■■um ef börnin fá í magann. — ★ — ★ Af sömu ástæðu ætti maður alltaf að eiga tvíbökur. Soðið vatn eða te með tvíböku er oft- ast það eina sem börnin geta borðað ef þau fá magapínu. Bráðum verður farið að sýna vor- tízkuna í París og fær þá kven- fólkið svar við spurningunni um hvernig þær eigi að klæðasf í sum- ar og karlmennirnir við sinni klass- ísku-' „Hvað líður síddinni?" En þótt allt eigi að fara leynt fram að tíma vorsýninganna, hefur þó sumt kvis- azt út fyrirfram og hérmeð kjöftum við því áleiðis. Tökum fyrst spumingu karl- mannanna. Pilssíddin verður nákvæmlega neðan við hnéð, sem er mjög klæðileg sídd og lætur kvenfólkið sýnast hærra og um leið grennra. Línumar verða einfaldar og sléttar, pils- in þröng og slétt, raglan-snið á drögtunum, greinilega af- markað, eðlilegt mitti, mjó belti, langar ermar og mjög flegin hálsmál. Þá hafa tízkuhús lofað því að meira að segja þær sem mest fara eftir tízkunni og vilja vera elegant fá líka að hafa brjóst í vor og sumar. Þá er sem sagt bar'a að láta þau vaxa aftur, því brjóst hafa jú ekki verið smart í allan vetur! Grannar og mjúkar Marc Bohan hjá Dior segir auk þess sem að ofan er nefnt, ÚTLlNURNAR á konu vorsins: 1) Slétt hár. 2) Breiðari axlir. 3) Langar, þröngar ermar. 4) Eðlilegt mitti. 5) Slétt, þröngt pils. 6) Pilsfaldur sem hylur hnéð. ★ Heimilisapótekið þarf auð- vitað alltaf að vera í fullkomnu lagi, með plástrum, sáravatni, bórvatni, sárabindi, bruna- smyrsli o.s.frv — ★ — ★ Gott er að eiga alltaf dálítið safn af páppírsplastpokum, um- búðapappír og snæri. ★ Notið aldrei síðasta ljósaör- yggið nema í neyð. Ef búðir eru opnar, farið þá heldur og kaup- ið fleiri. UM ÞAÐ BIL svona mun hann líta út stóri, mjúki hatt- urinn sem Pierre Cardin vill láta bera við nýju, sléttu og þröngu kjólana í sumar. að nýja vortizkan eigi að gera konumar háar, grannar og mjúklegar. Pierre Cardin, sem síkkaði pilsin strax í haust og hafði sum þeirra geysilega víð, talar nú um þrengri pils, reistari og breiðari axlalínu, „fljótandí útlínur" og stóra hatta úr mjúkum efnum. Jacques Heim Iofar Ijósum og léttum litum, hvítt verður yfirgæfandi og ekki ein ein- asta flík verður svört hjá hon- ■jm. BómuIIarefni með vegg- fóðurmynztri Nýju sumarkjólaefnin eru í skærum og hreinum litum í skemmtilegum, nýjum sam- setningum. Kynning í hinu fræga, franska tízkublaði, Jardin des Modes, sýnir m. a. mynztur í mörgum bleikum litum, rósbleiku, appelsínu- gulu og brenndum. rauðum litum. Þar sést líka fjólublátt með gulgrænu, blátt með dökkgylltu, og rauðbrúnt með mildu grænu. Efnin eru annað hvort þunn og létt eins og t.d. silkimússe- lín, eða — oft — bómullar- satín með fallegri mattri, sléttri áferð með japönsku blómamynztri eða mynztri eins og á gamaldags veggfóðr- um. Lausofnu tvídefnin sem verið hafa svo vinsæl að und- anförnu koma nú í nýjum litasamsetningum. önnur atriði: hárgreiðslan verður sléttari. sokkamir í litum og skór verða í hæsta lagi með 5 sm hæl. Seljum næstu daga karlmannaföt. staka jakka og stakar buxur, í Sýningarskálanum, Kirkjustræti 10. UTSALA UTSALA jt Gef jun - liunn UTSALA Otrulega lágt verö

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.