Þjóðviljinn - 24.01.1963, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 24.01.1963, Blaðsíða 5
Fimmtudagrur 24. jamíár 1963 — 28. árgaftgur — 19. tölublað.- ÞJOÐVIL.TINN SÍÐA g Sjómenn í Snndgerði lenda ekki í gerðardómsráninu þetta einnig við um Verklýðs- og sjómannafélag Miðneshrepps og þá útgerðarmenn í Sandgerði. sem séu félagar í L.l.tj. Og þar sem þessum samningum haíi ekki verið sagt upp á lömæt- an hátt gagnvart Verklýðsfe- laginu hafi þeir verið enn í gildi á síldai-vertíðinni sl. sum- ar. Eigi reikningsskil við félags- menn verklýðsfélagsins þess Dómur Félagsdóms í Sandgerðismálinu svo- néfnda varð eindreginn sigur fyrir sjómenn, sem leituðu réttar síns gegn Landssambandi íslenzkra utvegsmanna, en LÍÚ ætlaði að skjóta sér undir gerðardóminn alræmda einnig hvað snerti kjör sjómanna í Verkalýðs- og sjómannafélagi Miðnes- hrepps. Alþýðusambandið stefndi þá Landssam- bandinu fyrir hönd félagsins, og fór svo að Félags- vef"a f. miðast. við ákvfð' “ ° ° 0 nefnds kiarasammngs, en ekiti ákvæði gerðardómsins, sem að- eins gildi, þar sem kjarasamn- ingum hafi verið sagt upp. Þá kveður stefnandi að eigi megi skilja orðalag lögskráning- ar þeirrar á báta í Sandgerði, er fram fór í júnímánuði sl. á þá lund að í því felist viður- kenning þess, að engir kjara- samningar væru þá í gildi. Nokkur óvissa háfi verið um það, er gerðardómslögin voru sett, hve víðtæk ákvæði þeirra væru, og hafi aðeins verið um það að ræða af sinni hálfu, að velja það orðalag, sem ekki væri því til hindrunar, að skip- in gætu þá þegar farið tii veiða, en sjómenn þá haldið öllum þeim rétti til kaups er þeir ættu samkvæmt samning- um. dómur tók til greina þær kröfur félagsins og Al- þýðusambandsins, að samningarnir frá 1958 og ’59 hefðu ght á sumarsíldveiðunum 1962 og væru enn í gildi. Mál þetta vekur ekki sízt athygli vegna fádæma ósvífni Landssambands íslenzkra útvegsmanna, sem byggði málflutning sinn gegn sjómönnum á þeirri staðhæfingu, að samningarnir frá 1958 og 1959 hefðu hvergi tekið gildi, og hefði því allt frá 1958 engir löglegir samningar gilt um síldveiði- kjörin á landinu nema á Vestfjörðum og í Vest- mannaeyjum, þar sem samið var sérstaklega! 1 forsendum Félagsdóms eru fyrst ýtarlega raktar aðstæður við samningagerðina um síld- veiðikjörin 1958 og ’59, þar sem málið tók að snúast m.a. um það hvort þeir samningar hefðu nokkru sinni tekið gildi. Hér fer á eftir síðari hluti dómsins, nokkuð styttur : „Aðiljar eru samsaga um það, að í reynd og framkvæmd hafi kjarasamningnum frá 13. júni 1958 með nefndri breytingu 1959 verið fylgt á síldveiðum árin 1959, 1960 og 1961 og þá einnig að því er Sandgerðisbátana varð- aði, enda hefur vérið lagt fram vottorð þess efnis frá lögskrán- ingarstjóranum í Miðneshreppt. Þá er einnig ágreiningslaust. að ekki hafi verið um annan kjara- samning um síldveiðar að ræða. en þann sem um er deilt í máli þessu, þegar frá eru skild- ar Vestmannaeyjar og Vestfirð- ir“. ★ „I marzmánuði 1961 sagðt stefndi (þ.e. L.í-Ú.) upp fram- annefndum samningi með bréíi til „Sjómannasamtakanna innan A.S.l." er sent var Alþýðusam- bandi Islands. Ekki kom þá ti) ágreinings milli stefnda og Al- þýðusambandsins út af þeirri uppsögn þá að sinni. Reyndi ekki á gildi hennar á því ári þar sem skráð var á síldveiði- skipin sumarið 1961 með sömu kjörum og verið hafði árin 1959 og 1960. En vorið 1962 kom tii allsherjar kaup- og kjaradeiiu sjómanna og útvegsmanna að því er síldveiðikjörin varðaði Leiddi sú deila til málssóknar út af nefndri uppsögn stefnda frá 1961 og var hún eigi al- mennt talin gild gagnvart þeim verklýðs- og sjómannafélögum. sem stóðu að samningnum frá 1958 og 1959. En iafnhliða henni höfðu ýmis útvegsmannafélóg sagt nefndum samningum upp sérstaklega gagnvart verklýðs- félögum beim, er hlut áttu að máli. Stóðu málin því þanmg í júnímánuði s.l.. að sumstaðar hafði síldveiðisamningunum verið sagt upp. en annarsstaðar ekki. eða þá að mótmælt var. að lögmæt uppsögn hefði átt sér stað. Hinn 24. júní sl. voru gefi.i út bráðabirgðalög. er mæltu svo fyrir. að gerðardómur skyldi skera úr því hvaða kjör skyldu gilda á síldveiðum sum- arið 1962. ef samkomulag um kjörin næðist ekki fyrir tiltek- inn tíma. Og bar sem eksi gekk saman með deiluaðiljum. fékk gerðardómurinn deiluna til meðferðar og kvað upp úr- ikurð sinn 25. iúlí sl. Samkvæmt vottorði lögskrán- ingarstiórans í Sandgerði var lögskráð á m/b Hrönn G.K 241 hinn 25. júní sl. með þeim skil- málum, að ráðningarkjör væru óákveðin, en hann kvaðst hafa skýrt fyrir skipverjum afstöðn L.l.Ú. og Alþýðusambands ís- lands til gerðardómsins. Þá seg- ir einnig í öðru vottorði lög- skráningarstjórans. að skrað hafi verið á m/b Muninn G.K 342 og m/b Jón Gunnlaugsson G.K. 444 á sumarsíldveiðum 1962: „Skv. væntanlegum samn- ingum“. Stefndi byggir sýknukröfu sína á því, að enginn bindandi kjarasamningur hafi verið í gildi milli hans annars vegar eða einstakra útvegsmanna inn- an L.f.Ú. og Verklýðs- og sjó- mannafélags Miðneshrepps hins vegar. Kveður hann að samn- ingsgerðin 13. júní 1958 hafi átt að vera opin svo að ein- Bátaflotinn í höfn Þegar að reikningsskilum kom, að lokinni síldarvertíðinm sl. haust, kom í ljós, að ágrein- ingur var um það. hvaða regi- um skyldi fylgja um kaup og kjör á Sandgerðisbátum. Töldu útvegsmenn að farið skyldi eftir ákvæðum gerðardómsins. þar sem engir kjarasamningar væru i gildi milli þeirra og Verklýðs- og Sjómannafélaas Miðneshrepps. Verklýðsfélagið hélt því hins vegar fram, að kjarasamningunum frá 1958 og 1959 hefði eigi verið sagt upu. Væru þeir því enn í gildi og bæri að miða kjör sjómanna við ákvæði þeirra. Náðist eigi samkomulag um þetta atriði og höfðaði stefn- andi þá mál þetta með þeirri kröfugerð, sem éður getur. Heldur hann því fram, að með áðurnefndum samningi frá 13. júní 1958 og staðfestingu þeirri, sem hann fékk, er breytingar voru gerðar á honum 15. mai 1959 hafi stofnazt kjarasamn- ingur, er bundið hafi verklýðs- félögin, sem að honum stóðu, og einnig útvegsmannafélög og einstaka útgerðarmenn innan Landssambands ísl. útv.manna við þau kjör, sem hann mæiir fyrir um. Telur hann, að það komi m.a. fram af áðurnefnd- um uppsögnum útgerðarmanna- félaganna 1961. að þau hafi tal- ið sig bundin af nefndum samn- ingum, enda hafi sú staðreynd líka komið ótvírætt fram í 4 ára óslitinni framkvæmd. Eigi stakir útvegsmenn eða útvegs- mannafélög réðu því sjálf, hvort þau gerðust aðiljar að honum. Þetta hafi ekki verið gert, þvi hvorki hafi einstakir félags- menn né einstakar félagsdeild- ir samþykkt nefndan kjara- samning gagnvar.t L.f.Ú. né heldur gagnvart verkalýðs- og sjómannafélögum þeim, sem hlut áttu að máli. Að vísu hafi ákvæðum hans verið fylgt, en það nægi ekki til þess að stofn- azt hafi bindandi samningar við verklýðsfélögin um síldveiði- kjörin. Þá heldur stefndi þvi fram, að sama gildi um breyt- ingar þær, sem samkomulag hafi orðið um 15. maí 1959, þær hafí ekki heldur hlotið sérstaka staðfestingu, þótt efíir þeim hafi verið farið um reikn- ingsskil. Þá mótmælir stefndi þvi. að skoða megi uppsagnir einstakra útvegsmannafélaga, er áttu sár stað síðla vetrar 1961, sem við- urkenningu þess. að þau teldu sig samningsbundin gagnvart verklýðsfélögunum. Þær upp- sagnir hafi aðeins verið gerðar í varúðarskyni. Telur stefn- andi að af þessu leiði að fara beri eftir ákvæðum gerðardóms- ins um kaup og kjör félags- manna Verklýðs- og sjómanna- félags Miðneshrepps á síldveið- um sl. sumar, enda hafi bá verið skráð á Sandgerðisbá*a upp á þau býti, að ráðningar- kjörin væru óákveðin, eða þau skyldu fara eftir væntanlegum samningi, og sé af því ljóst, að sjómenn hafi ekki litið svo á, að í gildi væru þá bindandi samningur um þau kjör. Svo sem lýst er hér að fram- an tilkynntu bæði Alþýðusam- bandið og Landssamband ísl. útvegsmanna félögum sínum samningsgerð þá, er fram fór 13. júní 1958. Urðu viðbrögðin undantekningarlaust þau að á- kvæðum samningsins var án nokkurra athugasemda af hálfu útvegsmanna eða verklýðs- og sjómannafélaga fram fylgt við lögskráningu til síldveiða og síðar reikningsskil að lokinni vertíð. Næsta ár var gildi þessa sama kjarasamnings viðurkennt með staðfestingu þeirri á hon- um, sem fólst í samkomulagi því um breytingar, sem undir- ritað var 15. maí 1959 án nokk- urs fyrirvara um samþykki deilda, einstaklinga eða félaga innan þeirra sambanda er að beirri undirskrift stóðu. Var kiarasamningnum þvi næst með nefndum breytingum fylgt í verki og reynd sumurin 1959, 1960 og 1961 svo sem áður hafði verið sumarið 1958. án þess að fram hafi komið nokkur athuga- semd eða áskilnaður út af þeim af hálfu útvegsmanna. Arið 1961 átti sér svo stað uppsögn sú af hálfu stefnda, dags. 22. marz. sem ógild var metin með dómi Félagsdóms 6. júni f. á. í málinu nr. 2Ú960. Jafnframt er fram komið að þessum sama kjarasamningi var einnig sagt upp sérstaklega í marz 1961 af 10 útvegsmannafélögum og ein- um einstaklingi. Þegar til þessa er litið og alls sem að framan er rakið. verður að telja, að með þeirri skriflegu samningsgerð, er fram fór nefnda daga 13. júní 1958 og 15. maí 1959 og framfylgt var án undantekningar, að þvi er séð verður, í framkvæmd og verki, árin 1958 til 1960 að báð- um meðtöldum, hafi stofnazt kjarasamningur, er bundið hafi aðilja máls þessa unz hann félli niður fyrir uppsögn eða með öðrum lögmætum hætti, enda er framkomið. að ekki hafi á þessu tímabili verið til að dreifa öðrum kjarasamningum um kaup og kjör á síldveiðum þeim, er áðumefndir kjara- samningar fjölluðu um. Undir þessa niðurstöðu renna og stoð- um uppsagnir þær af hálfu stefnda og útvegsmannadeilda innan samtaka hans, sem fram fóru árið 1961 og áður er lýst, auk þess sem hún er ísamrænn við þá málflutningsyfirlýsingu, er aðiljar í málinu nr. 2/1962: Alþýðusamband Islands f. h. Verkalýðsfélags Norðfirðinga gegn Landssambandi ísl. út- vegsmanna, gáfu i flutningi þess máls, að kjarasamningur- inn frá 15. maí 1959. þ. e. samn- ingurinn frá 13. júní 1958 með breytingunni frá 15. maí 1959. væri enn í gildi, ef uppsögn steínda, 22. marz 1961 yrði eigi metin gild. Samkvæmt þessu verður nið- urstaða þessa máls sú. að nefndur kjarasamningur frá 13. júni 1958 hafi gilt milli aðilja máls þessa á síldveiðum fyrir Norðurlandi sl. sumar, og sé enn í gildi, þar sem eigi hefur verið sýnt fram á að hann hafi fallið niður fyrir uppsögn eða með öðrum hætti. Eftir atvikum er rétt aðmáls- kostnaður falli niður. Dómsorð: Framangreindur kjarasamn- ingur, dags. 13. júní 1958 með breytingum. dags. 15. maí 1959, gildir milli aðilja máls þessa, Verklýðs- og sjómannafélags Miðneshrepps og Landssam- bands ísl. útvegsmanna um kaup og kjör á síldveiðum fyrir Norð- urlandi sumarið 1962 og er enn í gildi milli þeirra. Málskostnaður fellur niður. Útgefandi: Sameiníngarflokkur alþýðu — Sósíalistaflokk- urinn. — Ritstjórar: ívar H. Jónsson, Magnús Kjartansson, Sigurð- ur Guðmundsson (áb) Fréttaritstjórar: Jón Bjarnason. Sigurður V. Friðþjófsson. Ritstjórn, afgreiðsla. auglýsingar. prentsmiðja: Skólavörðust. 19. Síimi 17-500 (5 línur). Áskriftarverð kr. 65 á mánuði. Vísitölutrygging á kaup Jjað átti að vera einn megintilgangur viðreisn- arinrtar að binda endi á kapphlaup kaup- gjalds og verðlags. í því skyni var fundið upp á því einfalda ráði að afnema vísitöluuppbætur á kaup. Héldu hagfræðingar undir forustu Jónasar Iiaralz sprenglærðar ræður um það að vísitölubætur á kaup væru undirrót meinsins, leiddu til endalausra víxlhækkana og óviðráð- anlegrar verðbólgu. Því þyrfti að afnema þetta kerfi, þá myndi kapphlaupi kaupgjalds og verð- lags linna og verðbólgan hjaðna. Var sérstakur kafli um þessa vísdómsfullu stjórnaraðgerð í „Viðreisn“, áróðursbæklingi þeim sem stjórnar- flokkarnir létu senda sérhverjum landsmanni á kostnað ríkissjóðs. j^eynslan hefur nú skorið úr um gildi þessarar hagfræðikenningar og sannað að hún er hel- ber lokleysa. Kapphlaupið milli kaupgjalds og verðlags hefur aldrei verið harðvítugra en eftir að vísitöluuppbæturnar voru afnumdar, og verð- bólgan hefur aldrei verið magnaðri; síðan við- reisnin hófst hefur vöruverð og þjónusta hækk- að um 43% að jafnaði. Síðan öryggi það sem fólst í vísitölukerfinu var afnumið hafa verk- lýðsfélögin yfirleitt ekki treyst sér til að gera samninga meirihluta ársins.. Kauphækkanir eru farnar að koma til framkvæmda tvisvar á ári, og atvinnurekendur hafa viðurkennt gjaldþrot þessa nýja fyrirkomulags í verki með því að taka upp aukagreiðslur, þótt „vísitölubætur“ þeirra séu að vísu ákaflega naumt skammtaðar. ^fnám vísitölutryggingar á kaup var þannig efnahagslegt glapræði, og verklýðshreyfing- in hlýtur nú að leggja á það megináherslu að gera verði á nýjan leik ráðstafanir sem tryggi það að umsamið kaup haldist sæmilega stöðugt á samningatímabilinu. Verklýðsfélögin höfðu að vísu reynslu af því að gamla vísitalan tryggði ekki fullar bæfur, og stjórnarvöldin reyndu oft að komast fram hjá skuldbindingum með alls- kyns brellum, en engu að síður fólst mjög veru- legt öryggi í vísitölufyrirkomulaginu. En vísi- tölubætur eru ekki aðeins mikilvægar fyrir laun- þega, heldur og fyrir atvinnurekendur og þjóð- arbúskapinn í heild. Meðan ákvæði voru um það að kaup hækkaði í hlutfalli við verðlag lögðu stjórnarvöldin einatt kapp á það að koma í veg fyrir verðhækkanir, oft með góðum árangri langtímum saman. Sjálft vísitölukerfið var þann- ig hemill á verðbólguþróunina, sem nú heltek- ur allt efnahagskerfið. Jafvel þeir menn sem áður gagnrýndu vísitölufyrirkomulagið af hvað mestu kappi, komast ekki hjá því að viðurkenna að það var mikil hátíð hjá óstjórninni nú. — m„ i »

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.