Þjóðviljinn - 27.01.1963, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 27.01.1963, Blaðsíða 3
Sanmídagar 27, Janiiar 1968 »<TgM j ÞJOÐy-ELJINN Duvalier forseti við messu í Port-au-Prince. Líf vörðurinn til hægri mundar skammbyssuna. „Einræði — morð og pynd- ingar" segir bandarískt blað stjórnarár í viðbót með því að setja nafn sitt á atkvæðaseðil til þingkosninga. Úrslit: með Duvalier: 1.320.743 atvæði, gegn Duvalier: ekkeri. Duvalier hefur 6.000 manna her- lið sem þjálfað hefur verið i Bandaríkjunum og birgir það sæmilega af skotfærum. Banda- rísk vopn fyrir meira en 43 milljónir króna hafa borizt til hans frá árinu 1960 að telja. „Of mikill heigull" Þeir Haiti-búar eru fáir sem þora að tala um stjórnmál á op- inberum stöðum. Fjölmargir at andstæðingum Duvaliers eru dauðir eða í felum. Evrópskur diplómat hefur sagt frá 17 ára dreng, Eric Briére að nafni. Her- menn Duvaliers handtóku hann og sökuðu um stjórnamálalegan mótþróa. Móðir hans leitaði til gamals fjölskylduvinar, Pierre Merceron hershöfðingja, og hann skarst í leikinn. Merceron fann drenginn í höndum eins af for- kólfum blóðhundanna, Luckner Dambronne, í einka-pyndinga- herbergi Duvaliers í forsetahöll- inni. Unglingurinn dó við fætur Mercerons og hann hafði verið pyndaður svo óhugnanlega að hershöfðinginn ældi þegar hann í Vestur-Indíum er eyjan Hispaniola. Og á vest- urhluta eyjarinnar er ríkið Haiti. 95 prósent af í- búum ríkisins eru hreinir negrar — hinir kyn- blendingar. Bandaríkjamenn hafa löngum ráðið þar ríkjum með aðstoð innlendra einræðisherra. Nú ríkir þar einhver argasta harðstjórn sem um getur í veröldinni. , Ibúarnir á Haiti hafa löngum orðið að þreyta baráttu fyrir frelsi sínu. Þeir börðust á sín- um tíma gegn fransk-spænsku nýlendukúguninni og unnu bug á henni árið 1807 er þeir sigr- uðu hersveitir þær er Napoleon Bonaparte sendi til eyjarinnar til þess að brjóta byltingarmenn- j ina á bak aftur. i En þeir sem við völdunum t'óku reyndust litlu betri en frönsku nýlenduherrarnir og í kjölfarið kom borgarstyrjöld sem stóð í heila öld. Arið 1915 virtist allt benda til þess að alþýðan mynda sigra en þá kom bandaríski flotinn Þennan bát ¦•-¦:::::::-:'--:ý:y-::':':'¦ '¦'¦'¦:¦'-•'¦''¦ ::::'-'¦''¦''¦:'•'¦¦: ^^^^i^|^^^ byggðum við á síðastliðnu ári, og hefur hann reynzt vel í alla staði — farsæll og fengsæll. Nú eru í smíðum bátar sömu tegundar og geta væntanlegir kaupendur valið um, hvort stýrishús verður staðsett að framan eða aftan. Stærð bátanna er um 14 smálestir. — Verð hag- stætt. Kaupendur geta ákveðið vélartegund og stærð, svo og öll hjálpartæki. Sími 3-45-50. TALIÐ VIÐ 0KKUR SEM FYRST KEILIR H.F. til skjalanna og tók landið her- skildi samkvæmt samkomulagi við innlend afturhaldsöfl. Hernám Bandaríkjamanna stóð í 19 ár. Á þeim tíma afvopnuðu þeir alþýðuna, festu stóreigna- mennina í sessi og náðu tang- arhaldi á efnahag landsins. „Einræði, morð, pyndingar..." Síðan hafa Bandaríkjaleppar jafnan setið í valdastólunum á Haiti og Bandríkjamenn hafa haft þrælatak á efnahag ríkisins. Árið 1915 nam innflutningur Haiti frá Bandaríkjunum um þrem milljón dollurum. Nú er hann meira en 30 milljónir. 75 prósent af innflutningsvörum Haitibúa koma frá Bandaríkjun- um. Þegar þetta er haft huga er einkar .fróðlegt að lesa grein sem birtist í bandaríska viku- blaðinu Newsweek og f jallar um Haiti og stjórnarhættina þar. — Stjórn mín, sagði Francois Duvalier, forseti á Haiti í nýárs- dagsræðu, mun á árinu 1963 halda áfram byltingu sinni varðandi sjálfstæði, frelsi og manngöfgi. Newsweek segir að ef ummæii þessi hljómi fáránlega í eyrum f ólksins á Haiti, þá sé það vegna þess að Haiti-búar verða að þola fyrirlitlegustu, spilltustu og em- ræðiskenndustu stjórnina á vest- urhveli jarðar. — Einræði, morð, pyntingar og öngþveiti eru ekkert! nýnæmi á Haiti. Þjóðinni hefur svo til ein- ungis verið stjórnað af óþokkum frá því Jean-Jacques Dessalin- es leysti landið undan frönsk- um yfirráðum árið 1804. Hins- vegar er nýr vindur farinn að blása á eyjunni, og sá vindur mun færa Francois Duvalier ó- velkomnar breytingar, segir blaðið. Útflutningurinn minni en 1788 Newsweek sendi fréttaritara sinn til Haiti og hefur hann með- al annars þær fréttir að færa að Duvalier stjórni landinu með einkaher sínum. — Ef til vill eru útflutnings- tölur bezta dæmið um það hvernig Duvalier hefur leikið landið, segir fréttaritarinn. — Árið 1788 var útflutningur Haiti 42 miUjónir að verðmæti, á síð- astliðnu ári nam útflutningsverð- mætið 40 milljónum. Sannleikur- ! inn er sá að íbúar landsins, fjóv- j ar milljónir negra, lifa (og sum- ir svelta) á árslaunum sem eru að meðaltali 3500 krónur á ári. Duvalier brauzt til valda árið 1957 og kjörtímabili hans áttí að ljúka í maímánuði síðastliðn- um. En fyrir tuttugu mánuðum veitti hann sjálfum sér ses sá hann. Duvalier hringdi skömmu síðar til hans. — Þú ert ,of .mikill heigull til að vera í ihernum, sagði forseti Haiti. Hánn veitti Merceron lausn frá embætti og skipaði hann sendi- herra í Frakklandi. Kennedy skrifar bréf Newsweek skýrir frá því að Haiti hafi fengið 53 milljónir dollára í „efnahagsaðstoð" frá Bandaríkjunum frá því árið 1954. Ennfremur skýrir það frá þeirri furðulega staðreynd að vinstri menn á Haiti haldi því fram að landsmenn þeira þurfi ekki að reikna með aðstoð frá Banda- ríkjamönnum við að losna við Duvalier. — Jafnvel íhaldsmenn, segir blaðið, telja að stefna Banda- ríkjanna hafi dregið þá niður í svaðið og styrkt einræðið. Kennedy hefur tvívegis ritað Duvalier bréf nú nýlega. Annoð skrifaði hann er Kúbu-deilan var í algleymingi og bað hann þá einræðisherrann um siðferðileg- an stuðning og hernaðarlega að- stoð. Hitt bréfið ritaði hann að Kúbu-deilunni afstaðinni og lagði til að þeir tveir „héldu áfram að v'Sx'na saman". Skömmu síðar veittu Bandarikjamenn ---------------------.----. gjjg^ J Haiti 2,8 milljón dollara lán íl að byggja flugvöll fyrir þotur iskammt frá Port-au-Prince. Eftir að hafa lesið greiidoa í Newsweek vitum við að á Haiti er viiðurstyggileg harð- stjórn sem vílar ekki fyrír sér að myrða og pynda and- stæðinga sína. Við vitum að þeirri stjórn er haldið við lýði með banda- rísku fé, herliöi þjálfuön f Bandaríkjunum og bandarísk- um vopnum. Og við vitum að Kennedy Bandaríkjaforseti telur slika stjórn vera verðugan banda- mann sinn í baráttunni gegn heimskommúnismanum á Kúbu. aj. Skipaútgerð Ríkisins Skjaklhxeið fer 31/1 til Ólafsvíkur, Grund- arfjarðar, Stykkishólms og Flat- eyjar. Vörumóttaka mánudag og þriðjudag. m B 13 B 13 13 B 13 13 B E=3 13 B 13 13 B 13 E=5 B H ISI B 13 13 m Ej EEI 13 HEIBURSHLUTABREF KRABBAVARHASlÖfl ISIAHDS ty,efiir súnt h4 velvild qly areufq,------.-----------. / &k>fo&c&hítií?' viv~ JJmbbauo.vyiastö&'ifcla'Pícls oa erskjql þetta vpt%rkevn'»tQ furfc* Qreifrslimrii. Vér vœnyty>H ]oe$s c$ ¦hlllaa u^r nieqp bewi áivöxk /- cwki'yMÁ' baróiföty qeqq, l^raobq^yyieiny Jírabbayfteitísfelqa 3dq,y;ch jbtlWtfn&líl Sjtfftskoðipj. A sl. ári keyptu krabbameins- félögin hálfa húseignina að Suðurgötu 32 fyrir starfsemi sína. Nú um áramótin hefir Krabbameinsfélag Islands keypt allt húsið og sett sig í töluverða skuld þess vegna. Með þessu aukna húsrými verður mögulegt að færast meira í fang en hingað til og hefur stjórn félagsins þegar samþykkt að hef ja baráttu gegn tveimur tegundum krabba- meins, sem farið hafa greini- Iega vaxandi á síðasta áratug, krabbameini í Iungum og krabbameini í legi kvenna. Auk liess eru nú i gangi víðtækar rannsóknir á krabbameini í maga á vegum félagsins. í undirbúningi er nú að láta gera kvikmynd um heilsuspill- andi áhrif reykinga, og koma þeirri kvikmynd á framfæri i öllum barna- og unglingaskól- um landsins. Hins vegar er ákveðið að hefja allsherjar leit að krabba- meini í legi, með því að gefa öllum konum á aldrinum 25— 60 ára kost á að láta rannsaka legháls sinn með frumurann- sókn, og hefja þá starfsemi í Reykjavík. Um 40 þús. konur eru á þessum aldri á öllu land- inu. Er áætlað að þessi f jölds- rannsókn geti hafizt síðar á árinu í húsi Krabbameinsfélags- ins, sem mun standa undir öll- um kostnaði af þessum rann- sóknum. Þó að fjárráð félagsins hafi batnað til mikilla muna frá þvi sem áður var, þá er oss Ijóát að þær framkvæmdir, sem nú standa fyrir dyrum, muni verða svo fjárfrekar, að félaginu muni ekki veita af að fá styrk úr sem flestum áttum, enda er UHIillíííiSliJi hér verið að vinna að almenn- ingshagsmunum, þar sem útlit er fyrir að unnt verði að halda legkrabbameini niðri jafnframt því sem tilraun verður ^erð til að vernda yngri kynslóðina fyr- ir lungnakrabbameini. 1 þessu skyni hefir félagið Iátið prenta heiðurshlutabréf, sem er kvittun til þeirra, sem leggja fram skerf til starfsemi vorrar. 1 trausti þess að margir lands- menn, sem öðrum betur eru staddir, verði fúsir til að láta eitthvað af hendi rakna til starfsemi vorrar, höfum við lát- ið prenta áðurnefnd heiðurs- hlutabréf. Ekki þarf annað en að síma eða skrifa til félagsins og tilkynna f járhæð þá og naín^ sem setja má á heiðurshluta- bréfin og verður það þá sent gefanda.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.