Þjóðviljinn - 27.01.1963, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 27.01.1963, Blaðsíða 1
I Sunnudagur 27. janúar 1963 — 28. árgangur — 22. tölublað. Sá kann nú Sacgið €i þvi. Jónas Árnason skrifar um bók ^Sverris Kristjánssonar | — Sjá 7. síðu. ANDRÉSÖND er á 10. síðu. Og mynd af ,,föður" hans, Walt Disney, á 5. síðu. Konan sér fingrunum — Sjá grein á 9. síðu. Lóranstöðin á Gufuskál- um stækkuð Fyrir nokkru birtist auglýs- lýsing frá pósit- og símamála- stjórninni, dagsett 8. janúar Sl., þar sem óskað var eftir starfsmönnum að loranstöð- tani á Gufuskálum. Sagði í augJiýsingunni að til greina kæmu símvirkjar, símritar- ar, útvarpsvirkjar og loft- skeytamenn eða aðrir með sambærilega menntun. Þurftu umsóknir að hafa borizt fyrir 26. janúar. I tilefni af þessari auglýs- ingu snéri Þjóðviljinn sér tii póst- og símaimálastjóra, Gunnlaugs Briem, fyrir helg- ina og spurðist fyrir um þaS hvort ^ þessi mannaráðning stæði í sambandi við aukn- ingu á starfsemi loranstöðv- arinnar að Gufuskálum og íagði ennfremur fyrir hann nokkrar fleiri spurningar varðandi starfsemi stöðvar- innar. Svör póst- og símamála- stjóna voru öll fremur óljós. Þó skýrði hann svo frá. að leggja ætti gömlu stöðina nið- ur og setja upp nýja stöð og stærra mastur. Sagði hann að eftir sem áður yrðu tvenns konar stöðvar á Gufuskálum, miliibylgjustöð sams konar og er á Reynisf jalli í Mýrdal og langbylgjustöð edns og eru á Grænlandi, i Noregi. Færeyjum og víðar en um mun á þessum tveim tegundum ióranstöðva varð- ist hann allra frétta, sagði þó að stærri og fullkomnari tæki þyrfti fyrir langbylgj- umar. Póst- og simamáiastjóri kvaðst ekkert vita um fjölda þeirra umsókna sem borizt hefðu um þessi .auglýstu störf. Nú væru 15 starfs- menn á Gufuskálum en þeim yrði væntanlega fjölgað eitt- hvað, kannske upp í 25 eða 30. Um þjálfun nýrra starfs- manna sagði hann, að þeir rnyndu væntanlega þjálfaðir að Gufuskálum og einhverjir e.t.v. sendir út. Um gagnsemi loranstöðvar- innar fyrir okkur íslendinga sagði póst- og símamálastjóri, að flugvélar og millilanda- skip svo og nokkur fiskiskip hefðu móttökutæki en um fjölda þeirra vissi hann ekki. Hélt hann að landsíminn myndi leigja um 20 slík tæki, en auk þess væri hægt að kaupa þau úti. • Aðspurður um byggingar- framkvæmdir að Gufuskál- um í sambandi við þessa stækkun stöðvarinnar svar aoi póst- og símamálastjóri, ið stækkun stöðvarinnar sjálfrar myndi ekki krefjast nikilla byggingaframkvæmda in eitthvað þyrfti að byggja if starfsmannaíbúðum og yrði það væntanlega gert næsta sumar. A 12. síðu blaðsins er nán- ar saSt frá stækkun stöðvar- innar á Gufuskálum / ár verða æmdarge* ingar á vinnutiihögun á islandi -& Hlufur Dagsbrúnarmanna fer eftir samstöðu þeirra í staórnarkiörinu • Stjórnarkjörið í verkamannafélaginu Dags- brún hefst að nýju kl. 10 f.h. í dag á skrifstofu félagsins í Alþýðuhúsinu og því lýkur kl. II í kvöld. Þegar Þjóðviljinn fór í prentun síðdegis í gær höfðu um 600 greitt atkvæði. • Þessar kosningar eru ákaflega mikilvægar. Augljóst er að verkamenn eiga nú kosí á að ná verulegum árangri í baráttu sinni fyrir stytt- ingu vinnuvikunnar með óskeríu kaupi og fyrir verðtryggingu kaupsins — m.a. vegna þess að stjórnarflokkarnir óttast alpingiskosningar þær sem framundan eru. En árangurinn er undir því kominn að verkamenn sýni í stjórnarkjörinu meiri samheldni en nokkru sinni fyrr. 1 dag fer fram stjórnarkjör * í Verkamannafélaginu Ðagsbrún og í tilefni af því birtum við þessa mynd frá höfninni sem Ijósmyndari blaðsins tók af verkamanni sem_ var að vinna við uppskipun. Úrsljt kosninga í Ðagsbrún hafa jafnan haft á- kvarðandi áhrif á kaup og kjör alls vinnandi fólks í landinu. Þetta á ekki síður viö nú cn áð- ur. Þess vegna eiga allir Dags- brúnarmenn að fylkja sér fast undir merki A-Hstans og gera sígur hans sem stærstan. Með því tryggja þeir bezt hag sinn og allra Iaunastétta í landinu. — (Ljósm. Þjóðv. A.K.). Kröfur verkamanna hafa aldrei notið jafn almenns stuðnings og nú. Meira að segja stjórnarblöð- in viðurkenna — í orði — að engin leið sé að lifa af því kaupi sem greitt er fyrir dag- vinnu. Meira að segja stjórnar- blöðin játa — í orði — að verka- menn eigi rétt á raunhæfum kjarabótum. Þær raunhæfu kjarabætur sem enginn ágrein- ingur á að geta orðið um er stytting vinnutímans með ó- breyttu kaupi og ráðstafanir sem tryggja það að kaupgjald haldist óskert á samníngstímabilinu. Aldrei fyrr hafa valdhaf- arnir staöið jafn höllum fæti og nú í umræðunum um Iífskjör verkafólks. Þeim yf- irburðum þurfa verkamenn að fylgja eftir. Ef andstæð- ingar Dagsbrúnarstjórnarinn- ar hefðu átt til félagsþroska og hollustu, hefðu þeir að þessu sinni fallið frá framboði í félaginu. Þeir hafa ekki bor- ið gæfu til þess — en félags- Kjósið A-listann í Þrótti! Þróttarmenn! Stjórnarkosningin í Vörubíl- stjórafélaginu Þrótti stendur í dag frá kl. 1 til kl. 9 í kvöld og er þá lokið. Kösið er í húsi félags- ins við Rauðarárstíg. — Listi stjórnar og trúnað- armannaráðs er A-listi. Kjósið A-listann í Þrót'ti! refst ví dtvinnuframkvæmda Verkamannaféaligið Hlíf í Hafnarfirði hélt mjög fjölmenn- an fund fimmtud. 24. jan. í Góð- templarahúsinu. A fund þennan höfðu verið boðnir aUir bæjarfulltrúar í Hafnarfirði og bæjarstjóri til um- ræðu um atvinnumálin í bænum. Er það fastur liður í starfi V.m. f. Hlífar að fyrsti fundur fé- lagsins á nýbyrjuðu ári sé helg- aður atvinnumálum staðarins og bæjarstjórn og bæjarstjóra boðið til umræðu. Framsögumenn af hálfu stjórn- ar Hlífar hafði Hermann Guð- mundsson og lagði að máli sínu loknu fram eftirfarandi tillögur frá stjóminni og voru þær sam- þykktar einróma. „Fundur haldinn í Verka- mannafélaginu Hlíf fimmtud. 24. jan. 1963, telur að leggja beri áherzlu á eftirfarandi atriði til aukningar atvinnulífinu í bæn- um: 1. Hafnargarðarnir verði full- gerðir. Gerð verði smábátahöfn, athafnasvæði og bryggjur er hæfa smábátaútveginum. 2. ÖU skilyrði til löndunar og losunar vélbáta sem stærri skipa verði stórbætt og beitt aukinni tækni og fullkomnari tækjum. 3- Byggðar verði stórar vöru- geymsluskemmur við höfnina. 4. Vélbátafloktinn verði aukinn með bátum af hentugri stærð til að afla hráefnis fyrir frystihús- in og til síldveiða. 5. Hráefni sjávarútvegsins verði gernýtt, bætt skipulag á vinnu í frystuhúsunum, aukinn verksmiðjukostur, og bætt við nýjum verkunaraðferðum. 6. Gatnagerð verði stóraukin, götur byggðar úr steinsteypu eða malbikaðar. Bærinn komi sér upp fullkominni steypustöð og grjótnámi. 7. Kannaðir verði ailir mögu- leikar á lagningu hitaveitu til Hafnarfjarðar frá Krísuvík. Þá verði hafizt handa um að nýta gufuorku þá sem Hafnarfjarðar- bær á í Krísuvík til framleiðslu rafmagns og iðnaðar allskonar. menn þurfa þá f staöinn að hafa vit fyrir þeim. Gerbieytingai framundan Þjóðartekjurnar á síðasta ári hafa orðið miklu meiri eji nokkru sinni fyrr í sðgu þjóðar- innar; þær hafa tekið stökk, Þessa auðlegð verður að nota til þess að tekin sé upp mannsæni- anði vinnutilhögun á íslandi, hófsamlegri vinnutíml með 6- skertu heildarkaupi og öryggi um afkomuna. Augljóst er einnig að á þessu sviði verða rniklar breyt- ingar á þessu ári. Opinberir starfsmenn hafa borið fram kröf- ur um gerbreytingu á sínum hög- um. Gunnar Thoroddsen fjár- málaráðherra hefur lýst yfir þvi í málgagni sínu að hann telji kröfur opinberra starfsmanna í heild jafngilda um 100% kaup- hækkun og að á þessar kröfur verði að fallast að verulegu leytL Opinberir starfsmenn standa sem einn maður að kröfum sínunij þrátt fyrir allan stjórnmálaá- greining. Það verða þannig fram- kvæmdar gerbreytingar á vinnutilhögun á Islandi á þessu ári. Verkamenn verða að tryggja að fullt tillit verði tekið til hagsmuna þeirra í þeirri endurskoðun. En það tekst því aðeins að verkamenn kunni að standa saman, þrátt fyrir stjórnmálaágreining. Dagsbrúnarmenn hafa oft sann- að það í verkföllum að þá láta þeir stjórnmálaágreininginn víkja fyrir sameiginlegum hags- munum stéttarinnar. Á sama hátt þurfa þeir nú að sameinast um félag sitt og forustumenn til þess að tryggja þeim sem sterk- asta aðstöðu í þeim örlagarika samningum sem framundan eru. Eftir samheldninni nú fer árang- urinn í samningunum; með at- kvæði sínu er hver verkamaður að taka ákvörðun um kjör sín^ um öryggi sitt og f jölskyldu sinn- ar. Dagsbrúnarmenn. Allir iil starfa. x A

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.