Þjóðviljinn - 27.01.1963, Síða 7

Þjóðviljinn - 27.01.1963, Síða 7
 Sunnudagur 27. janúar 1963 ÞJÓÐVILJINN SfÐA •J SÁ KANN NÚ LAGID Á ÞVÍ „Ef heiminum ver'öur skipt í hagsmunasvœði stór- veldanna, há má vel svo fara, að vér getum fitnaö af þeim molum, sem hrjóta af borðum hinna máttugu, en vér verðum ekki full- valda þjóð.“ Þetta er úr ræðu sem Sverr- ir Kristjánsson flutti við há- tJðahöld í Hafnarfirði 18. júní 1944, þegar íslenzka lýðveldið var aðeins sólarhringsgamalt. Það verður sem sé ekki annað sagt en að snemma hafi verið reynt að koma vitinu fyrir menn í byggðarlagii núverandi utanríkisráðherra og vara þá við þeim hættum sem biðu hins unga lýðveldis. En við- vöruninni var ekki sinnt, sem kunnugt er, og því er nú með- al annars þannig komið á nítjánda ári lýðveldisins, að menn geta skemrnt sér við amerískt hermannasjónvarp á Brekkugötu 13 í Haínarfirði. Það eru gildar ástæður til þess að mér verður fyrst að nefna þessa ræðu Sverris. Ég heyrði hann að visu ekki flytja hana, en ég las hana í Þjóðviljanum einum tveim mánuðum síðar, þar sem ég sat, rúmlega tví- tugur galgopi, í kofa skógar- höggsmanns vestur í Kletta-, fjöllum Ameríiku. Þá var stríð, og sá póstur sem flutti manni vitglóruna að heiman var jafn- an óratíma vestur yfir hafið, og mátti raunar heita gott ef þýzkir kafbétar skutu hann ekki í kaf á leiðinni. Á þessu fæðingarári lýðveldisins hafði ég orðið var við ýmsar grun- samlegar hræringar meðal þeirra íslenzku verzlunar- og menntamanna sem um þessar mundir flykktust til Banda- ríkjanna, og þegar árið gekk í garð hafði ég heyrt einn á- hrifamikinn islenzkan embætt- ismann segja það í skálaræðu í borginni Washington, að með lýðveldisstofnuninni mundum vér staðfesta þann vilja vorn að rjúfa forn tengsl við Norð- urlönd og gömlu Evrópu, vér værum komnir á áhrifasvæði „hinnar voldugu lýðræðisþjóð- ar Nýja heimsins," og þar mundi oss líka bezt vegna. Já, menn voru teknir að gerast býsna ameríkaníseraðir þá þegar. Jafnvel liitt þroskaður ungling- ur um tvítugt hlaut að finna, að það var maðkur í mysunni. Fyrir það er mér líka svo föst í minni sú stund er ég las um- rædda ræðu Sverris eitt kvöld að loknu skógarhöggi þar vest- ur í Klettafjöl'lum. Eg var að vísu ekki alveg sammála öllu sem í henni stóð, en þarna var þó einn, sem ekki æpti bara halelúja, hie-ldur leyfði sér að gruna viss öfl um græsku, og hafði auk þess einurð til þess — í miðri hátíðarvíimunni — að tjá mönnum þennan grun sinn opinberlega. Að maður nú ekki talaði um andargiftina. Með þessari ræðu Sverris komst ég fyrst undir áhrifa- vald snilldar hans. og síðan hefur mitt fátæklega sálarlíf eiginlega aldrei fengið að yera í friði fyrir þessum manni. Og fyrir það vil ég einmitt þakka honum í tilefni af því að nú hefur Mál og menming safnað saman nokkru af verk- um hans og gefið út í bók sem ber heitið Ræður og riss. Og ég býst við, að margir róttækir menn á mínu reki vilji taka undir þessar þakkiir. Það eru mikil kynstur og feikn af inn- antómum vaðli sem yfir okkur hefur verið dembt af hálfu andstæðinga okkar, — og einn- ig stundum af hálfu samherja okkar, því miður. Hvílík bless- un hefur það þá ekki verið að eiga þess alltaf öðru hverju kost að heyra Sverri Kristjáns- son flytja ræðu eða le-sa grein eftir hann? Það væri auðvitað oflof að segja að hann hafi leitt okkur í allan sannleika. En um hitt held ég verði varla deilt, að það sé fáum að þakka fremur en Sverri Kristjánssyni, að við skulum þó ekki vera vitlausari en við erum. Útkoma þessarar bókar er Mka merkur bókmenntavið- burður. Hér er sem sé á ferð- inn einn slyngasti rithöfundur þjóðarinnar. Hann er að visu ekki rithöfundur af því tagi sem úthlutunarnefnd lista- mannafjár mundi reikna með í sín-u árlega basli við að skipta þessum tittlingaskít, sem hún hefur úr að moða, niður á nógu margar andlausar persónur og leiðinlegar út um allan okkar litterera hvippoghvapp. Þess- er heldur ekki að væn-ta að sú ágæta nefnd hafi gert sér það ljóst, fremur en ís-lending- ar almennt, að ritgerðaformið er ein merkasta grein bókmennt- anna; margix ritgerðahöfundar ei-u einmitt meðal þeirra sem hæst ber í bókmenntasögum f’lestra mennin-garþjóða; til að mynda er góður essayisti engu ómerkari bókmenntapersóna í augum Breta en góður nóvell- isti. Sverrir segir í minningar- grein um Árna Pálsson: „Hann varð snjallasti essayisti þessar- arar aldar á íslenzkt mál.“ Þetta er kannski alveg rétt hjá honum; alltaf finnst manni það þó sisona að fullyrða hver sé allra beztur á þessu eða hinu sviðinu, þó það geti kannski gengið í minningargneinum. En af því ég er — Guði sé tof — ekki að skrifa minningargrein, og ek-ki einu sinni afmælis- grein, þá læt ég nægja að lýsa því yfix að Sverrir Kristjáns- son er einn snjallasti óg skemmtilegasti essayisti sem ég hef lesið, — og ekki bara á íslienzku, heldur og á erlend- um málum. En ég hef — þó ég segi sjálfur frá — gluggað talsvert í erlenda essayista, enda er ritgerðaformiið sú bók- menntagrein sem ég hef löng- um haft mestar mætur á. Já hann kann heldur betur lagið á því, þessi k-arl. Formsnilld hans er einstök. í ádeilugreinum fer hann venju- lega hægt af stað, en stíllinn magnast smátt og smátt, unz hann er orðinn eins og stór- skotahríð sem dynur á herbúð- um andstæðimganna, og allt ætlar um koll að keyra. Og þá má ekki síður vænta stórtíð- inda þegar hann gengur bros- andi fram og beitir háði s-ínu á ýmis þau fyrirbæri tilverunn- ar sem hann hefur ekki nema takmarkað álit á, þar á meðal Kristmann Guðmundsson. Þá notfærir hann sér, eins og meista-rar einir geta, þá g-ull- vægu reglu sem Bretinn orðar s-vo: „Understatement is better than overstatement"; — fer sér að engu óðslega, en tinir þetta einn og einn stein úr stöpli blekkingarinnar, þangað til undirstaðan er allt í einu horf- in mieð öllu — og þyngdarlög- málið sér um afganginn. Sumum þætti sjálfsagt skrít- ið ef ég segði að Sverrir Krist- jánsson væri ekki aðeins merk- ur rithöfundur. heldur og skáld gott. En víst er um það, að í þssari bók er meira af skáldlegum tilþrifum en í öllu ævistarfi ýmissa þeirra manna sem ísltendingar hafa látið komast upp með að kalla sig skáld. Þessi tilþrif birtast víða í myndum sem verða manni ó- gleymanlegar fyrir einfalda mannlega fegurð sína og snilld. Sjáið til dæmis hvernig mað- urinn lýsir þeirri kynslóð aust- firzkra leiguliða sem árið 1842 „brutust J ófærð um hávetur tit að skrifa undir þakkarávarp til dansks stjórnmálamanns, sem hafði lagt íslienzkum mál- stað lið“: „Ef við mættum sjá hana fyrir augum okkar í rúm- helgri önn hennar mundi okkur finnast hún æði gróf í sniðum og lítt fáguð. Hún lét kannski stundum hund- ana þvo askana sína með tungunni. hún sleikti kannski sjálf af hnífnum, hár hiennar og skegg var Sverrir Kristjánsson flytur ræðu á Þingvallafundi hernámsand- stæðinga haustið 1960. stundum kvikt. En þrátt fyrir allt þetta hafði hún til að bera menningu hjartans, meðfædda alþýðlega hátt- prýði, sem ekki v.erður lærð af handbókum í mannasið- um, af þeirri einföldu á- stæðu, að slík háttprýði verður ekki skráð á bók frekar en angan blómsins“. Setjið þetta upp í máslangar línur, og það er komið ljóð. Hnyttni Sverris og háfínn húmor veldur því ennfremur, að margt í þessari bók er hinn lystilegasti skemmtilestur. Sem dæmi um hnyttnina hef ég til gamans tínt út fáeinar setn- ingar, þar á meðal þetta um blaðamenn ísilenzku borgara- stéttarinnar: „Það mætti stundum ætla að blaðamenn sumir væru búir að missa mál og rænu, ef maður heyrði ekki við og við. að þeir kunna enn að gelta.“ „Það skal ósagt látið, hvort þeir menn, sem stjórna pennum V'ísis hafi selt sál sína eða ekki, Mér er ekki kunnugt um, hvort sú vara sé yfiríeitt mark- aðshæf." Og þetta um „vestrænt lýð- ræði“ (1948): „Það er óþarfi að geta þess, að hinir göfugu ridd- arar vestræns lýöræðis binda höfuð fallinna and- stæðinga við hnakkólar sín- ar, að vestrænt lýðræði horfir þurrum aufium á múgmorð á pólitískum föng- um í Grikklandi, að hjálp Bandaríkjanna handa Tyrk- landi fer öll í hergögn að undanteknu því, sem varið er til byggingar tukthúsa af amerískri ge'rð.“ Og þetta úr Post mortem (þegar ísland hafði verið flek- að inn í Atlantshafsbandalag- ið); „Ást Bandaríkjanna á ís- landi er matarást herguðs- ins.“ „Þessa utanríkisráðherra og þingmanna (hinna 36) mun án efa að góðu getið í sögu Bandaríkjanna. En í ísdandssögu munu þeir liggja í grafreit útlendinga. íslandssaga helgar sér ekki undirtyllur úr erlendum hermálaráðuneytum," Flokksráð Sjálfstæðisflokks- ins hafði skorað á Thor Thors, sendiherra íslands í Washing- ton, að gefa kost á sér til forsetakjörs (Forsetaraunir, 1952): „Herra Thor Thors sím- sendi svar sitt. Það var orð- að í þeim sérstaka hátiðar- ræðustíl, sem ætt hans bregður fyrir sig, á þeim stundum, er hún mælir mest um hug sér eða éignir hennar rísa ekki undir skuldum henn- ar.“ Og þetta úr afmælisgrein um Jónas Jónsson frá Hriflu sjö- tugan: „Grimsbýlýðurinn horfði bólginn af heift á þessa sveitalegu aðkomumenn og kallaði þá „setulið Hrifl- ungsins". En áður en varði höfðu synir dalanna og dreifbýlisins strokið af sér húsaskúm sveitamennskunn- ar og brátt mátti ekki þekkja Framsóknarmann frá Gríms- býmanni. Fjárglöggir menn þóttust þó geta kennt setu- liðsmann á göngulaginu — það var allt og sumt.“ „Hann (J.J.) varðveitti pund hins þorgaralega þjóð- félags á íslandi, sneið af því kulnaðar greinar, vökvaði það og hlúði að því, þegar borgararnir sjálfir urðu þreyttir á moldarverkunum". Til samanburðar við rílka þjóðerniskennd Islendinga frá fyrstu _tíð (1. desember 1957): „Á miðöldum kenndu Ev- rópumenn sig ekki við land sitt, heldur fæðingarhrepp- inn. sveitina sína, á sama hátt og sauðkindin, ef hún mætti mæla, mundi kenna sig við þann afrétt, sem hún er rekin á.“ Svona mætti lengi halda á- fram að tína glefsur úr ræðum og ritgerðum Sverris Krdstjáns- sonar, og gefa svo út myndar- legt kver með eintómum snilli- yrðum og spakmælum. Og þó er eitt meira virði en allir þeir kostir þessarar bókar sem ég hef nú nefnt: hið heita og góða Islendings- hjarta sem slær í brjósti höf- undarins; hvernig hann hefur alltaf sprottið upp, þegar hætta var á ferðum. og beitt brandi snilldar sinnar og sögu- þekkingar til ’sóknar og varn- ar fyrir þessa margsviknu þjóð hér norður við Dumbshaf. Af þeirri ástæðu er þetta líka hin hollasta bók sem ætti að vera til á hverju því heimili þar sem íslenzk siðmenntun er nokkurs metin. Foreldrar þeir sem gera sér ljóst hversu tæpt stendur nú með framtíð íslenzks þjóðernis, ættu að halda þessari bók að bömum sínum, því að hún gcymir flesta þá læknis- dóma sem líklegastir eru til að viðhalda andlegri hreysti ungra Islendinga í umhleypingum okk- ar spilltu samtíðar. Hin falslausa ættjarðarást Sverris ér nátengd þeirri al- þjóðahyggju mannvinarins sem mótar öll hans skrif um heims- pólitíkina. Hann finnur til með hverjum kúguðum fátæklingi og ofsóttum frumskógabúa úti í heimi, ræðst á óvinl þessa fólks af sama skaphita og karl- mennskuþrótti einsog þann lýð sem situr á svikráðum við þess- Framhald á 10. síðu- r\ OLITISK GAGNRYNI Skömmu eftir nýár birtist í Vísi grein sem nefnd var Blessaðar jólabækurnar. Þar var hérlendri bókaútgáfu líkt við hörkuspennandi veiðiskap (Bókaútgefendur „kasta nót- inni af mikilli bjartsýni og nægri leikni“). Hinsvegar er svo tekið fram að slíkur veiði- skapur hafi haft slæm áhrif á bókagagnrýni blaða, hann verði til þess að mikið sé gert til að koma að innantómu skjalli um bækur. Þetta or allt gott og blessað. En þá er allt í einu farið að tala um „hatursskrif“ um bók- menntir, og sagt að þau séu nú nær eingöngu bundin við Þjóðviljann. Þar gösli fram á ritvöllinn menn „sem hafa það að höfuðmarkmiði að ó- frægja verkið og svívirða höf- undinn" og valdi þar einkum „pólitískur litarháttur höfund- arins". ★ Við skulum láta orðalag Vísis um svívirðilegt fram- ferði Þjóðviljamanna liggja milli hluta, enda skiptir það engu máli. Hitt er svo ekki nýtt, að við heyrum skammir í mörgum tóntegundum um það mat á bókum sem tekur tillit til „pólitísks litarháttar" höfund- ar, og það er heldur ekki nýtt að kommarnir séu atyrtir fyr- ir slíkt mat. Gallinn á þessu tali er hins vegar sá, að það er oftast ekki gerð nein grein fyrir því um hvað er að ræða, ásökunin er ekki skýrð beinlínis, ekki út- listað hvað „pólitískt mat“ á bókmenntum er. Ef menn eiga aðeins við það, að burðazt sé við að hrósa einhverri lélegri bók aðeins sakir þess að hún boðar þann sósíalisma eða þá herskáu einstaklingshyggju sem gagnrýnandinn styður sjálfur (eða öfuga meðferð á góðri bók), þá er í raun og veru ekki annað sagt en skyn- samleg gagnrýni sé betri en heimskuleg. Allir vita að eng- in skoðun tryggir góða bók (hitt má svo deila um hvort til séu skoðanir sem örugglega hljóta að koma í veg fyrir að góð bók sé skrifuð). Nei, það „pólitískt mat“ á bókum sem nolckurs er vert hlýtur að vera annað og meira. Hér er fyrst og fremst um það að ræða, hvort það sem skrifað er skipti nokkru máli. Og ef við leyfum okkur að fullyrða að svo sé, ef bók- menntir eru ekki smábrask eða sportfiskirí heldur raun- verulegt afl í mannlegri til- veru — þá komumst við að þeirri niðurstöðu, að mat okk- ar á þeim verður einmitt „pólitískt“. Það er heldur leiðinlegur höf- undur, sem telur allar „stað- reyndir lífsins" góðar og gild- ar; höfundur — beint og ó- beint — vegur þær og metur, það er sjálfsagt mál. Þetta mat kemur okkur öllum við, af þeirri einföldu ástæðu, að við erum menn. Og það má heldur ekki gleyma því, að frá „hreinu bókmenntalegu sjónarmiði" skiptir það miklu máli. „Þjóðfélagsskoðun höf- undar (hefur) veitt skáldsögu ' hans kjölfestu og dramatískt ris“ — þessi orð voru látin falla um Sjálfstætt fólk og líklega verða fáir til að and- mæla þeim. Og svo gagnstætt dæmi sé nefnt: margir þekkja bókmenntalegan ósigur rúss- neska meistarans Gogols þeg- ar skoðanir hans buðu honum að betrumbæta „Dauðar sálir“ með sigursælum Landnáms- mönnum. Það er þvi af mörg- um ástæðum ósanngjarnt að ætlast til þess af gagnrýn- enda að hann gleymi viðhorf- um, skoðunum höfundar þeg- ar hann ræðir um bók- menntaverk, það er blátt á- fram ósvífni. Og hann getur ekki annað en miðað þær við sínar eigin: ef í einhverju verki er höggvið nærri því sem gagnrýnanda finnst dýr- mætt, þá er ekki nema sjálf- sagt að hann snúist til varn- ar, ef hann telur sig hafa gild rök fram að færa. Ef gagnrýnandi hefur hinsvegar engar skoðanir þá leysist mál- ið af sjálfu sér, og hann getur með góðri samvizku skilgreint verkið samkvæmt einhvers- konar eilífum lögmálum og látið þar við sitja. Auðvitað er þetta „pólitíska mat“ á túlkun mannlegrar til- veru og mannlegrar viðleitni í bókmenntum bundið vissum hættum. Þessvegna heyrast líka alltaf öðru hvoru mót- mælahróp frá rithöfundum gegn þröngum nytsemdarkröf- um til bókmennta eða smá- borgaralegum siðferðikröfum: kannske heyrast slík hróp oft- ast á tímum þjóðfélagslegra vonbrigða. Þá heyrist rödd sem þessi: „Við skulum loka dyr- unum, klifra sem hæst upp á Jl turn vorn, upp á efsta þrepið. ft sem næst himninum; þar er J stundum kalt, en það gerir | ekkert til, — þú sérð skin ? stjarnanna og heyrir ekki til ■ fábjánanna“. Þetta eru orð J Flauberts. * ! Þessi mótmæli eru oft mjög ^ eðlileg, en þau hagga því ekki k að mat okkar á bókmenntum ^ verður pólitískt með nokkrum K hætti — ef við látum okkur ® örlög þeirra nokkru varða. Og til frekari skýringar ó ® þessu pólitíska tali vil ég te leyfa mér að vísa til Thomas- J ar Mann. „ég komst að þeirri ■ niðurstöðu, að hið pólitíska. J hið þjóðfélagslega er óaðskilj- \ anlegur hluti hins mannlega. k tilheyrir vandamáli húman- ■ ismans .... og að það væri U menningunni háskalegt, lífs- I hættulegt, ef við vanræktum fe. hinn pólitíska og þjóðfélags- | lega þátt þess vandamáls W Þessi orð voru skrifuð árið \ 1939; tilefni þeirra var það, að k vantrú þýzkrar menningar ó ® „pólitík“ hafði greitt villi- fe mennskunni leið í ættlandi N höfundarins. Á.B. i

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.