Þjóðviljinn - 27.01.1963, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 27.01.1963, Blaðsíða 2
SÍÐA ÞJOÐVILJINN Sunnudagur 27 janúar 1963 Við sem einhverju sinni höf- um lagt leið okkar um Borgar- nes hljótum að geta orðið sam- mála um að Borgarnes sé víð- kunnanlegasti staður og — mjög friðsamur. Það kom mér þvi á óvart þegar ég enn einu sinni lagði leið mína um Borg- arnes, á leiðinni norður í land til að eiga rólegt rabbkvöld með vini mínum Skúla á Ljót- unnarstöðum, að aðalumræðu- efni manna í Borgarnesi skyldi vera „orusta" sem þar hefði átt sér stað og væri nýlokið. Af frásögnum manna kom líka í Ijós að það voru ekki Borgnesingar sem komu af stað orustu þessari heldur var her- foringjaráðið sem undirbjó hana og stjórnaði allt til loka að finna suður í Reykiavík — og víldu sumir tel.ia yfirhers- höfðingjana að finna í St.iórn- arráðinu! Orusta þessi var háð í Verka- lýðsfélagi Borgarness og lá því beinast við að leita frétta hjá nýendurkjörinni Stjórn félags- ins, sigurvegurum orustu þess- arar, og er þáð sem st.iórnin • hafði að segja birt hér á öðrum stáð. "Lestu Moggann! Til þess að skilja eðli þess- arar orustu bentu Borgnesingar mér á að lesa Morgunblaðíð. Hinn 15. þ.m. birtist þar mikil svohljóðandi fyrirsögn: „Verka- lýðsfélagskosningarnar: Lýð- ræðissinnar i Borgarnesl í mik- illi sókn". Samkvæmt „frjálsum" frétta- flutningi Eykons þýða „lýð- ræðissinnar" stjórnarflokkana eina, og þá í þessu tilfelli í- haldið, því fáir munu telja kratana til stjórnmálaflokka í Borgarnesi. Taugarnar í ólagi? •1 grein þessari segir að „lýð- ræðissinnar" — B-listinn, hafi aukið fylgi sitt úr 45 atkv. á s.l. hausti í 82 nú. og séu það rúmlega 44%. Morgunblaðið sem út kom daginn er ég kom til Borgarness segir frá seinni kosningunni í Verkalýðsfélagi Borgarness, og þá að B-listinn hafi aukið fylgi sitt úr 45 atkv. í 88 atkv. og sé það 95% aukning. Lesendur munu fljótlega sjá hvort reikningsdæmið er rétt — en óneitanlega bendir þetta til þess að taugar Mogga- manna hafi ekki verið í sem beztu lagi. Bjarni talar við Borgnesinga Daginn eftir að Mogginn birti sigurfréttina af fyrri kosning- unni í Verkalýðsfélagi Borgar- ness sagði Bjarni Ben. í Stak- steinum Moggans umbúðalaust, að fylgisaukning íhaldsins í Borgarnesi væri sigur „við- reisnarinnar", bar hefðu verka- menn í Borgarnesi vottað fögn- uð sinn yfir þeirri dýrtíð og kjaraskerðingu, sem viðreisnin hefur leitt yfir þá sem annan verkalýð í landinu. . Það . voru þessi staksteina- erast sinnar? Fæstir Borgnesingar munu telja svo vera. Kosning- arnar tfl Alþýðusambandsþings á s.l. hausti voru frjálsar kosn- ingar, þannig að hvorugur að- ilinn smalaði segja þeir. Þá fékk A-listinn 70 atkv. en B- listinn 45. Það er rétt mynd af hug verkamanna í Borgarnesi til stjórnar sinnar. Hversvegna ekki? Hversvegna eru atkvæðatöl- urnar nú ekki rétt mynd? Vegna þess, segir fólk í Borg- arnesi, að það var kosningavél Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík en ekki Borgnesingarnir er að B-Iistanum stóðu sem stjórnuðu öllu framferði B-listamanna í þessum kosningum. Strax í fyrri kosningunni kom fljótlega í liös að mönn- um var smalað víðsvegar að til að kjósa, en í seinni kosning- unni kastaði fyrst tólfunum, og var hún rekin eins og harðasta alþingiskosning. Þannig sendi íhaldið bíla eftir mönnum til verstöðvanna á Suðurnes.ium vestur á Snæfellsnes og austur ff Þeir sjá um það ii m sunnan skrif Moggans, sem vörpuðu ljósi á ýmislegt er gerzt hafði í kosningunum — og sýndu Borgnesingum að B-listinn hafði verið nokkurskonar ráð- herralisti viðreisnarst.iórnar- innar! Tvennar kosningar Stjórnarkjör fór fram í Verkalýðsfélagi Borgarness 12. og 13. þ.m. Úrslit urðu þau, að báðir listarnir, A- og B-listar, fengu jöfn atkvæði, 82. Kosningin var endurtekin viku síðar og fékk A-listi þá 94 atkv. en B-listinn 88. Rétt mynd? Er þetta þá rétt mynd af hug verkamanna til stjórnar 'V Bílskúr eða annað pláss á götuhæð ca. 30 til 40 íerm. óskast nú þegar. Mætti vera í Kópavogi. Góð aðkeyrsla nauðsynleg. Upplýsingar í síma 17500. SKYNDISALA í 3 DAGA Telpuúlpur vatteraðar á 1—14 ára og allskonar bamafatnaður. Hálfvírði. Austurstræti 12 VDNDUÐ FALLEG ODYR Sjgutftórjónsson &co Jiúfha&trœti fy yfir Fjall, allt upp í Hruna- mannahrepp. Kvaðst heita Gunnar 1 seinni kosningunum tók Borgnesingum er staddir voru í Reykjavík óvænt að berast boð um bíla til að skreppa upp í Borgarnes til að kjósa í Verka- lýðsfélaginu. Sjómaður einn fékk boð um bíl, en þar með að fyrst þyrfti að hafa sam- band við B-listann i Borgar- nesi. Bíllinn kom samt aldrei, hvort sem B-listamenn hafa heldur talið sig örugga um sigur, eða atkvæði mannsins vafasamt! Borgnesingur einn í Reykja- vík var kvaddur frá vinnu sinni í símann. Kvaðst sá heita Gunnar er í símanum var og tilkynnti Borgnesingnum að bíll kæmi til að flytja hann upp í Borgarnes til að kjósa. Kom bíllinn svo brátt að Borgnes- ingnum kvað ekki hafa gefizt tóm til að fara úr vinnufötun- um! Fengu aðrir sömu greiöslu? Ýmsar furðulegar sögur eru sagðar í Borgarnesi af fjár- austri íhaldsins í þessum kosn- ingum. Það er t.d. haft eftir varaformannsefni B-listans eft- ir fyrri kosninguna að hann ætti 4 þús. kr. „hjá þeim". (Borgnesingar velta því fyrir sér hvort hann muni þurfa að leita til stjórnar Verkalýðs- lagsins til að innheimta laun- in!) „Hjá hverjum var þenzínið á kosningaþfla B-listans skrif- að?" er almennur þrandari í Borgarnesi þessa dagana. „Þeir sjá um það fyrir sunnan!" Að Borgnesingi sem á gamlan bíl kvað hafa vikið sér maður einn og spurt hvort hann þyrfti ekki að láta gera við bílinn sinn. Ekki bar Borgnesingurinn a móti því. Hinn kvaðst skyldu láta gera við bílinn éf hann kysi B-listann og hann sigraði. En ekki átt þú neitt bílaverk- stæði, svaraði Borgnesingurinn. Nei, svaraði hinn, „Þeir sjá um það fyrir sunnan"!!! „Frjálsar" kosn'ingar íhaldsupphlaupið í Borgar- nesi mun vera það sem íhald og kratar kalla því fngra nafni „frjálsar kosningar". Boranesingar eru hinsvegar Guðmundur Sigurðsson. ekki í vafa um hvað þarna er að gerast. Sjálf „viðreisnar"stjórnin fyr- irskipaði herförina gegn alþýð- unni í Borgarnesi. Kosningavél íhaldsins í Reykjavík skipu- lagði og stjórnaði herförinni. Fé var ausið úr flokksjóðnum. (Þar er engin hætta á gjald- þroti. Braskararnir sem hækk- uðu vöruverð um 40% meðan verkamenn fengu 4% hækkun, ráðherrarnir sem skömmtuðu sjálfum sér tugi og hálft hundruð þúsunda í skattalækk- un þegar þeir réttu verkamann- inum 100 éð 1000 kr. eftirgjöf, útgerðarmennirnir sem stálu milljónum úr vösum sfldarsjó- manna á s.l. sumri, hafa ráð á riflegum framlögum í kosn- ingasjóðinri). Draumur afturhaldsins um „frjálsar kosningar" á Islandi er sá, að kosningaskrifstofa í- haldsins í Reykjavík stjórnS jafnvel kosningum i litlu verka- lýðsfélagi í fámennu þorpi úti á Iandi — og braskararnir borgi kostnaðinn með fé sem þeir hafa rænt af almenningl „Viðrefisnin" varð sér til skammar En hversvegna hófst þetta í Borgarnesi? Vegna þess að fyrsta stjórnarkjör ársins í verkalýðsfélagi mun hafa veriö þar. „Sigur Viðreisnarinnar" sem Mogganum varð svo tíð- rætt um, átti síðan að nota til áróðurs í öðrum félögum. En það var meira. Biarni Ben. Ijóstraði því upp í Stak- steinum, að þessar kosningar væru prófsteinn á „viðreisn- ina". Atför íhaldsins að Borg- nesingum átti að vera upphafiö að Alþingiskosningaslag í- haldsins. Kosningasigrar „við- reisnar"stjórnarinnar áttu að hefiast í Borgarnesi! En „viðreisnin" varð sér til skammar — tapaði. Róar það taugarnar, Eykon? Morgunblaðið segir að það hafi verið kommúnistar sem báru fram A-listann í Verka- lýðsfélagi Borgarness, — og sýni kosningaúrslitin hið mikla fylgistap kommúnista. Lofum Mogganum að halda sig við þessa vitleysu. Við síð- ustu hreppstjórnarkosningar f Borgarnesi fékk Alþýðubanda- lagið 52 atkv. 1 Verkalýðsfélag- inu fékk A-Hstinn nú 94 atkv. — Við skulum lofa Mogganum að reikna þetta í prósentum. — En eru þessar tölur um „tap kommúnista" nokkuð til að róa taugarnar. Eykon sæll! Sameinizt gegn íhaldinu Það sem sigraði í Borgarnesi var samstaða almennings gegn íhaldinu. Fólk úr öllum flokk- um kaus A-listann. Það reis til varnar gegn því að kosninga- skrifstofa íhaldsins í Reykjavík hrifsaði verkalýðsfélagið undir yfirstjórn sína. (Það breytti hinsvegar ekki því að þeir Framsóknarmenn sem hafa baráttuna gegn kommúnistum enn að trúaratriði kysu íhalds- listann). Aðför íhaldsins að Verka- Iýðsfélaginu í Borgarnesi er aðvörunarmerki til verka- Iýðs alls staðar annarsstað- ar á landinu. Sigur verka- lýðsins í Borgarnsei er öll- um öðrum verkalýð fordæmi um að lata ekki sitt eítíir Iiggja heldur sameinast gegn íhaldinu — og sigra. J. B. iga siiKir að ann- ast mál okkar Útsendarar B-listans segja okkur margt fagurt þessa dag- ana um hæfni B-listamannanna til að stjórna málufn okkar Dagsbrúnarmanna. Fjórði maðurinn á B-listan- Á fundi Verkamannafélaésins Hlifar í Hafnarfirði á fimmtu- dagskvöld var samþykkt tillaga um að athuga möguleika á sam- einingu verkalýðsfélaganna í Hafnarfirði. Jón og fíaukur standa sig vel á Skákpsnginu Staðan á Skákþingi Reykjavik- ur eftir V. umferð. Meistaraflokkur A-riðill. 1—2 Björn Þorsteinsson og Sig- urður Jónsson með 3Va vinn- ing. 3. Jóhann ö. Sigurjónsson 21/-,. v. 4—5. Gylfi Magnússon og Þor- steinn Skúlason 2 vinn. og biðskák. B-riðill 1. Haukur Angantýsson 41/?. v. 2. Jón Kristinsson 4 v. 3—4 Gísli Pétursson og Júlíus Loftsson með 3 vinninga 5. Bragi Biörnsson 2Vs vinning og biðskák. C-riðiIl 1. Jón Hálfdánarson með 5 vinn- inga 2. Jónas Þorvaldsson 3 vinn. og biðskák 3. Benedikt Hafldórsson 3 vinn. 4. Biarni Magnússon 2lU vinn. og biðskák 5. Kári Sólmundarson 2% vinn. I. Flokkur. 1. Biörgvin Víglundsson með 4 v. 2—4 Gísli R. ísleifsson, Haukur Hlöðvir og Vilmundur Gylfa- son með 3 vinninga 5. Þorsteinn Bjarnason 21/?. vinn. II. Flokkur A. 1. Stefán Guðmundsson með 4 v. 2. Gísli Sigurhansson 31/? vinn. 3. Baldur Biörnsson 2V2 v. og biðskák 4. Helgi Hauksson 2V2 vinn. II. Flokkur B. 1. Björgvin Guðmundsson 5 v. 2—4. Holger Clausen, Þórketill Sigurðsson og Þorsteinn Mar- elsson 3 vinninga. VI. umferð fer fram í dag (sunnudag) kl. 2 í Snorrasalnum að Laugavegi 18. Ný stjérn §ásía!~ istafélags Nes- aupstaðar NESKAUPSTAÐ 25/1 — Hinn 11. jan. s.l. var haldinn aðal- fundur Sósialistafélagsins í Nes- kaupstað og kosin ný stjóm. Jóhannes Stefánsson var kos- inn formaður. varaformaður Gunnar Ólafsson, ritari Birgir Stefánsson. gjaldkeri Guðmund- ur Siguriónsson og meðstjórn- endur þeir Síefán Pétursson Geir B. Björnsson og Aðalsteinn Halldórsson. — rs. um er Torfi nokkur Ingólfsson. Hann hefur stundum verið sett- ur einskonar gervireddari hiá Eimskip, og sl. fimmudag, sama daginn og Dagsþrúnarfundurinn var haldinn, komst hann í þá aðstöðu að hafa yfir vinnu- félögum sínum að segia. Einn vinnufélagi hans tafðist og mætti of seint til vinnu ai þeim sökum. Venia er ef slíkt kemur fyrir að draga tímann af viðkomandi manni. En Torfi Ingólfsson rak manninn úr starfi umsvifalaust! Með því sýndi hann ekki að- eins hug sinn til vinnufélagá sinna, heldur og hitt að hann hefur ekki hugmynd um þær reglur sem hann á að starfa eftiir sem verkstjóri. — Öþarft mun að geta þess að yfirverk- stiórinn varð að hafa vit fyrir Torfa og afturkalla brottrekst- urinn. Þetta er aðeins eitt lítið dæmi um hvers við mættum vænta ef B-Iistamcnn kæmust i valda- aðstöðu. Eigúm við að fela slíkum mönnum að fara með mál okk- ar? VSð svörum því í dag og á morgun með því að kjósa A- listann. XA. Hafnarverkamaðnr. 16250 VINNINGAR! Fjórði hver miði vinriur að meðaltali! Hæstu vinningar 1/2 milljón krpnur. Laegstu 1000 krónur. Dregið 5. hvers mánaðar. LAUGAVEGl 18^- SfMI 19113 Til sölu 2, 3, 4 og 5 herh. íbúðir á ýmsum stöðum í borginni. Ýmiskonar. aðrar fasteign- ir til sölu Höfum kaupendur með miklar útborganir að flestum stærðum íbúða. Einnig að raðhúsi. Hafið samband við okkur ef þið þurfið að selja eða kaupa fasteignir. * Skattaframtö * Innheimtur * Lögfræðistörf * Fasteignasala Hermann G. Jónsson. Ii#l. lögfræðiskrifstofa. Skjóibraut 1. Kópavðgi Sími 1003! kl. 2—1. Heima 51?«

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.