Þjóðviljinn - 27.01.1963, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 27.01.1963, Blaðsíða 4
4 SÍBA f»JÓÐVILJINN nBmamliar mmúii' Sunnudagur 27 janúar 1963 ¦¦¦¦ :-.-" : ¦:¦..': ¦ >>;.*:.¦::<r.!;.\- -jy..^,--.:¦- spXð ög* spjallað snndm&i ig 'Fyrir fáeinum dogum tilkynntu íþróttafrétta- menn úrslit atkvæðagreiðslu sinnar um það hver væri „íþróttamaður ársins" 1962. Það kom víst engum á óvart að sundmaðurinn Guðmundur Gíslason skyldi hljóta þennan 'titil, svo dyggilega hefur hann til hans unnið. í 5 ár hefur hann sett a.m.k. 10 sundmet árlega. Guðmundur er iR-ing- ur, og aðalkennari hans undanfarin ár hefur verið Jónas Halldórsson. -j.uðmundur Gíslason hefur sctt mel í öllum sundgrcinum . . . sitt af hvérju •*• Óí; Norðurlöndin fjög- ur, sem þátt taka í knaj,t- spymukeppni olympíuleik- anna, fengu sterka keppi- nauta þegar dregið var um leikina. Leikir Evrópu- Ia.ndanna ver-ða þannig: Grikkland mætir sigurveg- urunum j lciknuni Stóra- Rretland — fsland Luxemburg mætir sigur- vegurunum i leiknum Búlg- a*Í3 — Albanía.. Danmörk — Rúmenía Sviss — Spánn Svítojóð — Cngverjaland Finnland — Sovétríkin H#íland — V.-Þýzkaland ítalía — Tyrkland A.-Þýzkaland — Pólland Tékkóslóvakia — Frakkl Sigurvegararnir i þessum Ieikjum fá samt ekki allir að taka bátt í aðalkeppii- ittnj í Tokio.. FIFA hefur ákveðið að aðeins 5 Evr- ójm'öirjj skuli keppa i Tok- io og auk bess 3 frá Asíu 3 írá Afn'ku. 2 frá Suður- Ameriku og eitt frá Nov^ ur-Ameríku. •A- Bandaríski stangarstökkv- arinn Dave Tork setti nýtt heimSmet í stangarstökki inn- anhúss í keppni > Toronto í gær. Hann stökk 4.93 m. Gamla metið, sem var einum sentimctra lægra. setli Finn inn Pentii Nikula fyrir viku. Nikula á heimsmetið utanhúss —r 4.94 m. ¦jr Sérstök nefnd þingfuHtrúa í New York-ríki er nú að vinna að löggjöf sem á að banna alla atvinnuhnefaleika í ríkinu. Þykir þetta benda til þess að yíirvöld þesSa ríkis vilji útrýma atvinnumennsku í hnefarteikumr ír öllu. ríkinu^ sem var leyfð lögum sam- kvæmt í þessu sama ríki 1920. -jtr Bandaríski þungaviktar- boxarinn CaSsius Clay vann í fyrrinótt 17. sigurinn í röð sem atvinnuhnefaleikari. And- stæðingurinn var Chareyl | Powell. og féll hann á rot- í höggi í 3, lotu. Keppnin fór | fram í Pittsburg. man úr heimí Guðmundur er tvírnælalaust fræknasti og fjölhæíasti sund- maður sem þjóð okkar hefur átt. En hann hefur ekki unnið afrek sín átakalaust. Að baki mörgum sigrum og fjölda meta liggur mikil vinna, þrotlaus æfing og mikil fórnfýsi. Eng- inn getur heldur orðið afreks- maður. og það um langt skeið. nema að leggja á sig mikið erfiði. Oruðmundur er öðrum ung- um íþróttamönnum góð fyrir- mynd. Algjör regluseini, frá- bær ástundun við æfingar, auk mikilla hæfileika og góðs keppnisskaps, eru hornsteinar afreka hans. Hann er fæddur í Reykjavík árið 1941. Að loknu námi í Verzlunarskólanum vorið 1960 hóf hann starf í Úvegsbankan- um, og þar hefur hann starfað sílðan. Ég hittd Guðmund niðri í banka og spyr auðvitað fyrst hvenær hann hafi byrjað að iðka sund og keppa. — 1954 byrja ég að æfa reglulega; f' og" svó "keþpti ' ég fyrst 1955 um vorið en árang- urinn var ekki sérlega góður. — Og hvernig æfir þú? — Fyrri hluta votrar er æf- ingin aðallega þannig að mað- ur syndir langar vegalengdir, og oft aðeins með fótum eða höndum í einu. Þegar líður á veturinn förum við að synda meira í styttri sprettum með hvíldum á milli. Þessar sund- æfingar eru 6 daga í viku. Auk þeirra eru þrekæfingar einu sinni í viku hjá Benedikt Jak- obssyni, og tvær æfingar á viku í viðbót í sundhöllinni. þar sem æfðar eru teygjur sem gera sama gagn og lyftingar. — Eru margir sundmenn í svon-a ströngum æfingum? — Við Hörður Finnsson höf- um löngum æft saman. en nú er hann erlendis. Síðan í haust eru hað aðallega tveir korn- ungir og efnilegir sundmenn sem líka eru í þungum æfing- um: Guðmundur Harðarson úr Ægi og Davíð Valgarðsson frá Keflavík. Guðmundur hefur nokkrum sinnum keppt á stórmótum er- lendis, m.a, á olympíuleikjun- um í Róm 1960, Evrópumeist- aramótinu í Leipzig s.l. sumar, þrisvar á Norðurlandameist- aramótum o. fl. — Stórmótin erlendis eru oftast góð og skemmtileg ¦ . '. Htutaveltaí Ustamannaskálanum í dag kl. 2 e.h. — Meðal vinniuga á hlutaveltunni er SKELLI- NAÐRA — Engin núll, en með^l vinninga í happdrætti: Ferð fyrir 2 með skipi tU og frá Færeyjum. 2000 sér*taklesra valdir vinn'ngar. — Aðgangur ókeypis! Sv.fv., lC.iv. K.R. reynsla, og þar reynir oft á taugarnar. Það sem háir okk- ur íslenzku keppendunum mest er það. að erlendis ar keppt í 50 m. laug, en hér heima höf- um við aðeins styttri laugar. A sumrin reynum við að bæta úr þessu með því að fara tvisvar í viku austur í Hvera- gerði, þar sem er eina 50 m. laugin. En vatnið í henni er alltof heitt. — Hvað er þér minnisstæð- ast úr utanferðum? — Líklega er ég lenti af til- vil.iun á stórmóti í Osló sum- arið 1960. Það var keppt í kaldri 50 m. laug. Mér gekk illa fyrri daginn, varð 9. í 400 m... en seinni daginn kom ég sjálfum mér á óvart með -því að sigra í 100 m. á 59.4 sek., sem var persónulegt met. — Hvað segirðu um sund- íþróttina hér hjá okkur núna? — Það er margt af efnilegu fólki, bæði hér í Reykjavílk og úti á landi. Það sem háir í- þróttinni mest er skortur á þjálfurum. Sundsambandið befur reynt að f á erlendari þjálfara hingað, og voríindi tekst það. áður en langt líður. — Og nú ertu kominn . sundknattleik líka? —I Já maður er að þessu til i gamans, en þetta er líka góð æfing. Sundknattleikur ge*ur' . . . og hlotið margan bikarinu. verið skemmtilegur og spenn- andi, og er líklegur til að geta Mfgað upp sundmótin. — Þú átt met í öllum sund- greinum. Hefurðu sérstakt dá- læti á einhverri sérstakri grein? — Eg byrjaði að æfa bak- sund sérsta'klega, keppti aðal- legá. í þvi fyrstu tvö árin og setti mín fyrstu met í þeirri grein. Nú æfi ég nær eingöngu skriðsund. Það er gott að geta breytt til öðru hvoru, og mað- i ur hefur kannski. mest gaman, af þeirri sundgrein sem manni gengur bezt í hveorju sinni. —:.Að lpkum: Er ekki gott að eiga íþróttirnar að bakhjarli þegar maður vinnur í banka eða önnur störf í þjóðfélginu? — Jú. é.g álít það miög mik- ilvægt aS fólk iðki íþróttir. það gerir starfið léttara, eykur afköstin, — og bætir heilsuna og skapið. Hvað gerir Þróttur móti Víking? Þrótti hefur gengið heldur iUa í fyrsi.u deildirini til þessa, og tapað öllum leikj- í um sínum með allmiklum j mun Maður hefur það þó alltaf á tilfinningunni að Þróttur þurfi ekki að tapa með svo miklum mun og raun er. Leikni piltanna Qg kunn-! átta ætti að færa þeim meiri árangur. En það er eins og þeir gefi eftir þegar til al- vörunnar kemur, og vera má að þeir gefi fyrst eftir á æf- ingum og taki þær ekki eins alvarlega og eðlilegt væri. Vafalaust munu þeir þó reyna að gera Víking eins erfitt 'fyrir og mögulegt er. en til þess verður Þróttur að taka verulegg á Víkingar eiga orðið svo samleikið lið, að það þarf töluvert til að setja þá út af laginu Þeir eru sterkir í vörn, og með svo jafnt lið að hvergi er teljandi veila. Þó alit geti skeð í handknattleik, verður að telja þetta nokkuð auð- veldan leik fyrir Víking. Dómari verður Hannes Þ. Sigurðsson KR og Fram getur orðið jafn leikur Þessi leikur KR við ís- landsmeistarana Fram getur orðið jafn og skemmtilegur. Fram á að hafa meiri sigur- möguleika, en tæpast verður sagt með öruggri vissu að svo verði. Síðari hálfleikur KR við FH um daginn sýndi að þeir geta bitið frá sér, og takist þeim að ná svipuðum leik við Fram á morgun get- ur margt skeð. Lið Fram er alltaf öruggt (nema móti Víkingi), og sýnir öryggi bæði í sókn og vörn, og hefur í allan vetur átt góða leiki. Hinsvegar hefur KR-liðið verið í allan vetur að sækja í sig veðrið, og hef- ur ef til vill aldrei verið sterkara en um fyrri helgi í síðari hálfleik Þetta getiur því orðið hörku- spennandi leikur fyrir áhorf- endur. og leíkur sem getur háfa meiri möguleika til að haf meiri möguleika til að tryggja sér bæði stigin. Frímann. ÍÞRÓTTAKEPPNE — KVENLEG FEGURÐ GERHl IÞROTTAKEPPNI kon una of vöðvamíkla og líka karlmanninum í útliti? Er það tilhlýðilegt að andlit ungra stúlkna afmyndist vegna mikilla átaka í keppni? ALHR SEM SÆKJA íþrótta- mót sjá að átökin í harðri keppni endurspeglast í and- litinu, og sumir kunna illa við að sjá kvenfólk í slíku ástandi. Almenningur víða er- lendis sér þetta þó oftar, vegna þess að fréttakvik myndir í öllum kvikmynda- húsum og sjónvarp flyt.ia ná- kvæmar myndir af margri harðri keppni. Þar má sjá skíðastúlkuna koma í mark með andlitið mótað af ýtr- ustu átökum, sundkonuna með galopinn munninn að grípa andann og stúlku með grettu á andlitinu við markið í spretthlaupi. DANSKA LJÓSMYNDARAN- UM Helmer Lund Hansen heppnaðist ágætlega að festa á mynd hreyfingar stúlku í keppni, og getur þá hver og einn dæmt um það hvort til- burðir stúlknanna séu „ó- kvenlegir". ÞAÐ ER ENGINN VAFI að vel æfðar stúlkur í keppni sýna kvenlegan þokka og eru á engan hátt klunnalegar eða með karlmannl. ftilburði. Hins- vegar hljóta alltaf að k««*«« fyrir sekúndubrot : þróttagreinum þar Sem kapp- ið og áreynslan ber hið kven- lega ofurliði. En slík fegurð- arlýti koma ósjaldan fyrir við hin daglegu störf í þjóðfélag- inu og þykja þar jekkert til- tökumál. Og við sjáum meira að segja vel farðáðar söng- konur á sviði missa fegurðina úr andlitinu þegar þær klifra upp háan tón í erfiðum arí- um. MYND HANSENS hér að ofan er áf handknattleiksstúlkunni Anne Lise Cornelissen í miklu skotstökki í handknatt- lelk. Hver vill segja að hér séu ekki kvenlegar hreyfingar i '—•*•• ' wf pinbeittar sén.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.