Þjóðviljinn - 27.01.1963, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 27.01.1963, Blaðsíða 9
Sunnudagur 27. janúar 1963 ÞJOBVILJINN SIÐA 9 ! n ser me i ! I"yrir nokkru var sagt frá ]>ví í Sovézkum blöðum, að kona ein frá borginni Nísjní Tagíl, Roza Kúlésjova gæti lesið blindandi venjulegan prentaðan texta með fingur- gómnum, svo og greint liti einstakra hluta. Þóttu þetta mikil tíðindi sem vonlegt var. Fræðimenn komu fyrst með allskynsamlegá kenningu á þessu iyrirbæri: Roza hefur mjög næmt snertiskyn, og henni tekst að finna fyrir yf- irborði bókstafanna. Aðrir sögðu: hún hefur óvenjunæma tilfinningu fyrir hita og Ijósi, hæfileika til að sundurgreina með einhverju móti efnasam- setningu .þess sem þreifað er á, 1 nóvember var Roza til rannsóknar í læknisfræði- stofnun i Sverdlovsk, og þar komust menn að þeirri niður- stöðu, að í henni hefði gerzt sérstæð aðlögun snertitauga að ljósgjafa. 1 byrjun desembermánaðar var Rozu boðið til Moskvu og hún rannsökuð í lífeðlisfræði- stofnun Akademíunnar. Þar komust menn að þeirri ótrú- legu staðreynd, að undir húð Rozu Kúlesjovu, eða ef til vill í sjálfri húðinni eru nokkurs- konar sjónfæri. Fyrsta tilraunin sem gerð var, miðaði að því að gengið yrði úr skugga um það hvort Roza gerði greinarmun á ljósu og dökku aðeins eftir því hvernig yfirborð hlutarins væri. Mynd var kastað á hálf- gagnsætt gler — vegna þess að með því móti er sjálft yf- irborð ýmissa hluta flatarins alls ekki háð því hvaða Ijós fellur á þá. Og þrátt fyrir þetta gat Roza greint að dimma og ljósa bletti er hún lagði fingur sína að glerinu.. Af þessu mátti aðeins draga eina ályktun: að fingurgómar Rózu námu einfalt ljós — með öðrum orðum: þeir sjá. Allt var þetta í senn svo ein- falt og svo ótrúlegt, að til- raunamennirnir sjálfir gátu. varla trúað á árangurinn. En varúð vísindamannanna sagði til sín: máske er hér Mikla athygli hafa vakið frásagnir um unga rússneska konu frá borgiinni Nísjní Tagil Eozu Kúlésjovu: Það kemur á daginn að hún hefur auga á hverjum fingri í bókstaflegum sbilningi. Hún les blindandi venjulegan bókartexta, sömuleiðis skynjar hún lit með hinum sérkennilegu fingrumsínum.Væri^bessí'lipna íslenzk myndi hún að iillum líkindum öðlast * ðulargáfur á skammri stund og valda miklum andlegum hræringum. ekki um ljósskyn.iun að ræða, heldur einfaldlega hár- fín skynjun hitabreytinga. Því hinir ljósu partar flatarins eru — þó ekki sé nema um hundraðasta hluta úr gráðu að ræða — „hlýrri" en þeir dökku. Þessi vandi var leystur með aðstoð tveggja.sérstakra ijósfiltra. Fyrst var brugðið upp fyrir framan ljósgjafann filter sem hleypti ekki í gegn infrarauðum (hita-) geislum — Sem fyrr gat Roza greint dökka og ljósa bletti. Síðan var settur upp filter sem hleypti ekki í gegn ljó'si en infrarauðir geislar gátu hins- vegar komizt í gegnum hann nokkúrnveginn hindrunar- laost.. A tjaldinu kom fram Bölikurskonar „hita"mynd, en ¦'samt sem áður gat Roza ekki skynjað hana. Þannig var kenningunni um hárfínt hita- skýn kollvarpað — eins og kenningunni um næmt snerti- skyn hafði verið kollvarpað áður. Eina skýringin sem eft- ir var var sjón — sjón í fing- _ urgómunum! Þegar þessi niðurst'aða var fengin var ákveðið að rann- sakai möguleika þessarat sjón- ar. Eins , og kunnugt er, er skarpleiki sjónar okkar háður þéttleika ljósnæmra elementa á nethimnu augans. Því var næst spurt hvort hægt væri að tala um „skarpleika sjón- ar" í fingrum Rozu Kúlesj- ovu — eða hvort um væri að ræða aðeins eitt „ljósviðtæki" í hverjum fingri. Tilraunir veittu einnig svar við þessari spurningu. Með aðstoð sér stakra teikninga — lína úr punktum, sem komið var fyrir í ýmsri fjarlægð — var það staðfest að á hvern fermilli- metra fingurgómanna voru um það bil tíu ljósnæm ele- ment. Tíu á hvern! Næsta vanda var einna erf- iðast að leysa: Með hvaða móti greinir Roza Kúlesjova milli lita. Eins og kunnugt er. er j hverju „priki" manns- augans þrír ljósviötakar: einn bregst betur en aðrir við blá- um lit, annar við rauðum, þriðji við grænum. Hver þess- arra viðtakara „finnur" einn- ig aðra liti, en miklu ver en aðallitinn. Liturinn hefur áhrif á við- takara, og þeir gefa frá sér tvö eða þrjú merki. tJr þess- um merkjum og innri afstöðu þeirra vinnur heilinn svo og ákeður litinn. Gulur litur ert- ir til dæmis grænu og rauðu viðtakarana, og það þýðir að „gul áhrif" má fá fram með því að blanda saman grænum lit og rauðum í vissum hlut- föllum. Einnig þetta er gert í litljósmyndum., eða í litkvik- rnyndum "þar sem augað er einfaldlega blekkt með því að blanda grunnlitina þrjá í ; hauðsynlegúm hlutföílum': Á svipaðri blekkingu byggist sú aðferð sem notuð er til að á- kveða línurit ljósnæmis hverra hinna þriggja liósvið- takara. Til þess er helmingur ákveðins flatar lýstur með hreinum lit, til dæmis gulum, en hinn helmingurinn með þlöndu úr grurinlitum — í þessu tilviki rauðum og græn- um. Og er þeim þá þannig þlandað að þáðir hlutar flat- arins verði óaðgreinanlegir. Síðan er gengið úr skugga um það hvaða hlutfall er á milli þeirra lita sem koma í stað hins hreina litar, og ákveða þannig hvernig hver ljósvið- takaranna nemur þá. Einmitt á þennan hátt var Roza Kúl- esjova rannsökuð. Niðurstaðan var þessi: i fingrum hennar eru þrír ljós- viðtakarar, og línurit ljós- næmis þeirra samsvarar ná- kvæmlega þeim sem eru i augum okkar. Með hverri tilraun kom bet- ur í ljós hve líkir fingur Rozu eru sjónfærum okkar. Ef skyndilega eru höfð skipti á rauðum lit og gráum þá sjáum við bláan — og fingur Rozu brugðust eins við. Það er sömuleiðis vitað að augað er alltaf á hreyfingu, þótt við tökum ekki eftir því — ef sú hreyfing stöðvast hættum við einfaldlega að siá. Eins er með Kúlésovu — til að sjá hlutina verður hún að hreyfa fingurna. Nú geta menn spurt: allt er þetta forvitnilegt, en hefur þetta nokkra praktíska eða vísindalega þýðingu? Hin „önnur sjón" Rozu Kúl- ésjovu hlýtur að vekja athygli fulltrúa ólíkra sérgreina. Þeim sem fást við líffræðilega þró- un ætti hún að hjálpa að skilja hvernig ljósskyn og lit- skyn varð til, hvernig þau störfuðu í upphafi. Vefjafræð- ingar munu reyna að komast að því hvernig hin nýju sjón- element eru byggð. Tauga- fræðingar fá yfir sig margar gátur: hvemig merki um Ijós og liti berast til heilans, hvernig þau eru ráðin <jg hvernig þau virka í samstarfi við önnur merki. Ennfremur er eftir að svara þeirri spurn- ingu sem þýðingarmest er: hafa aðrir menn ljósnæma fingur, eða er þetta mjög sjaldgæfur eiginleiki? Meira verður ekki um þetta sagt á þessu stigi málsins. En allir sérfræðingar sem til hafa verið kvaddir eru sammála um að þessi merka uppgötvun sem getur borið margvíslegan vísindalegan og praktískan á- rangur, sé öll að þakka Rozu Kúlésjovu einni. — i I wmn mma swnit Leikílokkurinn Gríma mun senn hefja sýningar á leikriti eftir Jean Genet; það nefnist Vinnukonurnar. Það er autt sviðið í Tjarnar- bæ. Vigdís Finnbogadóttir bið- ur viðstadda að láta ímyndunar- :.vilið koma til sín: hér á að /era stofa, frönsk og úrkynjuð. Mei, leiktjöldin eru ekki komin '.pp ennþá — en þau gerir Þor- rímur Einarsson, leiksviðsstjóri jóðleikhússins. Það verða Yrstu leiktjöld sem hann gerir yrir leiksýningu hér á landi. Leikstjórinn, Þorvarður Telgason, kemur skálmandi og vartar yfir kulda í húsinu: Etlið þið að gera konurnar línar .berklaveikar? — Það ru nefnilega aðeins þrjú hlut- srk í þessu verki — og allt 'enhlutverk. Með þau fara ^ríður Hagalín, Bríet Héðins- '.ttir og Hugrún Gunnaradótt- r; þær Bríet og Hugrún luku •imi við leikskóla Þjóðleik- ússins í vor leið. Æfing á að hefjast klukkan sjö _ og það er ekki langur ti'mi til stefnu því frumsýn- ingin verður á þriðjudagskvöld. • Þrjú kvenhlutverk segirðu. Er þá ekki verkið tómt nið um kvenfólk? Nei, Þorvarður bar á móti því. Leikritið væri alls ekki þannig skrifað. Og því mætti heldur ekki gleyma, að Genet vildi sjálfur að strákar lékju þessi hlutverk. En leikstjórinn sem '"1 hann upphaflega að skri!',' sig tók það ekki í mál, og það hefur víst aldrei verið gert. — Leikritið og efni þess? — Þar segir frá Frúnni og tveim Vinriukonum hennar, sem ljúga sig í sátt við sitt eigið auðnuleysi. Þetta er þeirra harmleikur í lífinu, þær geta ekki annað, þeim eru öll sund lokuð. Þetta er annað leikritið sem Genet skrifaði, það var frumsýnt 1947 og vakti mikið hneyksli. 1 því kemur fram 'sú aðferð sem hann hefur miklar mætur á og notar til dæmis i „Svalirnar" sem nú eru frægar um mörg lönd: að nota leik innan leiksins. Allan fyrri part verksins eru vinnukonurnar „að leika sér að leika". Höfundurinn — einhver helzti avantgardisti Frakka. líklega fræknastur þeirra sem eru af franskri ætt. Þið vitið kannske að þetta er illmenni og skepna — eða var það að minnsta kosti. Hann hafði verið dæmdur í ævilangt fangelsi fyr- ir ýmisleg afþrot; þar skrifaði hann bækur sem gengu manna á meðal, líklega fjölritaðar enda mjög óvenjuleg lesning. Þar til Obeliskútgáfan var kom- in aí stað fyrir alvöru. Þessar bækur urðu til þess að ýmsir menntamenn ¦ qg rithöfundai sendu forseta lýðveldisins beiðm um að honum yrðu gefnar upr sakir, og var það gert. Einr þeirra var Sártre — hann hefuj skrifað mikið rit um heilag- leik og píslarvætti Genets, og álítur hann hinn sanna exíst- ensíalista. Hitt fylgir ekki sög- unni, hvort Genet tekur skil- greiningar meistarans góðar og gildar. Efcki hefur frétzt annað en hann hafi látið af öllum ó- spektum síðan hann slapp úr fangelsi — nema þá hómó- sexúalisma. — Það væri rétt að minnast á það, Þorvarður, að við ætlum að hafa stutta kynningu á höf- undinum áður en sýningin hefst — eins og við gerðum þegar við sýndum Luktasr dyr eftir Sartre. — Hver flyt_t — Þorvarður Helgason og Erlingur Gíslason. — Og hver þýddi leikinn? — Vigdís Finnbogadóttir. Já, segir Vigdís, þetta er þriðja leikritið sem við sýnum: í fyrra vorum við með Luktar dyr og Bicdcrmann og brcnnu- vargarnir eftir Max Frisch. Svo lásum við upp íslenzkt leikrit eftir Halldór Þorsteinsson — það gekk ágætlega, þvi var vel tekið. Við erum seinna á ferðinni á þessum vetri en við ætluðum — en satt að segja er erfitt að halda þessari starfsemi gang- andi: allir meðlimr Grímu eru í vinnu annarsstaðar, öll vinna '*m unnin er er s.iálfboðavinna. Verstu erfiðleikarnir, segir ^orvarður, eru í því fólgnir «0 -lafa ekkert heppilegt húsnæði. >ar -, aí leidir að æfingarnar /erða alltof stuttar. I stað þess' =ið œfa fjóra tíma í senn eins og við þyrftum, getum við ekki aáð nema svo sem tveggja tíma æfingum — og erum með þetta hér og þar í bænum. Það væri tiltölulega auðvelt að koma upp sýningu á 4—6 vikum et' við hefðum eðlilegan æfinga- tíma. Og heizt ætti æfing að standa sex stundir. • Vigdís segir: Markmið okkar var alltaf þa~ að þessi starf- semi gæti orðið íslenzkri leik- ritun að gagni. í fyrra sendum við öllum meðlimum rithöí- undafélaganna tveggja bréf, þar sem við báðum þá að senda það sem þeir kynnu að hafa Sigríður Hagalín í 'ilutverki sínu. Calið í skúffum sínum. Ég verð nú að segja, að undirtektir voru heldur dræmar. Þó fengum við níu leikrit frá fimm höfundum, þar af voru tvær konuc Cg tveir ungir menn, sem ekki hafa þirt neitt eftir sig, og eru ekki í rithöfundafélögum. Það erenn ekk> afráðið um sýningar á Framhald á 12. síðu.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.