Þjóðviljinn - 27.01.1963, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 27.01.1963, Blaðsíða 6
g SÍDA ÞJOÐVILJINN Sunnudagur 27. janúar 1963 Listaverkin eru eftir ítalskan meistara frá 15. öld. Naz- Kstar rændu þeim úr listasafni í Flórens og höfðu á brótt með sér Göring til augnayndis. Úr safni Görings hurfu þau sporlaust fyrir 18 árum og hafa engar spurnir borizt af þeim, þar til þær fundust hjá veitingaþjóni ein- um í Bandaríkjunum fyrir rúmri viku. Meistaraverkin hurfu úr Evrópu í stríðinu en fundustnýlega hjá þjóni í Bandaríkjunum &&#m Herkúles drepur Antacus. Herkúles drepur Hydra. Það má vera að málvcrkin tvö sem hér um ræðir séu ekki „ómetanleg" eiins og Mona Lisa. Við getum sagt að pau sé um 25 milljón króna virði. Þau eru svo lítil að auðvelt er að stinga þeim í venjulegan frakkavasa og ef til vill er það skýringin á því, að þau hafa verið týnd í átján ár. Fyrir skömmu fundust þau aftur og settu allt á annan endann með- al Iistvina og diplomata i Bandarikjunum og italíu. Bæði málverkin eru eftir meistarann Antonio Pollaiuolo -<S> Forréttindi ur so Til þessa hafa góðgerðarsam- tök og trúfélög í Bandaríkjun- um ekki þurft að gera neinum grein fyrir fjármálum sínum en nú eru þau forréttindi úr sög- unni. Skattayfírvöldin hafa nú ákveðið að hnýsast nánar í peningamál hinna skattfrjálsu stofnana. Akveðið hefur verið að stofn- anir þessar skuli leggja fram nákvæmar skýrslur um tekjur af samskotum, nöfn beirra sem njótia góðs af stofnununum og fleira. Nöfn þeirra sem leggja fé í starfsemi stofnananna verða ekki birt en skattayfirvöldiri geta rannsakað þá liði í fram- tölum einstaklinga sem fjal'a um slík útgjöld af miklu meiri nákvæmni en verið hefur. ÞÓRBERGUE ÞÓRÐARSON 1 UNUHUSl Fært i letur eftir frásög' Stefáns frá Hvítadal. Verð ób 150,00 kr 180.00 ib HEIMSKRINGLÆ sem lifði í Flórens á 15. öld. Þau voru varðveitt í Uffizi- safninu í heimaborg lista- mannsins en hurfu þaðan á sviplegan hátt árið 1944. Her- menn nazista rændu þeim sam- kvæmt skipun Görings, sem langaði til að bæta þeim við hið mikla listaverkasafn sitt. I uppnáminu í Þýzkalandi eft- ir stríðið hurfu þau sporlaust sjónum manna. — Svo gerðist bað fyrir rúmri' viku að myndir Pollaiuolos, „Her- kúles drepur Hydra" og ,,Her- kúles drepur Antaeus" fundust í húsi einu í Passadena í Kaii- forníu. Þau voru í eigu inn- flytjanda eins, sem vinnur sem veitingaþjónn í borginni. For- sætisráðherra Italíu, Amintore Fanfani, sem kom til Washing- ton um þetta leyti, fyrirskipaði ítalska sendiráðinu að gera allt sem í þess valdi stæði til að sjá svo um að myndirnar yrðu fluttar aftur til Italíu. En Jóhann Meindl veitinga- þjónn og kona hans voru ekki á þeirn buxunum að láta mynd- irnar frá sér fara þegjandi og hljóðalaust. Þau fengu sér lðg- mann til að annast málið fyrir sig en ítalska ríkið sendi hins- vegar þriggja manna sendi- nefnd undir forystu Gennaro de Novellis ráðherra, til að túlka málstað Uffizi-safnsins fyrir dómsmálaráðuneytinu í Washington. Góðar myndir — Ég viissi að þetta voru góðar myndir, sagði hinn fimmtugi Meindl við blaða- mennr sem heimsóttu hann, cn cnginn hefur nokkurn timann sagt mér að þær væru verð- mætar. Og Meindl vissi ekkert um það þegar hann fór með mynd- irnar til málverkahreinsara í síðastliðnum mánuði. Sá hreins- aði þær og bar á þær gljá- kvoðu. Síðan bar hann þær saman við eftirprentanir í listaverkabókum og rann það upp fyrir honum að hann var með frummyndirnar í höndun- um. Hann gerði strax listfræð- ingi í nágrenninu viðvart um að meistaraverkin væru fund- in. Listfræðingurinn gerði ít- ölsku ræðismannsskrifstofunni á staðnum viðvart og þá var Luisa Becherucci, forstjóri Uffizi-safnsins send til Kali- forníu til að kanna hvað hæft væri í þessum fullyrðingum. Og hún sló því föstu að hér væri um að ræða hin glötuðu listaverk. — Þetta eru ómetanleg meistaraverk, sagði hún, markasteinar sérstaks tímabils í list og mannlegri hugsun. Vinargjöf Að vonum þótti mönnum vera myndanna í Pasadená' í ihéíra lagi grunsamleg. Meindl kveðst hafa fengið myndirnar í Þýzka- landi árið 1946 sem gjöf „frá mjög kærum vini, sem hét Josefína Werkmann. Hún var heimspekikennari og lézt árið 1947. Ég veit ekki hvernig hún komst yfir þær". ítalska sendiráðið hefur komizt að því að hún vann við Lista- og menntamálaráðuneytið þýzka og gerir ráð fyrir að hún muni hafa haft aðgang að safni Gör- ings í uppnáminu eftir stríðiö. í eigu Medicættarinnar Allt frá því Meindl yfirgaf starf sitt sem borgarritari i Munchen og íluttist til Banda- ríkjanna hafa myndirnar hang- ið í dagstofu hans ásamt eftir- prentunum eftir verkum Miche- langelos. Lögfræðingur hans, Calvin S. Helgoe, hefur reynt að færa lagarök að því að Italir eigi enga heimtingu á listaverk- unuwi þar sem Florensbovg komst yfir þær eftir að hafa hrakið eigendurna, Medici- fólkið úr borginni á viðsjár- verðum tímum. Hinsvegar varð hann að láta sér lynda að myndirnar væru teknar úr bankahólfinu, þar sem Meindl hafði komlð þeim fyrir eftir að hann frétti um verðgildi þeirra, og fluttar til listasafns- ins í Los Angeles þar sem gljákvoðuhúðin getur þornað á réttan hátt, við hæfilest hitastig og raka. Yfirvöldin í Bandarikjunum hafa fullvissað Itali um „að allt verði gert til þess að verða við Uröi'u þeirra". Má því gera ráð fyrir að málverkin verði flutt aftur til heimalandsins samkvæmt óskráðum alþjóða- reglum um að þjóðir hjálpi hver annarri til að ná aftur glötuðnm listavcrkum. Eins og Mona Lísa Mikla athygli vakti það er tekið var á móti Monu Lisu að láni frá Frökkum í Listasafni ríkisins í Washington. Þetta vita Italirnir og þeir hafa boð- izt til að láta meistaraverk Pollaiuos hanga nokkrar vikur til sýnis í safninu ef þeir fá þau síðan aftur. Nú sem stend- 'ur eru verkin varðveitt í safn- inu í Los Angeles og þar munu þau verða þar til örlög þeirra hafa verið ákveðin. Mcindl segir að hann vilji að listaverkin verði framvegis í Bandaríkjunum. — Hvað ætli margir hér hafi efni á þvi að fara alla Icið til Florcns? spyr hann með sínum þýzka hreim. — Við viljum að þau verði geymd í einhverju safn- inu hérna og ef peningar eru í spilinu þá mættum við gjarn- an fá nokjtur próscnt. Evtúsjenko svaiar spurningum Spiegel — Þolinmæði þrautii vinnur all- h ar — Vorið er haiið og ekkert fær stöðvað það. i Sjaldan hafa blöð heimsins fylgzt af jafnmikilli athygli með fréttum af sovézku menningarlífi og nú síðustu tvo mánuði. Einkum hafa þau mikið velt fyrir sér skoðunum beirra rithöfunda og lista- nanna sem mest hefur borið ¦ í deilum um menningarmál ' Sovétríkjunum, og þá sér- aklega manns eins og Eren- úrgs og skáldanna Evtú- iénko og Voskresénskís. Hér i eftir segir frá viðtali sem esturþýzka blaðið Der Spiegel tti við Évtúsjénko en hann :om til Vestur-Þýzkalands skömmu eftir að fundur var haldinn milli flokksforystunn- ar og fulltrúa menntamanna. Spiegel minnist fyrst fyrri ammæla skáldsins um „hinn mikla storm" í sovétbók- menntum — svo virðist sem þessi „stormur" hefði vakið gremju ýmissa manna í ætt- landi skáldsins. Évtúsjénko svaraði því til, að grem.ia væri ekki rétta orðið. Hann áliti að þær breytinpnr sem órðið hefðu i 'OVézkxj M**f£1fifil heföu haft áhrif á bókmenntirnar, og bað væri mjög eðlilegt að slíkar breytingar mættu andstöðu. Oft kemur slík andstaða frá fólki sem viðurkennir sig stal- ínista. Það er ekki bað versta — verri en skllningsskortur heiðarlegra óbreyttra borgara, sem reynist mjög erfitt að skiptaum skoðun. En þetta er einnig mjög eðlileg þróun. Við verðum að sýna mikla þolin- mæði. Spiegel sagði, að ýmsir fé- lagar Évtúsiénko hefðu ber- sýnilega sýnt óþolinmæði, þeir hefðu sent bréf til mið- stjórnarinnar þar sem sagt er „að listin er dauðadæmd ef ólíkar listastefnur fá ekki að þróast í friðsamlegri sambúð". Skáldið sagðist ekki hafa undirritað þetta bréf, því hann álitt setninguna „frið- samleg sambúð listastefna" ó- heppilega. List er ekki til án árekstra. Ég á ekki við að listamenn einnar stefnu of- sæki aðra, heldur þær deilur sem alltaf hafa geysað milli listamanna, sagði hann. Ástæð- una fyrir því að ýmsir þekkt- wmmtt. Évtúsjénko: Friðsamleg sam- sambúð liststefna - er ekki rétta orðið. Ólíkar stefnur verða að takast á ef listin á að lifa ___ Ég er friðsamur ~*ur en þegar ég skrifa er ég hermaður .... ir rithöfundar skrifuðu þetta bréf taldi Évtúsjénko vera þá. að þeir hefðu óttazt, að þeir gömlu tímar með gömlum að- ferðum gætu komið aftur. Sjálfur sagðist hann fullviss um að kreddufestan ætti sér aðeins fortíð, dálitla nútíð og enga framtíð í Sovét. Spiegel sagði þá að kreddu- festa virtist eiga sér stuðning innan miðstjórnar flokksins: Ilítsjof flokksritari hefði í ræðu sinni yfir 400 skáldum og listamönnum kallað frið- samlega sambúð milli ólíkra Iistastefna svik við marxism- ann. Svar Évtúsjénko: Ræða Ii- ítsjofs var ekki fyrirskipun. Þegar svo Spiegel spurði um þátttöku Évtúsjénko sjálfs í þeim umræðum sem fram fóru þá sagðist hann ekki geta sagt mikið frá þeim: menn hefð 'komið saman. étið, drukkið vín og deilt hart. Slíkt hefði verið óhugsandi meðan Stalín var og hét. — „I stuttu máli sagt: ég sagði þar meiningu mína eins og margir aðrir rithöfundar og listamenn, og krafðist bess nð sósíalskt raunsæi væri ekki túlkað á of bröngan hátt, heldur hlyti það að birtast með ólíkustu blæbrigðum. Þvi ef við túlkum einhverja hug- mynd af þröngsýni, þá deyr hugmyndin". Spiegel minntist hæðilegrs irða Ilíts.iofs um abstraktlist og spurði um álit skáldsins á vestrænni list. Évtúsjénko áleit að vestræn list hefði unnið mikla sigra; sjálfur taldi hann Picasso mestan núlifandi málara, og Henry Moore mestan mynd- höggvara. Hann hefði ekkert á móti abstraktlist, en hins- vegar væri hann á móti fúsk- urum f abstraktlist. Af öllum abstraktmálurum þætti sér mest til þeirra á Kúbu koma. Þeirra málverk væru nokk- urskonar hátíð litanna. Hins- vegar væru sovézkar abstrakt- myndir oft nokkurskonar jarðarför litanna. - • - Ekki var Évtúsjénko hrifinn af ummælum Ilítsjofs um að „alræði huglægs smekks" værí heilbrigðum manni fram- andi ----- Um þetta eiga menn ekki að tala. Aðeins bá getur listin tekið framförum". Spiegel: Hverjir eru mögu- leikar bessara framfará? Évtúsjénko: „Þegar ég talaði við Spiegel i fyrra um. breyt- ingar í bjóðfélagi okkar, þá minntist ég Erenbúrgs sem nefndi bessar breytingar „hlákuna". Ég var bá sam- mála honum og er það enn. Ekki aðeins í bókmenntum heldur í öllu okkar lífi er vorið byrjað. Það er vor með frostnóttum og skiptast-á hlý- viðri og kuldar. Það er duttl- ungafullt og stórstígt. En bað verður ekki stöðvað". (A.B.). ! ! \

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.