Þjóðviljinn - 29.01.1963, Page 5
Þriðjudagur 29. janúar 1963
ÞJÓÐVIL.TINN
SlÐA g
ÞINCSJÁ ÞIÓDVILjANS
Alþingi kemur
saman í dag
Alþingi kemur aftur saman
í dag að afloknu jólaleyfi þing-
manna. Enn þá má búast við
nokkrum stórmálum, sem þetta
þing á að f jalla um. Mcðal ann- '
ars hefur ríkisstjórnin boðað,
að Iagt verði frarn frumvarp
um nýja tollskrá.
Einnig hljóta menn að bíða
með mikilli eftirvæntingu eft-
ir „framkvæmdaáætlun" rík-
isstjórnarinnar, sem nú cr búin
að vera nokkuð lengi í smíðum,
en stjórnarblöðin hafa alltaf
öðru hvoru verið að ía að. Og
þá kemur væntanlega einnig í
ljós, hvcrnig ríkisstjórnin
hyggst verja kosningaláninu,
sem tekið var í Bretlandi, en
eins og menn muna hugðist
stjórnin viðhafa þau óvenjulegu
vinnubrögð með skiptingu þessa
láns til framkvæmda, að AI-
þingi kæmi þar hvergi nálægt.
En vegna eindreginna mót-
mæla stjórnarandstöðunnar,
neyddist stjórnin til þess að
láta nokkuð undan síga, og
heita því að hafa samráð við
f járvéitinganefnd Alþingis um
skiptingu fjárins milli fram-
kvæmda.
Af öðrum málum, sem enn
liggja óafgreidd fyrir Alþingi
rná nefna mikinn lagabálk um
rannsóknir í þágu atvinnuveg-
anna, og var það frumvarp
samið af milliþinganefnd, sem
unnið hefur alllengi að því
rnáli.
Fyrir þingi liggja einnig óaf-
greidd allmörg frumvörp frá
flokkum stjórnarandstöðunnar,
og má nefna frumvarp þeirra
Lúðvíks Jósepssonar og Karls
Guðjónssonar um stuðning við
atvinnuvegina, frumvarp Einars
Olgéirssonar um áætlunarráð
ríkisins.
Vafalaust eiga þingmenn
einnig ýmis mál eftir í „poka-
horninu", sem sjá munu dagsins
Ijós nú þegar þing kemur sam-
an að nýju. — Og loks má
m':una á, að umræðum um
Efnahagsbandalag Evrópu verð-
ur vafalaust haldið áfram enn
um sinn, hvort sem stjórnar-
flokkunum líkar það betur eða
verr. Nú fer það líka að verða
tvísýnt, sem viðskiptamálaráð-
herra og raunar allri ríkis-
stjórninni, hefur til skamms
tíma þótt einsýnt, sem sé hvort
Bretar fá að gerast aðilar að
Efnahagsbandalaginu.
Þingsjáin verður eins og áður
hér á 5. síðunni.
TILKYNNING
um atvinnííieysisskráning:'
Atvinnuleysisskráníng samkvæmt ákvörðun laga nr. 52
frá 9. apríl 1956, fer fram í Ráðningarstofu Reykjavíkur-
borgar, Hafnarbúðum v/Tryggvagötu, dagana 1. 4. og 5.
febrúar þ.á., og eiga hlutaðeigendur, er óska að skrá
sig samkvæmt lögunum að gefa sig fram kl. 10—12 f.h.
og kl. 1—5 e.h. hina tilteknu daga.
Öskað er eftir að þeir, sem skrá sig séu viðbúnir að
svara meðal annars spurningunum:
1. Um atvinnudaga og tekjur síðustu þrjá mánuði.
2. Um eignir og skuldir.
BORGARSTJÖRINN í REYKJAVfK.
BIFREIÐAEIGENDUR
Til 1 . febrúar má flytja
tryggmgar milli félaga.
ISgjöld eru hjá öllum jöfn,
en
ALMENNAR
veita bezta þjónustu
ALMENNAR TRYGGINGAR
Fiölhæfur Tstrabíll
Þetta er síðasta gerðin af tékkneska vörubílnum Tatra—133,
sem getur borið tólf tonna hlass. BiIIinn hefur sérstaklega gott
loftkælingarkerfi, sem gerir það að verkum að hann á sér fáa
eða enga keppinauta þar sem unnið skal við sérstaklega erfið
skilyrði — eins og til dæmis í hitabeltislöndum, fjöllum og
í heimskautalöndum.
Bröltir yfir allt
Rannsóknarstofa ein í Lcningrad hcfur gcngið frá þessari
maskínu, sem hefur þá náttúru að vaða yfir allt, þurrt land,
blautt, sömuleiðis vatn. Verkefni hennar er að flytja timbur,
einkum á þeim stöðum þar sem skógarhögg er að hefjast og
erfitt að koma við venjuíegum vélum eða bátum. Þessi „allt-
farandi" er knúinn af 200 hestafla díselvél, nær 30 kilómetra
hraða á þurrlendi, en níu kilómetra hraða á vatci.
Kúbumonnuin berst margvisleg hjálp frá sósialistískum ríkj-
um. Á þessari mynd sjást tvcir Kúbumenn ásamt ungverskum
serfræðingi og eru þeir að setja saman voldugan krana, sem
getur lyft allt að 125 tonnum. Krani þessi kom nýlega tlJ
Havana frá Ungverjalandi.
vilia fiafa sína tómat:
Eitt af hclztu vandamálum Síberiu er að útvega íbúunum nýtt
grænmeti. Það er að sjálfsögðu gripið til þess að reisa gróður-
hús, en enn munu þau vera tiltölulega sjahlgæf. Þessi gróður-
hús sem sjást hér eiga að geta skilað 250 tonnum af grænmeti
á árf, og þau eru hituð upp með afgangsvatni frá kolarafstöð.
Nýlega hefur verið sagt frá því, að víða djúpt undir Siberíu
sé mikið af heitu vatni — má vera að senn veröi auðveldara
«g ódýrara að reísa þau gróðurhús sem ein geta Ieyst tómata-
og agúrkuvandamál Siberiumanna.
Útgefandi: Sameinmgarflokkur alþýðu — Sósíalistaflokk-
urinn. —
Ritstjórar: ívar H. Jónsson. Magnús Kjartansson, Sigurð-
ur Guðmundsson (áb)
Fréttaritstjórar: Jón Bjarnason. Sigurður V. Friðþjófsson.
Ritstjórn. afgreiðsla. auglýsingar. prentsmiðja: Skólavörðust. 19.
Sími 17-500 (5 linur). Áskriftarverð kr. 65 á mánuði.
Stefnt að Hvalfírði
^stæða er til að vekja sérsíaka athygli á síækk-
un lóranstöðvarinnar á Gufuskálum. Stöð
þessi var upphaflega reist af bandaríska hern-
um, og er nú starfrækt af Landssíma íslands
fyrir bandarískt fé. Nú er ætlunin að stækka
stöðina til mikilla muna og þjálfa um 30 nýja
menn til starfa, fyrst og fremst í Bandaríkj-
unum á vegum strandgæzlunnar.
póst- og símamálastjóri gaf mjög loðin svör
þegar Þjóðviljinn spurði hann um þessar
framkvæmdir fyrir helgina, en það kemur raun-
ar ekki að sök; tilgangurinn með þessum nýju
framkvæmdum er augljós. Þegar lóranstöðin var
upphaflega reist skýrði Þjóðviljinn frá því að
hún væri einkanlega ætluð til hagræðis fyrir
kafbáta, og stækkun stöðvarinnar er einmi’tt
miðuð við þarfir þeirra. Framkvæmdirnar á
Snæfellsnesi eru liður í áætlun Bandaríkjanna
um að gera ísland að helztu kafbátabækistöð
sinni á norðanverðu Atlanzhafi, en að þeirri á-
ætlun hefur nú verið unnið um langt árabil.
Fyrir nokkrum árum voru deildir landhers og
flughers fluttar frá íslandi, en flotinn einh tók
að sér hernám landsins; síðan hefur kafbáta-
flotinn í Norður-Atlanzhafi haft eina helz'fu
stjórnarstöð sína á Keflavíkurflugvelli. Um sama
leyti ítrekuðu Bandaríkin fyrri kröfur sínar um
kafbátahöfn í Hvalfirði, en þeim hafði verið
hafnað t’æpum áratug áður. Nú hefur þeim aug-
Ijóslega ekki verið hafnað heldur ákveðið að
bíða hentugs tækifæris til að hrinda þeim í
framkvæmd. Og á meðan búa Bandaríkin sig
undir að taka Hvalfjörð til notkunar. íslenzka
'andhelgisgæzlan mældi í fyrra upp allan botn
^axaflóa fyrir bandaríska flotann, og bandarísk-
ir kafbátar hafa stundað rannsóknir víðar um-
hverfis landið. Olíufélag íslands, umboðsfélag
Standard Oil, hefur lagt í verulegan kostnað við
að endurnýja útbúnað sinn í Hvalfirði og á auð-
sjáanlega von á stórauknum ufnsvifum. Banda-
ríski flotinn hefur flutt hingað árásarþotur sem
hægt er að búa eldflaugum og kjarnorkuvopn-
um, en þeim vopnabúnaði er aðeins komið fyrir
í hinum mikilvægustu stöðum. Og nú á að
tækka lóranstöðina á Gufuskálum í þágu kaf-
''átanna, en henni er valinn sá staður sem bezt
æntar til þess að greiða bátunum leið um Hval-
ciörð.
'mtök hernámsandstæðinga hafa varað þjóð-
ina alvarlega við háskanum sem stafar af
■essum nýju fyrirætlunum Bandaríkjanna og
ímboðsmanna þeirra hérlendis, m.a. með Hval-
Fjarðargöngunni miklu í fyrra. Engu að síður
(ara stjórnarvöldin enn sínu fram í trausti á
únnuleysi almennings. Því trausti verða menn
að bregðast. ef þeir vilja ekki gera ísland að
einhverri háskalegustu hernaðarbækistöð í
heimi, miðstöð fyrir kjarnorkukafbáta, flug-
skeýti og helsprengjur. — m.
i
P
l
i
* 1