Þjóðviljinn - 30.01.1963, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 30.01.1963, Blaðsíða 4
4 SlÐA ÞJÓÐVILJINN Miðvikudagux 30. janúar 1963 pni um íþróttamerki hefst í febriíar nJ Nú er ákveðið að keppni um íþróttamerki ISI hefjist í febrúar n. k.( en mál þetta hefur lengi verið í undirbún- ingi. Tilgangurinn með keppni um íþróttamerkiið er sá. að vekja og efla áhuga manna fyrir al- Miða íþróttaiðkun. Sá árangur, sem þarf að nást til að hljóta íþróttamerkið, er miðaður við það að flestir geti tekið þátt í þessari keppni . L Keppni sem þessi hefur um langt sikeið farið fram á öðrum Norðurlöndum, og borið mik- inn og góðan árangur. Sérstök nefnd sér lun framkvæmd þessa máls hér á landi, og er þess að vænta að hún gamgi röggsamlega til verks og vúnni skipulega. íþróttamerkið er gert úr eir, silfri og gulli. Iþróttaafrekum þeim, sem vinna þarf til að hljóta merkið, er skipt á fimm flokka, og er hver flokk- ur háður aldri, lágmarksaldri og kunnáttu. Skal leysa af hendi eitt afrek innan hvers flokks. og er keppandanum frjálst að velja um það hvaða þraut hann kýs að reyna við. sitt af hverju -*• Ópcrusöngvarinn oghcims- methafinn í 400 m. hlaupi, Karl Kaufmann (V.-Þýzkal.), ætlar að keppa á hlaupa- brautinni næst Sumar. Marga mun fýsa að sjá hlauparann syngjandi ftur á veilinum. Kaufmann er nú að ganga frá samningum við þýzka sjón- varpið, og getur keppni hans og æfingar farið nokkuð eftir því hvemig tíma hans við sjónvarpið verður ráðstafað. Hann ætlar að keppa fyrir fé- ~tr hrír af fræknustu frjáls- íþróttamönnum Sovétríkjanna eru nú famir til Bandaríkj- anna til þátttöku í innanhúss- mótum. Þeir em: Valeri Brumel, heimsmethafi x há- stökki (2,27), Ter-Ovanesian, heimsmethafi í Iangstökki (8,31 m.) og V. Bulisev, sem varð annar í 800 m. hlaupi á Evrópumeistaramótinu í Bel- grad í sumar. ~tr Norsku skíðastökkmenn- irair Toralf Engan og Torgeir Brandtzág hafa nú báðir stokkið 87 metra í nýju Holraenkollenskíðastökk- brautinni. Er það bezti árang- ur sem þar hefur náðst til þessa. ~tr Fulltrúar olympíunefnda Norður- og Suður-Kóreu hafa á fundi í Lausanne (Sviss) komið sér saman um að senda eitt lið frá Kóreu til næstu olympíu- leika. Alþjóða-olympíunefnd- in mun ákveða hverskonar fáni skuli borinn fyrir flokki Kóreumanna. Einkennissöng- ur flokksins verður gamalt þjóðlag frá Kóreu. ir Búlgarar og Portúgalir léku um síðustu helgi þriðja leikinn til að skera úr um það hvort iiðið skyldi fá rétt til þátttöku í 8-liða úrslitum Evrópubikarkeppninnar í knattspymu. Leikuriim fór fram í Róm. og lauk honum með sigri Búlgara — 1:0. Fyrri leikjum liðanna lauk báðum 3:1. Búlgarar unnu í Sofia og Portúgalar í LisSa- bon. ★ Brezka knattspymufélagið „Bumley“, sem talið hefur verið sigurstranglegast í brezku bikarkeppninni, varð fyrir alvarlegri aðvömnum um helgin. Bumiey náði aðeins | jafntefli (1:1) á heimavelii 3 gegn Liverpool. 50.000 manns | sáu leikinn, sem var mjög | spennandi. Liðin mætast aft- | ur á heimavelli Liverpool. Júgóslafar xmnu stórsigur yfir Norðmönnum í lands- keppni í handknattleik í Zrenjanin um helgina. Júgó- slafar unnu — 21:7. I hléi var staðan 10:2. Norska landsliðið er á keppnisferða- lagi og tapaði nýlega lands- leik við Rúmena. ir Svíar unnu Dani í lands- keppni í handknattleik um síðustu helgi — 21:17. Leik- urinn fór fram í Árósum. Danir höfðu yfir í hléi — 10:9, en Svíar náðu yfirráð- um í síðari hálfleik. Leikn- um var sjónvarpað. Þetta var annar landsleikurinn í hand- knattleik sem Danir tapa á skömmum tíma. Þeir töpuðu fyrir Frökkum um fyrri helgi. Stanley „gamli“ Matthews kom labbandi út úr Trent VaJe- kirkjunnl um daginn með fríðu föruneyti og hélt á pípuhatti i hendinni. Hann var að koma frá brúðkaupi dóttur sinnar (Jean — 24 ára gömu!) og múgur og margmenni þyrptisí að. Brúðguminn er bankastarfsmaður, Bob Gough að nafni. Á myndinni sést Matthews ásamt brúðhjónunum. Brúður- in er sláandi líka pabbanum. I I. flokki eru þessar íþrótta- grefinar uin að velja, og þarf lágmarksárangur eða kunnáttu í hverri grein: a) fimleikar, b) 200 m. sund, c) 10 km. skíöa- ganiga, d) skiðastökk. e) svig, f) hraðhlaup á skautum, g) íslenzk glima, h) badminton, i) goif, j) róður. II. flokkur: a) hástökk með atrennu, b) langstökk með at- reirnu, c) langstökk án at- rennu. III. flokkur: a) 100 m. hlauv b) 200 m h'Iaup, c) 400 m. hiaup, d) 800 m. hlaup. e) 1500 m. Maup. IV. flokkur: a) kringlukast, b) 'kúluivarp, c) spjótkast, d) áhaldaleikfliini, e) knaittspyma, f) handknattleikur, g) körfu- knattleikur, h) ' sundknattleik- ur, V. flokkur: a) 1500 m hlaup (16—18 ára), 5000 m. hlaup, b) 500 m sund, 1000 m sund, c) 15 km. skíðaganga. 30 km. skíðaganga, d) 3 km. hrað- hlaup á skautum. 5 km. hrað- hlaup á skautum, e) 15 km. hjólreiðar. 30 km. hjólreiðar, f) 15 km. ganga á hjóðvegi. Nýr fímleikameistarí Hermaður nokkur frá Mosltvu, Valeri Kerdemelidii að nafni, varð sovézkur meistari í fimleikum 1962, en meistaramóti Sovétrikj- anna í þeirri íþróttagrein Iauk í desember. Keremelidi sigraði ekki minni kappa en Boris Shaklin, sem varð annar, og Viktor Lisitski, sem varð númer þrjú. Myndin er af nýja meistaranum i frjálsu æfingunum. Larisa Latinina reyndist ósigrandi í kvenna- keppninni, eins og Iöngum áður. Skjaldarglíma Ármanns verður á fástadagskvö/d utan ur íiffiTifll Skjaldarglíma Ár- manns verður háð í íþróttahúsinu að Há- logalandi n.k. fðstu- dagskvöld og hefst kl. 8.30. Skjaldarglíma Ármanns er elzta íþróttamótið sem háð er reglutega hér í höfuðborginni. Skjaldarglíman var. fyrst háð 1908, en hún féll niður x 5 ár (1913 og _ 1916—19), í Skíald- arglímu Ármanns hafa jafnan leitt saman hesta sína • beztu glímumenn Reykjwíkur pg hef- ur har jafnan verði spennandi keppnt. Það er-51. Skjaldarglíman sem hóð verður á föstudags- kvöldið. Fyrir einu ári fór 50. Skjaldarglíman fram, og minntist Glímudeild Ármanns þess á verðugan hátt. Aiilir n-ú- lifandi skjaldarhafar voru beiiðraðir með eftirmynd úr silfri af Ármannsskyldinum, og gefið var út vandað afmælis- rit í tilefni afmælisins. Þess. skal að lokum getið, að ritið verður til sölu á Skjaldarglímunni á föstudags- Trausti Ólafsson. skjaldarhafi. kvöldið, og ættu glímuunnend- ur að tryggja sér eintak af rit- inu áður en það selst upp. í fyrra varð Trausti Ólafs- son, Ármanni, sigurvegari. Annar varð Guðmundur Jóns- son UMFR. Skyldur félags og félagsmanna 3. grein Þegar maður hefur gerzt félagi í íþróttafélagi, tekur hann á sig vissar skyldur gagn- vart félaginu í heild. Hann hef- ur gerzt. einskonar „hluthafi" þar sem honum er í rauninni ekkert óviðkomandi er snert- ir velferð félagsims. Ef hanix skilur ekki þennan einfalda og rö&rétta saimleiifca hefur hann ekki náð þros'ka sem nauðsynHegur er til þess að full not verði af honum sem „meðeiganda" í stofnuninnl Þennan þroska verður hann að eignast, og tlil þess verður hann að njóta aðstoðar for- ystumanna félagsins, og þar koma til skyldur félagsjns við Mnn nýja félagsmann, eða stmiáhluti af þeim. Skyldutilfinning Það hafur verið um margra ára skeið sá Ijóður á, að merun hafa gengið í íþrótta- félag, án þess að gera sér grein fyrir því hverjar skyld- ur þeir hefðu við þetta nýja félag og sumir hafa aidrei skilið það til fulls. Þettá hef- ur veirið íþróttahreyfingunni mikill fjötur um fót, og gert starfiö i íþróttaféiögunum miklu erfiðara en ella. Það hefur orðið til þess að hin daglegu og nauðsynlegu störf hafa hlaðizt á tiltölulega fáa menn, sem sumir hverjir hafa haldið út fjölda ára, en aðrir kiknað undan byrðinni, byrði, sem aðrir áttu að bera. Það alvarlega er að bessi skyldutilfinning mun alltaf vera hefldur að sljógvast. Þeirn mun hieldur fjölga sem gera látlausar kröfur til fé- lagsins um ein og önnur fríð- indJi. f vaxandi mæli munu menn verða varir við það að félagsmenn telja sig vera að vinna fyrir félagið með þvi að koma á æfingu eða taka þátt í keppni. Hér er í raun- inná um djúpstæðan misskiln- ing að ræða. Þeir sem koma til æfinga og leiks eru fyxst og fremst að skemmta sér, og þeir standa í mikilli þakkar- skuld við félagið vegna þess. Félagið hefur gefið þeim tækifæri til að njóta leiks- ins. og þannig uppfyllt vissar skyidur við félagsmenniina, sem hvíla á herðum þess. Þar er fyrst og fremst um að ræða aðstöðu til æfinga út- yegun kennara eða ieiðbein- enda, sambönd við önnur fé- lög sem opna möguleika til þátttöku í opinberum mót- um og leikjum. Sannleikurinn er sá, að maður sem tekur þátt í æfingum og mót- um, vinnur tvíþætt — hann skemmtir sér og um leið vinnur hann félagi sínu gagn. Því annar aðalþáttur starf- seminnar er að búa sig undir keppni og hinn að taka þátt í keppni. en eins og fyrr seg- ir. eru þeir fyrst og fremst að skemmta sér. Aðalástæðan fyrir því að þessi hugsunarháttur hefur náð tökum ó svo mörgum sem íþróttir stunda, og náð hafa það langt að þeir eru valdiir til keppni, er sú, að félögin meta svo mikið sigra og stig, að þau taka að dýrka kepp- eaiduma, sem eru fljótir að átta ái)g á Mujtunium, og vilja þá fljótt fá eitthvað fyxir snúð sinn! Hver á að borga? Margir líta svo á að ósann- gjamt sé að innheimta ár- gjöld hjó þessum mönnum sem eyða tíma og kröftum í æfingar og leikit. Þeitta stenzt ekkL Það væri sanni nær að láta þá sem æfingar sækja greiða hærri félags- gjöld og mætti líta á það sem nokkuiskonar sfciemmtana- skatt! En þá vaknar spumingin: Hver á að standa undir út- gjöldum félagsins? Það mim vera hin almenna skoð- un meðál íþróttamanna að stjómin verði að sjá um það. það sé hennar mál að afla þeirra tekna. í þessari skoð- un speglast það viðhorf svo margra, að þeir hafi ekki nema a. m. k. takmarkaðar skyldur við félagið. Sé það staðreynd að þeir séu „Mut- hafar“ í félaginu, að þelir séu aðilar að þvf, þá hljóta þeir að skynja fljótlega að eðlilegt væri að þeir stæðu undir þeim kostnaði sem af því leiðir að þeiitr fá að leika sér — skemmta sér. í daig mun það sanni nær að ár- gjöld félaganna greiði varla nema litinn hluta af dagleg- um kostnaði við félagsstatí- semina, hvað þá að það nægi til þess að greiða nokkurn skapaðan Mut af verklegum framkvasmdum sem félögia vinna að. Til skamms tíma mun árgjalldið ekki hærra en sem svarar mjög ódýrum dansleik! Sköpunargleði Hér hefur aððins verið rætt um „skyldumar“ við leikinn og skemmtuninai en svo kemur hitt, — það seim félaigsstarfsemin fyrst og fremst byggist á, og það er hið félagslega starf utan vail- ar. Þeiin fer ört fækkandli, sem finna til þess að þeir hafi skyldur gagnvart þeirri hlið félagsmálanna. Á þeim vettvangi er hægt að vinna stór afrek, sem geta haft mikla þýðingu fyrir félagið og íþróttimar í heiild. Þau geta lifka haft áhrif á einstaklinginn, og véitt hon- um þroska, og einnig miifcla skemmtun. Þar er ' jafnvel hægt að koma að sköpun í enn ríkara mæli en mögulegt er í keppni á leikvelli. Og öllum er í blóð borin viss gleði og ánægja yfir því að skapa eitthvað varanlegt, hvort sem það er að taka þátt í verk- legum framkvæmdum. skapa gott lið eða íþróttamann, að leggja fram anda síhn til að skapa gott félgslíf, og leggja til eðlilegt „hlutafé" tiil að tryggja það, að ehginn láti si.nn hlih eftir liggja. Frímann. gsm

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.