Þjóðviljinn - 30.01.1963, Side 5

Þjóðviljinn - 30.01.1963, Side 5
MiSvílcudagur 30. janúar I&63 ÞJÓÐVIL.TINN SlÐA § Sameinað þing í gær Senditæki, tunnuverk- smiðja, laxveiðijarðir ÞINCSIÁ ÞJÓÐVILIANS Þrjár þingsályktunartillögur voru á dagskrá sameinaðs þings í gaer Senditæki í gúmbjörg- unarbáta, tunnuverksmiðja á Austurlandi og laxveiðijarðir. Birgir Finns- son (Alþfl.) hafði framsögu fyrir þings- ályktunartil- lögu sem hann flytur ásamt Ragnari Guð- leifssyni um senditæki í gúmbjörgunarbáta, en tillagan gerði ráð fyrir að athugaðir yrðu möguleikar á að koma fyrir senditækjum í öll- um gúmbjörgunarbátum. Birg- ir taldi, að gúmbjörgunarbát- amir hefðu sýnt bað. að beir væru einhver beztu öryggis- tæki, sem notuð eru á skipum Þeir eru léttir, bola mikið hnjask og auðvelt er að koma þeim á flot. Hins vegar sjást þeir ekki vel á sjó og þá ber mjög hratt undan vindi, og því erfitt að finna þá. Úr þessu mætti þó bæta með því að hafa senditæki í björgunarbátunum. En slík tæki yrðu að sjálfsögðu að vera létt og fyrirferðarlítil. Nú hefði hins vegar komið í ljós samkvæmt upplýsingum frá skipaskoðunarstjóra að bau tæki, sem eru á markaðinum af hentugri stærð. fullnægja ekki þeim kröfum, sem gerðar eru til slíkra tækja af öryggiseftir- liti. Taldi flutningsmaður því tæpast unnt að samþykkja til- löguna í þvf formi, sem hún lægi fyrir, en lagði til. að nefnd yrði falið að athuga þetta mál nánar. Málinu var vísað til nefndar og umræðu frestað. Tunnuverksmiðja á Austfjörðum Eysteinn Jóns- son (F) fylgdi úr hlaði þings- ályktunartill., sem allir þing- menn Austur- landskjördæm- is flytja sam- eiginlega um byggingu tunnuverksmiðju á Austfjörð- um. Tillögu þessa kvað Eysteinn í samræmi við lög um tunnu- verksmiðjur ríkisins, en þar er heimilað að „byggja og starf- rækja briðju verksmiðjuna á Austur- eða Norðurlandi“ Einnig benti hann á, að und anfarið hefði sildveiði verið mikil fyrir austan land, en tunnuskortur þá iðulega mikill á söltunarstöðvum þar eystra og hefði því orðið að fá tunn- ur annað hvort að norðan eða flytja þær inn, en slíkir flutn- ingar væru að sjálfsögðu kostn- aðarsamir og óhagkvæmir á margan hátt. Töldu flutnings- menn, sem væru allir þing- menn Austurlandskjördæmis. fyllstu ástæðu til þess að bæta úr þessu með því að reisa nýja tunnuverksmiðju, sem staðsett yrði á Austfjörðum. „Áhygfgfjur“ Alþingis Benedikt Gröndal (Alþfl.) fylgdi úr hlaði tillögu um, að ríkisstjórninni yrði falið að rannsaka á hvem hátt mætti koma í veg fyrir að „hlunninda- jarðir. sérstak. lega laxveiði- jarðir. verðj keyptar vegna hlunnindanna og síðan látnar leggjast i eyðj,“ eins og segir i tillögunni Taldi Gröndal. að nokkuð hefði borið á því, að laxveiði- ’arðir væru keyptar upp ein- göngu vegna veiðiréttinda os síðan látnar leggjast ; eyði Væri þetta háskaleg þróun oe væri rétt. að .Alþingi léti í Ijós áhvggjur sínar yfir þessu“ og væri tillagan miðuð við það. ^■'rpniuTeo- vinnubrÖP'Ö Halldór E. Signrðsson (Fr.) kvaðst vilja skýra frá þvi, að mál þetta væri ekki með öllu ^kunnugi öðrum þingmönnum. Á síðasta þingi hefði þing- mönnum Vesturlandskjördæm- is borizt þréf frá nokkrum bændum þar, og hefðu þeir farið þess á ieit við þing- menn kjördæm- isins, að þeir tækju mglið til athugunar. Hefði hann (Hall- dór) lagt þetta fyrir fund þing- manna kjördæmisins og þeir ákveðið að vinna sameiginlega að því að finna lau.sn á bessum vanda. en ekki hefði unnizt tími til bess þá. þar sem mjög var liðið á þingtímann. Á fyrsta fundi þingmanna kjör- dæmisins j haust hefði hann hreyft þessu málj áfram. Á verið farið að í máli, sem þing- menn Hefðu kom'ð sér sman um Framhald á 8. síðu. Þingfundir í gær Alþingi kom saman til funda í gær að afloknu jólaleyfi þing- manna. 1 upphafi fundar í sam- einuðu þingi Ias Ólafur Thors, forsætisráðherra, forsetabréf um samkomudag Alþingis. Þvi næst óskaði hann forseta þings- ins og þingmönnum gleðilegs árs og lýsti því yfir að þingið tæki til starfa samkvæmt for- setabréfinu. Friðjón Skarphéðinsson, for- seti sameinaðs þings, þakkaði forsætisráðherra árnaðaróskir hans, og var því næst gengið tii dagskrár og tekin fyrir þrjú mál: Senditæki i gúmbjörgun- arbáta, tunnuverksmiðja á Austfjörðum og laxveiðijarðir, en þessi mái öil eru þingsá- lyktunartillögur. Dagskrá sameinaðs Alþingis miðviku- daginn 30. jan. 1963, kl. 1.30 miðdegis. 1. Bankaútibú á Snæfellsnesi, báltill. Ein umr. 2. Skýrsla ríkisstjómarinnar um efnahagsbandalagsmálið. — Frh. umr. i ! * * \ \ \ \ i \ I I * \ Byggður úr þykkara Body- stáli en almennt gerist. Ryðvarinn — Kvoðaður — Kraftmikil vél — Fríhjóla- drif — Stór farangurs- geymsla. Bifreiðin er byggð með tilliti til aksturs á malarvegum, framhjóladrifin. Verð kr.: 150.000,00. Með miðstöð, rúðusprautum, klukku í mælaborði, ofl. Fullkomin viðgerðaþjónusta. Nægar varahlutabirgðir. SÖLUUMBOÐ A AKUREYRI: JÓHANNES KRISTJÁNSSON H.F. SVEINN BIÖRNSSON OC CO Sigurvegarinn í Monte Carlo kappakstrinum sJ. fimmtudag var ERIK CARLSSON sem ók Hafnarstræti 22 — Reykjavík. Útgefandi: Sameiningarflokkur alþýðu — Sósíalistaflokk- urinn. — Ritstjórar: ívar H. Jónsson, Magnús Kjartansson, Sigurð- ur Guðmundsson (áb) Fréttaritstjórar: Jón Bjarnason. Sigurður V. Friðþjófsson. Ritstjórn, afgreiðsla. auglýsingar, prentsmiðja: Skólavörðust. 19. Sími 17-500 (5 línur). Áskri[tarverð kr. 65 á mánuðL Ihaldslágkúra yonbrigði og lítilmennska skín út úr skrifum íhaldsblaðanna um ósigur afturhaldsins í Verkamannafélaginu Dagsbrún og Vörubílstjóra- félaginu Þrót’ti, íhaldið hafði gert sér vonir um verulega fylgisaukningu í Dagsbrún, og að sjálf- sögðu átti að nota sigurfrétt þaðan til hinna venjulegu útlegginga, sem þó er aldrei ymprað á fyrr en dagana eftir kosningar: En hefði íhald- inu aukizt fylgi hefði fljótlega verið sagt eins og eftir fyrri kosninguna í Verkalýðsfélagi Borg- arness sællar minningar að þarna væru verka- menn að þakka fyrir viðreisnina, en hún hefur ekki sízt birzt alþýðuheimilunum sem launarán, skefjalaus dýrtíð og látlausar verðhækkanir, skipulagðar af ríkisstjórn Sjálfstæðisflokksins og Alþýðuflokksins. En íhaldið varð enn ’fyr- ir sárum vonbrigðum. Verkamennina í Reykja- vík langar ekki til að afhenda íhaldinu Dags- brún. ^ðför íhaldsins að Vörubílsfj órafélaginu Þrótti var gerð með þvílíku offorsi að lengi mun þurfa að leita að hliðstæðum. Lágkúran sem kemur fram við íhlutun borgarstjórans í Reykja- vík í stjórnarkosningarnar í þessu 200 manna félagi er hvort tveggja í senn, hörmuleg og svo- lítið skopleg. Hörmuleg vegna þess að þarna kemur fram opinber írúnaðarmaður borgarbúa, sem vegna embættis síns ja'fngildir því að vera langstærsti vinnuveitandi vörubílstjóranna í Þrótti. Og allf að því skoplegí er það lágkúru- lega hugarfar, að borgarstjórinn í Reyk'javík skuli láta brúka sig 'til slíkra óþrifaverka fyrir íhaldið sitt. Rógburðurinn um valdníðslu í Þrótfi vegna ógildingar atkvæða: íellur marklaus þegar þess er g,ætt að þær ákvarðanir eru gerðar á- greiningslaus't í kjörstjóm af fullfrúum beggja lis’fa. Eins eru ásakanimar um „valdníðslu“ í Dagsbrún og „ólögmæti“ kosninganna gersam- lega úr lausu lo’fti gripnar og sýna einungis slæma líðan íhaldsins „daginn eftir“ að reykvísk- ir verkamenn veittu þeim enn verðugf svar. yei mæ'tti minas't' þess að nýlokið er kosningu í Sjómannafélagi Reykjavíkur, sem íhaldið og Alþýðuflokkurinn stjórna. Þar er haldið á kjör- skrá um sjö hundruð manns, (af 1450), sem ekki eiga heima í sjómannafélagi, en fjöldi reyk- vískra sjómanna er ekki í félaginu eða á auka:- skrá. Þetta finnst Morgunblaðinu, Vísi og Al- þýðublaðinu alveg til fyrirmyndar, þannig eiga verkalýðsfélög að vera að þeirra dómi, þannig á að byggja upp félagatal þeirra og kjörskrá! Ekkert svipað þessu ástandi viðgengst í nokkru verkalýðsfélagi undir róftækri forystu, þó finna megi í fjölmennum félögum einn og einn mann sem efasamt er að eigi að réttu lagi félagsvist þar. Morgunblaðið og Alþýðublað- ið verða því að sætta sig við að ekker’f mark sé tekið á aðfinnslum þeirra varðandi kjörskrár verkalýðsfélaga, og hitt er þessum blöðum líka ráðlegt, vegna geðheilsu allra hlutaðeig^^di að læra að taka ósigri eins og menn. — s.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.