Þjóðviljinn - 30.01.1963, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 30.01.1963, Blaðsíða 6
g SÍÐA ÞJÓÐVILJINN Miðvikudagur 30. janúar 1063 Ríkjasamband jarðað OSLÓ 28/1 — Landsfundur andstæðinga norskrar aðildar að Efnahagsbandalagi Evrópu var haldinn í Osló um helg- ina og voru á honum mættir 370 fulltrúar úr öllum lands- hlutum, frá verkalýðsfélögum, bændasamtökum, fiski- mannafélögum og deildum samtaka andstæðinga EBE-að- ildar. Helzti ræðumaður á fundinum var prófessor Gunnar Boe, fyrrverandi ráðherra. Karl Evang landlæknir bauð fulltrúana velkomna til Oslóar og minnti á að liðið væri ná- kvæmlega eitt ár síðan 143 kunnir Norðmenn sendu út ávarp til þjóðarinnar þar sem hún var vöruð við afleiðingum þess, að Noregur gerðist aðili að Efnahagsþandalaginu og hún hvött til að taka upp baráttu gegn norskri aðild. Hann hélt því fram að það sem síðan hefði gerzt hefði fullkomlega staðfest réttmæti þeirrar aðvör- unar og væri því áríðandi að haldið yrði áfram baráttunni gegn norskri aðild. Það væri einmitt tilgangur landsfundar- ins. Ályktun fundarins Landsfundurinn samþykkti að loknum umræðum ályktun og fara meginatriði hennar hér á eftir: Konur og karlar úr öllu land- inu, sem hafa ólíkar skoðanir á bæði innanlands- og utanrík- ismálum, hafa komið saman á fund í Osló 26. og 27. janúar 1963, með þeim sameiginlega ásetningi að taka höndum sam- an í þeim málum sem mestu skipta fyrir Norðmenn í dag, að verja og bæta lýðstjórnar- þjóðfélag okkar, sjálfstæði okk- ar og athafnafrelsi gagnvart öllum heiminum. Norska þjóðin hefur á langri ævi sinni orðið að berjast við erfjða og óhlýðna náttúru. Margar kynslóðjr hafa búið við erlenda yfirdro:ttnun Lífsskilyrðin og sagan hafa kennt okkur að vinnan og frels- ið verða ekki aðskilin. Velmegun þjóðarinnar i dag byggist á því að Norðmenn hafa barizt til sigurs fyrir rétt- inum að ráða sínum málum einir og svo mun einnig verða framvegis. Þegar þjóðin tók afdrifarík- ustu ákvarðanir sínar, 1814, 1905 og á hemámsárunum, var hún einhuga. Hún sýndi þá og sannaði að enginn annar en hún sjálf getur stjómað í landi okkar. Við viljum að hún beri -------------------------------- Sovézkt getnaðarvarnalyf öruggara en nokkuB annað Tveir sovézkir vísindamenn hafa fundið nýtt getnaðarvarn- arlyf sem sagt er vera örugg- ara en nokkurt annað sem hingað til hefur verið fram- leitt, segir TASS-fréttastofan. Það fylgdi fréttinni að lyfið, sem nefnist luthenurin, hefði reynzt algerlega öruggt í 377 af 390 tilfellum sem það hefur <S— verið reynt í. Lyfið verður | r framleitt í töflum sem hver um ( sig verður 3 milligrömm. Ekki i var frá því skýrt í fréttinni hvemig taka eigi lyfið, né nán- ar frá því hvemig verkanir þess eru, en getnaðarvarnalyí sem nú eru ó markaðnum verða konur að taka reglulega á hverjum degi mestallan mán- uðinn, ef þau eiga að koma að gagni. Vísindamennirnir sem fund ið hafa hið nýja lyf heits Serafima Vetsjanova, líffræð- ingur, og Tamara Iljinskaj' efnafræðingur. Um það snýsf rannsóknir Fréttinni fylgdi að fram- leiðsla lyfsins væri svo auðveld, að sérhver efnaverksmiðja ætti að geta hafið hana eftir aðeins sex vikna undirbúning. Sú sov- ézka stjómarskrifstofa sem annast sölu á einkaleyfum býð- ur erlendum verksmiðjum samninga um leyfi til fram- leiðslu lyfsins. sjálf áfram alla óbyrgð á þró- un atvinnu-, félags- og menn- ingarmála í landinu, ráði ein stefnunni og leggi á þann hátt fram sinn skerf til þess að friður megi ríkja í heiminum öllum. Nú stendur norska þjóðin enn einu sinni frammi fyrir að taka ákvörðun sem móta mun líf komandi kynslóða. Áð- ur en lapgt líður verðum við að taka afstöðu til sambands okkar við Efnahagsbandalag Evrópu. Sterk öfl, bæði heimafyrir og erlendis, reyna að draga okkur inn í félagsskap sem myndi um ófyrirsjáanlega framtíð ræna okkur húsbóndaréttinum á eig- in heimili. Við viljum áfram hafa góða samvinnu við aðrar þjóðir bæði í stjórnmálum, menningar- og atvinnumálum. En einmitt þess vegna verðum við sjálfir að geta ráðið okkar eigin málum. Við viljum ekki láta læsa okk- ur inni í félagsskap sem sundr- ar Norðurlöndum, Evrópu og öllum þjóðum heims. Þær samningaviðræður sem Noregur hefur nú hafið geta ekki breytt þeim grundvelli sem Efnahagsbandalagið byggir á. Aðild að því myndi leiða norsku þjóðina undir ok hinna vestur- evrópsku stórvelda. Rómarsáttmálinn gefur hinu erlenda stórauðvaldi frjálsar hendur til að leggja undir sig norsk fyrirtæki, land, skóg, fiskimið og aðrar auðlindir náttúrunnar. Stjórnarsiofnanir Efnahags- bandalagsins eru ólýðræðisleg- ar í eðli sínu og stangast því á við lýðræðisprfðir okkar. Verði Noregur aði.li að Efna- hagsbandalaginu, munu erlend- ir aðilar verða allsráðandi í norskum atvinnu- og félags- málum og reyndar segja fyrir um stefnu okkar í öllum utan- ríkismálum. Fyrir litla þjóð eins og þá norsku væri hér ekki um að ræða samvinnu, jafnrétthárra aðila, heldur undirokun henn- ar undir stórþjóðir, sem eiga sér allt aðra arfleifð og líta öðrum augum á efnahags-, fé- lags- og menningarmál. Alþjóðasamvinna getur ekki byggzt á slíkum grunni. Hún verður að byggjast á gagn- kvæmu trausti og jöfnum rétti. Smáþjóðimar hafa ekki lokið sínu hlutverki. Þær geta enn lagt fram mikilsverðan skerf til friðsamlegrar þróunar í heim- inum með því að vera öðrum fyrirmynd og með afstöðu sinni gagnvart hinum fátæku þjóð- um. Við skorum því á norksu þjóðina að gefa ótvírætt svar í hinni boðuðu þjóðaratkvæða- greiðslu, svar sem vísar alger- lega á bug þátttöku okkar í Efnahagsbandalaginu. í nýlegri frétt um kær- una út af bæjarstjórnarkosn- ingunum á Sauðárkróki var sagt, að rannsókn málsins beindist aðallega að því. hvort vafaalfkvæðin tvö hefðu verið greidd á undan eða eftir að út- gáfa kosningahandbókarinnar auglýsti leiðréttingu á listabók- staf I-listans. Þetta er ekki alls kostar rétt. Hið rétta er. að rannsóknin snýst um það. hvort búið var að færa þessa leiðréttingu inn í eintak það af kosningahandbókinni er lá frammi á kjörstað utankjör- staðaatkvæðagreiðslunnar hér í Reykjavík og kjósandinn sem greiddi annað vafaatkvæðið, þ. e. kaus A-lista í stað I-Hsta. segir að sér hafi verið fengið í hendur á kjörs'!aðnum til þess að hann gæti séð listabókstafina á Sauðárkróki en á framburði hans var kæran reist. li * I ! * I i Maiínovskí boðið til indlands NÝJU DELHI 28/1. — Ind- verska stjórnin hefur boðið Rodion Malínovskí, Iand- varnaráðherra Sovétríkj- anna, að koma í opinbcro heimsókn til Indlands. Æti unin mun vera að Malír ovskí komi til Indlands heimleið frá Indónesíu, en þangað fer hann í marz mánuði. Einum aðstoðartú anríkisráðherra Sovétrík' anna, Niikolaj Firubin, h ur cinnig verið boðið t«' Indlands. Stuðningsmcnn dr. Hastings Banda, alþýðuleiðtoga í Nyasalandi, hafa borið kistu þessa sex kíló- metra veg og eru nú staddir frammi fyrir húsi foringja síns í Blantyre. Þar fór fram útför hins hataða ríkjasambands við Norður- og Suður-Ródesíu þar sem sir Roy Welensky ræður ríkjum. A kistuna er letrað: „Hér hvílir dauður skrokkurinn af sambandsríki Roys“. Ibúar í brezkri nýlendu lifa við sult og seyru Fyrír skömmu yfirgaf ungur læknir London í miklum flýti og hélt til lítillar og hálf- glcymdrar cyju í Suður-Atlanz- hafi. Eyjan heitir St. Hclcna og cr ein minnsta og afskekkt- asta nýlenda Breta, Einn læknir á allri eyjunni Læknirinn var sendur af brezku ríkisstjórninni sam- kvæmt eindreginni ósk lands- stjórans á St. Helenu. Hann flaug fyrst til Recife í Brasilíu. þaðan hélt hann í flugvél til bandarísku herstöðvarinnar é Ascension-eyju og síðan fór hann 700 km. leið til St. Helenu í bandarísku flotaskipi. Læknirinn var sendur á vett- vang vegna umferðarslyss. Á- rekstur á hálendi eyjarinnar hafði kostað einn mann lífið, en tíu særðust hættulega. Eini læknirinn á eyjunni gat ekki annazt alla hina særðu. Gert er ráð fyrir að tveir læknar séu að staðaldri á eyjunni en sú hefur varla nokkum tímann verið raunin. Hungrið daglegt brauð Eyjarskeggjar eru orðnir skortinum vanir. Nú nýlega gengu birgðir þeirra af mjöli, smjöri, osti og ávöxtum til burrðar, grænmeti skorti og kjöt var skammtað. Skipskoma bjargaði eyjarskeggjum frá hungursneyð. Sultur er ekkert nýtt fyrir- bæri á eyjunni. Verkamenn í 'jónustu stjórnarinnar fá í hæsta lagi um 300 krónur i vikulaun. Hörvinnsla er megin- atvinnuvegur eyjarskeggja og meðallaun þeirra sem við hana vinna eru um 170 krónur á viku, konur fá þó enn lægri laun. Fátæktarstyrk hljóta Frakkar óttast f járfestingu Bandaríkjamanna í Afríku Franskir ráðamenn eru farn- ir að verða órólcgir vcgna þess að Bandaríkjamenn leitast æ meir við að auka Itök sín i cfna- hagslífi og iðnaði hiinna fyrrver- andi nýlendna Frakka í Afríku. Frakkar hafa þcgar ncytt banda- menn sína í Efnahagsbandalag- inu til að beita sér gegn fjár- festingu Bandaríkjanna í Evrópu, og þá einkum cftir að Kreisl- er-hringurinn kcypti mikinn hluta af Simca-fyrirtækinu. Ný verið komu Frakkar því til leið- ar að Efnahagsbandalagið mun verja 60 prósent af „aðstoð" sinni við vanþróuð lönd til fyrr- verandi franskra nýlendna í Afríku. Frakkar telja að ef Bret- ar gangi í EBE, þá sé tróju- hesturinn kominn inn fyrir borv- armúrana og að Bandríkjamönn- um verði þá auðveldari aðgang urinn að nýlcndunum fyrrvcr- andi. Voldugu bankamir í Frakk- landi opnuðu bandarísku fjár- magni veginn til ítaka í bönkum Afríkuríkjanna. Sociaté Generale og Credit Lyonnais buðu erlend- um aðilum hlutabréf í útibú- um sínum til þess að komast hjá þjóðnýtingu. Nú heíur Bank of America náð tangarhaldi á ’okkrum hluta hlutabréfanna í 'kisbanka Senegals, First Nation- l City Bank og Allen & Co. eign ilutabréf í Banque de l’Afrique iccidentale. Morgan Guaranty International á hlutabréf í bönk- unum f Gabon og Fílabeinsströnd- inni. U. S. Bethlehem Steel ræð- ur lögum og lofum í námafélög- um sem nýlega voru stofnuð til að vinna málm (járn og mangan) sem nýlega fannst í Gabon og Togo. Bandarísk stálfyrirtæki virðast fá sífellt meiri áhuga á möguleikunum í Afríku. færri en vilja en hann nemur 30 krónum á viku. Fjórtán skip koma til eyjar- innar árlega, sjö með vörur og sjö farþegaskip. Á síðastliðnum áratug hafa 1500 eyjarskeggjar flutzt úr landi, er hér einkum um að ræða konur sem gerzt hafa vinnukonur í Bretlandi. Fyrsta stjórnarbótin frá 1659 Nýlega var ákveðið að ráð- gjafanefnd landstjórans skuli kjörin með almennum kosning- ingum og er það fyrsta skrefið sem stigið er í lýðræðisátt síðan árið 1659 er fyrstu íbúamir komu til eyjarinnar. Ekki virð- ist þessi ráðstöfun samt vekja mikla hrifningu meðal íbúanna sem munu vera 4.648 að tölu. Nýlendustjórnin í Bretlandi hefur löngum látið sér fátt finnast um þarfir íbúanna á St. Helenu. Árið 1907 bað lands- stjómin um nýjan tímamæli og fékk þau svör að sólskífa myndi nægja. Landsstjórinn er jafn- framt yfirmaður réttvísinnar; ríkissaksóknarinn er einnig yf- irumsjónarmaður fangelsanna, skjalavörður og skattstjóri. Vannærð börn Fjöldi barna á eyjunni eru vannærð og tötrum klædd. Al- þjóðlega heilbrigðismálastofn- un S.Þ. hefur skýrt frá því, að börnin á St. I-Iclenu séu að jafnaði sex og hálfum senti- metra minni en jafnaldrar þeirra í Bretlandi, á sjöunda ári eru þau rúmum þrem kíló- um léttari og á fjórtánda ári níu kílóum léttari. í höfuðborginni, Jamcston, er algengt að 12 menn sofi í sama herbergi. Skólarnir eru troðfull- ir af fólki sem byrjar nám sitt fimmtán ára að aldri. St. Helena komst undir brezku krúnuna á því herrans ári 1843. Ráðstefna gegn EBE - aðild haldin í Osló um helgina

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.