Þjóðviljinn - 30.01.1963, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 30.01.1963, Blaðsíða 10
IQ SÍÐA ÞJÓÐVILJINN Miðvikudagux 30. janúar 1963 GWEN BRISTOW: W I HAMINGJU LEIT að velta fyrir sér, hvernig tízkan myndi breytast meðan þær voru í burtu. Þetta sem kallað var kvennahjal Karlmenn skildu ekki kvennahjal og það var ekki haegt að aetlast til þess. Garnet velti fyrjr sér, hvemig Oliver hefði þótt ef hann hefði þurft að vera vikum saman samvist- um við eintómt kvenfólk, án þess að geta talað við einn einasta karlmann. Hún hafði aldrei hugsað um þetta fyrr íhugað ; þennan sérstæða einmanaleik sem fylgdi því að vera án kyn- systra sinna. Meðan hún stóð þama meðal fólksins og beið þess að Luke vrði tilbúinn með málsverðinn. hugsaði Gamet með sér. að nú væri hún orðin fullorðin í alvöru. — Gerið svo vel frú, sagði Luke innilega. — Hér hafið þér góðan rifjung Garnef hrökk við og allar hugsanir hennar ruku burt, þeg- ar hún mundi. hve svöng hún var. Kærar þakkir, Luke, hrópaði hún. Hún horfði á hann ausa upp matnum með stóru sleifinni Luke fyllti skálina hennar og ilmurinn af kjötinu og sósunnj var svo dásamlegur að hún titraði. Luke hellti kaffi í bollann hennar og tók brauðstöng sem var að kólna yfir körfu með þurrkuðu vísundakjöti. Hann stakk fingrinum í brauðið til að aðgæta. hvort hægt væri að taka á því og ýtti því af stöng- inni. Gamet braut stórt stykki af því og flýtti sér af stað til að borða Hún settist á jörðina og hall- aði sér upp að hjólinu á einum af vögnum Olivers. Kjötið var brennheitt og á því var þykk sósa með baunum Kaffið var brennheitt og brauðið var heitt líka, stökkt utan og mjúkt inn- aní. f staðinn fyrir smjör, smurði hún á það vísundamerg og stráði salti á. Þetta var allt saman alveg dásamlegti! Gamet hugsaði um máltíðirnar heima. framreiddar á hvitum dúk með postulini og silfri og kristalli. Þær höfðu verið augnayndi, en aldrej bragð- azt eins vei og þetta. Hún borð- aði hvert. tangur og tetur, hreins- aði skálina innan með brauð- bita og gekk aftur að bálinu. — Luke, ég skammast mín, sagði hún og rétti fram skálina — Þvert á móti. frú Hale. sagði hann — Vísundar eru til að éta þá. Hann íyllti skálina aftur og hló þegar hann hellti meira kaffj í bollann *— Borðið bara eins og þér mögulega getið. ég myndi missa vinnuna, ef eng- inn hefði lyst á matnum mínum. Gamet hló og gekk til baka til að raða í sig Meðan hún sat þarna við vagninn, kom Oliver upp frá læknum og gekk til Luke til að fá matinn sinn. Á leiðinni gekk hann framhjá bálinu þar sem mexíkönsku konumar fjór- ar voru að matreiða Þær horfðu með aðdáun á limaburð hans og stóran, vöðvastæltan kroppinn og hrópuðu ailar í einu: „Buenos dias. Don Olivero." Þótt svang- ur væri, nam hann staðar til þess eins að brosa á móti og segja: „Buenos dias, senoras. Cómo está-n ustedes? Oliver þótti ekkert miður að kvenfólk- ið sýndi honum áhuga. En hann hafði samt aldrei gefið Garnet neitt tilefni til afbrýðisemi Hann var eldlega ástfanginn aí henni, og þess vegna naut hún þess líka að aðrar konur dáðust að honum. Hún var hreykin af því að svona aðlaðandj maður skyldi hafa valið hana En hún hafði hugboð um að hann hefði unnið allmarga ástarsigra áður en hann hittj hana. Hún vissi ekki mikið um slíka hluti. en hún var nógu skvnsöm til að vita að maður gat ekki verið svo fullkominn elskbugi án töluverðrar reynslu. Oliver kom með skálina sína og hann brosti til hennar um leið og hann settjst. Honum þótti gaman að hún skvldj kunna að meta vísundakjötið, rét.t eins og honum hafði þótt gaman að hrifningu hennar í leikhúsinu þegar þau höfðu séð Florindu í fvrst.a sinn Hann sýndi henni hennan nýja heim með óbland- inni eleði og ánægju rétt eins og drengur sem sýnir nýjum leikfélaga dótið sitt. Um stund var hann svo niður- sokk'inn í að mafast að hann sagði ekki orð En þegar hann var búinn að borða og þau sátu og dreyptu á kaffinu, spurði Garnef: — Get ég þvegjð nokkuð i dag? — Ég skal sækja vatn. Hann brosti afsakandi. — Ég er hrædd- ur um, að það verði ekki mikið. — Hamingjan góða, sagði Gamet — Þegar ég kem til Santa Fe, ætla ég að leggj a mig í bleytj í sápuvatn heilan dag og skrubba fötin min þangað til þau fara i tsetlur. — Þú getur lagt þig í bleyti ejns og þér sýnist, en þú þarft ekkj að skrubba fötin þfn, sagði Oliver. — Senora Silva sér um þvottinn. — Að hugsa sér, sagði Garnet, — að fá fötin sín strokin! Oliver brosti ástúðlega til hennar. Það voru broshrukkur í vöngunum fyxir ofan skeggið. — Þetta er skrambi erfití fyrir þig allt saman — Nei, alls ekki. Mér finnst þetta allt skemmtilegt og ég er svo hress og mér líður svo vel. Oliver ætlaði að rísa á fætur til að sækja vatn en hún hélt í hann. — Bíddu andartak. mig langar að spyrja þig um eitt. — Gerðu svo vel. Líf mitt er þér opin bók. — Oliver — þú sagðir um daginn ,að ég skyldi ekki hafa áhyggjur af Charles. Verður hann mjög reiður þegar hann fréttir, að þú sért kvæntur? — Ó, Gamet. sagði Oliver. — Vertu ekkj að hugsa um þetta. Charles verður undrandi yfir því að ég skuli hafa gengið að eiga bandaríska stúlku. það er allt og sumt. Hann hefur gert sér vonir um að ég myndi giftast kalifornískri stúlku af auðugum landeigendaættum. Charles er metnaðargjarn. — En þú hefur rétt tlil að giftast hverri sem þér sýnist. Hvað kemur honum það við? — Nei, það er alveg rétt. hon- um kemur það ekkert við. sagði Oliver. Hann reis á fætur. — Vertu ekki að brjóta heilann um Charles, endurtók hann. — Gerðu það ekki. Hann talaði í léttum rómi en henni fannst samt sem léttleik- inn væri ekki óblandinn, Hún horfði rannsakandi á hann. — Ég skal ekki gera það — en ertu ekki svolítið kvíðandi sjáifur? Bara svolitið? 01iver lét sem hann heyrði ekki til hennár. H-ann sagði: — Ég hitti þig hjá vagninum. Svo fór hann. Garnet horfði á eftir honum. Það var kynlegt hvemig Oliver lokaði hug sín- um þegar minnzt var á Charles. En að einu leyti hafði hann rétt fyrir sér. Það var enginn tími tjl að brjóta heilann um þetta núna. Hún hafði verk að vinna Oliver hafði skilið matarílátin eftir hjp henni. Hún bar þau niður að læknum þar sem hann var tær og þvoði þau úr sandi áður en hún fór aftur upp í búð- imar. Sumir mennirnir yr»m Ki'm- ir að teygja úr sér á jörðinni og ætluðu að fá sér lúr. Gamet læddi-st á milli þeirra Reynolds sat hjá vagní sínum og saum- aði hnapp í skyrtuna sína og hrópaði eiaðlppa til hennar: — Þér burfið ekki að fara svona varlega, frú Hale. Þeir myridu ekki vakna þótt uxi siSgi ofaná þá. Gamet hló og batt upp sól- hattinn. — Þér emð sveimér hárprúð. sagði Reynolds. Garnet bakkaðj honum fvrlr og klifraði upp í vagninn Þeg- ar hún hleypti dúknum niður, kom 01iver með tvær vatnsföt- ur. — Ég gat ekki fengið melra, sagði hann og brosti afsakandl. — Notaðu aðra fötuna i þvott- inn oe sparaðu hina í drykkjar- vatn. Viltu rétta mér ullarteppl. Hún gerði bað Oliver brejddi teppið á jörðina, laeðist endi- langur á það oe sofnaði sam- stundis. Vagninn var ennþá lokaður. Garnet fór úr kjólnum og opnaði kistu sem stóð úti í homi. Ó- hrein föt lágu í haug í kistunni. Hún þvoði sokka af sér og Oli- ver og buxur af þeim báðum og hengdi flíkurnar t:il þerris á snúm sem fest var upp aftast í, vagninum. Meira gat hún ekkf gert við vatnsskammtinn sinn. Hún leysti niður hárið. Hún tók sundur dýnuna, lagði hana á vagngólfið og hallaði sér útaf. Hún var mjög syfjuð. Það var gott að losa hárið. Hún velti fyrir sér hvort Charles þætti hárið á henni eins fallegt og Reynolds. Ef Charles litist vel á útlit hennar, ætti hann kannski hægara með að fyrirgefa Oliver að hann skyldi ganga að eiga bandaríska stúlku í stað kali- fomískrar. En það korn honum ekki við. Hún sofnaði. Klukkan þrjú var lagt af stað aftur. Síðdegis ók Luke vagn- inum, svo að Garnet og Oliver gætu ferðazt ríðandi. Þau riðu fram með lestinni til- að forðast rykið. Nú huidu stóru vagnamir ekki lengur út- sýnið og nú sá hún móta fyrir Háafelli. Það var eins og keila með toppinn skorinn af og það reis ein-stakt upp af sléttunni. — Það er ekki eins stórti og ég hélt. sagðj hún við Oliver. Hann svaraði hlæjandi; — Jú, áreiðanlega. Það er þúsund fet á hæð. — Nei, Oliver. það getur ó- mögulega verið! ‘— Hvað heldurðu að það sé langt í burtu? — Svona 3—400 metra. — Það eru þrettán kilómetr- or þangað. sagði Oliver — Það er loftið sem villir fyrir manni. Það er svo þunnt að strax og þú kemur útúr rykskýjunum, virðist þér allt vera rétt hjá þér. Garnet starði á fellið og trúði ekki sinum eigin augum. Það virtist svo nærri Hún gat séð runnana í skomingunum. Þegar þau voru laus við rykið. virtist landslagið næstum óraun. verulegt. Sólin glitraði framund- an og myndaði rákir. Rákirnar líktust vatnstjörnum. Gamet vissi að þetta voru engar tjamir. En þótt hún segði við sjálfa sig, að svo væri ekkj. þá héldu augu hennar áfram að sjá þær. Þær sýndust svo raunverulegar. Hún sá tré hallast útfyrir tinrnirn- ar og speglast í vatninu. En þeg. ar þau komu nær, hurfu tjarn- imar. Trén voru ekki annað en steinar eða grasbrúskar og þar sem vatnið hafði verið, var ekki annað en þurr sléttan. En strax og hún leit upp, sá hún nýja tjörn framundan. Hún deplaði augunum og leit til hliðar og reyndi að losna við þessa tál- mvnd. en hún var þarna áfram. Hún spurði Oliver, hvort van- ir ferðamenn sæiu tjamirnar líka. Hann kvað já við því, all- ir sæju þær, en það kæmist upp í vana og stundum sást vaínslausu fólki yfir raun- verulegt vatn skammt undan. Allt varð undarlegra og und- arlegra. Það var eins og allt væri á iði í sibreytilegu Ijósinu. Það var ekkj hægt að átta sig á neinu. Það var hægt að vill- ast á því, sem var í næsta ná- grenni: Grasbrúskur eat litið út eins og vísundur. beinahrúg- ur eins og indíánar á ferð. Út- kíksmennirnir vissu þetta og þeir riðu þögulir og aðgætnir. Landslagið glapti augað svo miög að beir urðu að svna ýtr- ustu gát. Þegar þeir höfðu séð mörg hundmð jndiána sem ekkj voru til, gat verið að þeir héldu að hópur raunverulegra indíána væri grasbrúskur Gervitjamimar iðuðu fyrir aueum þeirra: Garnet spurði: — Hvenær komum við næst að vatni? n1’ver sagði, að næsta vatns- Afgreiðslustúlkan segir við Andrés, sem er lengi búitm að bjástra við peningaveskið sitt: Ef þér hafið peningana ekki tilbúna, herra minn, vilduð þér þá gjöra svo vel og fara út úr röðinni! Og Andrés gengur út, án þess að komast að peningun- um í veskjinu sinu. Hann flýtir sér allt hvað af tekur inn í lcðurvöruverzlun eina, þar sem peningaveski og buddur eru auglýstar til sölu í glugganum. Andrés við sölumanninn f leð- urvöruverzluninni: — Þér vilduð nú ekki vera svo góð- ur að sýna mér aftur hvernig opna eigi leynihólfáð. SKOTTA — Veiztu bara, Snúlla! Ég held hann Steini sé alvarlega skotinn í mér! Að minnsta kosti lætur hann mig bera fyrir sig flekann sinn! Skúli á Ljófunarsföðum Framhald af 7. síðu. — Þú hyggur ekki, að tilver- an sé að fara afturábak? — Nei, ég hygg að þetta fari allt vel; að maðurinn læri að gera sér jörðina undirgefna, óg eins og mætti orða það á gam- aldags vísu: læri að lifa kristi- lega og skaplega. Það þarf eng- inn að hrökkva í kút þótt mannkindin stígi víxlspor, eða jafnvel afturábak. Maðurinn hefur gert slíkt áður — en allí- af rétt sig við aftur. — En hvað segirðu um sam- félag okkar mannanna og þjóð- félagshætti, ertu ánægður með það? — Út frá lífsbaráttu minni hef 'ég "komizr'á "þá_ sköOúh'” áð það þurfti að jafna lífskjörin og hef reynt að taka þátt í þeirri baráttu, og trúi að hún leiði til árangurs. Ég hef aldrci getað tekið í sátt þá stétt manna sem lifa á vinnu ann- arra, lifir á því að græða á náunga sínum. Ég hef alltaf þurft að vinna fyrir mér sjálf- ur og tel að það eigi allir menn að gera. — Þetta er minn kommúnismi, og hvemig sem stjómmálabaráttan verður á komandi. árum mun ég varla skipta um skoðun. Ég er þeirrar skoðunar að skynsamleg Iausn á þjóðfélags- málunum sé að koma á sósíal- isma. Hitt er svo annað mál að ég er ekki kominn til að segja hvernig það verður bezt gert. Það verður vitanlega að fara eftir skilyrðum og aðstæð- um á hverjum tíma. Ég held að þessi lífsskoðun hafi búið í mér frá bemsku. Þetta hefur þróazt yfir 1 minn sósíalisma eða kommúnisma, hann hef ég ekki lært af bók- um. Meðan ég var yngri hafði ég gaman af baráttunni. Nú þeg- ar ég er gamall orðinn vil ég gjama komast hjá að standa í stórræðum, en viðhorf hef- ur ekkert breytzt. Ég vil taka fram, að þótt ég hafi staðið í ýmsu hef ég alltaf átt því láni að fagna að sjá manninn í öli- um, líka andstæðingum mínum. Jafnframt hef ég haft næmt auga fyrir því skoplega í fari náungans, jafnvel þótt mér hafi þótt mjög vænt um hann. Sérstaklega hef ég séð hið skoplega í fari þeirra sem eru eitthvað hærra settir, — séð að þeir eru jafn veikir og ves- ælir og við hinir. I raun og veru held ég að mennimir séu ekki vondir heldur misjafnlega mikið skrítn- ir, og verði því skrítnari sem bilið gerist stærra milli þess sem þeir eru í raun og veru og hins sem þeir halda að þeir séu. Ef mikið skritnir menn, sam- kvæmt framansögðu, komast í þá aðstöðu að hafa í hendi sér örlög annarra, einstaklinga eða þjóða, geta þeir, ef illa tekst til, bcinlínis orðið hættulegir, og menn í slíkri aðstöðu eru þeir einu sem geta syndgað að nokkru ráði. Gildir þetta jafnt um litla „viðreisnar“stjóm hér úti á íslandi, sem heldur her í landi sínu þjóðinni til ó- þurftar og háskasemda sem om leiðtoga stórra þjóða er halda allri mannkindinni i spenni- treyju skelfingarinnar, óttans við að verða uppbrennd í kjam- orkueldi heimsleiðtoganna. En ég vildi mega trúa því að þjóðarleiðtogum, innlendum sem erlendum tækist, með guðs hjálp, að verða minna skrítnir héreftir en hingaðtil. Þá mun allt snúast til betri vegar. ★ Svo færi ég Skúla þakkir mínar og fjölmargra lesenda Þjóðviljans fyrir margan skemmtilegan lestur er við eig- um honum að þakka og óska honum langra og ánægjulegra lífdaga. J. B. Fálkinii á næsía blaðswlu stað w v^AFÞÓR. ÓUPMUNPSSON /,7iSúnl 23970 fofNNtíEIMTA fettÉMMI<■ ÖOFBÆprSttfSP*. Geymsluhúsnœði Bílskúr eða annað pláss á götuhæð ca. 30 til 40 ferm. óskast nú þegar. Mætti vera í Kópavogi. Góð aðkeyrsla nauðsynleg. Upplýsingar í síma 17500. I

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.