Þjóðviljinn - 02.02.1963, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 02.02.1963, Blaðsíða 8
3 SlÐA I ! | | til minnis i~ ! ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 2. febrúar 1968 hádegishitinn ★ Klukkan 11 í gær var vest- an kaldi eða stinningskaldi og þiðviðri vestan lands og norðan. Austanlands var nærri logn og léttskýjað. Yfir Islandi og hafinu suðurundan er hæð, en grunn lægð, sem fer vaxandi yfir Korðaustur- Grænlandi. ★ I dag er laugardagurinn 2. febrúar. Kyndilmessa. 15. vika vetrar. Árdegisháflæði klukk- an 11.45. Ljósatími ökutækja frá klukkan 16.25 til 8.55. söfnin ★ Næturvarzla vikuna 2. fe- brúar til 8. febr. er í Lauga- vegsapóteki. Sími 24045. ★ Næturvörzlu í Hafnarfirði vikuna 2. febrúar til 8. febr. annast Jón Jóhannesson, læknir. Sími 51466. ★ Ncyðarlæknir vakt alla daga nema laugardaga kl. 1S — 17. Sími 11510. ★ Slysavarðstofan f heilsj- vemdarstöðinni er opin allan sólarhringinn Næturlæknir á sama stað kl. 18—8. simi 15030 *■ Slökkviliðið og sjúkrabif- reiðin sími 11100. ★ Lögreglan sími 11166 ic Holtsapótek og Garðsapó- tek eru opin alla virka daga kl. 9—19. laugardaga kl 9— 16 og sunnudaga kl. 13—16. ★ Sjúkrablfreiðin Hafrar- firði sími 51336. ★ Kópavogsapótek er • ið alla virka daga kl. 9.15—20 laugardaga kl. 9.15—16. sunnudaga kl. 13—16 ★ Keflavíkurapótck er opið alla virka daga kl. 9—19, laugardaga kl. 9—16 og sunnudaga kl 13—16. ★ Bókasafn Dagsbrúnar er opið föstudaga kl. 8—10 e.h. laugardaga kl. 4—7 e.h. og sunnudaga kl. 4—7 e.h. ★ Þjóðminjasafnið og Lista- safn ríkisins eru opin sunnu- daga. þriðjudaga. fimmtu- daga og laugardaga kl. 13.30 — 16. ★ Bæjarbókasafnið Þing- holtsstræti 29 A. sími 12308 Dtlánsdeild Opið kl. 14—22 alla virka daga nema laug- ardaga ki 14—19. sunnu- daga kl. 17—19 Lesstofa Opin kl. 10—22 alla virka daga nema laugardaga kl 10 —19. sunnudaga kl. 14—19 Útibúið Sólheimum 27 er opið alla virka daga. nema laugardaga. frá klukkan 16— 19.00. Krossgáta Þjóðviíjans trúlofun ★ Nr. 87. Lárétt: 1 mæli- kvarði, 6 ruglaða, 8 á fæti, 9 verkfæri, 10 verkur, 11 knatt- spyrnufélag, 13 ryk, 14 brauta, 17 spil. Lóðrétt: 1 húsakynni (þf), 2 skáld, 3 kaupstaður, 4 tónn, 5 vera á hreyfingu, 6 speki, 7 hvers og eins, 12 fatn- að, 13 elskar, 15 ósamstæðir, 16 sérhljóðar. ★ Laugardaginn 19. janúar opinberuðu trúlofun sína ung- frú Guðlaug Jakobsdóttir, flugfreyja, Móabarði 6. Hafn- arfirði og Gunnlaugur Sig- urðsson stud. mag., Hlíðar- vegi 22, Siglufirði. þróttir ★ Loftleiðir. Leifur Eiríksson er væntanlegur frá N.Y. kl. 6.00. Fer til Luxemborgar kl. 7.30. Kemur til baka frá Lux- emborg kl. 24.00. Fer til N.Y. kl. 1.30. Þorfinnur karlsefni er væntanlegur frá Hamborg, Kaupmannahöfn, Gautaborg og Osló kl. 23.00. Fer til N.Y. kl. 0.30. Sunnudaginn 3. íebr. er Eiríkur rauði væntanlegur frá N.Y. kl. 8.00. Fer til Osló Gautaborgar, Kaupmanna- hafnar og Hamborgar kl. 9^6. ★ MiIIilandaflug Flugfélags lslands. Hrímfaxi fer til Berg- en, Osló og Kaupmannahafn- ar kl. 10.00 í dag. Væntanleg aftur til Reykjavíkur kl. 16.30 á morgun. Innanlandsflug: I dag er áætlað að fljúga til Ak- ureyrar (2 ferðir) Húsavíkur, Egilsstaða, Vestmannaeyja og Isafjarðar. Á morgun er á- ætlað að fljúga til Akureyrar og Vestmannaeyja. ★ Pan American flugvél kem- ur frá London og Glasgow í kvöld og heldur áfram til N.Y. Útibúið Hólmgarði 34. Opið kl. 17—19 alla virka daga nema laugardaga. ÚtibúiC Hofsvallagötu 16. Opið kl. 17.30—19.30 alla virka daga nema laugardaga. ★ Tæknibókasafn IMSl er opið alla virka daga nema laugardaga kl. 13—19 ★ Listasafn Einars Jónsson- ar er lokað um óákveðinn tíma. ★ Minjasafn ReykjavP-”i Skúlatúni 2 er opið alla daga nema mánudaga kl. 14—16. ★ Þjóðskjalasafnið er opið alla virka daga kl. 10—12 og 14—19. ★ Ásgrímssafn Bergstaða- stræti 74 er opið þriðjudaga fimmtudaga og sunnudaga kl. 13.30—16. ★ Bókasafn Kópavogs. Útlán þriðjudaga og fimmtudaga 1 báðum skólunum. hjónaband ★ I dag verða gefin saman í hjónaband Sigrún Skaftadóttir hjúkrunarkona og Eiríkur Skjöldur Þorkelsson mjólkur- fræðingur. Heimili hjónanna verður á Kleppsvegi 26. útvarpið Laugardagur 2. febrúar. Fastir liðir eins og venjulega. 13.00 Óskalög sjúklinga. 14.40 Vikan framundan: — Kynning á dagskrárefni útvarpsins. 15.00 Fréttir. — Laugardags- lögin. 16.30 Danskennsla. 17.00 Fréttir. — Æskulýðs- tónleikar, kynntir af dr. Hallgrími Helgasyni. 18.00 Útvarpssaga barnanna: Todda frá Blágarði. 18.30 Tómstundaþáttur barna og unglinga (Jón Pálss.). 20.00 Einsöngur: Ástralskir söngvarar syngja. 20.15 Leikrit Þjóðleikhússins: Sautjánda brúðan eftir Ray Lawler, í þýðingu Ragnars Jóhannessonar. — Leikstjóri: Baldvin Halldórsson. Leikendur: Guðbjörg Þorbjarnar- dóttir, Herdís Þorvalds- dóttir, Jón Sigurbjörns- son, Róbert Arnfinnsson. Nína Sveinsdóttir, Brynja Benediktsdóttir og Gunnar Eyjólfsson. 22.10 Danslög. 24.00 Dagskrárlok. Við skulum gifta okkur, Klara og eignast okkar fæðingar- deild. Já, það er Conchita, en hún er ekki ein. Þórð grunaði að eitthvað kynni að koma fyrir og fylg ir hann henni því á hótelið. Mennirnir standa við gluggann. Var þessi sjómaður ekki á dráttarbátn Alveg rétt, hún hefur þá ekki farið til um lögreglunnar, heldur á skip þessa heimska ung- lings sem nú situr í fangelsi.. Hún hefur þá farið með öskubakkann þangað... „Haldið þið þeim kyrrum hér,“ segir Paravano við hina, „ég fer um borð i bátinn. ★ Skipaútgcrð ríkisins. Hekla er i Reykjavík. Esja er á Norðurlandshöfnum. Herjólfur fer frá Vestmannaeyjum kl. 21.00 í kvöld til Reykjavíkur. Þyrill er í Reykjavík. Skjald- breið er í Reykjavík. Herðu- breið er á Austfjörðum á norðurleið. ★ Ilafskip. Laxá fer væntan- lega frá Scarab. í dag til Is- lands. Rangá er á Siglufirði. ★ Jöklar. Drangajökull er á leið til Cuxhaven; fer þaðan til Bremerhaven, Hamborgar, London og Rvíkur. Langjök- ull fór 30. f.m. frá Keflavík til Gloucester og Camden. Vatnajökull er í Grimsby; fer þaðan til Calais, Rotterdam og Reykjavíkur. messur ★ Hallgrímskirkja. Barna- guðsþjónusta kl. 10. Messa kl. 11. Prestur Sigurjón Þ. Árnason. Engin síðdegismessa. ★ Laugarneskirkja. Messa kl. 2 e.h. Barnaguðsþjónusta kl. 10.30 f.h. Prestur Garðar Svavarsson. ★ Langholtsprestakall. Barnaguðsþjónusta kl. 10.30. Messa kl. 2. Prestur Árelíus Níelsson. ★ Kópavogskirkja. Messa kl. 2. Barnasamkoma í Félags- heimilinu kl. 10.30 árdegis. Prestur Gunnar Ámason. ★ Dómkirkjan. Messa kl. 11. Prestur Jón Auðuns. Messa kl. 5. Prestur Öskar J. Þorláks- son. Barnasamkoma kl. 11 í Tjarnarbæ. Prestur Óskar J. Þorláksson. ★ Hátcigssókn. Barnasam- koma í Sjómannaskólanum kl. 10.30. Messa kl. 2. Prestur Jón Þorvarðsson. ★ Óháði söfnuðurinn. Messa kl. 2. Barnasamkoma kl. 10.30 árdegis. Prestur Emil Bjöms- féíagslíf ★ Árshátíð Eskfirðinga og Reyðfirðinga verður haldin i kvöld í Hlégarði. Þátttaka til- kynnist í síma 36200 og 38232. ★ Óháði söfnuðurinn. Kvenfé- lag safnaðarins gengst fyrir þorrafagnaði í Skátaheimilinu við Snorrabraut 9. febrúar n. k. Aðgöngumiðar seldir i Klæðaverzlun Andrésar And- réssonar, Laugavegi 3 í byrjun vikunnar. ★ Kvenfélag Laugamessókn- ar. Aðalfundur félagsins verð- ur mánudaginn 4. febrúar í fundarsal kirkjunnar og hefst kl. 8.30. Skemmtiatriði. Stjórnin. ★ Dansk Kvindeklub heldur aðalfund, mánudaginn 4. fe- brúar, klukkan 8.30 í Iðnó, uppi. visan ★ Þessi vísa þarf ekki skýr- ingar við. Efnahagsbandalag er fyrir bí það átti þó liðtæka smala. En þetta hefur gerzt og við gleðjumst af því — og Gylfi er hættur að mala. ! ! I bréfasamband | ★ Bréfasamband. Þýzk stúlka ^ Ortrud Zaune, Leipzig C 1, B K. Kollwitz Str. 36, D.D.R., J óskar að komast í bréfasam- band við stúlku eða pilt á ? aldrinum 20 til 23 ára. Hún B hefur áhuga á bókum, mús- £ ik, íþróttum og náttúruskoð- H un meðal annarra viðfangs- ^ efna. »k I I ■JAif. \ Framhald af 4. síðu. greinilega kemur Víkingum á óvart, og svo gengur að á 22 mínútum tekst þeim ekki að skora hjá FH, en um það leyti fá þeir fyrsta mark sitt úr víti og standa leikar þá 18:10. Við þennan góða varnarleik FH bætist svo að Hjalti varði frá- bærlega vel og hefur naumast gert það betur, og hefur hann þó oft vel gert. Vafalaust hefur hin vel leikna vörn gert Hjalta hægara fyrir, en til þess kem þó ekki í vítaköstum, en hann varði fimm vítaköst!, og voru þar þó vanir leikmenn sem hugðust skora. Liðln Þetta var sennilega bezti leik- ur FH í mótinu til þessa, nema hvað síðari hluti fyrri hálfleiks olli vonbrigðum. Hraði var oft mikill í liðinu og samleikur yf- irleitt góður. I þessum leik voru beztir fyrir utan Hjalta þeir Einar sem átti bezta leik sinn á vetrinum, og Öm er stöðugt vaxandi maður, laginn í sam- leik, harður í vörn og oft ó- væntur skotmaður. Kristján Stefánsson og Ragnar nutu sín ekki í þessum leik, en gerðu þó sitthvað laglega. Birgir brást heldur ekki og vann mikið og sama má segja um Pétur Ant- onsson. Af Víkingum var Rósmundur hinn sterki maður bæði í sókn og vörn. Sigurður Hauksson, er mjög skemmtilegur leikmaður, vegna léttleika síns og leikni með knöttinn, og harðskeyttur ef því er að skipta. Ólafur Friðriksson er nokkuð leikinn og hugsandi leikmaður, þótt ungur sé. Pétur Bjarnason er einnig alltaf hinn öruggi og trausti leikmaður og stjómandi. Víkingsliðið lék með krafti all- an tímann og lét aldrei bilbug á sér finna. I heild nokkuð skemmtilegur leikur, og drengilega leikinn, enda hélt Magnús P. Pétursson honum öruggt í hendi sinni, og lét fátt framhjá sér fara. Þeir sem skoruðu fyrir FH voru: Einar 6, örn 5, Pétur 4, Ragnar og Birgir 3 hvor, Krist- ján og Páll eitt hvor. Fyrir Víking skoruðu: Pétur Bjamason og Ólafur Friðriks- son þrjú hvor, Rósmundur og Sigurður Hauksson tvö hvor, Þórarinn og Sigurður Öli eitt hvor. Frímann. Blakkirnar Framhald af 7. síðu semur bæði við Sovétríkin og Vesturveldin um vopnakaup og önnur viðskipti og þiggur aðstoð til framkvæmda af báðum að því tilskildu að engin skilyrði fylgi. Hinsvegar hefur hemað- arbandalagið CENTO látið á sjá við eftirköst bardaganna í Himalayjafjöllum, og mátti það þó ekki við miklu. 1 Pakistanj helzta ríki CENTO, komu upp háværar kröfur um að landið gengi úr hemaðarbandalaginu og tæki upp hlutleysisstefnu að dæmi Indlands. Var bent á að hlutleysisstefnan veitti Indlandi stórum hagstæðari aðstöðu en herbandalagsaðildin Pakistan. Indverjar væru lausir við allar hernaðarskuldbindingar en nytu vinfengis bæði Sovétríkjanna og Vesturveldanna. M.T.Ó. Gleymið ehki að mynda bamið * i

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.