Þjóðviljinn - 02.02.1963, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 02.02.1963, Blaðsíða 12
Kærður þrívegis fyrir nauögun! Eins og frá hefur verið skýrt hér i blaðinu kærði ung stúlka hér í bæ mann nokkurn fyrir það að hafa ráðizt inn í her- bergi hennar aðfaranótt sl. þriðjudags og nauðgað henni. Samkvæmt upplýsingum rann- sóknarlögreglunnar er rannsókíj máls þessa nú að verða lokið. Maðurinn neitaði í fyrstu al- gerlega framburði stúlkunnar en hefur nú viðurkennt að hafa haft mök við hana. Hins vegar ber framburði þeirra talsvert í milli í einstökum atriðum. Maður þessi er utanbæjarmað- ur og hefur það nú komið í Jjós, að hann hefur tvívegis áð- ur verið kærður fyrir nauðgun, í annað skiptið af stúlku í Hafn- arfirði en í hitt skiptið af stúlku í Reykjavík. Alllangt er síðan þessar tvær fyrri nauðgunarkærur komu fram á hendur manni þessum og hafa þau mál verið til rannsóknar hjá bæjarfógetanum í Hafnar- firði. Var búið að taka málin til dóms og átti munnlegur mál- flutningur þeirra að hefjast r.ú í vikunni er þriðja kæran barst og var honum þá frestað. Að lokinni rannsókn hér í þessari þriðju nauðgunarákæru verður málið sent til Hafnarfjarðar þar sem málin verða tekin öll til dóms í einu. aðferð kennd laxareykingu Undanfarið hefur dvalizt hér- lendis, á vegum Tilraunastöðvar Sjávarafurðadeildar S.I.S., franskur reykingarsérfræðingur frá einu þekktasta reykhúsi Frakkiands á sviði iaxareykingar. Hann hefur kennt og leiðbeint starfsmönnum Tilraunastöövar- innar um allt er viðkemur vinnslu og reykingu á laxi. Aðferð sú, sem hér um ræðir, er í því frábrugðin íslenzku að- ferðinni að laxinn er bæði minna saltaður og skemur reyktur, en sú verkun hefur náð mestum vinsældum á stærstu laxamörk- uðum Evrópu, í Englandi og Frakklandi, enda óiæfa að eyði- leggja þetta hnossgæti, laxinn, með of miklu salti og of sterk- ur reyk, því það er laxabragðið, sem máli skiptir. Með þeim reykingartækjum, sem Tilraunastöðin hefur yfir að ráða ,er kleift að framleiða reyktan lax, sem ávallt er sam- ur að gæðum, þ.e. skapa „stand- ard“ í þessari vörutegund. Und- anskilið er þó eitt atriði þessu varðandi, en það eru eigin gæði hins ferska lax, þ.e. ástand lax- ins, þegar hann var frystur, en þeirra áhrifa gæti gætt í hinni reyktu vöru. Hin franski sérfræðingur benti á, hvernig ljúffengast væri að neyta laxins, en það væri að Ný rímerki gef- in út 1. marz n.k «§ Fulikomnasta stillitæki, sem nú er í notkun hér á landi. Þuð. ■ mælir allt rafkerfi bílsins og einnig þjöppunina í vélinni. H 21. marz n.k. verða gefin út ný frímerki í tilefni af her- ferðinni gegn hungursneyð. Merk- ín verða af tveim verðgildum, kr. 5,00 og kr. 7,50, litir grænt og blátt og mynd af síldarlöndun og tákni herferðarinnar. Stærð hvors merkis er 26x36 mm og fjöldi merkja í örk 50. Upplag er enn óákveðið. Merkin verða prentuð hjá Coux-voisier S.A., La Chaux-de-Fonds, Sviss. Pantanir og greiðslur fyrir fyrstadagsumslög og frímen sem eiga að afgreiðast á útv'" ■ degi, þurfa að hafa borizt i merkjasölunni fyrw 1. marz n.k. sneiða hann skáhalt (diagonalt), ekki lóðrétt, í þunnar sneiðar og snæða hann með heitu, rist- uðu brauði. Bezt væri að sneiða laxinn með beittum hnífi, sem hefur bylgjulagaða egg. Eins og aðrar vörutegundir Tilraunastöðvarinnar verður reykti laxinn seldur undir vöru- merkinu „ADMXR“ (sbr. ADMIR- ÁLL, ADMIR-GULLSÍLD, AD- MIR-LAX o.s.frv. Laxinum verð- ur dreift til smásöluverzlana á vegum Afurðasölu SlS og Til- raunastöðvarinnar, beinlausum, uggalausum en með roði. Laxinn verður pakkaður í lofttæmdar (vacuumpakkaður) RILSAN-um- búðir, sem halda honum fersk- um lengur, en ef um venjulega cellophane-vafningu væri að ræða. Á næstunni mun Tilrauna- stöðin senda frá sér fleiri teg- undir reyktra matvæla, svo sem reykta ýsu, kippers, rauðmaga, léttreyktan silung o.fl. Góð aflabrögð hjá Rifsbátom Heilissandi 1/2 — Línuvertíð frá Rifi hefur gengið vel fram að þessu hjá þremur bátum, sem eru gerðir þaðan út. Aflinn skiptist þannig. Hamar með 153 tonn í 21 róðri, Sæborg með 152 tonn í 20 róðr- um og Tjaldur með 118 tonn í 17 róðrum. Skarðsvík og Amkell eru hætt- ir síldveiðum og fer Skarðsvík- in senn á línu, en Amkell fer á net. Það er mikil vinna í frysti- húsinu og hefur vart undan vegna fólkseklu á staðnum. SkAl Deilt um Polaris á brezka þingino LONDON 31/1. Landvamamál voru til umræðu á brezka þing- inu í dag. Peter Thorneycrof’. landvarnaráðherra skýrði frá þvi að Pólaris-kafbátarnir sem Bret- ar munu fá Bandaríkjunum verði mannaðir Bretum og al- gjörlega verða undir brezkri stjórn. Hann vísaði á bug orð- rómi um að leynilegur radíó- útbúnaður ætti að verða um borð í bátunum til þess að Bandaríkjamenn gætu fylgzt með ferðum þeirra. Stjómin fór fram á að þingið legði blessun sína yfir stefnu hennar í hemaðarmálum og var vantrauststilaga Verka- mannaflokksins felld. ! Myndin er af verkfærakassa þeim, sem starfsmcnn Heklu fá. nú til afnota. I honum eru öli þau verkfæri, sem þeir þurfa^ með til algengustu viðgerða og svo er hægt að nota hann ^ fyrir sæti. Laugardagur 2. febrúar 1963 28. árgangur — 27. tölublað. Fjórir dæmdir í 20 þús. kr. sekt í Vestmannaeyjum gengu fram dómar kl. 11 í gærmorgun yfir þeim fjórum skipstjórum, sem þegar viðurkenndu brot sitt að ólöglegum tog- veiðum við Ingólfshöfða á miðvikudag. Allir hlutu þeir tuttugu þúsund króna sekt, á- samt sakarkostnaði og afli og veiðarfæri voru gerð upptæk. En sá fimmti harðneit- ar ennþá og héldu áfram vfirheyrslur yfir honum í dag ásamt skipshöfn hans. Þessir skipstjórar hlutu dóm: Jón Guðmundsson á Ver VE, Bemharð Ingimundarson á Far- sæl VE, Þorleifur Guðjónsson á Glað VE og Kristján Gústafsson á Sævaldi SU. Hinsvegar þráast Reykvíkinguriim Þorbjöm Finns- son við og stóð í ströngu I dag ósamt skipshöfn sinni á Unni VE og fæst ekki ennþá upp á þessu stigi málsins, hvað ber á milli, en allar líkur benda til þess að dómur gangi fram á morgun f máli hans. Fulltrúi bæjarfógeta Freymóð- ur Þorsteinsson kvað upp þessa úrskurði. Fullkomin Hekluþjón- usta fíefst í dag Sigfús Bjamason í Heklu, Volkswagen og Land-Rover umboðinu, sýndi fréttamönn- um hið nýja húsnæði fyrir- tækisins nú í vikunni. Hekla hefur sem kunnugt er haft aðalbækistöðvar sínar á Hverf- isgötu 103 til þessa, en er nii flutt inná Laugaveg 170—172. Fyrirtækið hefur þanizt svo út og þjónusta þess orðið svo margþætt á undanförnum ár- um, að þessi stækkun athafna- svæðis var orðin óhjákvæmi- leg., Á Laugaveginum hafa verið byggð verkstæði einstök i sinni röð, a. m. k. hér á landi. Þar verður verkstæði, sem sér um almennar við- gerðir, réttingaverkstæði, verk- stæði fyrir skyndiviðgerðir, mótorverkstæði, stilliverkstæði með fullkomnustu mælitækj • um, smurstöð og þvottastöö. Gólfflötur allra verkstæðanna, smurstöðvarinnar og þvotta- stöðvarinnar er 1600 fermetr- ar. Hin tvö fyrst töldu og mótorverkstæðið em til húsa í tengiálmu milli verkstæðis- hússins við Brautarholt og verzlunar- og skrifstofuhúss- ins við Laugaveg. I þeim hluta hússins, sem að Laugavegi snýr, er vara- hluta- og bílaverzlun ó göiu- hæð ásamt rúmgóðum sýn- ingarsal. Þar em líka skrif- stofur þeirra, sem hafa bein afskipti af sölunni. Á efri hæöí Allmikil síld á austursvæðinu fí em svo skrifstofur fyrirtæk-^ isins og afgreiðslusalur, rúm-fcj góð biðstofa þar sem við-jj skiptavinimir geta drepið tím-L ann við skriftir eða annað að-H kallandi. Rétt er að geta þessk hér að í sambandi við alla^ starfsemi fyrirtækisins er lögöík áherzla á, að viðskiptavinur- ^ inn geti notað tímann ef hannfe þarf einhverra hluta vegna að^ bíða. Þannig er biðstofa fyrirfí þá sem em að láta smyrja.N stilla eða þvo, 40 m2 biðstofaþ á skrifstofuhæðinni og önnarj 40 m2 biðstofa á verzlunar-H hæðinni. Gólfflötur hússinsj alls er 4200 m2. Því má bætaa , við að á götuhæð í enda húss-JI | ins og Laugavegsmegin er úti-B i bú Verzlunarbankans og rak-^ | arastofa, svo hægt er að ger-B ; nýta þann biðtíma, sem til? fellur annaðhvort með því aAH slá víxil eða láta og klippa. raka sig r?A Verkstæðið mun einungis annast þjónustu við Volksw wagen og Land-Rover ásamt^ j Porsche, en Hekla hefur einn-k i ig umboð fyrir þann vagn. Nu® vel á minnzt, Hekla fiytur’ líka inn Caterpillar bátavélav og þungavinnuvélar. Þjóðviljinn átti í gærkvöld tal við Jakob Jakobsson fiskifræðing sem stjómar síldarleit Ægis og spurði hann um árangur leitar- innar og horfur í veiðiskap. Hon- um fómst orð á þessa leið: — Bæði leitarskipin, Ægir og Guðmundur Pétursson, hafa rann- sakað stór svæði bæði út af Faxaflóa, Reykjanesi, sömuleiðis við Vestmannaeyjar og austur að Skeiðarárdjúpi. Við höfum ekki fundið neina síld að ráði nema þá á svæðinu suður af Ingólfs- höfða. Þar er mikið síldarmagn, en síldin hefur yfirleitt staðið djúpt, nema helzt stuttan tíma á kvöldin, og hefur því orðið minna úr veiði en efni standa til. Allmargir bátar vom að veiðum þar í kvöld, en aðeins einn hafði tilkynnt um afla, það var Víðir II. og var hann með 1000 tunnur (kl. 21.30) Síldin er mjög misjöfn, sumir fá upp smælki, en það veiðist einnig allgóð síld. Áframhaldandi veiði fer mest eftir veðri, þetta er ákaflega erfitt svæði, langt til hafna. En ef gott veður helzt þá má búast við sæmilegu á- framhaldi, því megnið af síldinm mun nú gengið þangað austur. Guðmundur Pétursson er fyrir austan að leiðbeina síldarbátum, en við erum djúpt út af Sel- vogsgrunni, og munum halda á- fram rannsóknum næstu viku á svæðinu út af Reykjanesi — þær hafa ekki enn gefið jákvæðan árangur, en þeim er enn ekkl lokið. ÆiluSu að myrða Ahmed Ben Bella PARÍS 1/2 — Franskir og al- sírskir leynilögreglumenn hafa komið upp um samsæri um að ráða forsætisráðherra Alsírs, Ah- med Ben Bella, af dögum, segir Parísarblaðið France Soir í dag. Morðtilraunin átti að fara fram 17. eða 18. janúar. Blaðið segir að þrír alsírskir samsærismenn hafi verið hand- teknir í Marseilles þegar þeir ætluðu til Algeirsborgar en sá fjórði, liðhlaupi úr útlendinga- hersveitinni, hafi enn ekki náðst. Alþýðubanda- lagsfólk Hafnarfirði Akveðið hefur verið að annað- hvert mánudagskvöld komi Al- þýðubandalagsfólk í Hafnarfirði saman til rabbfunda í Góðtcmpl- arahúsinu uppii þar sem rætt verður um stjómmálin innan- bæjar og utan. Húsið verður opn- að kl. 8.30. Alþýðubandalags- fóik, — fjölmennum í Góð- templarahúsið á mánudagskvöld. Gunnlaugur Pétursson, borgar- ritari, Barmahlíð 28 er 50 ára í daft. Hvað segir Morgunblaðið um Iðju í gær kom til fram- kvæmda 5% hækkun á kaupi allra verzlunar- manna, en sú hækkun hafði áöur komið til framkvæmda hjá al- mennu verkalýðsfélögun- um víða um land. Enn mun þó vera óbreytt sú afstaöa atvinnurekenda og stjórnarvalda aö neita Iðju um jafnrétt á þessu sviði, og vekur sú fram koma dagvaxandi furðu iönverkafólks. Sérstaklega furöar iön- verkafólk, sem tekiö hef- ur mark á Morgunblaö- inu, sig á þögn þess blaðs. Þar hefur ekki komið eitt einasta orö til stuðnings málstað Iöju. Er Morgunblaðið ef til vill sammála því að Iðja sé ein skilin eftir þegar öll önnur hliöstæö launþega- samtök fá kauphækkun? Er þaö stefna Morgun- blaðsins að þeir sem vinna ákvæöisvinnu skuli ekki fá „kjarabætur án verkfalla“. sem aðrir fá? * t

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.