Þjóðviljinn - 02.02.1963, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 02.02.1963, Blaðsíða 10
|0 SlÐA ÞJOÐVILJINN — Laugardasur 2. febrúar GWEN BRISTOW: & I HAMINGJU LEIT Oliver svo kvíðjnn, vegna þess að hann gerði sér ljóst hvað ég hafði þroskazt og hélt þettia yrðj mér erfitt. Nújæja, en þó er enn langt til Califomíu. Það er nægur tími til að tala um Charles. Gola bærði segldúkinn. Gamet vafði ullarteppinu þétt að sér og lagðist útaf. Hún fór að hugsa um hina óendanlegu sléttu sem vindurinn næddi svo harkalega um og sjálf hefði hún hlýju og skjól í vagninum með Oliver sér við hlið. Hún fór aft- ur að sofa. En þau töluðu ekki mikið um Charles eftir þetta kvöld. Oliver hafði hvorki tíma né Qrku til að tala u«r eitt né nejtt. Slóðin varð æ erfiðari yfirferð- ar og hann hafði nóg að gera við að annast vagnana. Þau fóru framhjá Háafelli og komu á hálendara svæði. Þau urðu að beygja snögglega og það var erfitt að koma vögnunum á- fram. Síundum voru þau marga klukkutima að aka einn kíló- metra Það voru lækir á stöku stað en loftjð var svo þurrt að allur viður gisnaði og rýmaði og losnaði úr festum. Það brak- aði og brast í öllum samskeytum vagnanna og það þurfti að stanza oft á dag til að gera við. Mennimir gerðu við vagnana með timbri sem þeir höfðu fellt í Council Grove fyrir sjö vik- um. Þeir bundu hjólin saman með ræmum úr vísundahúð sem þeir höfðu geymt frá vejðunum. Því hærra sem þau komu í fjall- lendið, því þurrara og þynnra varð loftið. Dráítardýrin urðu óróleg og létu illa ,að stjóm. fólk- ið varð lika taugaveiklað og reifst stanzlaust. Því skapstirð- ara sem fólkið varð. því erfið- ari varð vinnan. Dagleiðimar urðu styttri og styttri og til þess að fólk og dýr fengju næga hvíld. varð að lengja miðdegis- hvíldina ae meira. Engir vísundar voru þama í hálendinu, en þau höfðu með- ferðis þurrkað kjöt og þama var nóg af villibráð. orrum, hér- um og skrýinum fugli sem menn- imir kölluðu sléttukjúkling, og stundum var fiskur í lækjun- um. Þau borðuðu ekkj brauð lengur þvi að ekki var nægur eldiviður til að baka við Kjöt- ið var steikt og það borðað með þurrkuðum baunum. Oliver lét einn af mönnum sínum aka vagninum en sjálfur reið hann aftur og fram með vagnalestinni. gaf fyrirskipanir og vann sjálfur á við hvern ann- an. Gamet fór fótgangandi megn- ið af leiðinni. Stundum reyndi hún að ríða. en það var hæg- en þess í stað vaxbáru þeir skeggið og lituðu það og gerðu það sem glæsilegast. Þeir tóku fram allskyns skraut — útsaum- uð belti, nýja skó, skyrtur úr rauðu og bláu bómullarefni eða köflóttu flúneli, já, sumir voru með hvítar skyrtur sem verið höfðu stífaðar í Missourj. Oliver sagði Garnet, að fullt væri af stúlkum í Santa Fe, og stúlkumar væru — tja, Ijómandi snotrar. Hver einasti maður í lestinni vildi líta sem allra bezt út þegar hann ók inn í borgina. 01iver skinnaði sig líka upp. Hann hrópaði á Luke sem hjálp- aði honum að fjarlægja skeggið. Þegar Gamet sá hann skegglaus- an, gat hún ekki að sér gert að hlæja. Andlitið á honum var hálft brúnt og hálft hvítt, alveg eins og það hafði verið þegar hún sá hann fyrst í New York. Þegar hún leit í kringum sig, sá hún að allir karlmennimir von* svona hlægilegir ásýndum. og hún velti fyrir sér hvort stúlk- umar í Santa Fe héldu að svona væru kanamir alltaf útlít-andi. Og morgun einn horiði Garnet fram af brúninni og niðri í dalnum í norðri sá hún Santa Fe. Borgin var hálfan annan kíló- metra í burtu. Hún sá fljót sem var bryddað runnum og víði- trjám og opið svæði. Umhverfis opna svæðið var þyrping af hvítum skókössum sem ljómuðu í sólskininu. Þessir skókassar voru mannabústaðir. Oliver sagði henni að þeir væru gerðir úr adobe — múrsteinum brennd- um úr staðarleir. Húsin voru brúnleit frá náitúrunnar hendi, en Santa Fe skartaði fyrir kaupmannalestunum, alveg eins og þær skörtuðu fyrir Santa Fe og á hverju sumri áður en SKOTTA — Þetta er ekki hægt, Jón. Feidu rcglustikuna. ara að nota fæturna en stjóma hesti í þessu landslagi. Þegar vagnamir námu staðar. var hún svo þreytt að hún þurfti að taka á öllum viljastyrk sínum til að þvo úr sokkaplöggum áð- ur en hún lagði sig. Þau komu upp í fjalllendi í rauðum og gulum litum, þar sem hvert einasta hljóð bergmálaði og fjöllin risu skínandi við sjón- hringinn. Gamet hafði aldrei gert sér í hugarlund, að til væru slíkar hæðir. Það var ekki að undra þótt fátt fólk ferðaðist þessa leið, hugsaði hún. Það var ekki á allra færi að leggja á slíkan bratta. og henni fannst mikill heiður að vera í þeirra hópi. Það fór að halla undan fæti, þegar þau voru komin framhjá hæstu tindunum. Þau óku fram- hjá nokkrum aumlegum húsa- þyrpingum, moldarkofum sem í bjó fólk. sem virtist einkum leggja það fyrir sig að sleikja. sólskinið. Fólkið var svo óhreint, að Garnet sgði við Oliver: — Af hverju hafðirðu ekki með þér vagnfarm af sápu? Hann hló að henni: — Ég er kaupmaður, vina mín, ekki trú- boði. — Er fólkið svona skítugt í Santa Fe? — Auðvitað ekki. Heldurðu að ég héfði' tekið’ þig méð mér ef svo væri? Stundum fengu þorpsbúar fjör- kipp og komu að vögnunum og falbuðu brauð og ost og sterk- an drykk sem þeir kölluðu aguardiente. Margir af mönnun- um urðu dauðadrukknir af agu- ardiente, aðrir urðu fegnir brauð- inu og ostinum, vegna þess að fæðið var svo einhliða. en Gam- et afþakkaði. Hún var ekki eins vandfýsin og áður fyrr, en hún gat þó ekki fengið sig til að borða neitt úr þessum óþrifa- bælum. Sióðin lá aftur upp í móti, lá yfir mörg fjallaskörð og loks lá hún meðfram háu fjalli, sem Oliver sagði henni að héti Glorietatindurinn. Það var eins og eftirvæntingarbylgja færi um vagnalestina. Þau voru bráðum komin á leiðarenda. Allt í einu var uppi fótur og fit. Karlmennirnir burstuðu föt- in sín, stöguðu í þau og festu í tölur. Speglar komu fram úr dularfullum felustöðum. Þegar hvíldarstund gafst hópuðust þeir kringum speglana og horfðu í þá. Ekki einn einasti maður í lestinni hafði notað rakhníf síð- an í Independence, en nú rök- uðu allir af sér skeggið, klipptu hárið. greiddu það og þvoðu, Þar til allt ilmaði af sápufroðu. Fáeinir sem höfðu sérdeilis fallegt skegg, rökuðu sig ekki, Innheimtukómedía Ríkisútvarpsins Kófsveittir menn kringum ekki neitt! Tækjaskráningadellan er fyrir neðan allár hellur Það var rétt um miðjan des. sL að dagblaðið Vísir birti á- berandi forsíðuviðtal við út- varpsstjóra landsins um það stórkostlega vandamál stofnun- arinnar að ná til allra þeirra, sem hún lögum og reglugerð- um samkvæmt á eða heldur sig eiga hönk upp í hrygginn á. Utvarpsstjórinn blessaður bar sig aumlega — sá annars svo óáhyggjulegi maður — og taldi margar ískyggilegar blik- ur á lofti, sem vandséð væri, hversu mætt skyldi. Sem sagt veður öll válynd. Þegar ég Jas þetta Ramakvein, fannst mér líkt því sem halastjömuárekst- ur eða enn stórkostlegri nátt- úruviðburður væri í aðsigi. Mér rann þetta svo til rifja, að ég settást niður og páraði nokkur ótuktarleg orð mér til hugar- hægðar, en ekki gerði ég þá tilraun til að fá þau birt, enda friðarhátíð framundan. En núna, þegar útvarpið sjálft, lögreglu- stjórar og aðrir tilskikkaðir lögvitringar innheimtumaskíner- ísins eru famir að sveifla stríðs- fánum svo vígalega, skírskot- andi í þúsund sektarákvæði og njósnaheimildir kokkabóka sinna — versnar mér aftur! Áður en lengra er haldið, ætla ég að víkja svolítið að viðtalinu við útvarpsstjórann. Hann kvartar þar undan mörgu: óskráðum útvarpstækjum í löngum bunum, smygli, gleymsku o. fl. Hann skýrir og frá „miklum bréfaskriftum og viðræðum" við stofnun, sem jafnframt er upplýst, að sé nu bara „deild í Ríkisútvarpinú*. Hvað mun þá ganga á út á við7 spurði ég sjálfan mig. Maður- inn var mæddur. Hann skýrir frá undirbúningi einhverrar á- ætlunar um könnun viðtækja, en getur sér þess til, að sú rarmsókn „verði nokkuð erfið, ekki sízt athugun á fjölda trans- istortækja, sem notuð em í bif- reiðum". „Hugsanlegt er, að gengið verði í hvert hús, en það er fjöldamörgum vandkvæðum bundið“, segir útvarpsstjórinn svo armæðulega í lokin, vit- andi um fulla og afdráttarlausa lagaheimild til slíkra heimilis- njósna — sem líklega eru þó ptjórnarskrárbrot — en hafandi kannske líka einhverja nasa- sjón af því, að ekki sé hlaupið að því að finna bíl- og báta- tæki heima hjá mönnum, eða í vösum og veskjum karla og kvenna út um hvippinn og hvappinn, eins og nú er farið að tíðkast, og fellur að sjálf- sögðu allt undir „útvarpsheim- ili“ reglugerðar stofnunarinnar. Og því þá ekki að senda önn- ur njósna- og innheimtulið í allar þær áttir? Það myndi endast ýmsum til atvinnubóta meginhluta ársins, þótt upp- skera iðjunnar yrði svo kann- ske bara baggi á ríki eða út- varpi! Hvað er að fást um það, þegar fullnæging lagaréttlætis- ins er annars vegar! Jæja, en ekki er að orðlengja það, að eftir allar þessar vanga- veltur og bollaleggingar tals- manns stofnunarinnar, dregur Vísir saman uppskeruna aföllu viðtalinu með þessum hógværu orðum: „Ekkert er að svo stöddu hægt að segja nákvæmlega, hvað gert verður,“ sagði út- varpsstjóri að lokum. Sem sagt: Status quo! Orð gömlu, hjarta- hlýju konunnar, sem ég kynnt- ist fyrir vestan í ungdæmi mínu, flugu mér ósjálfrátt í hug: „Aumingja, blessaður, aum- inginn"! Otvarpsstjóraviðtalið er ákaf- lega einkennandi fyrir þá al- gjörlega ótxúlega hringavitleysu, sem árum saman er búin að ríkja í afnotagjaldamálum út- varpsins! Ég tek það þó fram, að mér er síður en svo nokkur þörf á því að skamma útvarps- stjórann umfram það, sem hans rétti hlutur er. Alþingi, ráö- herrar og ráðuneyti flestra, ef ekki allra flokka, eiga sinn skerf í réttum hlutföllum, og á það vil ég alls ekki draga dul, þvi allir eru þessir háu stjómarherrar búnir að horfa sljóum augum upp á þetta öm- urlega sjónarspil árum saman. Viðkomandi starfsmenn út- varpsins brjótast svo um á hæli og hnakka í fúafeni ai- gjörlega vonlausrar aðstöðu sinnar. „Og það er engan endi á því að finna, nær öllu þessu kveini mxmi linna“. Eða svo finnst mér með tilliti til þeirra orða útvarpsstjóra í umræddu blaðaviðtali, að vaknað hafi sú spuming, „hvort ekki sé rét.t að breyta innheimtuaðferðum“: Og, til hvers, halda menn? Ekki til þess að afnema delluna; halda nú loks inn á brautskyn- semi og réttlætis um einfalda og sjálfsagða hluti. Nei, ónei, svo róttækt og viturlegt skal það ekki vera — heldur „ef það gæti auðveldað athugun í þessu máli“! Slík er orðanna -<S> A. ha. Það er tvist. Tím’eldii. hljóðan. „Álútir skulu menn ganga — og hoknir í hnjánum!1' kvað Steinn hér um árið. Allt þetta brauk og braml þeirra útvarpsinnheimtumanna þjónar engum skynsamlegum tilgangi og byggist á forheimsk- un og níðangurslegu ranglæti — og hilýtur raunar að vera að spila sitt síðasta sökum ó- mögulegleika beinlínis. Þaðsýn- ist þurfa að verða neyðin, sjálf- heldan, og ekkert annað, sem megnar að kenna nógu strang- lega i þessu tilfelli — ekki nöktum konum að spinna — heldur vel klæddum og prúð- búnum, hámenntuðum valds- mönnum að hugsa og álykta eins og menn með fullu viti. 1 dag veit ég ekkert á íslandi svo áberandi vitlaust og frá- leitt sem alla þessa fyrirUtlegu dellu — og blasir þó óneitan- lega margt skrýtið sæmilega vel við. Atferlið minnir helzt á hringsól þeirra og dans, sem einna léttastir eru upp á fót- inn í alþekktri stofnun hér inn við sundin blá! Allur er þessi fyrirgangur því ótnilegri, sem betur er vitað, að landskunnur útvarpsfrömuð- ur hefur fyrir mörgum árum leyst þann rembihnút, sem for- sjármenn útvarpsins eru fjötr- aðir í enn þann dag í dag. Sá er vanur að vita, hvað hann syngur, og tekur gjama tóninn þannig, að eftir er munað. Ekki verður þeim manni borinn á brýn ókunnugleiki um þarfir ríkisútvarpsins, því þær þekkir hann manna bezt af lengstri reynslu. Og þótt hann sé fyrst og fremst orðsins og andans maður, er hann líka skarp- skyggn á suma praktiska hluti. Það var Helgi Hjörvar. Hefði einföldu en öruggu ráði hans verið fylgt, væri búið að spara bæði fé og fyrirhöfn fyrir meira en talið verði með tölum — og það, sem meira er vert: firra marga skömm og skaða; stofn- anir og einstaklinga. Auk þess væru tekjur útvarpsins vafalít,- ið miklu meiri en nú, eða þá afnotagjaldið talsvert lægra — og almenningur frjálsari gagn- vart stofnuninni, í stað þess að liggja undir grun og vissu um undanbrögð við svokölluð lög, sem eru ólög. Og hvert var þá hið ein- falda lausnarorð Helga Hjörv- ar? Efnislega þetta: Hættið hringavitleysunni! Lofið hverj- um manni að eiga eins mörg útvarpstæki og hann Iystir — það kostar útvarpið ekkert! En gerið annað: Látið útvarps- gjaldið veröa persónugjald á hvem gjaldbæran mann — rétt cins og kirkjugarðsgjaldið —og linnheimtast með cinni viðbót- arlínu á þinggjaldsscðlinum. Sparið innhcimtuvafstrið og inn- hcimtukostnaðinn allan eins og hann leggur sig, og þess utan iágkúrulegt og mannskemmandi snudd og snúninga! Þótt orð Helga Hjörvar næðu ekki stífluðum eyrum stjóm- arherra útvarpsins, fór heil- brigður boðskapur hans ekki framhjá almenningi. Upp aí því er nú sopið seyðið hjá for- svarsmönnum hringavitleysunn- ar, m. a. í óútyfirsjáanlegum þrengingum hins alóþarfa og gagnslitla innheimtubákns. Það væri sök sér að viðhalda þessu sem nýtízku „klakahöggi“, ef atvinnuleysi væri tilfinnanlegtl Miðlungsgreint fólk, og mér er nær að halda bara talsvert langt þar fyrir neðan, — sér og skilur yfirburði þessa einfalda og sterka innheimtufyrirkamu- lags, sem Helgi boðaði, en jafn- framt það núverandi, hm'pið í aumingjaskap sínum í skugga þess. Já, fólk bara kímir — ég held núorðið tæplega góð- látlega — að öllum bægsla- ganginum og mannalátunum í kringum alls ekki neitt, ■=- og leyfir sér jafnvel þann lúxus að taka bröltið ekki alvarlega, og það, sem verra er: með sæmilega góðri samvizku! Þetta var svolítið um inn- heimtuvandamál útvarpsins. En svo er önnur hlið á þessu málij ekki ómerkari. Helgi varpaði líka Ijósi vitsmuna sinna á hana: Réttlætiskennd fólks við- urkennir alls ekki „útvarps- HEIMILI" — þetta sjálfsagt heittelskaða hugtak stofnvmar- innar — í bílum og bátum og núorðið einnig sjálfsagt einnig í vösum bama og fullorðinna. Sauðsvartur almúginn fær eklci skilið það rétlæti, sem felst í því t. d. að fátækur maður, sem komizt hefur yfir bílskrifli og bátsgarm, unir þar eftir atvik- um og langar samt til að fylgj- ast með þó ekki væri nema fréttum í útvarpinu — skuli greiða þrefalt gjald á við pen- ingamanninn, sem hefur 12 há- talara frá lúxusradíógrammó- fóninum í höllinni sinni! Það þarf ekki skarpa leyni- lögreglumenn til þess að vitaj að hver maður með fullu viti — að undanteknum þá Ragnari i Smára! — hlustar á útvarp. Þess vegna eiga allir að greiða. Eða hví skyldu þeir, sem ekki tíma að kaupa viðtæki sjálfir, heldur hlusta á kostnað ann- arra, verðlaunaðir með því að undanþiggja þá útvarpsgjaldi? Ég hefi engan fyrirhitt, sem í alvöru mælir bót núverandi fyrirkomulagi á gjaldheimtu út- varpsins — heldur ekki neinni sem ekki telur aðferð Helga Hjörvar fortakslaust sjálfsagða. En þá er loks komið að þeirri meinlegu spumingu, sem ég gat ekki stillt mig um í lokin: Hvenær opnast augu viðkom- andi forsjármanna útvarpsins? Hve lengi ætla þeir ennþá að leika hrein fífl í skæru sviðs- ljósi heilbrigðs almenningsálits? Eða, hver eru rökin fyrir grát- broslegu framferði þeirravirðu- legu herra, sem virðast telja það sjálfsagðast alls að halda áfram að skemmta skrattanum með því að viðhalda vitleys- unni og ranglætinu ennþá um ófyrirsjáanlega framtíð? Er nú ekki loks mál að linni? Við erum mörg, sem bíðum næstu viðbragða forráðamanna út- varpsins. Það verður fylgztmeð þeim — það skulu þeir vita! Á 37 ára afmælisdegi fyrsbx útvarpssendingar á Islandi. Baldvin Þ. Kristjánsson.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.