Þjóðviljinn - 06.02.1963, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 06.02.1963, Blaðsíða 4
4 SÍÐA ÞJÓÐVILJINN Miðvikudagur 6. febrúar 1963 Einróma álit íþróttaleiðtoga Útrýma verður pólitískri íhlutun um íbróttamálefni „Alþjóða-olympíu- nefndin mun að sjálf- sögðu forðast að láta olympíuleikana fara fram í landi þar sem stjómarvöldin eru ekki reiðubúin að veita fólki frá öllum þjóðum heims dvalarleyfi“. Fréttastofan UPI hefur átt við- tal við forseta Alþjóða-olympíu - nefndarinnar (CIO), Arvey Brundage, og mælti hann þa m.a. ofangreinda setningu. Brundage sagði ennfremur: „Alþjóðaolympíunefndin mun krefjast skriflegrar yfirlýsingar frá ríkisstjórnum hinna ýmsu landa. þar sem standa skal svart á hvítu að landið sé opið öllum útlendingum, án póii- tískra skilyrða án tillits til mjllirikjatogstreitu í stjórnmóL um“. Brundage sagði eihnig að þaer ríkisstjómir, sem neira að veita íþróttafólki frá viss- um löndum dvalarleyfi til í- þróttamóta, verði hiklaust látn- ar vita að lönd þeirra verða útilokuð frá því að halda og skipuleggja alþjóðieg meistara- mót. Þessi umrnæli forseta CIO verða ekki skilin nema á einn veg, og þetta eru orð í tíma töluð. „Nansens“-vegabréf Norski íþróttaleiðtoginn Ein- ar Bergsland bar fram merka tállögu í fyrra. Hann lagði til að Sameinuðu þjóðimar gæfu út ,„Nansens-íþróttavegabréf“. Þetta alþjóðlega vegabréf skyldi opna íþróttafólki og íþrótta- frömuðum leiö til hvaða lands sem er þar sem þeir eiga kost á þátttöku i íþróttamótum eða íþróttaþingum. íþróttimar séu svo sterkt afl í sköpun vinátti og friðsamlegrar sambúðai þjóða að íþróttafólk eigi kröfu á sliku. Hugmyndin er byggð á stefnu og starfi hins kunna norska landkönnuðar og mann- vinar Friðþjófs Nansens, sem starfaði að málefnum flótta- fólks á vegum Þjóðabandalags- ins eftir fyrri neimstyrjöldina. Árið 1922 gekkst hann fyrir út- gáfu alþjóðlegs vegabréfs fyrir flóttafólk. 55 þjóðir staðfestu samning um þessi vegabréf. Þau uröu að veruleika, stuðluðu ó- tvirætt að bættri sambúð þjóða og ruddu úr vegi valdstefnu og misrétti.. íþróttir og pólitík Næstkomandi föstudag, 8. fa- brúar, kemur framkvæmda- stjóm CIO saman til fundar i Lausanne m.a. til að ræða þá árekstra, sem orðið hafa vegna pólitísks misréttis sem íþrótta- fólk hefur verið beitt. Þetta vandamál er íþrótta- samskiptum fjötur um fót víða um heim. Hér í Vestur-Evrópu eru NATO-ríkin einna verst sett. Aðildarríki Atlanzhaf s - bandalagsins hafa skuldbundjð sig til að meina íþróttafólki frá Austur-Þýzkalandi að heim- sækja NATO-löndin, nema með skilyrðum sem Austurþjóðverj- ar telja sig ekki geta gengið Benedikt G. Waage. fulltrúi íslands í CIO. Wmk Arvey Brundage. forseti CIO. að. Af þessum sökum má heita útilokað að NATO-ríkin geti skipulagt alþjóðamót, a.m.k. al- þjóðleg meistaramót. -------------------------------«> Skautameistaramót Evrópu íÍHH ÞRfR SKAUTAKAPPAR. Myndin er tekin á vinstri er Norðmaðurinn Nils Aaness, sem varð ríkjunum, sem sigraði í 500 m. og 1500 m. en til annar á Evrópumeistaramótinu í Gautaborg. Lengst tli Evrópumeistari, í miðið er Boris Stenin frá Sovét- hægri er Knut Johannessen frá Noregi sem varð mótlnu. S.l. sunnudag lauk í Stokk- hólmi Evrópumeistaramótinu i skautahlaupi. Úrslitin urðu mikill sigur fyrir Norðmenn, sem núna eru langöflugasta skautaþjóðin. Úrslitin í samanlögðum grein- um urðu þessi: 1. Niis Aaness (Noregi) 183.147 stig. 2. Knut Johannessen (Noregi) 184.602. 3. Per Ivar Moe (Noregi) 185.072. 4. M. Thomassen (Noregi) 185.405. 5. Boris Stenin (Sovétríkin) 185.585. 6. Ivar Niisson (Svíþjóð) 185.845. 1. Jonny Níelsen (Svíþjóð) 186.233. Úrslit í einstökum greinum urðu þessi: 500 metrar 1. Stenin 42,3 sek. 2. Aaness 43,0. 3. Merkuriov (Sovétr.) 48,1. 1500 metrar 1. Stenin 2.10,2 mín. 2. Aaness 2.10,7. 3. Johannessen 2.12,2. 5000 metrar 1. Johannessen 7.55,2. 2. Jonny Nilsson 7.59,3. 3. Aaness 7.59,7. 10000 metrar 1. Jonny Nielsen 15.53.4 mín 2. Johannessen 16.00,3. 3. Ivar Nielson 16.02,9. Hvað um ísland? Iþróttasíðan sneri sér til ís- lenzka utanríkisráðuneytisins og spurðist fyrir um þessar höml- ur NATO-ríkjanna gagnvart ferðum austurþýzks íþróttafólks. Níels Sigurðsson ráðuneytis- fulltrúi sagði að í gildi væru einhverjar reglur sem takmarki ferðir AUsturþjóðverja hingað. Reglur þessar hefðu NATO- ríkin samþykkt eftir að Ber- línarmúrinn svonefndi hefðj ver- ið rejstur. Ekki hefði þó reynt á þetta hingað til, en ef til árekstra kæmi, þá myndi dóms- málaráðuneytið og útlendinga- eftirlitið úrskurða vandamálið með vegabréfsáritunina. Málið er þannig vaxið, að NATO-ríkin krefjast þess, að Austurþjóðverjar, sem hyggjast heimsækja þessi lönd, fari fyrst til Vestur-Berlínar og fái þar uppáskrift hjá hernámsyfir- völdum vesturveldanna. Aust- urþjóðverjum þykir þetta lítils- virðandi, enda munu slík skil- yrði ekki vera sett neinni ann- arri sjálfstæðri þjóð. Misrétti beitt Á fundinum mun verða rætt um málið á breiðum grund- velli, enda fleira við að glíma en vandamál Austiurþjóðverja á þessu sviði. S.l. haust átti að haldaheims- meistaramót í körfukriattleik í Manila, en ríkisstjóm Filipps- eyja neitaði júgóslavnesku þátt- takendunum um vegabréfsárit- un. Stjóm Indóriesíu bægði íþróttamönnum frá Israel 0% Formósu frá þátttöku i Asíu leikunum í Djakarta. Egypzk- stjómarvöld vildu ekki Kafá Israelsmenn í heimsmeistara- keppninnj í skoifimi í Kairó. Bandarísk yfirvöld hafa þrá- faldlega bægt austurþýzkum íþróttamönnum frá alþjóðlegum skíðamótum þar í landi og einnig frá heimsmeistarakeppn- inni í íshokkí. Útilokað ma nú telja, að hægt sé að skjpu- leggja nokkurt alþjóðlegt ’- þróttamót í löndum Atlanzhafs- bandalagsins, þar sem þau hafa lofað Bonn-stjóminni þvi að útiloka Austurþjóðverja. UPI-fréttastofan hcfur spurt marga af forráðamönnum og fulltrúum Alþjða-olympíunefnd- arinnar um álit þeirra á þessu máli. Iþróttaleiðtogar cinróma Greifinn af Exeter, forseti Al- þjóða-frjálsíþróttasambandsins og formaður brezku olympíu- nefnarinnár, vill ekki á þessu stigi málsins skýra frá því sem hann ætlar að leggja til mála á fundinum í Lausanne. Hins- vegar dregur hann enga dul á að hann er andvígur því að höfð • séu pólitísk afskipti af íþróttafólki og íþróttamálum. Alit Benedikts G. Waage Iþróttasíðan fór þess á leit við Benedikt G. Waage, full- trúa Alþjóða-olympíunefndar- innar á Islandi, að hann segði íslenzkum lesendum frá skoðun sinni á þessu máli. Svar Bene- dikts fer hér á eftir: „Það er á móti lögum og reglum Alþjóða-Ölympíunefnd- arinnar (CIO), að banna eða meina iþróttafólki að taka þátt í íþróttamótum eða kappleikj- um vegna trúarbragða þess, litarháttar eða stjórnmálaskoð- ana. Frá því að Alþjóða-Ólympíu- nefndin var stofnuð 23. júni 1894 (af Baron Pierre de Cou- bertin), hefur það verið grund- vallar-regla nefndarinnar, að heimila öllum íþrótta-áhuga- mönnum að taka þátt í Ólymp- íu'eikunum án tjllits ',il trú- arbragða keppandans, litarhátt- Unglingaleiðtogi - og unglingaráð Á það hefur verið minnzt í þáttum þessum, að nauðsyn- Iegt sé að ungi maðurinn sem gengur í íþróttafclag, komist þegar í stað í einhver pers- ónuleg kynni við féiagið. For- maðurinn bjóði hann t.d. vel- kominn, skýri fyrir honum og segi honum frá venjum fc- lagsins og uppá hvað það hef- ur að bjóða. Þetta er ágætt svo langt sem það nær, og prýðileg byrjun. En hvað svo um á- framhaldið? Flestir munu segja að það komi af sjálf'J sér, þeir komi á æfingar þeg- ar þær séu auglýstar og til- kynntar, og reynt er að fá einhvem til að sinna þeim á æfingum og segja til. Þótt þetta sé yfirleitt látið duga, er það hvergi nærri nóg. Við getum sagt að þetta sé skref í áttina að því marki sem íþróttahreyfingin hefur innst inni sett sér. Nýliðinn Ef vel á að fara, verður hvert félag, sem tekur á móii ungum mönnum til hand- leiðslu, að veita þeim slíkar viðtökur að þeir hörfi ekki burt aftur eða lognist útúr félaginu vegna þess að þeir verði ekkj varjr við þau fé- lagslegu áhrif sem þeir eru yfirleitt að leita eftir. Vegna þess að þeir verða ekki var- ir við skipulegt og markvisst starf innan félaganna, sem þeir verða greinlega varir við að eigi að sjá um þá og leiða og leiðbeina. Hér liggur eitt af stóru vandamálunum sem íþrótta- hreyfingin leggur litla, eða réttara sagt enga rækt við. 1 hverju félagi sem hefut unglinga innan sinna vébanda, verða að vera unglingaráð, sem sé undir forustu ung- lingalejðtoga. Þetta unglinga- ráð hefur það hlutverk að sjá um allt það er varðar starfsemi unglinganna, bæði innan vallar sem utan. Leiðtoganámskeið Þetta unglingaráð á að vinna samkvæmt áætlun þannig að ungu mennimir viti að hverju þeir eru að stefna Hver aldursflokkur verður að hafa sín verkefni. Þau verður unglingaráðið að undirbúa, og þá auðvitað að nota þroskuðu mennina í flokkunum til hjálpar og að- stoðar. En umfram allt verða þeir að finna að unnið sé markvisst. Þeir sem þekkja skaplyndi ungra manna vita að þeir vilja vinna eftir á- ætlun. Til þess að slík starf- semi sé möguleg verður að vera .til álitlegur hópur vax- inna manna í hverju félagi sem tekur að sér þetta starf. Það varðar því miklu að þessir menn séu til, og að þeir hafi yfir að ráða þekk- ingu og áhuga til að taka að sér slík störf. Hér er því um að ræða verkefni sem íþrótta- forustan verður að taka að sér að vinna að og leysa. 7. grein Að sjálfsögðu geta einstök héraðssambönd haft frum- kvæði innan sinna vébanda um námskeiðahald fyrir þessa nauðsynlegu forustumenn. En fyrst og fremst ætti stjóm Iþróttasambands íslands að gera þetta að stefnumáli sínu og leggja á það áherzlu að komið verði upp nokkurskon- ar skólum þar sem veitt er fræðsla í þessum efnum. Þess- um skólum eða námskeiðum þarf að koma fyrir hér og þar um landið. Og það þarf að vekja upp öflugan áróður fyrir þeirri nauðsyn að innan hvers félags séu starfandi sérstök ungljnga- ráð og unglingaleiðtogi, sem fari með mál ungljnganna í félaginu. Þar á ÍSÍ að vinna að og kenna hvemig eðli- legast er að leiða og leið- beina æskufólkinu. Það þarf að kenna þessum mönnum að gera áætlanir um starfsemina, þannig að hún verið lífleg og skemmtileg, og að fólkið hlakki til að koma á æfinguna. á fund- inn, eða hvað það nú er sem gera þarf. Framtíð hvers félags Þessir unglingaleiðtogar verða að vera góðar fyrir- myndir um daglega fram- göngu, skynja íþróttahreyfing- una — eðli og anda, skynja að þeir séu að ala upp, eklci aðeins góða íþróttamenn, heldur góða félaga og góða borgara. Unglingaleiðtoginn þarf að skilja að allir sem koma til æfinga þurfa að fá útrás, og að það er hans verk að skipuleggja þetta þannig að allir fái sína ánægju, sem þeir hafa kröfu til. Sem sagt,, ungljngalejðtoginn og ung- lingaráð í hverju félagi em þeir aðilar sem leggja grund- völlinn að framtíð félagsins ef til vill meira en nokkur annar. Þessu máli hefur ekki ver- ið sinnt innan íþróttahreyfing- arinnar eins og eðlilegt hefði verið. Það er ein ástæðan fyr- ir því að menn vilja sneiða hjá skyldum sínum við félag- ið. og orsök þess að þeir hafa ekki komizt í samband við þann kjarna sem liggur á bak við allt þétta starf okkar fyrir félags- og íþrótta- starfsemi í landinu. Frímann. ar eða stjórnmálaskoðana. Með þessu grundvallar-ákvæði má segja að Ólympíunefndinni hafi tekizt að sameina alLar þjóðir um gildi Ólympíuhugsjónarinn ar og íþróttanna. Um þá mik- ilsverðu þýðingu að sameina allar þjóðir að efla æskulýð allra landa. til drengskapar og dáða. — Og hefur hin síaukna þátttaka í Ólympíuleikunum, sem fara fram á fjögra ára fresti, sannað þetta bezt. — Eins og alkunnugt er, er merki Ólympíuleikárina FIMM samtengdir hringir, sem tákna m.a. hinar fimm heimsálfur og hina fimrn 'uP,.hnptti mannn- Framhald á 2. síðu. ( I

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.