Þjóðviljinn - 06.02.1963, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 06.02.1963, Blaðsíða 1
Iiðvikudagur 6. febrúar 1963 — 28. árgangur — 30. tölublað ! '/Ti rjBTjí VASl STÖNDUM VIÐ? sinn undan VestfiörSum . .^j. „„.M.w.y. . n.w^s^. -vr^r ..^ Meðah stórar og smáar þjóðir byggja togaraf lota frá grunni og taka upp nýjustu tækni í veiðiaðferð- um og verkun aflans, húkum við á horrim- inni með 35-40 úrelt skip, sem eínu sinni voru þau fullkomn- ustu í heimi. Myndiu er af „Junella", full- komnasta frystitog- ara Breta, sem tek- inn var í notkun á síðasta ári. Grein um skuttogara og verksmiðjutogara er á 7. síðu í dag TiIIaga um vinnustöðvun lögð fyrir fund í IÐJU Félagsfundur verður væntanlega haldinn í Iðju, félagi verksmiðjufólks, um helgina, og verð- ur lö<?ð fyrir fundinn tillaga frá trúnaðarmanna- ráði m. heimild til vinnustöðvunar. • Ingimar Erlendsson, starfsmaður Iðju, skýrði Þjóðviljanum frá þessu í gær. Kvað hann engar við- ræður hafa farið fram við atvinnurekendur að undan- förnu; þeir virtust enn sem fyrr staðráðnir í því að neita Iðju um jafnrétti við önn- ur félög. • Eins og Þjóðviljinn hef- ur skýrt frá er tilefni deil- unnar það að atvinnurekend- ur og stjórnarvöld hafa neit- að að láta 5% kauphækkun þá sem almennu verklýðsfé- lögin hafa fengið að undan- förnu ná til iðnverkafólks sem vinnur ákvæðisvinnu, en þannig er ástatt um því sem næst fjórða hvern félags- mann og þriðjung kvenfólks- ins í Iðju. Eru ákvæðisvinnu- taxtarnir ' mjög misjafnir, sumir ósæmilega lágir, og furðuleg afstaða hjá vald- höfunum að ætla að skilja þá eftir þegar boðnar eru smá- vægilegar bætur fyrir verð- hækkanir síðustu mánaða. í^fstaðan er þeim mun furðu- legri sem málgögn atvinnu- rekenda hafa klifað á því ár- um saman að einmitt ákvæð- isvinnan væri leiðin til kjara- bóta — nú virðist það vera skilyrði fyrir smávægilegum kjarabótum að menn vinni ekki ákvæðisvinnu! í þokka- bót hefur konum þeim sem vinna ákvæðisvinnu í Iðju verið neitað um þá 4% kaup- hækkun sem annað kvenfólk fékk um síðustu áramót til launajöfnunar; það virðist þannig ætlunin að hafa af þeim hvorki meira né minna en 9%, • • Það hefur vakið al- menna athygli að þannig koma atvinnurekendur fram við iðnverkafólk á sama tíma og önnur félog hafa fengið hækkuniiia s]álfkrafa. Ástæðan hlýtur að vera sú að avinnurekendur binda sérstakar vonir við formann Iðju og félaga hans. Samningar við opinbera starfsmenn Tilboð ríkisstjórnarinnar verður lágt f ram á morgun Á morgun hefjast viðræður með samninganefndum BSRB og ríkisstjórnarinnar um launakjör opinberra starfsmanna, að þvi er Sigtryggur Klemenzson ráðu- neytisstjóri, formaður samninga- nefndar ríkisins, skýrði Þjóðvilj- anum frá í gær. Eins og kunnugt er fengu op- inberir starfsmenn samningsrétt í fyrra o>g er þetta því í fyrsta sinn sem samningar fara frani um kaup þeirra og kjör. Lögðu þeir fram launakröfur sínar i nóvember sl. og tók samninga- nefnd ríkisstjórnarinnar saman greinargerð um þær sem að und- anförnu hefur verið í athugun hjá ríkisstjórninni. Átti nefndin fund með fjármálaráðherra f gærmorgun og mun þar hafa verið gengið frá tillögum þeim sem lagðar verða fram af hálfu ríkisstjórnarinnar á samninga- fundinum á morgun. Vildi Sig- tryggur ekkert um þær tillögur segja á þessu stigi málsins. Sáttasemjari ríkisins fékk mál þetta til meðferðar um sl. ára- mót og hélt þá einn fund með samninganefndunum, en að ósk beggja nefndarma var ákveðið að þær héldu áfram viðræðum án meðalgöngu sáttasemjara. Verður fundurinn á morgun fyrsti við- ræðufundurinn frá áramótum. ! I I fe sinn fyrir i ¦:?£££ -«.. !¦¦<¦>............... ............-............¦*¦¦¦»».........—.—...—......,.,....- 130 KM f gær var á vegum Landhelg- 'sgæzlunnar flogið ískönnun- irflug og kannaður rekísinn t'yrir Vestfjörðum og sýnif ieikningin hér til hliðar stöðu íssins. Einnig varð í gær vart við rekís norður af Rauðu- núpum og er hann einnig sýndur á teikningunni. Frétt um könnunarflugið er á 12. siðu. l%f: ? 7 2 0> séiarhringsrek 18 sjómílur nafþok 6. 0 Q ° gisið ísrek QOOÖ ísspangii Myndirnar hér fyrir ofan tók Garðar Pálsson, skiipherra hjá Landhelgisgæzlumii, úr flugvél- inni í gær, er farin var ískömuin- arferðin sem nánar er sagt frá í frétt á 12. síðn (sjá ennfrcmur kortið neðst hér í forsíðunni). A efri myndinní sést jaðar aðal- íssins, en á hinni landfast fs- hröngl austan við Straumnes. | Aðalf undur | I Fulltrúa- | ! ráðsins er I í kvöld I Aðalfundur Fulltrúaráðs verkalýðsfélaganna f \ Reykjavík verður haldinn \ í kvöld í Tjarnarbæ, og b . hefst hann kl. 9. Dagskrá " ¦ fundarins er venjuleg að- \ C. alfundarstörf og Snnur mál J er upp kunna að verða bor- ¦ in. Jl A fundinum eiga sæti B allir löglega kjörnir fulltrú- J ar verkalýðsfélaganna í I Reykjavík á Alþýðusam- W bandsþingið í haust. Eru I fulltrúarnir hvattir tQ að k mæta vel og stundvíslega. \ Varð banaslys SL laúgardag andaðist í sjúkra- húsi Akraness ÞorkeU Þorkelsson Krossmýrarbletti 14 hér í Rvík^ er slasaðist alvarlega 14. janúar sl., er bifreið hans valt út ai veginum - Hvalfirði.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.