Þjóðviljinn - 06.02.1963, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 06.02.1963, Blaðsíða 12
VEL B0NAR SKÓLASTÚLKUR Miðvikudagtur 6. febrúar 1963 28. — árgangur — 30. tölublað Danskennsla á Dalvík með sóma Dalvík í gær. — Karlakór Dalvíkur hélt nýlega upp á tíu ára afmæli sitt með söngskemmtun og var vel fagnað. Söngstjóri hedt- ir Hjörtur Hjörleifsson. Karlakórinn hét áður Söngfélagið Síndrl og telur nú 38 söngmenn. Þeir hafa starfað ágætlega. Þá má geta þess, að Heiðar Ástvaldsson kennir um þessar mundir dans hér í þorpinu og sækir til hans bæði gamalt og ungt fólk af miklu fjöri. Afli var sæmilegur x janúar, að meðaltali 4 tonn í róðri. — II.Iv. lísaveðnt 09 grjótfok undir Eyjaf;öllum Stúlkurnar þrjár eða þó öllu heldur fjórar er sjást hér á mynðunum eru sýnilega skóla- stúlkur, um það bera töskurnar vitni. Ekki vitum við þó í hvaða skóla þær eru eða önnur deili á þeim, en hitt er ljóst af mynd unum, að þær kunna vel að búa sig í kuldanum, enda virðist hann ekkeri bíta á þær eftir svipnum að dæma. — (Ljósm. Þjóðv. A. K.). Viðskiptasamningur Nýr viðskipta- og greiðslusamningur milli ís- lands og Ungverjalands var undirritaður í gær, þriðjudag, í Búdapest. Samningur þessi gildir til að frá íslandi verði fluttar eins árs og er gert ráð fyrir út meðal annars eftirtald- _______________ ar vörur: Eyjafjallahreppur í gær — Undir Eyjafjöllum var ofsaveður í fyrrinótt og varð tjón á húsum, hey fuku og símalínur slitnuðu. 1 Berjanesi fuku tvær hlöður, skúr og fjárhús. Tjón á heyjum varð allverulegt. Þá hvarf drjúgur heyforði í Yzta Bæli í sömu sveit. 1 Skógaskóla er rafmagnslaust. 1 Ormskoti undir Vestur Eyjafjöllum fuku þök af tveim hlöðum og hluti af þeirri þriðju og skúr. Brotnuðu margar rúður þar í íbúðarhúsinu og útihús- um vegna grjótfoks. Rafmagnslaust og símabilanir á Skálabæjum feinkum meðfram fjallinu. Hlutur Hríseyinga í þjóðarbúskapnum Herská amb- assadorírú Sl. sunnudag blrti Morgun- blaðið viðtal við Mrs. James K. Penfield, konu bandariska ambassadorsins í fslandi, og hefur viðtalið vak'ið nokkra athygli af sérstökum ástæðum. Sendiherrafrúin Iætur sér nefnilega ekki nægja að rabba um daginn og veginn eins og sendiráðsfólks er háttur þcgar það á viðtal við blöð, heldur kemur hún á elinum stað fram sem pólitísk valkyrja. Hún segir svo um vist sína í Evr- ópu eftir styrjöldina: „Fyrstu tvö árin vorum við í Prag, og á þeim tima náðu kommúnist- ar völdum í Tékkóslóvakíu. Það voru ár dýrmætrar reynslu, þegar ég sá þetta land gjörsamlega kr^rníð und- ir hæl ógnarrílrisiiv' Ekld er fullkomiega ljóst hvað frúin á við; „ógnarríkið“ hlýtur að vera Tékkóslovakía sjálf sem ætti þannig að hafa kramið land sitt undir hæl sinum. En það skiptir raunar ekki máli þótt frúin bætii ekki um hinn almenna áróður Morgunbiaðsins; hitt er furðu- legra að hún virðist algerlega hafa gleymt stöðu sinni og starfi. Bandarikin og Tékkó- slóvakía hafa eðlilegt stjórn- málasamband slin á milli og það er fyrsta skylda opinberra sendimanna að gæta háttvísi í samskiptum við aðrar þjóðir — áróðurinn ber þeim að eft- irláta öðrum se'” i>etur kunna til þeirra verkr Bandarík- in eru ekki á f’ keri stödd í því efni hérler þótt Mrs. Penfield bjóði sii, ekki fram sem sjálfboðaliða. Sigling með Vestfjörðum er hættulaus í björtu Freðfiskur, síld, fiskimjöl, lýsi ull, gærur, húðir og fleira. Frá Ungverjalandi er gert ráð fyrir að íslendingar kaupi meðal annars járn og stál, sykur, vefnaðarvöru og fatnað, búsáhöld og fleiri vörutegundir. Hrísey í gær. — Leiðindaveður var hér um helgina, en gott veð- ur er hér í dag. Ferjan komst ekki til lands um síðustu hélgi vegna dimmviðris, en hún heldur uppi áætlun einu sinni í viku að Litla Árskógssandi og stundum til Dalvíkur. Við höfum þannig verið sambandslausir við land. í janúar reyndist fiskafli báta i Hrísey vera 158 tonn í 112 róðrum og gerðu héðan út 8 bátar og 1 trilLa. Aflahæstu bátarnir voru Haföminn með 32 tonn og Farsæll með 29 tonn. En nú hafa bátamir verið teknir upp um skeið og vinna legið niðri í Frystihúsi KEA sökum manneklu. Eins og kunnugt er hefur verið talsvert um ís undan Vestfjörðum síðustu daga og um helgina var ísinn kominn ískyggilega grunnt og virtist ætla að verða landfastur þá og þegar. Þó fór svo að norðvestan áttin bjargaði og rak ísinn vestur fyr- ir Horn. Talsvert íshrafl er þó á siglingaleið með Vestfjörðum og í gær fór Landhelgisgæzlan í ís- athugunarflug vestur. Hér fer á eftir fréttatil- kynning, sem blaðinu barst síðdegis í gær um þetta flug. Leiguflugvél á vegum Land- helgisgæzlunnar undir stjórn Garðars Pálssonar fór í ískönn- un til Vestfjarðarmiða í morgun. ! Flogið var norður með Vest-1 fjörðum í 5—6 mílna fjarlægð i frá annesjum. Á móts við Galtar- j vita sáust fyrst dreifðir smájak- ' ar. Jakastangl þetta náði inn að mynni ísafjarðardjúps, að stefnulínu milli Galtar og Rits. Flogið var til norðvesturs um 14 sjómílur frá Galtarvita yfir strjála ísbreiðu, og var þá komið í auðan sjó að kalla. I ísbreið- unni var um helmingur sjávar þakinn ís að meðaltali. Þá var haldið áfram norður með landi og hélzt jakastrjáling- ur norður á móts við Rit, var lítffl útaf Aðalvík en þéttist nokkuð útaf Straumnesi. Þar var líka ískurl í fjörunni. En norðan og austan Kögurs var íslaust og hreinn sjór. Var flogið lengst austur að vitanum í Látravík. Frá Homi var síðan tekin stefna beint í norður. 28 sjó- mílur undan landi byrjaði dreift ískurl, en sjálf ísbrúnin hefst 32 sjómílur norður af Homi á 67° N og 22° 25’V og liggur þar beint frá austri til vesturs svo langt sem séð varð, en norður undan voru hafþök af ís, sem s'ennilega ná norður og vestur að Grænlandsströndum. Isinn var þunnur við jaðarinn, smá- flögur og kurl, áreiðatjlega lagn- aðarís, sem myndazt hefur í vet- ur. Aðeins stöku jakar höfðu orðið fyrir hnjaski og haugazt upp 2—4 metra yfir sjólokin á að gizka. Frá ísbrúninni beint norður af Homi var flogið meðfram henni í vesturátt. Liggur ísbrúnin í aðaldráttum frá 67° N 22° V til 66°49’ 7 23°30’ og þaðan VNV á 66°55’ 7 24°25’ og þá SV á 66°35’ 7 25°. Þaðan var tekin stefna á Galtarvita og flogið aftur yfir Is- hraflið útaf Djúpi. Segja má, að talsvert ísrek sé á öllu svæðinu Göltur-Straumnes og út af sjálfri ísbrúninni, sums- staðar í þétium, mjóum beltum, en þar á milli smákurl á strjál- ingi. Samkvæmt athugunum okkar er sigling fyrir Hom og suður með Vestfjörðum hættulaus í björtu veðri, ef nokkur varúð er við höfð. Hins vegar verður að telja hana viðsjála eða hættu- lega í myrkri. eins og sakir standa. Við þessa fréttatilkynningu er því að bæta, að í gærmorgun kl. 9.50 tilkynnti togarinn Sléttbak- ur um mikið ísrek, stóra og smáa. jaka, 25 mílur norður af Rauðu- núpun). ★ ÆFR Skólaferð Farið verður í skíðaskála Æskulýðsfylkingarinnar um næstu helgi. Farartími verður auglýstur síðar. Tilkynnið þátttöku sem fyrst á skrifstofu ÆFK eða í síma 17513. Þegar hafa allmargir látið skrá sig. — Allir velkomnir — ÆFR FélcKjsfunchir Félagsfundur verður haldinn í ÆFR annað kvöld kl. 9 í félags- heimilinu í Tjamargötu 20. Fundarefni: 1. Brynjólfur Bjamason flytur erindi: Um sósíalismann 2. Félagsmál. 3. önnur mál. Stjórn ÆFE Þýzka hjúkrunar- konanlátin Um hádegi í gær lézt þýzka hjúkrunarkonan, Rosmarie Kunzt, á Landakotsspitala af völdum byltu, sem hún hlaut a,f hestbaki I Hveragerði síð- astliðið laugardagskvöld. Bjami Jónsson, yfirlæknir, á Landakoti framkvæmdi mikla höfuðaðgcrð á henni að- faranótt sunnudags, en hún komst aldrei til meðvitundar. Rosmarie Kunzt var 38 ára gömul og starfaði sem yfir- hjúkrunarkona við Heilsu- hæli Náttúrlækningafélagsins í Hveragerði og kom hingað í haust frá Hamborg með 11 ára gömlum syni sínum og var vel látin í starfi sínu. Hlutur Hríseyinga í þjóðarbúskapnum reyndist allgóður síðast- liðið ár. Ársframleiðsla á frystum fiski reyndist 16.400 kassar og 1000 pakkar af fullunninni skreið. Þá framleiddu þeir 4000 pakka af saltfiski og söltuðu 7000 tunnur af síld. Söltunarplanið var rek- ið af Guðmundi Jörundssyni ásamt Tálknfirðingum og Patreks- firðingum sem hluthöfum, en fiskvinnslan er á vegum KEA. — H.K. Fjalla-Eyvindur í Hornafirði Höfn í Homafirði — Síðastliðið laugardagskvöld var sjónleikur- inn Fjalla Eyvindur frumsýndur í Félagsheimilinu í Mánagarði á vegum Ungmennafélagsins Mána í Nesjum. Leikurinn hefur ver- ið sýndur þrisvar sinnum við mikla hrifningu áhorienda og jafnan fyrir fullu húsi. Rafn Eiríksson, skólastjóri á Sunnuhvoli ber veg og vanda sýn- ingarinnar og annast leikstjóm og leiktjaldamálun og leikur auk þess aðalhlutverkið Fjalla Eyvind. Höllu leikur kona Rafns, Ásta Karlsdóttir og Bjöm hreppstjóra leikur Þrúðmar Sigurðsson, bóndi í Miðfelli og Sigurjón Bjamason í Bekkubæ leikur Ames. Tóta er leikin af sex ára telpu, Sigurbjörgu Sigurðardóttur á Stapa. Annað til tíðinda úr félagslífinu er vígsla nýs félagsheimilis hér í Höfn og fer hún fram næstkomandi laugardag. — ÞÞ Vöruskiptin óhag- stæð um 224millj. Samkvæmt bráðabirgðayfirliti Hagstofu íslands varð vöruskiptajöfnuðurinn á sl. ári óhagstæður um 223,9 millj. króna, þar af voru vöruskiptin í desembermánuði einum óhagstæð um 138,8 milljónir. Þessi halli á utanríkisverzlun íslendinga (þ.e. vöruskiptajöfn- uði) varð 77 mffljónir króna hærri á sl. ári en árið á undan. Innfi’itningurinn nam á árinu 3.842,7 mfflj króna. þar af voru fluttar inn flugvélar og skip fyr- ir 195.5 milljónir. Otflutningur- inn á árinu nam 3.618.8 millj. kr. Til samanburðar skal þess get- ið. að árið 1961 voru fluttar út vörur héðan fyrir 3.074,7 milij. króna, en innflutningurinn á ár- inu 2 7 mininmim har af vom flutt inn skip og flug- vélar fyrir 193.4 milljónir. 1 desembermánuði sl. var vöruskiptajöfnuðurinn við útlönd óhagstæður um 138.8 milljónir króna, eins og áður var sagt. Þá voru fluttar inn vörur fyrir 532.7 mfflj. kr., þar af voru skip og flugvélar fyrir 126.2 mfflj. kr. Útflutningurinn nam 393.8 millj. kr. 1 desember 1961 varð vöru- skiptajöfnuðurinn við úöönd ó- hagstseður um 8.8 milljónir kr. \

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.