Þjóðviljinn - 06.02.1963, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 06.02.1963, Blaðsíða 9
Miðvikudagur 6. febrúar 1963 ÞJÓÐVILJINN SfÐA 9 I ! Karlmenn og hálsbindi: sbindið I upp um eigandann ! \ n Odýrír brauðréttit Lítið áberandi, dökkt bindi Jámharður sjálfsagi ein- kennir þessa manngerð. Hann virðist vera heilsteyptur. Hann berst fyrir öruggri stöðu og reynir að vinna sig upp með reglubundinni vinnuaðferð og staðfestu. f einkalífi er hann yfirleitt vingjamlegur og þægilegur. ★ ★ ★ Slétt, ljóst bindi Maðurinn með slétta, ljósa bindið leggur mikla áherziu á að sýnast. Manngerðin er sjálfsánægð og dálítið yfir- borðsleg. Auðvelt er að særa karlmannlega hégómagimi hans. Meðal þessar manna eru margir duglegir kaup- menn. ★ ★ ★ Sjálfbundið bindi Innan þessarar manngerðar er aðallega um að ræða hina gagnsýrðu piparsveina. Þæg- indin eru honum meira virði en allt ytra útlit. Hann dyl- ur fyrirlitningu sina á öllurr. samkvæmisvenjum undir þvi yfirskini að sjá alla hluti frá sem einfaldastri hlið — og gefur sér lausan tauminn. Hann á fullt af bindum — og samt notar hann alltaf þetta sama, hvað sem iíður öllum tízkubreytingum. Hann fær ríkulegt úrval í afmælis- og jólagjöf, en það sem hann raun- verulega notar, kaupir hann sér oftast sjálfur. Hversvegna nota vissir menn vissa gerð af háls- bindum og vilja helzt ekki sjá nein önnur? Uppáhaldsbindið kemur upp um skapgerð eig- andans. Prjónal :ndi Þeir sem velja prjóuabind ið hafa sérlega gott auga fyrir því hagnýta og þægi- lega. Þeir eru mjög fljótir að hugsa og gáfaðir, hafa mikið hugmyndaflug og veit- ist létt að leysa hvers kyns verkefni. Þeir þyrftu þó að taka sjálía sig alvarlegar Einnig þyrfti þessi manngerð að temja sér meiri þolinmæði í garð annarra. Kasmírbindi Þeim sem velur fína, bind- ið með kasmírmynztrinu, hætt. ir til að gleyma sér í smá- atriðunum Hann hefur mik- ið og lifandi ímyndunarafl og elskar nákvæmt vísinda- legt starf. Hann er áreiðan- legur 1 skiptum sinum við aðra menn. Oft er hann á- sakaður fyrir að hneigjast til smámunasemi. Skozkt bindi Þeir sem velja bindi með skozku mynztri, eru einfaldir og blátt áfram. Þeir þykjast heldur ekki vera neitt annað en þeir eru. Þeir eru oftast feimnir og óöruggir nema meðal jafningja sinna. í vinahópi eru þeir glaðir og félagslyndir. Þeir eru oft á- hugasamir íbróttamenn. Röndótt bindi Karlmaður af þessari mann- gerð er alvarlegur, varkár og mjög dulur. Hann gerir aldrei neitt án þess að hafa ger- hugsað það fyrirfram. Hann skortir þó ekki hugmynda- flug og á oft frumkvæðið að ýmsum hagnýtum hlutum. Persónuleg málefni hans eru alltaf í stakasta lagi. Þess- um manni er óhætt að treysta í starfi og öllum sam- skiptum. ★ ★ ★ Lavalliere-slaufa Þeir sem velja breiðu, hnýttu lavalliére-slaufuna vilja sýna með þessu áber- andi hálstaui að þeir teija sig kallaða til æðri starfa. Þessi sérvitringur sem elskar eigið frelsi umfram allt, þoi- ir ekki einveru og leitar eft- ir félagsskap listhneigðra manna og kvenna. Honurn hættir þó til ofstækis í stjómmálum. ★ ★ ★ Áberandi og skræpótt bindi Af þessari tegund eru at- vinnurekendur einkum, þeir eru kraftmiklir, en stundum einnig allágengir. Hjá þess- um manni er ekki um að ræða neinar innri hindranir eða mótsagnir. Hann er á- kaflega sannfærður um hæfi- leika sína og trúir aðeins á sinn eigin mátt og megin Fínleiki er ekki hin sterka hlið þessarar manngerðar. enda líta þeir á slíkt sem veikleikamerki. Þverslaufa Þessi manngerð leggur mikla áherzlu á snyrtilegt ytra útlit. Hann gengur oft of langt í fegurðardýrkun sinni. Honum finnst hann skara framúr öðrum mönn- um og vill fyrir alla muni vera yfir þá hafinn. Margir arkitektar eru af þessan manngerð. Lincoln-slaufa Þegar hann fær að vera miðpunkturinn líður mannin- um með lincolnslaufuna alls- staðar vel. Þrátt fyrir dálít- ið spjátrungslega framkoma sína á hann til að bera öf- undsverða aðlögunarhæfni. Þó gengur hann stundum ot iangt i því efni og virðist þá villa á sér heimildir og vera falskur. Þessi maður er oft snobb. Jazzleikarar og jazzunnendur ganga mikið með svona slaufu. Heitt, ristað franskbrauð er eins og flestir kannast við ákaflega lystugur mat- ur. En hafið þið nokkurn tíma reynt að steikja brauð- ið? Hér koma tveir fljót- gerðir, ódýrir og ljúffengir smáréttir úr steiktu brauði, sem geta verið skemmtileg tilbreyting á kvöldverðar- borðið eða til hádegisverð- ar — ef þið hafið að", ~'í1- tíðina á kvöldin. Heitar ostasamlokur Smyrjið nokkrar fransk- brauðsneiðar (helzt formbrauð) báðum megin. Leggið svo sam- an tvær og tvær sneiðar með mjólkurosti á milli og látið ost- inn ná alveg út að brúnum sneiðanna. Setjið samlokumar síðan á heita pönnu og látið þær brúnast báðum megin. Ekki þarf aðra feiti á pönnuna en smjörið sem er á brauðsneiðun- um. Samlokumar á að bera fram heitar meðan osturinn er linur. Franskt eggjabrauð Skerið niður nokkrar fransk- brauðsneiðar. Hrærið eitt eða fleiri egg (eftir þvi hve brauðsneiðarnar eru margar) með gaffli á djúpum diski og hrærið saman við eggið örlitlu af salti og matskeið af mjótk fyrir hvert egg. Veltið brauð- sneiðunum uppúr egginu og i # m< Snjópáf I steikið þær síðan i smjöri á pönnu Berist fram heitar. Síld eða sardínur bragðast mjög vel með eggjabrauðinu, en eru þó engin nauðsyn. Túperingin á undanhaldi Ungum sem gömlum þykir gaman að búa til snjókarla og kerlingar og nóg er um snjó- inn þetta árið um alla Evrópu Fínasti snjókarlinn i vetur ei líklega í Cesena í Norður-ltal- íu en það er fjögra metra há stytta af Jóhannesi páfa XXIII. Snjópáfinn stendur á stalli við þjóðveginn og hefur hægri hönd upplyfta til blessunar yfir mannfólkinu. Listamaðurinn heitir Tito Neri. Tízkuteiknarar í verkfalli ★ I fréttum frá frlandi segir aA tveir aðaltízkufrömuðir landsins, Sybil Connolly og Irene Gilbert, muni nú ætla í verkfall og fresta öllum fyr- irhuguðum sýningum. Þær segjast einfaldlega ekki hafa efni á að koma á fót dýr- um sýningum og krefjast ríkis- styrks til þess arna. Litið á Frakkland, segja þær, þar sem ríkið veitir nær þrjú hundruð millj. kr. til tízkuiðnaðarins. Húrra! Loksins er túperingin fyrir alvöru á undanhaldi. Hár- greiðslan er kennd við Mona Lisu og ltcmur frá París .Hárið er af millisídd, skipt í miðju og greitt niður með hliðun- um yfir eyrun. Rúllast inn að neðan Passa afa og ömmur Það hefur lengi tíðkazt í Bandaríkjunum að unglingar og skólafólk vinni sér inn vasa- peninga með því að gæta barna á kvöldin ef foreldrar þeirra þurfa að þregða sér frá (baþy- sitters“). Nú hafa þessir ungl- ingar fundið sér nýja vinnu og er það að vera svokallaðir „old- people-sitters", þ.e. að vera hjá gömlum öfum og ömmum sem verða eftir heima þegar unga fólkið fer út að skemmta sér svo þeim leiðist ekki á meðan. Fleirí flíkur úr skinni og leðri ★ Skinn- og leðurflíkur halda áfram að vera jafn vin- sælar í París. Alltaf eru að koma fram ný snið, nýir litir og nýjar hugmyndir í þessum efn- um, t.d. lausir kragar úr hvítu naPPa, vesti úr smáræmum af skinni í ólíkum litum — saum- uðum saman svo rendumar snúa langsum. Hjá Dior er mik- ið farið að nota iakkskinn. með- al þess nýjasta er sítt. slétt lakkvesti með mjög flegnu hálsmáli. Þrir hattar frá Parisarvikunni 1963 Ekki hefur enn vertið ieyft að birta neinar Ijósmyndir af föi- unum sem sýnd vom á tízku- sýningunum 1 París í síðustu viku. Ekkert mun verða birl af þeim opinberlcga fyrr en 26 febrúar í fyrsta lagi, þegar far ið verður að sclja þau. Me" þessu vilja tízkukóngarnir París tryggja að sniðunv verði ekki stolið frá þeim r> kannski farið að framleið kjóla, kápur nn dragtir mi'f þessum sniðum i hundraðatali áður en þeir eru sjálfir komn- ir mcð þetta í eigin búðir eins ■'" stundum hefur gerzt Hins vegar hafa þeir Ieyfl að taka myndir af höttum íkóm, skartgripum og fleirn smávegis og á myndinni héi 'jást þrír af höttunum. Sá sen ir lengst til vinstri er klukku rattur frá Lanvin-Castillo mnf vörtum og brúnuin doppum hvítum grunni. Hár kollur ob stíf hattbörð eru einkennandi fyrir hattatízku vorsins. Hatt- urinn i miðið er lika frá Lan- vín-Castillo, og efnið í honum er koparlitt strá, bandið úr svörtu etamíni. Þriðji hatturinn er lika hái og stífur og er eftir Danann Svcnd, sem vinnur hjá tízku Húsi Griffc. Kollurlnn cr úi ‘ivítum flóka, barðið úr svörtn trái og hattbandið er úr græni' trái. f heimilisþættinum á föstu daginn verða sagðar fréttir fra Parísarvikunni og nýju línurn- ár sýndar. v

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.