Þjóðviljinn - 08.02.1963, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 08.02.1963, Blaðsíða 5
1 Föstudagur 8. febrúar 1963 ÞJÓÐVILJINN SlÐA § Aðstoð við togara útgerðarfyrirtæki ÞINCSJÁ Þ|ÓDVIL|ANS Geir Gunnarsson flytur frumvarp til laga um sér- stakan stuðning við þau togaraútgerðarfyrirtæki, sem skortir hráefni til fiskvinnslustöðva sinna vegna afla- brests togaranna og siglinga þeirra á erlenda markaði. Lögin gera ráð fyrir, að ríkisstjórninni verði heim- ilað að taka allt að 35 millj. króna lán til endurlána til togaraútgerðarfyrirtœkja til kaupa á nýjum fiskibátum. Einnig sé ríkisstjórninni heimilt að ábyrgjast í sama skyni gegn gildum tryag- ingum lán allt að 20 millj- ónum króna. Loks er kveðið svo á, að samanlögð lán úr Fiskveiðasjóði Islands og lán úr bessum sjóði megi nema allt að 90% af kaup- verði fiskibáta og veita megi ríkisábyrgð fyrir eft- irstöðvunum. Eftirfarandi greinargerð fylg- ir frumvarpinu frá hendi flutn- ingsmanna: „1 greinargerð með frumvarp- ríkisstjórnarinnar til laga um aflatryggingasjóð sjávarútvegs- ins, sem samþykkt var á sl. ári, segir m.a. að athugun, sem fram hafi farið á hag togara- útgerðarinnar, hafi leitt í ljós. að afkoma hennar sé „svo bág- borin, að þess er ekki að vænta. að hún komizt af hjálparlaust1' Munu flestir sammála um þá skoðun. í fyrrgreindum lögum er gert ráð fyrir nokkurri að- stoð við togaraútgerðina vegna aflabrests árin 1960 og 1961. en ekki eru líkur á, að sú að- stoð sé togaraútgerðinni full- nægjandi og sumum fyrirtækj- um a.m.k. alls ekki. Samkvæmt skoðun fulltrúa Félags ísl. botnvörpuskipaeigenda, sem komu á fund sjávarútvegsmála- nefndar Nd. Alþ. vegna frum- varps til laga um aflatrygg- ingasjóð sjávarútvegsins, mundi sú aðstoð. sem þau lög gera ráð fyrir með beinum fjár- greiðslum, þurfa að vera tvö- falt hærri, til þess að hún dygði. Hvað sem hæft er í þeirrj skoðun, má fullvíst telja, að gagnvart þeim togaraútgerðar- fyrirtækjum, sem verst eru stödd, þarf meira að koma til en gert er ráð fyrir í ofan- greindum lögum. Þau skakka- föll, sem togaraútgerðin hefur orðið fyrir á síðustu árum. lýsa sér ekki ejnungis i stórfelldu fjárhagslegu tapi af rekstri togaranna og fjárþrotum af þeim sökum, heldur einnig í hinu. að vegna þess að fyrir- Fundir voru i gaer í báðum deildum Alþingis. í efri deild var aðeins eitt mál á dagskrá. frumvarp um veitingasöíu o.fl. og fylgdi Ingólfur Jónsson. samgöngumálaráðlierra frum. varpinu úr hlaði. en síðan var því vísað til 2. umræðu og nefndar Neðri deild Frumvörpin um ráðherraá- byrgð og land'dóm voru í gær afgreidd sem lög frá neðri dejld og einnig frumvarp um breyt- ingu á lögum um félagsheim- ili. Umræður um frumvarp Einars Olgeirssonar um áætl- unarráð ríkisins héldu áfram. og tóku i gær til máls Pétur Sigurðsson íf) og Gísli Jóns- son cf) ewttC'rft\ U Pétur er lyktnæmur Pétur Sigurðsson kom nokk- uð inn á umræðurnar um lengd vinnutímans og var helzt á honum að skilja. að hann teldi allt of mikið gert úr því. hve vinnutími manna væri orðinn langur Einnig tald) hann, að verka. lýðshreyfingip tæki ekki nægi- legt tillit til vmissa fríðinda, sem launþeg- ar nytu þegar samningar væru gerðir við a'vinnurekendur. Þá kom Pétur einnig nokkuð inn á þær almennu umræður. sem tækin hafa neyðzt til þess að láta togarana sigla með afta sinn óunninn á erlendan mark- að, hafa vinnslustöðvar sömu fyrirtækja. þar á meðal nýieg og fullkomin frystihús, verið hráefnisvana á vissum árstím- um og þá starfslaus að miklu leyti. Þannig hefur ofan á rekstrartap togaranna bætzt rekstrartap á fiskiðjuverum, sem ættu að geta gefið arð, el þau fengju hráefni í stað þess. sem togararnir sigla með, og fyrirtækin því að geta betur borið fjárhagslegt tap af rekstri togaranna, en þörfin á beinum fjárstyrk að minnka að sama skapi. Vegna gífurlegs tapreksturs átt hafa sér stað í sambandi við þetia mál einkum varðandi ræðu Þórarins Þórarinssonar um samstarf Sjálfstæðisflokks- ins við ,,kommúnista“. Sagði Pétur. að á sínum tima hefði verið um samstarf að ræða innan verkalýðshreyfingarinn- ar (og hefði Framsókn einnig tekið þátt í því), ..en við vor- um nú fljóiir að finna þefinn af beim lýð“ bætti hann við. Þá kom það fram í ræðu Péturs. að samkvæmt athug- unum, sem gerðar hafa verið að tilhlutan nefndar þeirrar er rannsaka á leiðir til þess að gera 8 stunda vinnudaginn raunhæfan var vinnuvika Dagsbrúnarverkamanns að jafn- aði 57 klukkustundir árið 1961. en meðaltekjur verkamanna það ár um 78.3 þús. krónur. ,,Ættu að sleikja sár sín“ Gísli Jónsson (í) tók einnig til máls og var ræða hans í hinum hefðbundna siíl um til- raunir „kommúnista til að koma landinu undir alheims- kommúnism- ann“ en einnig sneri hann sér nokkuð að ræðu ÞÞ og sagði. að Framsókn væri nær ,.að sleikja sár sín og reyna að græða þau“ heidur en vera stöðugt að ýfa þau upp. Að ræðu Gísla lokinni var umræðu enn frest- að. Þingfundir í gær I ! ! i Framsókn og geng- iskekkunin 1950 Umræður um frumvarp Einars Olgeirssonar um á- ætlunarráð halda enn á- fram, eins og vikið er að á öðrum stað hér á síð- unni. Hér verður rakið eitt atriði úr ræðu Einars, af- staða Framsóknar til geng- islækkunarinnar 1950. Um áramótin 1950 sat hér minnihlutastjórn Sjálf- stæðisflokksins. Sú stjórri kom fram með gengislækk unarfrumvarp og harðvít ug ákvæði, meðal annars bess efnjs. að hvert skipti. sem kaupg.iald hækkaði skyldi Landsbankinn, en hann átti að íá gengis skráningarvald samkvæm' frumvarpinu. taka gena. fslenzku krónunnar til „er.d- I urskoðunar“. Þetta er það sama og „viðreisnarstjórn- in“ gerði 1961, — svipti Alþingi gengisskráningar- valdinu og lét Landsbank- ann fella gengið. Og hvað gerir Framsókn arfiokkurinn svo 1950? Hann flytur vantraust á ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks- ins, og maður skyldi ætla að það væri til þess að koma í veg fyrir gengis- lækkunina. En þess í stað myndar Framsóknarflokk- urinn ríkisstjórn með í- haldinu til þess að fram- kvæma gengislækkina. Það hefur því ekki vakað fyrir "’ramsókn, þegar hún bar '■•am vantrauststillöguna ;ð berjast gegn þessu slæma málefni, heldur að komast í ríkisstjórn með íhaldinu til þess að hjálpa því að framkvæma þetta ílæma málefnj. Sá meginmunur, sem er á stefnu Framsóknarflokks- ins og Alþýðubandalags- ins, er einmitt sá, að Framsóknarflokkurinn hugs- ar eingöngu um völdin, — þótt þau séu notuð til þess að skerða kjör verkafólks Og lækka kaup þess, en Alþýðubandalagið lætur málefnin ráða afstöðu sinni hvort sem það er í stjórn eða stjórnarandstöðu. Það berst jafnt fyrir bættum kiörum almennings, hvort °m það er í ríkisstjóm eða rtan hennar . I Útgefandi: Sameiningarflokkur alþýðu — Sósíalistaflokk- urinn. — Ritstjórar: ívar H. Jónsson. Magnús Kjartansson, Sigurð- ur Guðmundsson (áb) Fréttaritstjórar: Jón Bjarnason. Sigurður V. Friðþjófsson. Ritstjórn. ^fgrpiðsia. auglýsingar, prentsmiðja: Skólavörðust. 19. Sími 17-500 (5 línur). Áskriftarverð kr. 65 á mánuði. undanfarin ár, bæði af rekstri. togaranna og vegna vannýting- ar á fiskvinnslustöðvunum. er þessum togarafyrirtækjum urn megn að ráðast í bátakaup til þess að tryggja fiskvinnslu- stöðvunum hráefni í stað þess, sem áður kom frá togurunum. Svo hart leikin eru sum tog- arafyrirtækjanna a.m.k., að þau hafa ekki fjárhagslegt bolmagn til þess að gera þær ráðstaf- anir til úrbóta, sem líklegast er, að væru hagkvæmastar og skyn- samlegastar, og bankarnir eru þeim lokaðir til þessara fram- kvæmda, þar sem fyrjrtækin standa nú þegar svo illa gagn- vart þeim. Hér horfa málin því vægast sagt óglæsilega, og lítil von er til þess, að aðstoð sam- kvæmt lögum um aflatrygg- ingasjóð sjávarútvegsins og fjárlögum þessa árs bæti úr í þessu efni, þar sem það fjár- magn, sem togarafyrirtækin hafa fengið, mun naumast á lausu til bátakaupa, sem þó væri mörgum fyrirtækjunum ein hin hagkvæmasta og já- kvæðasta úrbót, sem um er að ræða. Fengju þessi fyrirtæki umráð yfir nokkrum góðum vélbátum, eru líkur á, að kom- ið yrði í veg fyrir, að ofan á taprektur togaranna bættist taprekstur á fiskiðjuverum, sem sum hver eru hin fullkomnustu í landinu. Miklar líkur eru á, að hinar fullkomnu fiskvinnslu- stöðvar yrðu reknar á arðbær- an hátt. ef þær gætu bætt sér upp hráefnistapið af völdum siglinga togaranna með báta- fiski, og þannig yrði dregið úr þeim skakkaföllum, sem af rekstri togaranna kann að leiða enn um sinn. Togaraútgerðarfyrirtækjum er mörgum hverjum um megn að eignast þá vélbáta, er hér þyrfti til, en vegna þess, hversu mikið er hér í húfi fyrir það verkafólk, sem við fiskiðjuver- in hefur unnið, fyrir fyrirtæk- in sjálf og þjóðina alla, að nýtt sé til fulls það fjármagn, sem þegar hefur verið lagt í hinar dýru og fullkomnu fiskvinnslu- stöðvar, tel ég, að það eigi fullan rétt á sér, að ríkisvald- ið komi hér til aðstoðar, þar sem hér er um þjóðfélagslegt vandamál að ræða. Er þvi lagt til í frumvarpi þessu, að ríkisstjórninni verði heimilað að taka lán að upp- hæð allt að 35 millj. kr„ sem varið yrði til þess að gera togaraútgerðarfyrirtækjum. sem eiga fiskvinnslustöðvar, sem eru hráefnislausar vegna vand- ræða togaraútgerðarinnar, kleift að eignast báta af heppilegri stærð. Fyrirgreiðsla ríkissjóðs í þessu efni yrði á þann veg, að til viðbótar við lán úr Fisk- veiðasjóði Islands kæmu til lán framlánuð frá ríkissjóði, þannig að samanlögð lánsupphæð nemi allt að 90% af kaupverði hvers báts, og auk þess veiti ríkis- sjóður ábyrgð á láni fyrir eft- irstöðvunum. Hér væri um að ræða jákvæða aðstoð. sem gæti bætt úr þeim atvinnumissi, sem af siglingum togaranna hef- ur leitt, og stórbætt aðstöðu ýmissa þeirra togarafyrirtækja, sem verst eru stödd, auk þess sem ráðstafanir þessar eru þjóðhagslega hagkvæmar, þar sem með þeim yrði stuðlað að því að nýta fiskvinnslustöðv- ar. sem þegar hefur verið var- ið tugum milljóna króna til að reisa og búa hinum full- komnustu tækjum. án þess að þær hafi um skejð verið nýtt- ar nema að litlu teyti, en hjns vegar hlaðið á sig vöxtum og öðrum föstum kostnaði". Lömun p'ulltrúaráð verkalýðsfélaganna í Reykjavík hefur á ýmsum tímum gegnt mikilvægu hlutverki. Það hefur verið sameiginlegur vett- vangur verkalýðsfélaganna í bænum, samræmt aðgerðir þeirra og haft ýmis konar frumkvæði um sameiginleg mál verkalýðshreyfingarinnar og látið almenn þjóðmál til sín taka. Me8 því að merja meirihluta fulltrúa Reykja- víkurfélaganna til Alþýðusambandsþings fyrir fjórum árum tókst samfylkingu íhaldsins og Alþýðuflokksins í verkalýðshreyfingunni að ná stjórn fulltrúaráðsins í sínar hendur. Ef eitt- hvert mark væri takandi á áróðri þeirrar sam- fylkingar, mætti ætla að yfirráð hennar í full- trúaráði verkalýðsfélaganna í Reykjavík hefði reynzt mikilvægur viðburður og markað spor í þróun verkalýðsmála Reykjavíkur. Hafði það ekki þarna gerzt að fulltrúar „lýðræðissinnaðra verkamanna“ voru komnir í s'íjórnaraðstöðu í einni af stofnunum verkalýðshreyfingarinnar, höfðu fengið gullið tækifæri til að sanna stefnu sína og framtak í verkalýðsmálunum? Hvílíkt tækifæri að sýna hugmyndaauðgi og sl'arfsþrótt samfy lkingarinnar! Af stjórn þessarar ,,lýðræðissinnuðu“ fylkingar sem svo vill heita, hefur nú fengizf meira en þriggja ára reynsla. Þessi ár hefur fulltrúa- ráðið verið algjörlega dauð stofnun í verkalýðs- hreyfingu borgarinnar, nema hvað starfsmaður á skrifstofu hefur unnið vanabundin störf fyrir fáein félög. Stjórn fullírúaráðsins undir for- ystu Jóns og Guðjóns Sigurðssona hefur ekkert haft til málanna að leggja, engin áhugamál haft varðandi sameiginlega hagsmuni verkalýðsfé- laganna í Reykjavík, enga tilburði fil forgöngu eða frumkvæðis á neinu sviði, varla drattazt til að halda lögboðna fundi í ráðinu og er þar þó ekki stífar á kveðið en svo, að ætlazt er til að einn fundur sé haldinn árlega. Spaugilegt dæmi þessa algjöra starfsleysis fulltrúaráðsins er það, að samanlagður kostnaður við fundahöld ráðsins á ári sé nokkrum hundruðum króna lægri liður á reikningum en matarveizla sú í Glaumbæ, sem Jón Sigurðsson og Guðjón Sigurðsson rausn- uðust fil að bjóða sjálfum sér í og meðstjórn- endum sínum! gtefna samfylkingar íhaldsins og Alþýðuflokks- ins í verkalýðsmálum er engin nema ein, sem auðskilin er vegna þátttöku íhaldsins: Að lama stofnanir verkalýðshreyfingarinnar, láta þær reka sfarfslaust og stjórnlaust, nema þá að reynt er að nota þær til að afstýra því að verka- lýðshreyfingin mótmæli árásum, verðhækkunum og kjaraskerðingu, eins og gert var kringum 1. maí í fyrra. Algert starfsleysi er svo kórónað með lögleysum og ofbeldi eins og þeim, sem Jón Sigurðsson og kumpánar framkvæmdu á að- alfundinum í fyrrakvöld, en þaer ráðstafanir eru efalaust hugsaðar sem liður í hernaðaraðgerðum íhaldsins gegn verkalýðshreyfingunni, liður í við- leitni afturhaldsins að sundra hreyfingunni og lama stofnanir hennar. — s. i i é ’ ‘

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.